Morgunblaðið - 27.02.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 45
Ragnheiður
Margrét Ólafs-
dóttir var fædd í
Reykjavfk 13. apríl
1915. Hún lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra á Sauðárkróki
19. febrúar síðast-
iiðinn. Foreldrar
hennar voru Ólafur
Ágúst Gíslason,
stórkaupmaður í
Reykjavík, f. 19.8.
1888, d. 21.2. 1971,
ojg kona hans
Agústa Áróra Þor-
steinsdóttir, f. 6.8.
1884, d. 13.3. 1953. Systkini
Ragnheiðar eru: 1) Þorsteinn, f.
19.9. 1916, d. 27.12. 1962, stór-
kaupmaður í Reykjavík, kvænt-
ur Aagot Magnúsdóttur. 2)
Gísli, f. 20.7. 1918, d. 17.3. 1984,
læknir í Reykjavík, kvæntur
Erlu Haraldsdóttur. 3) Ástríð-
ur, f. 20.4. 1920. Fyrri maður
hennar var Þorsteinn Jónsson,
seinni maður var Þórður Þórð-
arson. 4) Ólafur Ágúst, f. 11.2.
1922, verslunarmaður í Reykja-
vík. Fyrri kona hans var Sigríð-
ur Hagalín, seinni kona er Sig-
urveig Kristjánsdóttir.
Hinn 12. október 1940 giftist
Ragnheiður Stefáni Gíslasyni,
verslunarmanni í Reykjavík, f.
7.5. 1912, d. 27.6. 1942. Hinn 17.
júní 1944 giftist Ragnheiður sr.
Gunnari Gíslasyni, sóknarpresti
í Glaumbæ, og bjuggu þau síðan
í Glaumbæ til 1983,
er þau fluttu í
Varmahlíð. Börn
þeirra Ragnheiðar og
sr. Gunnars eru: 1)
Stefán Ragnar, f.
28.2. 1945, d. 15.9.
1996, yfirflug-
vélstjóri hjá Car-
golux í Lúxemborg,
kvæntur Grétu Maríu
Bjarnadóttur og eiga
þau tvo syni, Stefán
og Davíð. Fyrri kona
Stefáns var Jónína
Bjarnadóttir og eign-
uðust þau tvö börn: a)
Gunnar, kvæntur Helgu Ágústu
Sigurjónsdóttur, börn þeirra eru
íris Björk og Stefán Rafn. b)
Gunnlaug Margrét, f. 10.8. 1965,
d. 10.1. 1969. 2) Gunnar, f. 27.6.
1946, lögfræðingur í Reykjavík.
Kona hans er Þórdís Elín Jóels-
dóttir myndlistarmaður. Böm
þeirra em: a) Gunnar, kona hans
er Barbara Björnsdóttir, sonur
þeirra er Eiður Rafn. b) Helga
Kristín, sambýlismaður hennar
er Stéphane Roger Cedelle. c)
Arnór. 3) Ólafur, f. 18.4. 1950,
deildarstjóri í Reykjavík, unnusta
hans er Ingibjörg Bryndís Árna-
dóttir. Hann var kvæntur Ásdísi
L. Rafnsdóttur skrifstofumanni,
en þau skildu. Börn þeirra era: a)
Ragnheiður Margrét. b) Davíð
Örn, sambýliskona hans er Hjör-
dís Viðarsdóttir. 4) Arnór, f. 19.7.
1951, bóndi í Glaumbæ 2, kvænt-
ur Ragnheiði G. Sövik kennara,
synir þeirra eru Óskar og Atli
Gunnar. 5) Margrét, f. 17.7.
1952, húsmóðir og kennari í Gr-
indavík, gift Eiríki Tómassyni
framkvæmdastjóra, synir
þeirra em: a) Heiðar Hrafn,
dóttir hans er Margrét Áslaug,
bm. Ástríður Guðmundsdóttir.
b) Tómas Þór, unnusta hans er
Bára Karlsdóttir. c) Gunnlaug-
ur. d) Gunnar. 6) Gísli, f. 5.1.
1957, sóknarprestur í Glaum-
bæ. Kona hans er Þuríður Þor-
bergsdóttir, sjúkraliði og bóndi.
Þeirra börn eru: Gunnar, Þor-
bergur, Margrét og Aldís Rut.
Ragnheiður ólst upp í Reykja-
vík, en var mörg sumur sem
barn og unglingur í Oddgeirs-
hólum í Flóa. Hún lauk prófi frá
Gagnfræðaskóla Reykjavíkur
og stundaði nám í tvo vetur við
verslunarskóla í Hull í Englandi
og starfaði síðan við skrifstofu-
störf í Reykjavík, m.a. hjá
breska konsúlatinu, Heildversl-
un Garðars Gíslasonar og
Vinnufatagerðinni. Hún tók
virkan þátt í starfi íþróttafé-
lagsins KR og vann til verð-
launa í skíðaíþróttum, hlaupum
og tennis.
Auk húsmóður- og bústarfa í
Glaumbæ var Ragnheiður safn-
vörður við Byggðasafn Skag-
firðinga í Glaumbæ frá 1973 til
1992. Þá var hún félagi í kven-
félagi Seyluhrepps og var um
langt árabil í stjórn þess. Hún
var formaður Sálarrannsókna-
félags Skagafjarðar 1978-1987.
Veturna 1966 til 1974 hélt
Ragnheiður fjölskyldu sinni
heimili í Reykjavík, þá er mað-
ur hennar sat á Alþingi.
Utför Ragnheiðar fer fram
frá Glaumbæjarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
RAGNHEIÐUR
MARGRÉT
ÓLAFSDÓTTIR
Mig langar í fáum orðum að
minnast elskulegrar tengdamóður
minnar, Ragnheiðar Margrétar
Ólafsdóttur. Fínleg kona, lágvaxin,
kvik í hreyfingum enda fyrrverandi
íþróttakona og bar sig ávallt glæsi-
lega.
Okkar íyrsti fundur var mér
nokkurs konar áfall en aðeins í fá
augnablik. Það var í júlí 1971 sem
ég lagði upp í ferð með Norðurleið-
arrútunni til þess að hitta væntan-
lega tengdaforeldra mína, Ragn-
heiði og séra Gunnar Gíslason í
Glaumbæ í Skagafirði. Ferðin gekk
ágætlega. Á leiðinni settist við hlið
mér breskur ferðalangur sem var á
leið til Akurejrrar og ræddum við
svolítið um land og íslenska þjóð.
En hann sofnaði og smám saman
rann höfuð hans til og á öxl mína og
kunni ég ekki við að raska ró
mannsins. Þegar rútan renndi í hlað
við hótelið í Varmahlíð hvar ég sté
út úr bílnum var ég öll stirð eftir
ferðalagið og með dúndrandi höfuð-
verk í viðbót við kvíðastinginn í
maganum. Gunnar, unnusti minn,
beið mín og við ókum heim í Glaum-
bæ. Sporin upp tröppurnar eru ein-
hver þau erfiðustu sem ég hef geng-
ið, þetta var eins og að fara í erfitt
próf. Eg man augnablikið þegar
Gunnar kallaði: „Mamma, við erum
komin,“ og allt í einu birtist fínleg
kona, tók í höndina á mér, bauð mig
velkomna - svo var hún horfín. Mér
fannst heimurinn hi-ynja, ég væri
fallin á prófinu. En það voru óþarfa
áhyggjur, hún var komin að vörmu
spori og vildi allt til vinna svo mér
liði vel. Mér hefur fundist þetta
augnablik þar sem hún kom og fór
og kom svo aftur lýsa henni svo vel.
Hún var að sinna öllu og öllum en
án nokkurs hávaða.
Við eyddum mörgum sumrum í
Glaumbæ og síðar í Varmahlíð eftir
að tengdaforeldrar mínir byggðu
sér þar hús. Ég man yndisleg sum-
arkvöldin þegar við sátum í stofunni
þeirra í Varmahlíð og dáðumst að
sólarlaginu og fallegu útsýninu. -
Eg man þegar ég aðstoðaði hana við
að sópa og skúra gamla bæinn þeg-
ar hún var safnvörður í Glaumbæ. -
Eg man þegar hún eldaði kjarn-
mikla kjötsúpu svo brjóstamjólkin
jókst. - Ég man góðar ráðleggingar
sem hafa nýst mér vel. - Ég man
umhyggju hennar í okkar garð og
annarra. - Ég man og þakka fyrir
vináttu hennar.
Blessuð sé minning Ragnheiðar
Margrétar Ólafsdóttur.
Þórdís Elín Jóelsdóttir.
Tár eru perlur, og í dag eru perl-
ur í augum mínum, þegar ég kveð
Ragnheiði tengdamóður mína.
Kynni okkar hófust fyrir tæpum 17
árum er ég fluttist í Skagafjörð.
Tók hún mér þá opnum örmum og
hafa þeir armar staðið mér og mín-
um opnir alla tíð síðan. í tæpt ár
bjuggum við saman í Varmahlíð og
bar þar aldrei skugga á. Hún hafði
jafna og létta lund og vildi alltaf
gera gott úr öllum hlutum. Alla tíð
var hún tilbúin að hjálpa, hvort
heldur var við barnauppeldi eða
annað sem til féll. Bai’nabömin öll
voni henni ákaflega kær, og fylgdist
hún ætíð með þeim, hvar sem þau
voru stödd. Öll dvöldu þau líka hjá
afa og ömmu mikinn hluta
bernskusumranna. Það var oft mik-
ið starf sem hún vann með alla ung-
ana í kringum sig og aldrei var
neinn fyrir. Það er mikil gæfa fyrir
börn og ungmenni að alast upp með
afa og ömmu nálægt sér og finna að
þau hafa tíma til að sinna þeim og
tala við þau.
Þetta gerði Ragnheiður og fyrir
það ber að þakka. Fljótlega eftir að
Ragnheiður fluttist í Varmahlíð,
eignaðist hún lítið gróðurhús. Þar
átti hún margar stundir við blóma-
rækt, og stóru, fallegu rósirnar
hennar glöddu marga og skreyttu
mörg borð. Einnig gaf hún sér tíma
til að mála á postulín og tré og eru
margir fallegir hlutir sem hún skil-
ur eftir sig frá þeim tíma. Hin síðari
ár hrakaði heilsu Ragnheiðar, en
alltaf bar hún sömu umhyggju fyi’ir
afkomendum sínum. Það var gott að
eiga með henni síðustu jólahátíð og
finna að henni fannst hún vera
heima þegar hún var hér í Glaum-
bæ. Ég kveð Ragnheiði með virð-
ingu og þökk fyrir allt sem hún var
mér og bömum mínum.
Kæri Gunnar og fjölskyldan öll,
megi algóður Guð og minningin um
góða eiginkonu, móður og ömmu,
vera okkur öllum styrkur. Megi tár
okkar breytast í perlur, minninga-
perlur, sem ekki eyðast.
Þuríður Þorbergsdóttir,
Glaumbæ.
Nú hefur hún amma okkar í
Glaumbæ lagt upp í sína hinstu ferð
eftir erfið veikindi. Þegar að leiðar-
lokum er komið hrannast upp minn-
ingar um ömmu og þá þær íyrstu
þar sem hún var að baka kleinur og
ástarpunga í Glaumbæ með hjálp
okkar barnabarnanna.
Amma var mjög dugleg kona og
var sífellt að enda hafði hún haldið
stórt heimili í mörg ár. Það eru því
einungis gleðilegar og góðar minn-
ingar frá Glaumbæ og Varmahlíð
sem við geymum.
Ríkt er það í minni þegar við lék-
um okkur í Byggðasafninu í Glaum-
bæ þar sem amma vann lengi. Seint
fengum við leiða á því að ganga um
moldargangana og skoða gömlu
hlutina sem geymdir eru þar.
Stundum fengum við jafnvel að
hjálpa ömmu í móttökunni og taka
við gjaldi og láta fólk fá bæklinga
um safnið. Það kom stundum fyrir
að við gengum með gestunum um
safnið og gátum þá frætt þá um það
Formáli
minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun-
um sjálfum.
sem amma hafði sagt okkur um
safnið og þá líka söguna um Sól-
veigu frá Miklabæ sem var í sér-
stöku uppáhaldi hjá okkur.
Amma kom oft til Reykjavíkur til
að heimsækja vini sína og vanda-
menn og fékk þá oft að gista hjá
okkur. Það var þá oftar en ekki að
hún settist með okkur yfir púsli.
Amma var sterk og góð kona sem
aldrei kvartaði þó á móti blési og
hafði alltaf tíma til að sinna okkur
þegar \ið þurftum á henni að halda.
Við erum þakklát fyrir þann tíma
sem við fengum með henni og minn-
ingin um hana mun ávallt lifa í
hjörtum okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt
Æ,virst migaðþértaka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Gunnar, Helga Kristín og Arnór.
Elsku amma, þá er komið að
kveðjustund og barátta þín við erfið
veikindi á enda. Minningar um sam-
veru okkar rifjast nú upp og verða
þær alltaf vel geymdar í hjarta okk-
ar. Við komum eins oft og möguleiki
var á, oftast nokkrum sinnum á ári
með foreldrum okkar til þín og afa.
Þá leið okkur alltaf vel að vera kom-
in í sveitina. Einnig gættuð þið afi
okkar er foreldrar okkar þm’ftu á
því að halda og aldrei var það nema
sjálfsagt. Þegar við rifjum það upp
núna þá sjáum við hversu góð
amma þú varst og ávallt, ásamt afa,
tilbúin að taka á móti okkur. Oftar
en ekki var fullt af fólki þar sem
fjölskyldan er stór en samt leið öll-
um vel og oft glatt á hjalla.
Það sem er efst í minningum okk-
ar er þegar keppnisferðir voru farn-
ar og við komum við hjá þér og afa.
Þá voru allar kræsingar settar á
borðið þannig að maður gat ekki
hreyft sig í leiknum á eftir.'Líka
þegar við frændsystkinin lékum
okkur í gamla bænum þar sem þú
vannst sem safnvörður og vorum
við mikið hjá þér. Þegar kom kaffi-
tími hjá þér þá kláruðum við oftast
meðlætið. Það sýnir hvað þú hugs-
aðir vel um okkur, elsku amma, og
þú varst alltaf tilbúin að gefa okkur
tíma þó þú hefðir nóg á þinni könnu.
Við þökkum þér fyrir allar sam-
verustundirnar, elsku amma, og
biðjum við guð að blessa afa og
styrkja á þessari stundu.
Bræðumir í Grindavík,
Heiðar Hrafn, Tómas Þór,
Gunnlaugur og Gunnar.
Ég kom fyrst á heimili prests-
hjónanna í Glaumbæ í Skagafirði
þegar ég var liðlega tvítugur. það
hafði ráðist svo að ég sinnti sumar-
vinnu við skurðgröft þar í sveitinni
með skólabróður mínum og vini,
Gunnari, syni þeirra séra Gunnars
og Ragnheiðar. Vísast hef ég borið
með mér ákveðið umkomuleysi í
fyrstu en skemmst er frá að segja
að þau hjónin og heimilisfólkið allt
tók mér með slíkum ágætum að
aldrei gleymist. Meðan á vinnudvöl
minni í Skagafirði stóð næstu tvö
sumur var Glaumbær mitt annað
heimili og alla tíð síðan hefur mér
fundist þessi fjölskylda standa mér
nær en flestar aðrar sem ég hef haft
af að segja í gegnum tíðina. Síðar lá
leiðin oft á heimili prestshjónanna
við Laugamesveginn í Reykjavík,
en þar dvöldu þau á vetrum síðari
árin í þingmannstíð séra Gunnars.
Ætíð mætti mér sama viðmót, eðli-
legt og elskulegt.
Við andlát Ragnheiðar minnist ég
alls þeæa með virðingu og einlægri
þökk. I huga mér skipar hún ákveð-
inn sess og ég held mér sé óhætt að
segja að við höfum bundist ákveðn-
um tilfinningaböndum. Hun lét mig
ekki einasta finna að ég væri vel-
kominn á heimili hennar heldur var
viðmót hennar þannig að mér hætti
til að gleyma að ég var gestur, en
ekki einn af fjölskyldunni. Allt var
þó væmnislaust af hennar hendi og
tjáð af því hispursleysi og eðlilegu
framgöngu sem henni var töm.
Til að byrja með undraðist ég,
mai’gt í fari þessarai’ konu, til dæm-
is það að sjá hana eyða tómstundum
í að lesa erlend blöð og tímarit og
dunda sér við að ráða þar krossgát-
ur á ensku eða dönsku. Hún hélt því
ekki á lofti sjálf en þetta skýrðist
þegar ég fékk að heyra um borgar-
barnið sem sótt hafði framhalds-
menntun í Bretlandi og ég gerði
mér ljóst að um margt bar hún svip
heimsborgarans. Lífsvettvangur
hennar var höfuðból í íslenskri
sveit. Þar stóð hún við hlið eigin-
manns síns af glæsileik og reisn.
Prestsetur og þingmannsheimili er
gestkvæmt og margvíslegar skyld-
ur hvóa á húsmóðurinni. Allt slíkt
rækti hún af myndarskap og dugn^-
aði.
Ragnheiður var stálgreind kona,
vel menntuð og víða heima. Hún var
viðræðugóð og skemmtileg mann-
eskja, glaðsinna og hláturmild og
átti auðvelt með að sjá hið spaugi-
lega í tilverunni. Hún var hrein-
skiptin kona og heiðarleg , sann-
gjörn og réttsýn í allra garð. Hún
var raungóð manneskja, sterk í
mótlæti og glöð í meðlæti. Þessum
eigindum skilaði hún til bai-na sinna
og alltaf hefur mér fundist gott að
finna samheldni þessarar fjölskyldúr
og trygga kjölfestu þeirra gilda sem
best duga í öllu daganna stríði.
Sumardagamir í Glaumbæ forð-
um voru fullir af fegurð og gleði,
vináttu og hlýju trausti. þegar færi
gafst heimsótti ég konuefnið mitt til
Siglufjarðar. Þá kom stundum ofur-
lítill stríðnisglampi í augu Ragn-
heiðar með glettnum athugasemd-
um og hlátri. Ég var í Glaumbæ
þegar mér barst fregnin um fæð-
ingu elstu dóttur minnar og ég fann
að gleði mín var líka gleði fjölskyld-
unnar þar.
þegar konan mín veiktist alvar-
lega fáum áram síðar, prófannir há-
skólastúdents stóðu fyrir dyrum og
erfiðleikar steðjuðu að ungri fjöl*-
skyldu kom kveðja frá Ragnheiði í
Glaumbæ og boð um hjálp. Slík var
hún og kynni mín af henni frá fyrstu
tíð eru í mínum huga bæði lán og
forréttindi.
Um leið og ég þakka samfylgd
daganna flyt ég eiginmanni og
börnum og ástvinum öllum innileg-
ar samúðarkveðjur okkar hjónanna.
Guð blessi minningu mætrar konu.
Jún Þorsteinsson.
v/ PossvoQskiukjugapð
' Sfmi: 554 0500
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Á
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/