Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 52
* 52 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR____
SIGRÍÐUR KRISTÍN
JÓNSDÓTTIR
Vídalínskirkja.
forystu Kristínar steig kvenfélagið
sín fyrstu spor. Þar vann hún ávallt
heil og hollráð. Þess skal getið og
þakkað að ávallt var aðstaða til
félagsstarfa látin í té með velvilja og
drenglund í Núpsskóla, bæði fyrr og
síðar.
Lífsstíll Kristínar var léttleiki og
æðruleysi og kom það ekki síst fram
er þau hjón urðu fyrir þeirri sáru
raun að missa næstelsta son sinn
barnungan.
A þessum árum voru barnmörg
heimili á Núpi. Einstakt var hve
barnahópurinn var samrýndur, enda
myndaðist milli þeirra órofa vinátta,
sem lifir enn í dag þrátt fyrir fjar-
lægðir og stopula samfundi.
Bernskuheimili þeirra voru ávallt
opin öllum hópnum til leikja og
starfa og nutu þaujjess í áhyggju-
leysi bernskunnar. Arið 1960 bauðst
sr. Eríki staða þjóðgarðsvarðar á
Þingvöllum og flutti þá hin stóra
prestsfjölskylda frá Núpsskóla eftir
áratuga farsælt starf.
Á nýjum stað var Kristín hin mik-
ilhæfa móðir og húsmóðir. Starfs-
vettvangur hennar mun þó síst hafa
orðið minni. Við hlið manns síns stóð
hún ávallt sterk sem hollvinur og
ráðgjafi.
Vinátta og minningar sem ein-
kennast af samhug og gagnkvæmum
einhug varpa birtu á farinn veg. Kær
vir.kona er kvödd. Ekki er framar
ræðst við í síma og styrkur sóttur
þar sem trú og hlý lífssýn voru i fyr-
irrúmi. Efst í huga er þakklæti. í
hugann kemur brot úr versi á sálmi
sem sr. Eiríkur lagði fyrir ferming-
arböm sín vestra:
Heimslán er valt sem hrökkvi strá,
hamingjan skjótt vill bresta.
Sæll er því hver sem öruggt á
ástvina skjólið besta.
Því munu prestshjónin frá Núpi
hafa miðlað börnum sínum og þau
endurgoldið með mannkostum sínum
og farsælum ferli.
3örnum og öðrum ættingjum
Kristínar og séra Eiríks eru færðar
innilegar samúðarkveðjur frá okkur
hjónum og börnum okkar.
Áslaug S. Jensdóttir, Núpi.
Hún var að vestan - hún Kristín
með öll beztu einkenni harðduglegs
vestfirzks fólks, sem er mótað af
náinni snertingu við lífið og
náttúruna. Það er raunar ekki hægt
að skilja andann og hugarfarið í
manneskju eins og Kristínu Jóns-
dóttur frá Gemlufalli í Dýrafirði
nema hafa verið langtímum saman
innan um vestfirzkt fólk og tekið
þátt í kjörum þess og skynjað hvern-
ig gildismat þess er byggt upp.
Kristín var ofar öllu eins og sam-
nefnari fyrir sjálfsvirðingu og heið-
urskennd - og sýndi af sér slíkan
dugnað, að það var einstakt - eigin-
lega var hún, ef svo má að orði kom-
ast, margra manna maki. Skaphöfn
hennar - karakter hennar, bar vitni
um ómælanlegan manndóm. Þannig
var hún.
Ung var hún gefin (eins og sagt
var til foma) síra Eiriki J. Eiríks-
syni skólamanni, andans manni, sem
stýrði Núpsskóla við orðstír. Hann
varð síðar þjóðgarðsvörður á Þing-
völlum, í hjarta þjóðarinnar. Síra
Eiríkur var hafsjór, gæddur lífsólgu,
gneistandi af andagift. Ræður hans
hrifu fólk. Þær voru flestar gæddar
neista hugsjónamanns. Kristín var
alla tíð eins og klettur sem lífsföru-
nautur manns síns. Þau hjón eign-
uðust ellefu börn og misstu eitt.
Komu þeim til manns með fallegum
blæ. Heimili Kristínar ojg síra Eiríks
var gætt innri fegurð. Eg var þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim
hjónum og fjölskyldu þeirra - náið.
Gaf slíkt hugljómun í myndverkum,
sem ég vann að á Þingvöllum hér á
árum áður. Eiginlega reyndi ég ekki
að fá anda í nýja málverkasýningu
nema fara á Þingvöll og hitta
Kristínu og sira Eirík og blanda
geði við þau. Síðan þau hurfu þaðan
hef ég ekki borið það við að mála
■ þar.
Hvert nýtt tímabil í list undir-
skráðs var mótað af heimsókn til
Þingvalla, þar sem þau þjóðg-
arðsvarðarhjónin sátu mikinn garð
með reisn samfara tillitssemi við
sögu lands og þjóðar. Það þarf skyn-
semi og sterka skaphöfn til að gegna
jafnháu embætti og þjóðgarðsvarð-
arstarfi á Þingvöllum. En þau hjónin
frú Kristín og síra Eiríkur stóðust
það próf með ágætiseinkunn án
nokkurrar sýndai-mennsku. Þau
voru eins pjattlausir fulltrúar hjarta
þjóðarinnar og hugsazt getur.
Kristín, sem nú er farin héðan,
var ein mest lifandi manneskja, sem
ég hef kynnzt, jafnframt einhver
mesta manneskja sem ég hef
kynnzt, laus við allar fyrirsagnir
eins og hetja í sögu eftir Hamsun -
svo innilega ótilbúin. Henni fylgdi
sterkt heilbrigt andrúmsloft, sem
bætti umhverfið.
I frásöguþætti í einni bók Guð-
mundar Daníelssonar er fjallað um
bernsku, unglingsár og uppvöxt
Kristínar á heimaslóðum hennar
fyrir vestan. Hún hafði að mestu
leyti skrifað þennan lífsþátt sjálf í
eldhúsinu heima hjá sér á Selfossi.
Lýsingar hennar „komu alskapaðar
úr höfði Seifs“. Algjör snilld. Andrés
Kristjánsson bókmenntarýnir sagði
í ritdómi um bók Guðmundar, þar
sem Kristínar-kafli birtist: „Það
bezta kemur úr Dýrafirðinum".
Þessi frásögn, sem Kristín hripaði
niður í eldhúskróknum heima hjá
sér, hefði getað verið eftir stórrit-
höfund - langtum betri bókmenntir
og náttúrulegri og nær sjálfu lífínu
en tíðkast í dag.
Hún orkti, en fór dult með. Þegar
hún var sextug, þá þakkaði hún öll
heillaóskaskeytin, sem henni voru
send, með bundnu máli, og sendi
hverjum um sig visu í þakkaskyni.
Svona varð allt að sköpun í lífí henn-
ar. Eitt sinn gaf hún dóttur minni
Halldóru, þegar hún var pínulítil,
sjal, sem hún hafði prjónað og gætt
lífskrafti og sál. Þannig varð allt lif-
andi í höndum hennar. Og nú hefur
hún kvatt okkur án þess að yfirgefa
okkur, sem söknum henna —minn-
ingin lifir til eilífðarnóns.
Guð blessi minningu hennar.
Steingrímur St.Th. Sigurðsson.
Kveðja frá íbúum Árborgar
Við fráfall Ki-istínar Jónsdóttur
minnast íbúar Árborgar hennar og
manns hennar, séra Eiríks J. Ein'ks-
sonar, fyrir þann einstæða atburð, er
þau gáfu Bæjar- og héraðsbókasafn-
inu á Selfossi bókasafn sitt á afmæl-
isdegi Kristínar, 5. október 1984.
Var hér um að ræða stærstu bóka-
gjöf í sögu þjóðarinnar, alls um 30
þúsund bindi. Hljóðaði gjafabréfið á
þessa leið:
„Hér með gefum við undhrituð
bókasafn okkar Bæjar- og héraðs-
bókasafninu á Selfossi.
Gjöf þessi er til minningar um
kennara okkar á Eyrarbakka og í
Dýrafirði og fermingarfeður okkar,
þá sr. Gísla Skúlason og sr. Sigtrygg
Guðlaugsson á Núpi.
Með beztu óskum og þökkum í
trausti þess að safnið megi verða al-
menningi til nota og þroska."
í fyrstu var þessi merka bókagjöf
hýst á heimili þeirra hjóna á Hörðu-
völlum 2 á Selfossi en var síðan færð
í bókasafnið við flutning þess að
Austurvegi 2 á Selfossi, þar sem það
er nú varðveitt og öllum aðgengilegt.
Með stuðningi Kristínar tókst séra
Eiríki að koma upp þessu ótrúlega
stóra einkabókasafni sem íslending-
ar fá nú að njóta um ókomin ár. Við
fráfall hennar minnumst við þessara
stórhuga hjóna og ítrekum þakkir
okkar til þeirra fyrir þetta mikla
menningarframlag.
F.h. sveitarfélagsins Árborgar,
Ingunn Guðmundsdóttir,
forseti bæjarstjórnar.
• Fleiri minningargreinar um
Sigríði Kristínu Jónsdóttur bíða
birtingar og munu birtast { blaðinu
næstu daga.
Safnaðarstarf
Heimsókn frá
Glerársókn í
Vídalínskirkju
SUNNUDAGINN 28. febrúar
munum við fá skemmtilega heim-
sókn frá Glerársókn á Akureyri. Þá
mun Gunnlaugur Garðarsson,
sóknarprestur Glerársóknar, koma
í heimsókn ásamt kirkjukór sókn-
arinnar. stjórnandi kórs Glerár-
sóknar er Hjörtur Steinbergsson.
Það er sérstaklega skemmtilegt, að
sr. Gunnlaugur, sem starfaði sem
prestur fyrir nokkrum árum hér í
Garðasókn, skuli koma í heimsókn
til okkar með samstarfsfólki sínu.
Kirkjukór Vídalínskirkju mun taka
á móti norðanmönnum ásamt und-
irrituðum. Munum við sameinast í
guðsþjónustu í Vídalínskirkju kl.
11 28. febrúar. Þar munum við
undirritaður og sr. Gunnlaugur
þjóna, ásamt þvi að kórarnir munu
báðir syngja fyrir fullum styrk við
guðsþjónustuna. Mætum vel og
styðjum við skemmtilegt kirkju-
starf.
Ungt fólk stjórn-
ar guðsþjónustu
í Fríkirkjunni
í Hafnarfírði
NÆSTKOMANDI sunnudag verð-
ur unga fólkið í söfnuðinum áber-
andi við guðsþjónustu kl. 14. Auk
kirkjukórs safnaðarins sem leiðir
almennan safnaðarsöng mun
barnakór kirkjunnar syngja undir
stjórn Sigríðar Ásu Sigurðardótt-
ur. Söngur barnakórsins hefur
vakið mikla athygli undanfarin ár
og er fólk hvatt til að koma til
kirkjunnar og hlýða á fallegan
söng kórsins. Við guðsþjónustuna
mun ung kona í söfnuðinum, Sig-
ríður Kristín Helgadóttir, predika
en hún lýkur guðfræðinámi nú í
vor. Sigríður Kristín hefur haft
umsjón með sunnudagaskólastarfi í
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í vetur
og tekið þátt í fjölbreyttu safnaðar-
stai-fi kirkjunnar á liðnum árum.
Að lokinni guðsþjónustu verða
kaffiveitingar í safnaðarheimilinu
eins og venjulega. Barnasamkoma
verður í kirkjunni kl. 11 að venju.
Tónlistarmessa
í Hjallakirkju
TÓNLISTARMESSA verður í
Hjallakirkju á sunnudag kl. 11. Um
er að ræða nýbreytni í guðsþjón-
ustuhaldi kirkjunnar, en fyrsta
tónlistarmessa vetrarins var í nóv-
ember síðastliðnum. Að þessu sinni
mun málmblásarakvintett leika
verk eftir J.S. Bach o.fl. Jóhann
Stefánsson og David Nooteboom
leika á trompet, Jóhann Björn
Ævarsson á horn, David Bobroff á
básúnu og Þórhallur Halldórsson á
túbu. Félagar úr kór kirkjunnar
syngja og leiða safnaðarsöng.
Organisti og kórstjóri er Jón Ólaf-
ur Sigurðsson. AJlir eru hjartan-
lega velkomnir.
Fimm ára börn
og TTT-vöfflur
í Landakirkju
AF SÉRSTÖKU tilefni býður
Landakirkja öllum bömum í Vest-
mannaeyjum, sem eru fimm ára á
þessu ári, að koma í barnaguðs-
þjónustu sunnudaginn 28. febrúar
kl. 11. Allir eru velkomnir í barna-
guðsþjónustuna eins og alltaf en
hún er venjuleg samverustund með
söngvum, sögum, leik og söng. En
strax eftir stundina, kl. 11:45, er
fimm ára bömum boðið að þiggja
fallega bók að gjöf frá sóknamefnd
og prestum. Gaman verður að sjá
sem flest böm og foreldra þeima,
afa, ömmur eða aðra fullorðna.
Eftir messu í Landakirkju kl. 14
bjóða krakkarnir í TTT-starfinu
vöfflur með kaffinu. Vöfflumar era
bornar fram gegn vægu gjaldi til
að safna í ferðasjóð fyrir TTT-mót
í Vatnaskógi í vor. TTT-krakkarnir
hafa verið að æfa merkilegt leikrit,
sem þau setja á svið í safnaðar-
heimilinu við þetta tækifæri. Allir
em hjartanlega velkomnir.
Heimsókn til
fósturbarna
á Indlandi
Á FRÆÐSLUMORGNI næstkom-
andi sunnudag kl. 10 mun Guð-
mundur Hallgrímsson lyfsaii segja
frá heimsókn til íslenskra fóstur-
barna á Indlandi.
Um árabil hefur nokkur hópur
fólks hér á landi tekið að sér að
greiða fyrir menntun og fram-
færslu allmargra indverskra
barna. Á síðastliðnu ári fór hópur
íslenskra fósturforeldra í heimsókn
til Indlands til að kynnast börnun-
um persónulega og fræðast um að-
stæður þeirra og þjóðfélagið sem
þau búa í. Ferð þessi var þeim sem
hana fóra ógleymanleg reynsla og
mun Guðmundur Hallgrímsson
deila þeirri reynslu á fræðslu-
morgninum og sýna skyggnur úr
ferðinni.
Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30.
Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir
velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs-
son.
Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyr-
ir unglinga kl. 21.
Grafarvogskirkja. Safnaðarfundur
Grafarvogskirkju verður haldinn í
safnaðarsal kirkjunnai- mánudag-
inn 1. mars kl. 20.30. Fundarefni:
„Skáldin í Grafarvogi“. Anna S.
Björnsdóttir, Einar Már Guð-
mundsson, Gyrðir Elíasson og Sig-
mundur Ernir Rúnarsson. Kaffi-
veitingar. Mætum vel og hlustum á
skáldin okkar. Allir velkomnir.
Stjórnin.
Hafnarljarðarkirkja. Kl. 11-12.30
opið hús í Strandbergi. Trú og
mannlíf, biblíulestur og samræður.
Leiðbeinendur sr. Gunnþór Inga-
son og Ragnhild Hansen.
KFUM og KFUK v/Holtaveg.
Samkoma verður á morgun, sunnu-
dag, í aðalstöðvum KFUM og
KFUK við Holtaveg kl. 17. Upp-
hafsorð hefur Friðrik Jensen
Karlsson, formaður KSS. Ræðu-
maður sr. Jón Helgi Þórarinsson.
Boðið upp á samverar fyrir börn
meðan á ræðunni stendur. Skipt í
hópa eftir aldri. Létt máltíð seld á
fjölskylduvænu verði að lokinni
samkomu. Allir velkomnir.
KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al-
menn samkoma kl. 14. Ræðumenn
Guðrún Hlín Bragadóttir og Stein-
unn Steinþórsdóttir. Karlabæna-
stund mánudag kl. 20.30. Þriðju-
dag brauðsbrotning og bænastund
kl. 20.30. Miðvikudagskvöld sam-
verustund unglinga kl. 20.30. Allir
hjartanlega velkomnir.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri
barna (6 ára og yngri) kl. 11. TTT-
starf í safnaðarheimilinu Vina-
minni kl. 13.
Krossinn. Unglingasamkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel-
komnir.
Pjóðlagamessa
í Hafnar-
fjarðarkirkju
NÆSTKOMANDI sunnudag verð-
ur haldin svokölluð þjóðlagamessa
í Hafnaifjarðarkii-kju. Þjóðlaga-
messuna samdi sænska tónskáldið
og presturinn Per Harling og heit-
ir hún „mássa i viston“ á frummál-
inu. Þjóðlagamessan er byggð á
norrænni þjóðlagahefð þar sem
texti og tónar tengjast norrænum
vísnasöng. Vísan og vísnasöngur-
inn eru eitt aðaleinkenni norrænn-
ar alþýðusönghefðar. Um öll Norð-
urlönd era sungnar vísur og rímur.
Vísurnar segja sögur af venjulegu
fólki og hetjum og tónlistin á sér
ævafornar rætur í dölum og skóg-
um Svíþjóðar, Noregs og Finn-
lands. I þjóðlagamessunni er vísan
og vísnatónlistin gerð að undir-
stöðu helgihalds kirkjunnar. Allir
hinir hefðbundnu messuliðir era á
sínum stað, en þeir hafa verið end-
ursamdir að hætti vísunnar. I stað
hefðbundinnar miskunnarbænar,
dýrðarsöngs, undirbúnings undir
altarisgönguna og annarra liða
messusöngsins, hefur Per Harling
samið nýja tónlist og nýjar vísur.
Auk þessa tengjast nýir sálmar
messunni, sálmar sem að sjálf-
sögðu era byggðir á vísnahefðinni.
Að þessu sinni flytur sönghópur á
vegum kórs Hafnarfjarðarkirkju
messuna undir stjórn Natalíu
Chow. Prestur er sr. Þórhallur
Heimisson en hann þýddi messuna
og sálmana er sungnir verða, en
þeir era einnig eftir Per Harling.
Hefðbundin guðsþjónusta er kl.
11. Prestur þá er sr. Gunnþór
Ingason.
Brandtex fatnaður
-----5
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433