Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 32

Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 32
32 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 Líf í heimsborg þarf ekki endilega að litast af mengun, hraða og ópersónulegum sam- skiptum. Sigurbjörg Þrastardóttir skyggndist inn í daglegt líf ungra Islend- inga í London sem mæta erlinum á göngu- hraða, halda tryggð við hverfisbúlluna og bregða fyrir sig þvottaefni í vopnaðri viðureign við nútímann. ÞAÐ er með eindæmum hent- ugt að búa ofan á neðanjai'ð- arlestarstöð í London. Það hafa ungu hjónin Guðmund- ur Steingrímsson og Marta María Jónsdóttir reynt þá fimm mánuði sem þau hafa búið ytra. Engin þörf á reiðhjóli og upplagt að bregða sér á inniskónum í bæinn. „Lestarstöðin er eiginlega í kjall- aranum hjá okkur - þetta er fremur rúmgóður kjallari,“ segir Guðmund- ur í lyftunni milli fjórðu hæðar og gangstéttar í Warren Court í mið- borg London. I téðum kjallara er á hinn bóginn ekki þvottahús og því er haldið af stað út í umferðina með óhreina tauið á bakinu. Almennings- þvottahúsið er góðu heilli í göngu- færi og Guðmundur og Marta flokka þvottinn rösklega og skella í tvær vélar. Ekta breskar franskar kartöflur „Ég er í myndlistamámi við Goldsmith’s College í framhaldi af útskrift minni irá Myndlista- og handíðaskóla íslands í fyrra,“ segir Marta þegar við setjumst niður á kaffistofunni Bon Appetit Café gegnt þvottahúsinu. „Þetta er mjög „heitur" skóli um þessar mundir en líka mjög góður skóli. Myndlistar- kennslan er óvenju fræðileg og nokkur harka bæði í gagnrýni kenn- ara og samkeppni milli nemenda. I fyrradag fékk ég svo að vita að ég hefði komist inn í meistaranám við sama skóla,“ upplýsir hún og viður- kennir að það séu stórgóðar fréttir því aðeins þrjátíu nemendur eru ár- lega valdii- til meistaranámsins úr hópi hundraða sem sækja um. Fréttirnar eru ekki síður örlag- aríkar fyrir ektamanninn Guðmund. „Þetta þýðir að ég þarf að finna mér eitthvað að gera hér næstu tvö árin,“ segir hann og Marta er ekki sein á sér að minna hann á starf stöðumælavarðar sem þau sáu auglýst fyrir skömmu. „Neei, ég er frekar að íhuga eitthvað í ætt við doktorsnám," svarar hann íbygginn. Hann er með masterspróf í heim- speki frá háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð og vinnur nú að gi-einasafni um málspeki ásamt hópi norrænna heimspekinga í framhaldsnámi. „Svo hef ég verið að fást við tónlist með hljómsveitinni Skárren ekkert. Við gerðum tónlistina í leikritinu Rommí sem sýnt er í Iðnó og erum að reyna að finna út hvemig við getum haldið tónsmíðum áfram netleiðis. Við erum nefnilega allir hver í sínu landinu," segir Guðmundur. Hann hefur pantað sér ommelettu og franskar og bendir hróðugur á fitugar kartöfl- umar þegar þær berast á borðið. „Þetta er alveg ekta breskt," segir hann og brosir. Oðruvísi hlátur í yfírstéttarhverfum Þau hjón segjast iðulega bíða á þessari örsmáu kaffistofu á meðan þvotturinn veltist í vélunum hinum Morgunblaðið/Sigurbjörg Þrastardóttir GUÐMUNDUR og Marta María skottast um miðborg London með lungann úr fataskápnum og þvottaefni í farteskinu. megin götunnar. Þykk steikar- svækja svífur yfir einföldum borðum og tak- markaður tími virðist hafa farið í að hanna innan- stokksmuni stað- arins. Enn minni tíma hefur verið eytt í að þvo upp leirtauið en það kemur ekki að sök því maturinn seður hungrið og vel það. „London er mjög hverfaskipt borg,“ segir Guðmundur. „Fólk hugsar í hverf- um og spáir mikið það hvar þú býrð og hvaðan þú kemur. Við erum smám saman að átta okkur á þessu kerfi, við vitum til dæmis núna að Brixton er lágstéttarhverfi á uppleið, í austurborg- inni er austurlensk stemmning og Mayfair er nokkurs konar yfirstétt- arhverfi," segir hann. „Já, við fórum í bíó í Mayfair um daginn og andrúmsloftið þar var greinilega öðruvísi en hér,“ rifjar Mai'ta upp. „Allir voru dálítið fínir og sumir tóku meira að segja leigubíl heim,“ segir hún með upphrópunarmerki og Guð- mundur bætir því að við bíógestirnir í Mayfair hafi jafnvel hlegið á annan hátt en annars staðar. „Þeir hlógu meira svona „ho, ho, ho,“ segir hann og gerir sér upp siðprúðar brosvipr- ur. „Bretar eru reyndar yfir höfuð mjög siðprúðir á almannafæri og kurteisir, næstum því einum of,“ segir Mai'ta og kveðst nánast hafa orðið fyrir aðkasti vegna ófullnægj- andi auðmýktar í mannþröng á breskri krá. „Kurteisisvenjur eru nánast trúaratriði og þeir segja manni hiklaust til syndanna ef mað- tekritroZu annatrÍtiI- ur biðst ekki afsökunar nógu oft,“ segir hún. Hópferð á hverfískrána Talandi um ki'ár. Hinir nýju Lundúnabúar hafa lært að kráin gegnir lykilhlutverki í félagslífi borgarinnar. „Pöbbarnir fyllast eftir vinnu, eftir fyrirlestra, eftir sýning- ar og svo framvegis,“ útskýra þau I vetrarríki draums DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson ÓKUNN er vá vetrar. NÚ ÞEGAR vetur konungur minnir svo hressilega á sig og vá vofir yfir þorpum vegna snjóflóðahættu er ekki úr vegi að skoða drauminn sem tæki í baráttunni við snjóinn. Menn dreymir fyrir ófórum líkt og öðru sem hendir og því ættu menn að vera vakandi fyrir draumum sínum, skrá þá hjá sér og hver veit, draum- urinn gæti afstýrt vánni eða dregið úr skaða hennar, ef og þegar hún kæmi. Einn slíkan draum, sem vert er að skoða, dreymdi Sigurð Björg- vinsson, kennara og tónlistarmann í Garðabæ. „I byrjun janúar 1983 dreymdi mig draum sem fyllti mig óhug. Þannig var að nótt eina dreymdi mig að ég var kominn til Patreksfjarðar. Það var súldarveður, en frekar hlýtt, en þó vetur væri þegar mig dreymdi drauminn fannst mér eins og nú væri vor. Þegar ég kem inn í þorpið hitti ég þar fyrir mágkonu mína sem heitir Valdís. Hún hafði búið á Pat- reksfirði um nokkurt skeið ásamt manni sínum og þremur bömum. Með henni var önnur kona sem ég þekki og heitir Biyndís. Ég varð hálfhissa að hitta hana þama en hún býr í Hafnarfirði. Þarna voru þær tvær og virtust vera að vinna við garðyrkjustörf ofan á gólfplötu á ný- byggðum kjallara. Útlit kjallarans var ekki traustvekjandi, grátt og hrátt. Þama vom þær stöllur að leggja grasþökur ofan á gólfplötuna og var grasið vel grænt. Þegar ég spurði þær hvort ekki ætti að byggja ofan á kjallaraplötuna hlógu þær við og svömðu fáu. Ég spurði hvað kjallarinn væri stór. Valdís svaraði að þar væra fjögur svefnher- bergi. Mér fannst þá að ekki þyrfti að byggja meira við húsið, því fjöldi herbergja væri nægjanlegur fyrir Valdísi og fjölskyldu. Þær hömuðust við að tyrfa og var mikill asi á þeim. Meira man ég ekki af draumnum. Þegar ég vakna er ég viss um að Valdís sé í hættu stödd. Ég sagði konu minni og samstarfsmönnum drauminn og töldu þau að þama væri um feigð einhvers að ræða, en ekki endilega Valdísar. Því græna torfið og teppin myndu tákna dauða. Laugardag í lok janúar er ég á leið að Hvolsvelli í bíl um kvöldmatar- leytið. Þá er skýrt frá því í fréttum að snjóflóð hafi fallið á Patreksfirði og nokkrir taldir af. Ég var þess nú fullviss að draumurinn væri kominn fram og mágkona mín og fjölskylda hefðu farist. í ofboði hringdi ég heim og fékk þær fregnir að Valdís og fjölskylda væm heil á húfi. Þá rann upp fyrir mér lausn draums- ins. Hún var falin í nöfnunum. Valdís: sú sem velur valinn (þá sem eiga að deyja). Bi-yndís: sú sem stjórnar ormstunni, eða hamförun- um. Ég þarf varla að taka fram að tala herbergjanna undir grænni torfu kjallaragólfsins var sú sama og fjöldi þeirra sem létust í flóðinu." Draumur frá „Sól“ Það var aðfangadagskvöld. Ég mætti uppáklædd á hátíðarsam- komu í skólanum mínum. Ég var í hárauðum kjól, jakka og skóm og var sérlega ánægð með mig. Ég mætti fagnandi á samkomuna og gerði góðlátlegt grín að klæðaburði mínum þegar ég fékk hrós frá skólafélaga mínum. Allt í einu var systir mín með mér og við settumst meðal annarra nemenda. Mér fannst ég mjög fín en þegar ég leit niður vom fótin ekki lengur rauð heldur mjallahvít. Ég varð hissa „nú era

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.