Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 42

Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 42
42 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Alþýðuskriffínnar, doktorar og rök í kílóavís SKELFILEGA rúmast lítið af visku á einni opnu í Morgunblaðinu. Að minnsta kosti kom doktor Herdís Dröfn Baldvinsdóttir ekki nema broti af sinni viskú um íslenska verkalýðs- hreyfingu og lífeyrissjóði fyrir á því plássi, ef marka má nýlegan greinar- stúf hennar til mín, alþýðuskriffinn- ans. Það hefði kannski verið ráð fyrii- doktorinn að bíða með að úthella ■. visku sinni yfir alþjóð þar til fundist hefði vettvangur sem rúmaði allar 300 blaðsíðurnar? Eitthvað fer svo í taugarnar á doktomum að ég skyldi bregðast við þeim alvarlegu og órök- studdu ásökunum á hendur verka- lýðshreyfingunni sem settar eru fram í framangreindu blaðaviðtali og útvarpsviðtali skömmu síðar. Ég leyfði mér líka að draga eðlilegar ályktanir af þeim misskilningi, van- þekkingu og fordómum sem henni tókst að þjappa saman á einn stað, þrátt fyrir þær takmarkanir forms- ins sem doktorinn kvartar yfir. I nýjustu grein sinni víkur dokt- orinn sér reyndar fimlega undan því að bregðast við kjarna málsins og T eyðir þess í stað dýrmætu plássi í að segja „víst vissi ég ...“. Það er gott til þess að vita að doktorinn skuli nú telja sig vita meira um lífeyrissjóðina en áður. Reyndar varð stór hluti þjóðarinnar vitni að því í beinni út- sendingu Rásar 2 þeg- ar doktorinn fræddist um nokkrar af lykil- staðreyndum málsins í viðtali við Ara Skúla- son, framkvæmda- stjóra ASI, svo þessi menntunarauki kemur út af fyrir sig ekki á óvart. Hafi doktorinn þekkt áður til þeirra lykilstaðreynda sem ég rakti í fyrri grein minni hlýt ég að lýsa aðdáun minni á því hvernig doktornum tókst að halda þeirri þekkingu al- gerlega utan við umfjöllun sína á opinberum vettvangi. Og ekki vekur það minni furðu að segjast hafa vit- að að hlutafjáreign lífeyrissjóðanna sé aðeins nokkurra ára gömul en velta henni samt upp sem megin- skýringu á því að verkalýðshreyfingin hafi ekki náð árangri undanfarna áratugi á sviðum á borð við upp- byggingu norræns vel- ferðarkerfis. Órökstuddar alvar- legar ásakanir Kjarni málsins er einfaldlega þessi: í opnuviðtali við Morg- unblaðið staðhæfir doktorinn að markmið rannsóknar sinnar hafi verið að leita skýringa á því að verkalýðs- hreyfingin hér á landi hafi ekki náð árangri þrátt fyrir fé- lagslegan og fjárhagslegan styrk. Rannsóknin beinist að því að skoða hvort efnahagsleg tengsl verkalýðs- hreyfingarinnar inn í atvinnulífið, einkum í gegnum lífeyiússjóðina, valdi því að árangur hafi ekki náðst - hreyfingin sé tilleiðanlegi'i til að reka „láglaunastefnu“ i von um meiri arð af hlutabréfum sínum. Svo Arnar Guðmundsson ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 994. þáttur ÞEGAR ég var barn var ennþá sungið um sprund og hal, sem , þýddi þá piltur og stúlka. Róm- antík tíðarandans kom fram í því að þau voru látin ganga um græna hjalla og tala saman í sí- fellu. Halur er gamalt orð og á sér margar hliðstæður í málum gi'annþjóða okkar. Það merkti maður, frjáls maður eða jafnvel hetja. Um upprunann deildu menn mjög. Frumrótina væri e.t.v. að finna í lat. celer = fljót- ur, og enr. aðrir tengja þetta við orð sem merktu hraustur, hress og fagur. Það er því kannski ekki svo galið að láta hal og sprund spásséra um græna hjalla með góð orð og hugleiðingar. Þó finnst mér sem nú sé kominn nokkur elliblær á halinn, má vera vegna kveðskapar um hæragi'áa hali. Hvað sem halur hefur merkt upphaflega, þá höfum við fyrir satt að það sé skylt orðinu höld- ur. A því er meiri virðuleikablær. Það þýddi einna helst jarðeig- andi, óðalsbóndi, lénsmaður. Höldar höfðu í gömlum norræn- um lögum meiri rétt en sléttir bændur. Um orðið höldur og beygingu þess era mýmörg dæmi í fomum bókum. I Gula- þingslögum (norskum) segir til dæmis: „Islendingar eiga hölds rétt meðan þeir era í kaupförum ... allir aðrir útlenskir menn, er hingað koma til lands, þá eigu bóanda rétt, nema þeim beri vitni til annars.“ Reyndar er svo að sjá sem höldur í Hávamálum merki réttur og sléttur maður: Heimskaúrhorskum gerir hölda sonu sá hinn máttki munur. Það er svo að skilja: Hin mátt- uga ást leikur vitra menn [stund- 5 um] þannig, að þeir verða glópar. I rímum og lausavísum síðari alda merkir höldur maður, hár eða lágur eftir atvikum. Bólu- Hjálmar kvað um Sigmund Páls- son: Hér er sætið harmi smurt, . höldar kæti tepptir. Rekkur mætur rýmdi burt, rústin grætur eftir. Nú þykist umsjónarmaður hafa sýnt nógu mörg dæmi, forn og nýrri, um beygingu orðsins höldur, að hún sé nokkuð ljós. Orðið er a-stofn og beygist ná- kvæmlega eins og hin algengu orð hundur og hestur. Þetta er svona einfalt: Höldur-höld-höldi- hölds; höldar-hölda-höldum- hölda. Engin önnur beyging keniur til greina. ★ En þá er það sprundið. Eitt- hvað hefur nú merking orðsins flast út frá því á dögum Snorra Sturlusonar; eða miðað við þann kveðskap sem hann kunni. Hann segir í Eddu: „Sprund og svanni heita þær konur, er mjög fara með dramb og skart.“ I Asgeirs- bók er fátt um þetta orð sagt og farið að öllu með gát eins og í Vries, en helst er svo að skilja að frammerkingin hafi verið rösk kona eða sterk. Skrýtið að orðið skuli vera hvorugkyns, þar sem það merkir kona, reyndar eins og víf og fljóð. ★ Inghildur austan kvað: Hann Karl, sem var kenndur við Skörð og kom undir á þeirri jörð, var krambúleraður og allt annar maður eftir faðmlag við fósturjörð. ★ Aður var lokið lofsorði á bók Ara Páls Kristinssonar Handbók um málfar í talmiðlum. Hér er sýningardæmi, tekið í stafrófs- röð: Hæll - Á Hæli. hæsi - Ef. hæsi. hæstur - Ekki „hæðstur". hætta - Tefla á tvær hættur. höfða - Höfða mál á hendur ein- hverjum (ekki ,,einhvers“). Höfðaborg - Cape Town. Höfðabrekka - Á Höfðabrekku Höfn í Hornafirði - Á Höfn í Hornafirði höfuð - Eiga hvergi höfði sínu að að halla. (Athuga: að að halla). höfuðborgarsvæðið - Síður „Stór-Reykjavíkursvæðið“. höfundur - Ef. höfundar. höldur - Höldur, um höld, frá höldi, til hölds. hönd - Hönd, um hönd, frá hendi, til handar. Höfða mál á hendur einhverjum (ekki „einhvers). Lýsa einhverju á hendur sér (verknaði, t.d. mannvígum). Samtökin lýstu sprengjutilræð- inu á hendur sér. „Lýsa ábyrgð á hendur sér“ er hæpið orðalag. Taka einhverjum tveim höndum. (Ekki „opnum höndum"; hins vegar: opnum örmum.) Hörðaland - Hordaland. Hörður - Þgf. Herði. Ef. Harðar. Höskuldur - Ef. Höskuldar eða Höskulds. höttur - Þgf. hetti. Ef. hattar. iðnaður - Ef. iðnaðar. iðnrekandi -1 eintölu er -and- en í fleirtölu er -end-. Indland - Indverji; indverskur. Indónesía - Indónesi, ft. Indónesar; indónesískur. Ingimar - Þgf. Ingimar. Ingimundur - Ef. Ingimundar. Ingjaldur - Ef. Ingjalds. ★ Auk þess minnir Jón Isberg okkur á þann einfalda sannleika að íslenska stafrófið nær frá A til Ö, þótt það enska nái skemur (A- Z). Sumir hafa pjattast með enskuna. ★ „Ágirndin er framsýni kölluð, drambsemin höfðingsskapur, hræsnin viska. Þegar menn brjóta réttinn, kalla menn það að byggja hann. Þegar menn sleppa skálkum og illræðis- mönnum, þá nefna menn það kærleika og miskunnsemi. Hirðuleysi og tómlæti í sínu kalli og embætti heitir spekt og friðsemi. ... Svo falsar nú and- skotinn Guðs steðja á meðal vor og setur hans mynd og yfirskrift á svikinn málm.“ (Prédikun fimmta sunnudag eftir þrettánda eftir Jón Vídalín.) Eftir á að hyggja. Hafið þið séð þjórinn Guttorm „borða gras“? kortleggur doktorinn margvísleg tengsl í verkefni sínu og greinir frá því í viðtalinu við Morgunblaðið eins og það sé í sjálfu sér sönnun á rann- sóknartilgátunni. Því spyr ég enn: Hvar er orsakasamhengið? Sem starfsmanni verkalýðshreyf- Verkalýðshreyfingin Mér finnst það ekkert léttvæg ásökun að gefa í skyn, segir Arnar Guðmundsson, að ein- hverjar annarlegar hvatir eða hagsmunir liggi að baki kjara- og réttindabaráttu undanfarinna ára. ingarinnar og félaga til margra ára finnst mér það ekkert léttvæg ásök- un að gefa í skyn í viðtali við út- breiddasta blað landsins að ein- hverjar annarlegar hvatir eða hags- munir liggi að baki kjara- og rétt- indabaráttu undanfarinna ára eða áratuga og því nái hreyfingin ekki árangri fyrir félagsmenn sína. Og til að gefa þessari alvarlegu ásökun eða samsæriskenningu enn meira vægi er fullyrt að þetta sé niður- staða úr doktorsritgerð frá virtum erlendum háskóla. En í þeirri opin- beru umræðu sem fram hefur farið hér á landi hefur doktorinn hvergi getað fært fram nein einustu rök sem sýna fram á orsakasamhengi þarna á milli. Sú gjá er brúuð með fordómum og misskilningi eins og ég sagði í fyrri grein minni. Staðfesting doktorsins Engin frekari rök koma fram í nýjustu grein doktorsins og lausleg- ar vangaveltur um árangur eða ekki árangur staðfesta einungis þau orð mín að doktornum virðist hafa „láðst“ að skilgi'eina eina meginfor- senduna í þeirri spumingu sem rannsókninni var ætlað að svara. Doktorinn kemur að vísu með þá þörfu ábendingu að varla hafi verkalýðshreyfíngin ein staðið að öllum þeim samfélagslegu framfara- málum sem ég taldi upp í fyrri grein minni, þarna eigi t.d. stjórnmála- flokkar hlut að máli, en vh'ðist svo alveg gleyma hugsanlegri ábyi'gð þessara aðila þegar kemur að þeim framfaramálum sem ekki hafa náðst fram hérlendis. Með þessu hefur doktorinn sjálfur fært fram fullgild rök fyrir því að einfaldanir á borð við þær sem doktorinn hefur ástundað eigi ekki rétt á sér. Það er heldur klént í opinberri umræðu að vaða fram með stórkost- lega alvarlegai' ásakanir um sam- hengi peningalegra hagsmuna og árangurs en geta ekki fært fram nein rök önnur en þau að vísa í að til séu 300 blaðsíður um máM einhvers staðar úti í löndum (mætti ekki gefa líka upp þyngd og rúmmál ritgerð- arinnar ef það gæti orðið til bjargar í „röksemdafærslunni"?). Ekki sýndi doktorinn verkalýðshreyfing- unni þá virðingu að líta inn með þessar 300 síður í farteskinu áður en ásakanirnar voru birtar opinber- lega og hvergi hefur náðst til þeirra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Rök í kílógrömmum Það er gott og blessað að sitja við að kortleggja tengsl í íslensku at- vinnulífi. Það er líka hið besta mál að doktorinn skuli koma fram með sín- ar persónulegu vangaveltur og skoð- anir á því hvaða árangri íslenskt launafólk hefði átt að ná með baráttu sinni á undanförnum áratugum. En það er forkastanlegt að bera á borð órökstudda sleggjudóma um orsaka- samhengi þarna á milli og segja það niðurstöður virðulegi'ar rannsóknar frá erlendum háskóla. Þau vinnu- brögð eru mér áhyggjuefni og ég get því miður ekki sagt að síðasta rit- smíð doktorsins hafi vakið neinai' vonir um að þær séu ekki á rökum reistar. Ég get því heldur ekki tekið undir áhyggjur doktorsins af vinnu- brögðum mínum sem upplýsingafull- tráa og alþýðuskriffinna en ítreka niðurlagsorð fyrri greinar minnar og bíð spenntur eftir að fá málefnaleg rök gegn þeim, hvort sem þau verða mæld í síðufjölda, rúmmáli eða kíló- grömmum. Höfundur er upplýsingafulltrúi ASL Stjórnarskrá og kj ör dæmaskipan ALÞINGISMENN sem og aðrir lands- menn hljóta að hafa áhyggjur af því að í stjórnarskrá Islands séu ákvæði sem þarf að breyta með nokk- urra ára millibili og hafa verið orðin úrelt jafnskjótt og þau tóku gildi eftir hverja breytingu. Hér á ég auðvitað við ákvæði stjórnarskrárinnar um kosningar til Alþingis og kjördæmaskipan í landinu. Ekki er séð fyrir endann á þeirri þróun sem þessu hefur valdið og því eins víst að þær breyt- ingar sem nú eru í farvatninu hljóti sömu örlög. Vel er hugsað um jafn- rétti stjórnmálaflokka í þeim hug- myndum sem uppi eru, en lítið fer fyrir umhyggju fjrrir hinum al- menna kjósanda og áhrifavaldi hans. Þetta verður ekki rökstutt að sinni en reynt að gera tillögu um kerfi sem gæti orðið til nokkurrar frambúðar. Stjórnarskrá kveði ekki á um skiptingu landsins í kjördæmi. Slíkt verði ákveðið í almennum kosninga- lögum jafnframt því sem þeim íbú- um sem málið varðar verði gefið nokkurt vald til fi-umkvæðis við að ákveða hlutina (valddreifing). Stjórnarskráin geymi hins vegar ákvæði eins og hér er lýst. 1. Mörk kjördæma fylgi að jafnaði mörkum sveitarfélaga. 2. Að jafnaði sé ekkert kjördæmi fámennara en að þar búi 5% allra kosninga- bærra manna á land- inu. 3. Að jafnaði sé ekk- ert kjördæmi fjölmenn- ara en að þar búi 19% allra kosningabærra manna á landinu. 4. Fjöldi þingmanna hvers kjördæmis sé einn fyrir hver 3% kosningabærra manna eða hluta úr 3% þeirra sem búa í kjördæminu að viðbættum einum fyrir kjördæmið sjálft. 5. Hlutfallstölur mið- ist við mannfjölda 1. desember ár hvert. 6. Til jöfnunar atkvæðaþunga að baki hvers þingmanns og til jöfnun- ar milli stjórnmálaflokka sé úthlutað Kosningar Með þessum reglum, segir Sigurbjörn Guð- mundsson, fylgir þing- mannafjöldi í kjördæm- um sjálfkrafa eftir þróun fólksfjölda á landinu. uppbótarþingsætum, sem ekki séu fleiri en 12, ekki fleiri en svo að þingmenn verði alls 63 og ekki fleiri Sigurbjörn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.