Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 50
#
50 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGRÍÐUR KRISTÍN
JÓNSDÓTTIR
+ Sigríður Kristín
Jónsdóttír fædd-
ist í Minna-Garði í
Mýrahreppi í Dýra-
firði 5. október
1917. Hún lést á
sjúkrahiísinu á Sel-
fossi 17. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón bóndi Ólafsson
frá Hólum í Þing-
-A' eyrarhreppi og
Agústa Guðmunds-
dóttir frá Brekku,
einnig í Þingeyrar-
hreppi. Systkini
Kristínar, þau er náðu fuli-
orðinsárum, fæddust öll á
Gemlufalli í Mýrahreppi, Jónína,
gift Pétri Sigurjónssyni húsa-
smiði í Reykjavík, Elín, gift Oddi
Andréssyni bónda á Hálsi í Kjós,
Ingibjörg, gift Gísla Andréssyni
á Hálsi í Kjós, og Guðinundur
húsasmiður, kvæntur Steinunni
Jónsdóttur kaupmanni á Flat-
eyri. Yngri systurnar lifa
Kristínu en Guðmundur lést
1983. Fóstursystkin Sigríðar
Kristínar voru Ragnheiður
Stefánsdóttir, d. 1985, gift
Steinþóri Arnasyni, sjómanni frá
Brekku er féll í árásinni á
Fróða, og Skúli Sigurðsson,
kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur
frá Holti, núverandi bóndi á
Gemlufalli.
Sigríður Kristín ólst upp á
Gemlufalli, ferjustaðnum vestur
yfir Dýraljörð, réð bátum tíl
hlunns með fóður sínum, elti
lömbin inn hlíð eða dal, sótti
barnaskóla á Lamba-
hlaði, tók af lífi og sál
þátt í blómlegu
félags- og menningar-
lífi sveitarinnar, sveit-
ar sr. Sigtryggs,
Kristins á Núpi,
Björns skólastjóra og
fjölda annarra allt frá
Lambadal út til
Sæbóls á Ingjalds-
sandi.
Kristín gekk í
Núpsskóla þar sem
hún kynntist arftaka
sr. Sigtryggs, sr.
Eiríki Júlíusi Eiríks-
syni frá Eyrarbakka, sem síðar
varð einnig skólastjóri á Núpi um
18 ára skeið. Þau giftust 6. nóv.
1938. Húsinæðranám stundaði
Kristín í Kvennaskólanum í
Reykjavík en búskap sinn hófu
þau í nýju prestshúsi á Núpi 1940
og þá fæddist fyrsti sonurinn,
Aðalsteinn, síðar skólameistari
Kvennaskólans, kvæntur Guðrúnu
Larsen jarðfræðingi. Átta börn til
viðbótar eignuðust þau á Núpi,
Guðmund, f. 1943, d. 1946, Jón, f.
1944, dr. í jarðfræði við HÍ,
kvæntur Sjöfn Krisfjánsdóttur
handritaverði, Hildur, f. 1947,
skrifstofumaður á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, í sambúð með
Hreggviði Heiðarssyni fram-
kvæmdastjóra frá Hornafirði,
Ágústa, f. 1948, hjúkrunar-
fræðingur á Sauðárkróki, gift
Snorra Birni Sigurðssyni bæjar-
stjóra, Jónína, f. 1952, kennari á
Kleppjárnsreykjum, gift Guðlaugi
Óskarssyni skólastjóra, Magnús f.
Barn fæðist í þennan heim og veit
ekki af því. Það vex og dafnar og veit
ekki af því. Þetta barn gengur um
götu bemskunnar og nýtur hvers
skrefs í fullkomnu öryggi þess er býr
við ást og umhyggju, en veit ekki af
því. Bamið fullorðnast og verður að
manni og að lokum verður eitthvað
til þess að augu þess opnast fyrir
þeimi staðreynd, að góðar minningar
em ekki sjálfgefnar eða sjálfsagðar.
Og barninu verður það ljóst að á bak
við hverja minningu stóð móðir,
móðir sem var engu lík. Þetta barn
er ég.
Gata bernsku minnar lá um þann
fornfræga stað Þingvelli, sem var líf
okkar allra. Árstíðirnar mótuðu líf
*kkar og_ starf ekki síður en um-
hverfið. Á sumrin var mikill fólks-
fjöldi og hinir fullorðnu litu vart upp
úr verkum sínum. Það var símstöð,
það þurfti að taka veðrið, það voru
gestir og fleiri gestir og það vom
störfin öll sem fylgdu því að annast
þjóðgarðinn. Þessi störf vann hin
stóra fjölskylda og saman bjuggum
við í litlu rými í Þingvallabænum.
Eg lifði mínu lífi áhyggjulaus og
naut þess að skondrast um hraunið
og sinna búi mínu í bjarkarlundin-
um. Hver sumardagur var hlaðinn
viðfangsefnum og viðburðum sem
maður tók þátt í og naut. Þetta voru
sumrin, - þrungin lífi, laufi og ljúfum
stundum, síðan haustaði og fólkið
__£pr og eftir urðum við þrjú í bænum.
Mamma, pabbi og ég. Við tóku dag-
ar rólegheitanna. Ég naut samvista
við foreldrana sem um sumarið
höfðu verið önnum kafnir við að
sinna opinberum störfum sinum.
Enn voru störfin fjölmörg og enn
voru gestir sem litu inn. En
viðbrigðin voru mikil, Þingvellir
voru afskekktur staður í vetrarham
og leiðin þangað var hvorki greiðfær
né fjölfarin.
Árin liðu og viðfangsefnin breytt-
ust hjá lítilli stúlku en héldust þau
sömu hjá hinum fullorðnu. Mamma
—^tóð í eldhúsinu sínu og sá um að öll-
um nálægt sér liði vel og að gestum
væri vel sinnt. Vinnudagurinn var
langur og verkefnin ótalmörg, hún
sinnti okkur börnunum, hinum vinn-
andi mönnum og víðfrægum
höfðingum á þann hátt sem allir er
henni kynntust þekkja, af einskærri
umhyggju, ást og hlýju. Og það var
^^nginn munur á eftir því hver átti í
itílut, hún gaf öllum jafnt og gerði
engan mun á viðtökunum. Hún var
með stórt hjarta hún mamma og það
fundum við kannski aldrei betur en
er við stóðum hjá henni þegar hún
kvaddi þennan heim. Hvert og eitt
okkar átti sér stað í hjarta hennar,
barnabörnin og barnabarnabörnin
voru henni ofarlega í huga og voru
henni lífið sjálft. Hún var mér lífið
sjálft. Hún var mér jörðin er ég
stend á, loftið er ég anda að mér,
hún umlukti okkur öll með elsku
sinni og einstakri manngæsku. Þetta
þekkjum við sem kynntumst henni,
hvort sem samveran var löng eða
stutt. Hún var góðmennskan holdi
klædd.
Og nú er þessi mikla kona farin.
Veikindi hennar bar brátt að og er
ég fylgdist með Björk og öðru hjúkr-
unarliði vinna að því að bjarga henni
var ég viss um að sigur myndi vinn-
ast, kannski var það líka þannig,
kannski voru þessi endalok sigur.
Það er gott að fá að fara þegar verk-
efnin eru framundan í stórum haug-
um, hugurinn heill og heilsan betri
en oft áður. Ég veit að það eigum við
eftir að þakka en í dag finnst mér
hún hafa farið allt of fljótt. Hún var
grunnur lífs míns og hvernig eigum
við að fóta okkur án alls þess sem
hún var okkur? Það verður verkefni
framtíðarinnar. Ég þakka þér elsku
mamma fyrir lífið sem þú gafst mér
og það veganesti sem þú hefur veitt
mér af takmarkalausri rausn þinni
og alúð. Palli, sjómaðurinn þinn,
þakkar þér líka fyrir allar stundirnar
sem þið áttuð saman, samtölin um
sjóinn sem þú saknaðir alla tíð, sög-
urnar sem þú sagðir honum af hinu
magnaða lífi þín, ást þína og prjón-
les. Börnin okkar tvö vita ekki enn
hvað verður um þau nú þegar amma
er ekki lengur til staðar til þess að
gæta þeirra. Ragnheiður kom til þín
og bjó hjá þér fyrstu tvö árin með
okkur foreldrunum og þú styrktir
okkur í umönnun hennar sem ekki
var alltaf auðveld vegna veikinda
hennar. Hún þakkar þér matinn þinn
góða, vettlingana, prjónakennsluna
og umhyggjuna rétt eins og Aðal-
steinn gerir. Hann naut þess að vera
hjá þér, elsku mamma mín, rétt eins
og við öll gerðum. Við þökkum þér
samfylgdina um götur lífsins, nú
skiljast leiðir, þú ferð á vit pabba,
Guðmundar litla drengsins þíns og
hennar Ólafar. Við vitum að þeirri
ferð kveiðst þú ekki.
Hvíl í friði, kraftur lífs míns.
Ingveldur Eiríksdóttir.
1953, véltæknifræðingur í
Reykjavík, kvæntur Ástþóru
Kristinsdóttur ljósmóður, Guð-
mundur, f. 1954, byggingatækni-
fræðingur í Borgarnesi, kvæntur
Dagmar Hrönn Guðnadóttur, og
Ásmundur, f. 1959, verkfræðing-
ur í Reykjavík, ókvæntur.
Árið 1960 fluttu þau hjón suð-
ur til Þingvalla þar sem sr. Eirík-
ur gerðist þjóðgarðsvörður með
prestsskap sínum og hér syðra
fæddust 10. og 11. barnið: Aldís,
f. 1960, kennari á Kleppjárns-
reykjum, sem býr með Jóni
Kristleifssyni ökukennara á
Sturlureykjum, og Ingveldur, f.
1965, kennari á Ljósafossi, gift
Páli Skaftasyni sjómanni. Barna-
og barnabarnabörn þeirra
Kristínar og Eiríks eru nií orðin
27.
Á Þingvöllum voru þau
Kristín uns sr. Eiríkur lét af
störfum fyrir aldurs sakir og
fluttu á æskuslóðir hans í Flóan-
um, nánar tíltekið á Hörðuvelli 2
á Selfossi.
Á afmælisdegi Kristínar 1984
gáfu þau hjónin Héraðs- og bæj-
arbókasafninu á Selfossi bóka-
safn sitt, mikið að vöxtum,
ákveðið tákn ævistarfs þeirra og
hugsjóna. Sr. Eiríkur lést 11.
janúar 1987. Eftir fráfall sr.
Eiríks dvaldi Kristín nokkrar
vikur á ári hjá dætrum sinum en
hélt annars sitt hús á Heima-
haga 8 með yngsta syni sínum,
Ásmundi. Árið 1994 var Kristín
sæmd heiðursmerki fálka-
orðunnar fyrir húsmóðurstörf
sín um dagana.
Útför Kristínar verður gerð
frá Selfosskirkju, í dag og liefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður í kirkjugarðinum á Eyr-
arbakka.
Vinkona kær, ég kem meó hljóðri lotning
og krýp um stund við dánarbeðinn þinn.
Mér finnst, sem hér sé hnigin dáðrík
drottning
með dyggð og kærleik merkt á btjóstskjöld
sinn.
s
Við andlát tengdamóður minnar
Sign'ðar Kristínar frá Gemlufalli við
Dýrafjörð koma upp í huga mér
þessi upphafsorð síðustu kveðju
ömmu hennar og nöfnu, er hún
kvaddi æskuvinu sína. Þessi kveðja
hennar hefur vafalaust átt vel við þá.
Og mér finnst hún eiga vel við þessi
dægur, er á huga leita minningabrot
úr lífi okkar.
Mikið er það annars einkennilegt
að fráfall vinar skuli ætíð verða
manni jafn þungbært og raun ber
vitni, sérstaklega í ljósi þess er
Kristur boðaði, og við höfum lagt allt
okkar traust á. Að við munum öll
lifa, öll deyja, upp rísa og að við
munum hittast handan móðunnai'
miklu. Samt er eins og allt verði svo
þungt, svo ósættanlegt og ósann-
gjarnt. Ég kann ekkert annað ráð,
nú þegar sorgin sest að mér, en
halda mér í barnstrú mína, með
englunum og stjörnunum og sjálfum
Jesú talandi við okkur börnin. Samt
stendur maður aldeilis ráðalaus
gagnvart blessuðum börnunum sín-
um, sem spyrja með afneituninni. Já,
andlátið vinar er alltaf þungt. Eins
og högg, og það er vont að verjast
því höggi.
En þegar frá líður er eins og
myndir frá samveru okkar fari að
skýrast, maður leggur alúð í að safna
þeim og raða, skoða þær og njóta því
þær eru líkt og smyrsl á sárið sem
söknuðurinn hefur merkt mann.
Það var yndislegt að sitja við hlið
þér í kirkjunni á Þingvöllum og umla
undir með þér í söngnum, umla til að
trufla ekki þína þýðu, tæru rödd sem
var fremur eins og frá englum en
mönnum. Það var með ólíkindum að
sjá hverju þú áorkaðir innan dyra á
því heimili sem var í raun mörg
heimili. Og alltaf hafðir þú tíma
aflögu fyrir þurfandi. Þeir eru ófáir
er eiga þér gott að launa, og ég veit
að margir hafa þeir haldið tryggð við
þig. Barnabörnum þínum varstu
ætíð sem móðir, okkur tengdabörn-
unum einnig, enda barstu móður-
heitið langt út fyrir raðir barna
þinna. Áhugi þinn fyrir velferð allra
þinna samferðamanna var tak-
markalaus.
Á einni myndinni minni sé ég þig
vera að bjástra við að færa kisunum
þínum mat, á annarri ertu með
hundinn Trygg í fangi þér, hundinn
sem við áttum saman. Og á enn
annarri ertu að strjúka niður bles-
una á Dengsa gamla í túninu heima á
Þingvöllum. Rabb okkai’ um
ímyndaða útreiðartúra okkar á milli
bæjai' og Skógarkots og Hrauntúns
og inn með vatninu eru mér mikils
vii'ði. Það var gaman og ekki laust
við að mér fyndist stundum sem þú
værir með mér þó ég færi einn, enda
hamlaði heilsa þín að slík ævintýi'
yrðu að veruleika. Það er gott að
minnast með þér sumranna á Þing-
völlum. Líka vetrarheimsóknanna.
Og þó þú værir að allan daginn og
reyndar æði oft meir en daginn eru
þau ófá sokkaplöggin, kotin, peys-
urnar, treflarnir og vettlingarnir
sem þú gafst okkur, öllum böi-nunum
þínum. Oft var líka stungið að okkur
einhverju eins og kleinum, hveitikök-
um og öðru góðu við heimför.
Ég læt ógert að minnast á allt það
er þú vannst samfélaginu í marg-
háttaðri þjónustu við tigna gesti
þjóðarinnar vegna heimsókna þeiira
á Þingvöll. I því einkenndist viðmót
þitt af sömu alúðinni og trúmennsku
sem í öðru.
Nú síðustu árin var það ávallt til-
hlökkunarefni okkur á Kleppjárns-
reykjum að eiga von á þér og Ása í
heimsókn. Sú samvera var okkur
dýrmæt og fyrir hana erum við
þakklát.
En hvað sem líður minningabrot-
um, er það annað sem er mér efst í
huga nú á skilnaðarstund. Það er þel
þitt, ljós það sem þú varst öðrum á
langri vegferð þinni. Trúmennska þín
gagnvart lífinu. Ást þín á fegurðinni,
eins og hún birtist í ljóðum þínum,
handbragði og lotningu fyrir lífinu.
Þú varst bernsku þinni og bemsku-
stöðvum trygg, börnum, barnabörn-
um, barnabamabörnum og tengda-
börnum leiðtogi, vemdari og hugg-
ari. Og þó sennilega engum jafn dýr-
mæt og elskulegum eiginmanni þín-
um, fóðui' okkar og afa séra Eiríki J.
Eiríkssyni. Það hefur hann sjálfur
borið.
Þrátt fyrir allt sem þú hefur verið
mér, eða ef til vill fremur vegna
þess, er söknuður minn sár. Barna
minna einnig. En til að milda sökn-
uðinn, og líka vegna þess að ég veit
að það er í þínum anda, bið ég algóð-
an Guð að blessa börnin þín og
styi'kja þau með því að benda þeim á
að horfa til vorsins með orð ömmu
þinnar og nöfnu í huga:
BRða vor, 6 flýttu for,
fjallkonunni stijúk um vanga!
Glæddu von um kostakjör,
klakann þýddu, yngdu fjör.
Blómin vek, sem kuldaýör,
keyrðu’ í vetrar svefninn langa.
Blíða vor, ó flýttu för.
Fjallkonunnar ylja vanga.
Vorið fagra, yngdu allt
allt hið bezta’ í sálum manna.
Astarrödd þín ómi snjallt.
Engum verið lífið kalt.
Vermdu allt, sem enn er svalt;
öllu færðu gleði sanna.
Vorið fagra! yngdu allt,
allt hið bezta’ í hugum manna.
Guð blessi minningu þína og ykkar
hjóna er urðu mér ekki aðeins
tengdaforeldrar, heldur foreldrar við
fráfall móður minnar. Fyrir það verð
ég ykkur ævinlega þakklátur.
Guðlaugur Óskarsson,
Kleppjárnsreykjum.
Elsku amma mín.
Þú ert horfin frá okkur og skarðið
er mikið. Ótal stundir og minningar-
brot sækja á hugann og í sorginni
gleðst ég yfir öllum þeim fjársjóði
sem ég þar á.
Fyrir rúmri viku áttum við syst-
urnar yndislega stund með þér. Þú
varst svo hress og kát og við svo
glaðar að vera allar saman. Við hlóg-
um dátt að því þegar þú fékkst
brúna kjólinn frá Þingeyri og þér
fannst bnlnn svo Ijótur og leiðinleg-
ur litur. Þú sagðir auðvitað ekki
neitt, vildir ekki særa mömmu þína,
vonaðir bara að þú yxir fljótt það
árið. Þú hlóst þessum dillandi smá-
stelpuhlátri og við hrifumst með.
Þannig man ég þig.
Þú sýndir okkur nýjustu handa-
vinnuna. Blági'æna röndótta trefla
og við komumst að því eftir 26 ára
kynni að við áttum sama uppáhalds-
litinn, nefnilega þennan blágræna.
Þannig man ég þig.
Við töluðum um heima og geima
og vorum sammála um Jiað hvað
heimurinn væri lítill. Ósköpin í
Kosovo svo nálæg, náttúruhamfar-
irnar í Bandaríkjunum líka, en yfir-
vofandi Kínaferðin mín þó ögn íjar-
lægari. Við höfum reyndar oft talað
um fjarlæg lönd og flandrið á mér.
Þú skoðaðir alltaf myndirnar mínar
af mikilli nákvæmni og spurðir ótal
spurninga. Þú settir þig inn í dag-
lega lífið á þessum stöðum.
Býsnaðist yfii- aðstöðuleysi kvenna í
sveitaþorpi á Sikiley og skildir svo
vel þetta basl. Þannig man égþig.
Eg óskaði þess svo oft að þú hefðir
getað verið með mér og séð það sem
ég sá, en þú brostir bara þegar ég
minntist á það, glampi kom í augun
og í einlægni sagðistu ferðast í hug-
anum í gegnum mig. Ég veit það var
satt því þannig var þinn hugur, svo
frjór. Þannig man ég þig.
Þegar ég flaug yfir Alpana í morg-
un varð mér hugsað til hans afa.
Ungur maður sem lagði land undir
fót til að rækta andann og þú beiðst
heima. Mér hlýnaði um hjartaræt-
urnar og ég þerraði tárin því nú ertu
hjá honurn á ný.
Mamma sagði mér að þú hefðir
kvatt með miklum friði í andlitinu og
brosi á vör. Ég lygni aftur augunum,
ferðast í huganum heim og sé þig svo
fallega fyrir mér. Þannig man ég þig.
Elsku amma mín, ég kveð þig með
söknuði og trega. Stundirnar okkar
koma aldrei aftur, en minningarnai'
lifa. Litla stelpan sem skottaðist um
Þingvallabæinn og lagði leið sína í
eldhúsið í leit að vínarbrauðinu
hennai' ömmu heldur áfram götuna
sína. I veganestinu er kærleikur
þinn, þrautseigja og glaðlyndi. Þar
sem ég reika um strendur
blágrænna hafa eða kínverska ald-
ingarða ert þú með mér í hjarta
mínu. Þú _ert og munt alltaf verða
með mér. Ég man þig.
Takk fyrii' allt.
Þín
Hlín Helga.
Það var að kvöldi hins 16. febrúar
sem mér barst símhringing að heim-
an. I símanum var móðir mín sem
tjáði mér að amma mín, Sigríður
Kristín Jónsdóttir frá Gemlufalli
hefði verið flutt á sjúkrahúsið á Sel-
fossi. Yissulega var mér brugðið en
létti þó ögn þegar sögunni fylgdi að
nokkur von væri um bata.
Vongóður hélt ég því í skólann
næsta morgun en í hádeginu bárust
mér þær fregnir að hún amma mín
Kristín væri orðin alvarlega veik.
Beið ég þá á milli vonar og ótta eftir
næstu fréttum. Þær komu síðdegis.
Amma Kristín hafði kvatt þennan
heim.
Erfitt er að lýsa tilfínningum mín-
um þá stundina, minningar, allar
góðar, fóru af stað í hugarheimi mín-
um og ég fylltist söknuði og sorg, en
þó fann ég um leið til stoltsins, sem
byggðist á þvi að þessi merkilega og
góða kona skyldi hafa verið amma
mín.
Mínai' bestu minningar um ömmu
á ég frá því er hún bjó á Selfossi,
fyrst á Hörðuvöllum og svo í Heima-
haga. Það var alltaf mikið tilhlökkun-
arefni að fara austur á Selfoss, hvort
sem það var á annan í jólum eða ein-
hvem annan dag, vitandi það að
amma lumaði ávallt á nýbökuðum og
heitum kleinum og skonsum. Ég
man enn eftir ævintýraheiminum
sem flennistóru snjóhúsin í bak-
garðinum á Hörðuvöllum voru og
hve vel við frændsystkinin, ég,
Gummi, Hrafnkell og Brynhildur
skemmtum okkur hjá henni ömmu,
hvort sem það var í bílaleik í stigan-
um á Hörðuvöllunum eða í vett-
vangs- og skoðunarferðum okkai' um
bæinn og niður að Ölfusá þar sem
ávallt var brýnt fyrir okkur að fara
að öllu með gát. Einnig eru mér of-
arlega í huga stundirnar með ömmu
úti í Danmörku þar sem hún og afi
heimsóttu okkur. Ég man líka eftir
áttræðisafmæli hennar þar sem hún
var svo virðuleg og tignarleg og hve
mikil reisn var yfir henni þá og hve
stoltur ég var.
Þrátt fyrir háan aldur ömmu