Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Bók á dag „Ein bók á dag er heilsunni í kag, að mati finnska ritköfundarins Veijo Meri. Hann er krifinn aflitlum bókaforlögum sem kafa áræði til að gefa út bækur sem kafa meira en sölugildi. “ Finnski rithöfundur- inn Veijo Meri sem varð sjötugur um daginn lét fara frá sér yfirlýsingu í til- efni afmælisins. A íslensku gæti hún hljóðað svo: „Ein bók á dag er heilsunni í hag.“ Fleira hafði Meri að segja. Hann sagði að finnskir rithöf- undar hefðu aldrei verið betri en nú. Þeir hefðu ríkan orða- forða og hefðu endurvakið göm- ul orð. Það er semsagt ekkert neyð- arástand hjá finnskum rithöf- undum að dómi Veijo Meris. Frelsið ræður ríkjum. Það eina sem er aðfinnsluvert er sú til- hneiging rithöfundanna að huga um of að markaðnum, vera veikir fyrir söluhyggju. Það tel- ur hann sosum ekkert nýtt. Til eru les- VIÐHORF Eftir Jóhann Hjálmarsson endur, segir Meri, sem ekki líta við bókum sem prentaðar eru í litlu upplagi. Hann lofar vönduð lítil forlög sem eru svo huguð að gefa út áhættusamari og alvarlegri bókmenntir en stóru söluforlögin. Eina skáldsagan efth- Meri sem er til í íslenskri þýðingu er Manillareipið (1957). Hún var þýdd beint úr finnsku af Magn- úsi Jochumssyni og Stefáni Má Ingólfssyni og kom þýðingin út 1973. Eins og bent hefur verið á lýsir hann jafnan fólki í skáld- sögum sínum sem margar sækja efnivið í stríð. Þetta fólk er oftar en einu sinni í vanda statt og á erfitt með að gera upp hug sinn. Meri er talinn hafa farið eigin leiðir og endur- nýjað með því finnskar bók- menntir. Hann skýrir rithöfundar- starf sitt í eftirmála Manilla- reipisins: „Þegar ég hleypti heimdraganum og lagði af stað út í veröldina, fannst mér nær- fellt allt, sem ég lifði, vera auð- mýkjandi: Ódramatísk, lítilfjör- leg og í sjálfu sér óljós atvik, sem endurtóku sig sí og æ eða héldu endalaust áfram. Ég var tilneyddur að reyna að finna mína eigin afstöðu til lífsins, leggja niður fyrir mér hið liðna, bæði hjá sjálfum mér og fjölskyldu minni. Þar eð þetta allt saman átti rót sína að rekja, beint eða óbeint, til ófriðar, varð ég að ritá um ófrið. Tilgangur minn hefir að sjálfsögðu verið sá að lýsa því, sem fyrir ber og gerist í stríði, eins hreinræktað og tök eru á til þess að sýna fram á, hversu dramatík stríðsins er undir til- viljun einni komin, hversu ein- hliða, tilbreytingalaus og lítil- mótleg hún er.“ „Nú skrifa höfundar um reynslu einstaklinga," segir Meri og heldur áfram: „Eg held að það sé óhugsandi að setja saman sögulegt verk sem túlkar hugsanir allrar þjóðarinnar." Þetta hafa þó ýmsir finnskir höfundar reynt að því er virðist, til dæmis Vainö Linna í Óþekkta hermanninum og Antti Tuuri í sögum sínum frá Aust- urbotni. A afmælisdaginn var Meri spurður um hvaða bækur hann héldi mest upp á frá ferli sín- um. Hann nefndi skáldsögum- ar Bílstjóri ofurstans (1966), Ættina (1968) og Frásagnir einnar nætur. Leikrit eftir síð- astnefndu skáldsögunni er nú sýnt í Helsingfors í tilefni af- mælisins. A þessum lista er ekki Sonur liðþjálfans sem hann fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 1972. Þessi verk eru nær óþekkt hér. Hvað segir það okkur um tengsl okkar við Finnland? Þegar Meri talar um bók á dag til að bjarga heilsunni á hann við lestur en ekki það að skrifa eina bók á dag. Það mætti þó halda að væri keppi- kefli margra rithöfunda. Ótrú- legur fjöldi bóka ryðst upp úr rithöfundum sem markaðurinn hefur tekið upp á arma sína og segja má að þeir skrifi fyrir- Eftirspumin býr til bækur og þar er kvikmyndaiðnaðurinn heimtufrekur. Allt skal kvik- mynda eftir fyrirfram gerðum uppskriftum. Litlu forlögin hafa m.a. því hlutverki að gegna að vanda til bóka, sporna við ýmsu því í markaðssamfélaginu sem er hrollvekjandi. Nefna má gaspur og innantómt lof um „ekki neitt“ í bókarformi. Það er ekki sama bók og bókmennt- ir. Þótt yfirleitt megi segja að stóm íslensku forlögin hafi stað- ið sig prýðilega í kynningu bóka sinna era alltaf einhverjar und- antekningar sem valda klígju. Við vitum þó að nokkrar þeirra bóka sem koma út hérlendis eru góðar en aðeins fáar snjallar. Það er ekki öraggt, engin trygging fyrir því, að sami höf- undurinn semji „snilldarverk“ ár eftir ár eða á nokkurra ára fresti. Höfundar era misjafn- lega upplagðir. Það er alkunna að finnskir höfundar skrifa um sín stríð enda af nógu að taka. íslenskir höfundar skrifa líka um stríð. Það er stríðið við fátæktina, um- fjöllun um þjóð sem fékk eymd í arf. Mér koma í hug í fljótu bragði Híbýli vindanna og Lífs- ins tré eftir Böðvar Guðmunds- son, Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn og nú síðast Norðurljós Einars Kárasonar. Allt era þetta vel skrifaðar og mark- verðar bækur en hvílíkar sorgir, hvílík lífsbarátta. Hógværastur er sennilega Böðvar í umfjöllun sinni, næst honum kemur Þórarinn í lýs- ingu sinni á dæmdum saka- manni en einna litríkastur er Einar þegar hann tekur fyrir óhugnanlegt andrúmsloft átj- ándu aldar á íslandi og í ná- grannalöndum. Stríð við fátækt og yfirvöld, kuldalegt umhverfí og landið sjálft verður enginn smáófriður hjá Einari Kárasyni og sama er að segja um þá Böðvar og Þórarin þótt frásögn- in sé ekki með sama hætti. Það má líka benda á Bjöm Th. Bjömsson og reyndar fleiri í sögulegum skáldsögum þar sem ísland liðins tíma er brotið til mergjar og einnig kafað í mannssálina í því skyni að finna svör. LISTIR MENNINGARVERÐLAUNAHAFARNIR samankomnir að athöfn lokinni. Menningarverðlaun DV veitt 121. sinn MENNINGARVERÐLAUN DV voru afhent í 21. sinn við hátíð- lega athöfn á Hótel Holti á fimmtudag. Menningarverðlaunin hlutu eftirtaldir aðilar: í bókmennt- um: Sigfús Bjartmarsson fyrir bók sína Vargatal. I listhönn- un: Sigurður Gústafsson arki- tekt fyrir húsgagnahönnun. I byggingarlist: Gísli Sæmunds- son og Ragnar Ólafsson arki- tektar fyrir Þjónustumiðstöð Hitaveitu Suðurnesja, Svarts- engi. f tónlist: Sinfóníuhljóm- sveit Islands. I myndlist: Sig- urður Guðmundsson fyrir sýn- ingu í Galleríi Ingólfsstræti 8 sl. sumar og gjörninginn „Brúneygður jökull“ á Nýlista- safninu. I kvikmyndagerð: Agúst Guðmundsson fyrir kvikmynd sína Dansinn. í leik- list: Elva Ósk Ólafsdóttir fyrir hlutverk Nóm í Bníðuheimili Ibsens. Verðlaunagripur DV var að þessu sinni skúlptúrinn „SviF‘ eftir Gunnar Árnason mynd- höggvara, mótaður í mynd sportbfls frá árunum fyrir stríð og unninn í brons og hross- hár. Hið norræna djassljóð DJASS Múlinn, Sólon íslandus KIND OF JAZZ Nils Raae píanó, Ole Rasmussen bassa og Mikkel Find trommur. Verk eftir Nils Raae, Ole Rasmussen, Pál Isólfsson og fleiri. Sunnudagur 21. febrúar. ÁRIN 1986 og 1987 ferðuðust Nils Raae og Ole Rasmussen um ís- land og héldu tónleika undir nafn- inu Frit Lejde. 1990 gekk trommar- inn Mikkel Find til liðs við þá og Kind of Jazz varð til. Sem fyrr era það tónverk Nils Raae sem era kjami efnisskrár þeirra félaga en í tilefni Islandsferðarinnar æfðu þeir íslensk þjóðlög og lag Páls Isólfs- sonar úr Gullna hliðinu; Ég beið þín lengi, lengi. Þeh- léku sl. fimmtu- dagskvöld á Akureyii, en þar urðu þeir veðurtepptir svo tónleikar á vegum Tónlistarfélags Hveragerðis féllu niður og ekki komust þeir í tæka tíð til Reykjavíkur til að leika við opnun H.C. Andersens-sýning- arinnar í Norræna húsinu - en til Reykjavíkur komust þeir þó og á sunnudagskvöldið léku þeir í Múl- anum á Sóloni íslandusi. Þetta er í sjötta sinn sem Ole „bass“ leikur hér og hefur enginn annar erlendur djassleikari heimsótt Island jafnoft að Niels-Henning einum undan- skildum. Það var troðfullt á tónleik- um þeirra í Múlanum og hófu þeir tónleikana á meistaraverki Ric- hards Rodgers, My funny Va- lentine. Það var eini ameríski söngdansinn á efnisski-á þeiiTa fyrir utan I hear a raphsody, en tveir djasssöngvar vora leiknir, So tend- er, samba efii- Keith Jarrett og It’s a dance, vals efth- Michel heitinn Petrucciani. Önnur verk vora eftir Nils Raae utan Cuties song eftir Ole, íyrmefnt lag Páls og tvö ís- lensk þjóðlög: Sofðu unga ástin mín og Móðir mín í kví, kví. Tónninn var sleginn í fyrsta lag- inu, My funny Valentine. Ole var í aðalhlutverki og inn í spunann ófú þeir nokkram töktum úr Ach Vár- meland du schöna, Nils hógvær í leik sínum og Mikkel hélt sveifl- unni gangandi - en aðal tríósins var frábært samspil sem aldrei brá skugga á. Verk Nils vora norræn í anda, hvort sem það voru sömbur, valsar, svíngarar eða lög í 6/8 einsog Lille-skive musik, sem samið var á rammfalskt ZimmeiTOanpíanó í sumarbústað Jens heitins Ottos Krags, fyrrver- andi forsætisráðherra Dana. Það lag má finna á diski þeirra félaga einsog sömbu Ole bass, Cuties song, þar sem Mikkel Find lék einn ótrúlega kröftugan og lagrænan trommusóló. Túlkun þeirra félaga á íslensku þjóðlögunum var Ijóðræn og í bassasóló Ole í Sofðu unga ástin mín, mátti heyra „í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprangur", er hann sló bláu nóturnar. Annars vai- allt á ljúflingsnótum einsog í Móðir mín í kví kví, sem varð að léttri svíng- ballöðu með fínum burstaleik Mi- kels og einn einum stórsóló Ole með blæ af NH 0P. Þetta vora fínir tónleikar góðra listamanna og það sem helst mætti gagnrýna var hversu keimlík tón- listin var - þess var ekki þörf þar sem Niels Raae hefur samið mörg verk sem hefðu getað aukið á til- breytinguna. Vernharður Linnet færð ekki betra! 84% Siiainjjoo >ÖÖ iiíi 84% Í iirni fiiig >00 /iil Saíiíi Soáp (Í íandsápa) 500 ml Body Wash {BaO/sturm sápaj 5 Aloe Vcra írá j (;ipóiek um lund alh.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.