Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 47
öll sem eitt eru hin skemmtilegasta
lesning og þá sérstaklega gaman-
kvæðin sem mörg hver eru vel
krydduð háði í garð karlmanna.
Síðastliðin 10 ár hafa ferðirnar
austur á Fáskrúðsfjörð verið mjög
svo óreglulegar eins og gerist og
gengur en ég og systur mínar höfum
reynt að gæta þess að halda góðu
sambandi við ömmu í gegnum síma,
og ég held að það hafi gengið mjög
vel. Eftir hana ömmu mína eru
minningar um einstaklega blíða,
skemmtilega og duglega konu og ég
held að allir sem þekktu ömmu mína
séu sammála mér um það.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Þín sonardóttir,
Sigríður Bfna.
Mig langar að kveðja langömmu
mína Bínu.
Alltaf þegar við komum í heim-
sókn tók amma Bína svo vel á móti
okkur. Hún lét mig lesa fyrir sig
Dúbba Dúfu bækurnar. Eftir það
gaf hún mér bensínbrjóstsykur
(Kóngabrjóstsykur). Hún sat mjög
mikið í ruggustólnum sínum. I jóla-
gjöf fékk ég oftast frá henni nammi
og allskonar púða sem hún hafði
heklað eða prjónað. Það var alltaf
svo erfítt að kveðja því ég vissi ekki
hvort ég myndi sjá hana aftur.
Jóhann Birkir Guðmundsson.
Fyrir 27 áram hitti ég Bínu mína
fyrst er kærastan mín fór með mig í
heimsókn til móðursystur sinnar til
að sýna mannsefnið. Það var vel tek-
ið á móti mér, umvafínn hlýju frá
Bínu frænku og vingjarnleika Jóa.
Meðan þær frænkur töluðu saman
frammi í eldhúsi, sátum við Jói inni í
stofu og röbbuðum um sjómennsku,
pólítík o.fl. Jói eða Jóhann Jónasson
eiginmaður Bínu lést 1983. Eftir að
Jói lést breyttist og jókst samgang-
urinn milli heimila okkar, því
nokkrum árum áður hafði Bína
fengið slag. Þótt hún jafnaði sig
furðu vel þurfti hún aðstoð við alla
aðdrætti og fleira og það kom í hlut
konu minnar að sjá um það. Það er
ekki hugmynd mín að rekja æviá-
grip Bínu, það era aðrir betur að sér
í þeim efnum. Flest börn sem hafa
byrjað í skóla undanfarin ár vita
hver Bína er og hef ég gran um að
bróðurdóttir hennar hún Bryndís
Gunnarsdóttir hafi gert hjónin á
Búðum ódauðleg í bókunum um
Dúbba og Mábba. I þeim bókum er
hjartaþeli Bínu minnar vel lýst. í
bókunum kemur fram hversu mikil
mann- og dýravinur hún var og ekki
síður Jói.
Það var alltaf gaman að koma til
Bínu, hún var alltaf létt og kát. Bína
var vel hagmælt og hefur búið til
marga bragina um skemmtileg atvik
og fólkið í kringum sig, til margra
ára bjó hún til hjónaballsvísurnar
svokölluð. Ekki fór Bína áfallalaust í
gegnum lífið frekar en aðrir, en ég
hugsa að hennar þyngsta áfall hafí
verið þegar hún misti Olgeir son
sinn á besta aldri aðeins ríflega ári
eftir að kona hans dó. Eftirfarandi
atvik segir meira um Bínu en margt
annað. Það kom í minn hlut að til-
kynna henni að Olli sonur hennar
hefði skilið við vegna skyndilegra
veikinda. Tók hún því með slíku
ærðuleysi og vorkenndi mér að
þurfa að koma og segja henni sorg-
artíðindin, mér er oft hugsað til
þessa atviks og aðdáun mín á Bínu
minnkaði ekki við þessa viðkynn-
ingu.
Það fækkar hratt við jólaborðið
hjá okkur Gunnu minni þessi síðustu
ár þar sem Bína hefur átt sitt fasta
sæti, en svona er nú lífið. Nú er Bína
mín komin til fólksins síns sem hún
á að á æðri stöðum, fólksins sem hún
hafði alltaf samband við þótt farið
væri yfir móðuna miklu og ég veit að
hún var sátt við að fara og hitta þar
sitt fólk, þar 'hafa vafalaust orðið
fagnaðarfundir. En hér á jarðríki
stendur söknuðurinn eftir en falleg-
ar minningar um góða konu milda
og fegra þann söknuð. Bínu vil ég
þakka góða vináttu og elsku við mig
og fjölskyldu mína um leið og við
hjónin vottum Björgvini og systkin-
unum á Háaleitisbraut og fjölskyld-
um þeirra okkar dýpstu samúð.
Eiríkur Olafsson.
JÓHANN
GUÐMUNDSSON
+ Jóhann Guð-
mundsson,
bóndi í Kolsholts-
helli, Villingaholts-
hreppi var fæddur
í Kolslioltshelli, 11.
febrúar 1920.
Hann andaðist á
Borgarspítalanum
eftir stutta sjúk-
dómslegu 19. febr-
úar síðastliðinn.
Jóhann var sonur
Guðmundar Krist-
ins Sigurjónssonar
bónda og konu
hans, Mörtu Brynj-
ólfsdóttur. Hann var elstur
sex systkina: Guðríður, f.
1921; Kristín, f. 1922, d. 1987;
Sigurjón, f. 1924; Brynjólfur,
f.1926 og Sigríður,
f. 1929, d. 1989. Jó-
hann kvæntist
1961 eftirlifandi
konu sinni, Gyðu
Oddsdóttur, f.
1936. Börn þeirra
eru: Halldór Svan-
ur, f. 1961 og
Brynjólfur Þór, f.
1965. Þeir vinna að
búinu í Kolsholts-
helli. Guðrún Ósk,
f. 1967 býr í
Markaskarði Hvol-
hreppi og Dagmar,
f. 1969 býr í
Hveragerði.
Utför Jóhanns fer fram frá
Villingaholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jóhann ólst upp í Kolsholtshelli.
Hugur hans stóð snemma til smíða
og var fyrsti leiðbeinandi hans í
þeirri grein Jón Brynjólfsson, móð-
urbróðir hans, sem bjó í Vatnsholti.
Hafði Jón mikla ánægju af því að
leiðbeina þessum unga frænda sín-
um. Jóhann starfaði við bú foreldra
sinna þangað til hann fór til Vest-
mannaeyja 1941. Þar starfaði hann
við skipasmíði, lauk sveinsprófi
með góðum árangri og fékk síðar
meistararéttindi í þeirri grein.
Hann vann meðal annars við smíði
skipsins Helga Helgasonar og var
sveinsstykkið stýrið á því skipi. Jó-
hann dvaldi í Vestmannaeyjum til
1947, starfaði þá um tíma hjá Kaup-
félagi Árnesinga á Selfossi og síðar
við slipp Daníels Þorsteinssonar í
Reykjavík til ársins 1956, er hann
tók við búi með foreldrum sínum í
Kolsholtshelli. Jóhann hafði umsjón
með smíði íbúðarhússins í Kols-
holtshelli sumarið 1942 sem og
smíði allra útihúsa á jörðinni. Hann
smíðaði einnig það íbúðarhús sem
nú er búið í, í Kolsholtshelli. Auk
bústarfa starfaði hann öðru hverju
við verkefni tengd smíðum fram
eftir 7. áratugnum.
Þó Jóhann hafí verið hugfanginn
af handmenntinni var hún ekki eina
áhugamál hans. Hann teiknaði fána
ungmennafélagsins Vöku í Villinga-
holtshreppi, var hagmæltur vel og
hafði mikið yndi af Ijóðum og
kvæðagerð. Margan braginn orti
hann og gamanvísur um atburði líð-
andi stundar sem m.a. voru fluttar
á þorrablótum í sveitinni. Það var
aldrei langt í brosið hjá Jóhanni og
hógværa kímni sem sveitungar
hans kunnu að meta. Ahugi hans á
menntum hvers konar spannaði vítt
svið. Bar þar hæst áhuga á sögu og
jarðfræði. Atvik sem átti sér stað
hjá svonefndum Tvíþúfum í Kols-
holtslandi sýnir þennan áhuga
glöggt. Unnið var með jarðýtu við
túnrækt og ýtt var ofan af hross-
beinum. Ytumaðurinn greindi frá
því í áheyrn Jóhanns. „Þar sem
hrossbein era, eru oft mannabein
líka“ sagði Jóhann, fór, leitaði á
staðnum og fann mannsbein. I ljós
kom í kjölfar rannsóknar að bein
þessi voru frá fornöld og tók Þjóð;
minjasafnið þau í sína vörslu. I
landi Kolsholtshellis er hellir sá
sem bærinn dregur nafn sitt af. Þar
unnu nemendur í sagnfræði við Há-
skólann að fornleifarannsóknum á
8. áratugnum. Jóhann sýndi því
verkefni og þeim fræðum mikinn
áhuga og veitti við það þá aðstoð
sem hann hafði tækifæri og aðstöðu
til. Þegar Orkustofnun leitaði að
jarðhita víðs vegar um Flóann
fylgdist Jóhann grannt með fram-
vindu mála, m.a. með viðræðum við
starfsmenn Orkustofnunar og afl-
aði sér þannig nýrra upplýsinga
sem komu í Ijós. Á grundvelli
þeirra gerði hann uppdrátt af lík-
legum sprungusvæðum. Andleg
mál vöktu áhuga Jóhanns enda ólst
hann upp við trúrækni á æskuheim-
ili sínu og sat hann í sóknarnefnd
um tíma. Þegar hann var í Vest-
mannaeyjum bar fyrir hann atvik
af dulrænum toga. Hann sat niðri á
bryggu með félaga sínum og var
annars hugar. Fannst honum þá
sem hann sæi Kirkjubæjarkýrnar
koma hlaupandi niður eftir þorpinu
og var sem eldstrókur væri fyrir
aftan þær. Hnippti þá félagi hans í
hann og spurði hvað hann sæi.
Hann gaf lítið út á það en greindi
þó síðar frá þessu áður en Vest-
manneyjagosið varð.
Persónuleg kynni mín af Jóa í
Helli voru auðvitað mikil því hann
var föðurbróðir minn og skammt á
milli heimila okkar. Föðurafi minn
og amma bjuggu á heimili hans síð-
ustu árin sem þau lifðu. Sem barni
eru mér minnisstæðar heimsóknir á
heimilið í Kolsholtshelli. Fróðleiks-
fúsum unglingi var Jóhann upp-
spretta fróðleiks og athygli. Mér er
sérstaklega í minni þegar ég heim-
sótti hann einn morgun og hann var
að klára mjaltirnar. Einhverra
hluta vegna bárust himintunglin í
tal og tók Jóhann að útskýra upp-
sprettur þeirra krafta sem orsaka
sjávarföll. Útskýring þessi var flutt
af innlifun sem ég hafði aldrei séð
áður í nokkurri annarri kennslu-
stund og aðeins einu sinni séð hjá
öðrum manni síðar á ævinni. Það
var sem andlit hans ljómaði og
hann gleymdi bæði stað og stund
þessi andartök sem honum gafst
tóm til að tjá þetta hugðarefni sitt.
Þessa og margar fleiri minningar á
ég um hann sem mér mun ávallt
þykja ánægjulegt að rifja upp. Það
er því með miklum söknuði að ég
kveð minn gamla vin og góða
frænda, en einnig með trú, þakk-
læti og hlýjum huga. Konu hans,
börnum og tengdabörnum sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur. Megi
ljósið eilífa lýsa honum. Hann hvíli í
friði.
Ragnar Geir Brynjólfsson.
Móðurbróðir okkar, Jóhann Guð-
mundsson, eða Jói frændi eins og
við systkinin kölluðum hann, er nú
allur. Jói fæddist 11. febrúar 1920 í
Kolholtshelli í Villingaholtshreppi í
Flóa. Hann var elstur sex systkina
sem ólust upp í Kolholtshelli. Hann
lærði skipasmíðar í Vestmannaeyj-
um og vann við þá iðn í nokkur ár.
Einnig tók hann þátt í gerð Flóaá-
veitunnar ásamt föður sínum og
bræðram. Jói vann við smíðar vítt
og breitt um Flóann og átti steypu-
hrærivél, sem hann gerði upp, enda
galdramaður á allt sem við kom vél-
um. Hrærivélin var síðan til taks í
þeirri gn'ðarlegu uppbyggingu
sveitanna sem átti sér stað á sjötta
áratugnum. Jóhann kvæntist Gyðu
Oddsdóttur 1961 og tók þá við bú-
skapnum í Kolsholtshelli. Jói átti
stóran þátt í smíði innréttinga í fé-
lagsheimilið Þjórsárver, en afgang-
ar af þeim eðla viði sem þaðan kom
fengum við krakkarnir að njóta í
klæðningu í gömlu bílaboddíi sem
við höfðum til umráða fyrir okkar
búskap, þar sem appelsínu- og epla-
tré voru ræktuð. Jói hafði ákaflega
gaman af kveðskap enda var hann
hagmæltur maður og lét dálítið að
sér kveða á þeim vettvangi á
mannamótum innan sveitar.
Við Kiistínarbörn vorum send í
sveit sumrin 1950-65, til ömmu og
afa. Þar beið okkar nýr heimur,
heimur gamla tímans með menn-
ingu sinni; sögum og kveðskap. Og
ævintýi’aheimur Jóa frænda og það
var enginn venjulegur heimur. ÖIl
sú fræðsla og það að ganga til dag-
legra verka þar sem við vorum met-
in að verðleikum, búum við að alla
tíð. Hann virtist eiga einstaklega
gott með að umgangast okkur
krakkana og var okkur ákaflega
góður, og einstakur leikfélagi. Jói
átti bækur sem við sáum ekki ann-
ars staðar og var hann sem gang-
andi alfræðibók, enda mikill spek-
úlant og fræðimaður. Hann átti
bækur um jarðfræði og sögu, einnig
fjölmörg blöð og tímarit sem keypt
voru hjá afa og ömmu. Þar drukk-
um við í okkur lýsingar af risaeðlum
og tilurð jarðarinnar, „Big Bang“,
og þegar hann var búinn að útskýra
vísindin og við skildum hvað hann
var að fara, þá ljómaði hann allur og
við höfðum eitthvað til að hugsa um.
Jói fylgdist grannt með uppátækj-
um okkar krakkanna og fór stund-
um fremstur í flokki þegar beita
þurfti útsjónarsemi, eins og þegar
við smíðuðum ástralska kastvopnið
„boomerang". Jói var vel að sér í
stærðfræði og var oft á tíðum að
reikna út hina ólíklegustu hluti og
var alltaf að koma okkur á óvart
með ótrúlegum vangaveltum um líf-
ið og tilveruna. Ef stungið var niður
skóflu eða horft var í skurðbakka,
þá kenndi hann okkur að lesa í
moldina. „Sjáið, þarna er Land-
námsöskulagið og þarna er Heklu-
gosið og þarna er...“
Hann var eldhugi þegar hann tók
eitthvað málefni fyrir og ekki var
hætt að spekúlera fyrr en fundin
var lausn eða sett fram kenning
sem oftar en ekki reyndist rétt vera
og er þá rétt að minnast jarðhita-
rannsókna í Flóa. Eitt sinn fór Sig-
urjón, bróðir Jóhanns, í heimsókn í
Orkustofnun og spurðist fyrir um
niðurstöður á rannsóknum sem
gerðar höfðu verið og hvort kenn-
ingar Jóa hefðu reynst réttar -um
hitasvæðin. „Þetta var allt saman
rétt hjá honum, við lítum á hann
sem einn af starfsmönnum Orku-
stofnunar."
Jói var í essinu sínu er hópur
fræðimanna ásamt myndatökuliði
frá sjónvarpinu kom að rannsaka
hellinn og hugsanlega búsetu í hon-
um fyrr á öldum, þá var glatt á
hjalla. Gyða bar fram ómælt kaffi
og kökur og Jói fremstur á meðal
jafningja á kafi í umræðum um
landnám fyrir landnám, örlítið bros-
andi úti annað munnvikið og hlýleg
augu hans full af spaugi og gleði en í
bakgi-unni bjó alvara hins hugsandi
manns.
Við kveðjum þig Jói frændi og þú
myndir segja eins og Brynjólfur
bróðir þinn í ljóði:
Mynd mm liggur
marflöt
á botni tjarnarinnar
hreyfist sem tíbrá
þegar golan
strikar vatnsflötinn
hverfur
þegar ég geng burt
(B.G.)
Marteinn, Hrafnhildur,
Gunnar og Hörður.
Jóhann Guðmundsson, skipa-
smiður og bóndi Kolsholtshelli, Vill-
ingaholtshreppi, Flóa, fæddist 11.
febrúai’ 1920. Hann fiuttist að Kols-
holtshelli 1923 með foreldram sín-
um, Guðmundi Kristni Sigurjóns-
syni frá Kaldárholti í Holtum og
Mörtu Brynjólfsdóttur frá Sóleyj-
arbakka í Hranamannahreppi, en
faðir hennar, Bi-ynjólfur Einarsson,
var alnafni fóður míns og bróðir
hennar var alnafni undirritaðs.
Þarna voru þó engin skyldleika-
tengsl á milli svo vitað sé. Jóhann
ólst upp við hin hefðbundnu sveita-
störf, en kringum 1941 kemur hann
til Eyja og skömmu síðar hóf hann
nám í skipasmíði hjá fóður mínum,
Brynjólfi Einarssyni, skipasmíða-
meistara. Um þær mundir var faðir
minn að leggja kjöl að tvöhundruð
tonna skipi, Helga Helgasyni VE-
343, stæi’sta tréskipi sem smíðað
hefur verið á Islandi. Jóhann var
ákaflega vel að manni, eins og sagt
var um hrausta og sterka menn á
þeim tíma, það kom sér líka vel við
þessa byggingu. Þess má geta að -
lengstu boltarnir vora um eða yfir
einn metri að lengd og um tomma í
þvermál, og allt var þetta rekið með
handaflinu einu og til frekari
glöggvunar má geta þess að mið-
skipsbyrðingurinn var fjögurra
tomma þykkur og fjörutíu feta
langir plankar. Þá sést hversu mik-
ið var lagt á mannshöndina við
þessa vinnu. Hvert einasta stykki í
skipinu var heflað með handheflum
og áður en smíðinni lauk áttu tveir
lærlingar sveinsstykki í skipinu,
hinn lærlingurinn var Jón S. Þórð-
arson sem smíðaði foraiastrið en V'
Jóhann smíðaði stýi’ið sem var eng-
in smásmíð, um eða yfir tveir metr-
ar og breidd um áttatíu til níutíu
sentimetrar og þykkt um sex
tommur. Þarna þurfti að fella öll
járn af fyllstu nákvæmni, þar mun-
aði hvergi millimetra hjá Jóhanni
og fasið á stýrinu var um tvær
tommur og hvar sem mál var borið
á stóðst allt eins og til var ætlast.
Jóhann var afburða námsmaður
og var ævinlega efstur eða með
þeim efstu í skólanum. Þegar hann
lauk námi, skilaði hann fullkomn-
um teikningum að 90 tonna fiski-
skipi, það voru sex útfærslur auk
smíðalíkans. Fyrir þetta fékk hann
9,8. Prófnefndin vildi gefa honum
10 en formaður nefndarinnar sagð-
ist ekki vilja gefa tíu, en þá kom í
ljós að Jóhann hafði sett skrána
sömum megin og lamirnar á stýr-
ishússhurðinni svo nefndarformað-
urinn sagði 9,8.
Árið 1942 fór ég í sveit heim til
Jóhanns og var hann heima þetta
sumar, en um sumarið byggðu þeir
bræður nýtt hús en gamli bærinn
var með síðustu torfbæjum hér
sunnanlands. Þetta var mikil upp-
lifun fyrir Eyjapeyja en í minning- r
unni er allt þetta sumar ljóslifandi
fyi’ir mér, og stend ég því í þakkar-
skuld við þetta fólk. Arið 1945 kom
ég að Kolsholtshelli og eyddi þar
mínu fyrsta sumarfríi eftir að ég
fór að vinna, svo kom ég þar ekki
aftur fyrr en 1958 að ég hitti Jó-
hann á Selfossi og fór með honum
heim. Þegar ég hafði heilsað minni
gömlu húsfreyju hvarf hún frá sem
snöggvast en kom svo aftur í ís-
lenskum búningi til að drekka kaffi
með gestinum.
Eftir að Jóhann fór frá Eyjum
var hann um tíma í slippnum hjá
Þorsteini Daníelssyni, Reykjavík.
Einnig var hann við viðgerðir á
Bakkanum, en um þær mundir tók
hann við búi á Kolsholtshelli ásamt
konu sinni, Gyðu Oddsdóttur, og
börnum þeirra. Eitthvað vann hann
við smíðar í sveitinni og vel hafa
kraftar hans dugað við byggingu
félagsheimilisins Þjórsárvers.
Faðir minn sagði oft að Jóhann
væri vísindamaður af því að hann
hugsaði á ígnmdaðan og vísinda- ,
legan hátt.
Ki’ingum 1968 setti Búnaðar-
bankinn útibú í Hveragerði og hafði
með höndum stofnlán landbúnaðar-
ins hér sunnanlands. Við hjónin,
Anna Sigi-íður og ég, höfðum búið j
um tveggja ára skeið í Hveragerði.
Þegar kom að því að Jóhann ætti Á
leið í bankann, það var oftast eftir f
að hann hafði lokið morgunmjölt- .
um, þá kom hann ævinlega við hjá -
okkur í kringum hádegi og var það •
kærkomið að veita honum beina.
Þetta hélt við okkar gömlu vináttu.
Síðast hitti ég hann við útför fóður
míns, 1996, þar sem þessir tveir
lærlingar föður míns vora mættir
að halda undir hornið á kistunni
hans ásamt öðrum ættingjum og
vinum.
Árið 1965 komum við hjónin að
Kolsholtshelli með dætur okkar.
Þar var okkur boðið til matar og þá *-
sagði Gyða húsmóðir á sinn ramm-
íslenska hátt: „Má ekki bjóða ykkur
skyrspón á eftir?“
Systkini Jóhanns vora Guðríður,
Kristín, Sigurjón, Brynjólfur og
Sigríðui’.
Guð styi’ki þig og þína fjölskyldu,
Gyða mín.
Gísli Iljálmar Bi-ynjólfsson, ®
V estmannaeyjuni.