Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 58

Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 58
» 58 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Þorri er liðinn og skildi við með látum segir Kristín Gestsdóttir, sem gekk að morgni konudags frá húsi sínu gegnum djúpar snjótraðir og sá einmana fiðrildi berjast um í sjónum. Skyldi þetta boða betri tíð nú þegar góa hefur tekið völdin? ÉG SÁ mynd af kíví í fyrsta skipti í þýsku matarblaði fyrir réttum tuttugu árum en skömmu síðar var farið að flytja það inn. Þótt kíví sé fyrsta framandi aldin- ið sem hingað fluttist er það nú orðið eins algengt eg epli og app- elsínur og er því ekki lengur talið með framandi ávöxtum. Kíví er mjög vítamínrikt, í þvi er u.þ.b. helmingi meira C- og E-vítamín en í appelsínum. Aldinið er upp- runnið í Kína og voru fræ þess flutt til Nýja-Sjálands árið 1906 og ræktuð á norður-eynni og nefnd Chinese gooseberi-y (Kínastikilsber). Um miðja öldina vai- farið að rækta það í Ameríku af nýsjálensku fræi, en Ameríkön- um fannst nafnið of austrænt og kölluðu það „Melonette" (smá- melóna) en þá datt einhverjum snjallyrðingi í hug nafnið „Kiwi- fruit“ (Kívíaldin) og það sló svo sannarlega í gegn og aldinið rokseldist. Þetta nafn hentar mjög vel, enda líkist aldinið tals- vert þjóðarfugli Nýsjálendinga, kívífuglinum. Hann er á stærð við smáan kjúkling, líkur aldininu á litinn, væng- og stéllaus, með fjaðrir líkar hári, hann hefur sterkar fætur og er duglegur að hlaupa og er með langt nef og veiðihái- eins og köttur. Grænt ávaxtasalat '/2 pk. Toro-kívíhlaup 1 V2 dl vatn (minna en segir á umbúðum) 1 límóna (lime) 2 '/2 dl eplasafi 4 kíví Vá-l melóna helst með grænleitu _________aldinkjöti _______200 g græn vínber______ __________1 -2 græn epli______ 1. Leysið hlaupduftið upp í sjóðandi vatni, hellið á fat með sléttum botni og látið stífna. Dýfíð þá fatinu augnablik í heitt vatn og hvolfið á bretti. Skerið hlaupið í teninga á stærð við sykurkola. 2. Skerið hýðið af límónunni örþunnt í langa þræði, gætið þess að það hvíta fari ekki með. Sér- stakt áhald er til þessara nota, en nota má kartöfluhníf með rauf og klippa síðan hýðið í ræmur með skærum. 3. Afhýðið kívíaldinin og takið af harðan hnúð við annan endann, notið ekki endasneiðar, skerið aldinin í tvennt langsum og síðan í þykkar sneiðar þversum. 4. Mótið kúlur úr melónunni með þar til gerðri skeið, nota má tsk. af mæliskeiðum. Skera má melónuna í teninga. 5. Skerið vínberin í tvennt, fjar- lægið steina ef eru í. 6. Skerið hvort epli í 4 báta, fjariægið kjarnhús, og skerið bát- ana í þunnar sneiðar þversum. 7. Setjið alla ávextina í skál. Kreistið nokkra dropa úr límón- unni saman við eplasafann og hellið yfir. Stráið hlaupteningun- um yfir og loks límónuræmun- um. Kíví-jógúrt- búðingur Notið djúpa skól með hallandi börmum. 1 pk. súkkulaðikextingur, __________fóst í pökkum_______ 2 litlir bikarar jógúrt með kíví og perum 2 meðalstór egg 1 pk. kívíhlaup 2 '/2 dl vatn (helmingi minna ______en segir ó umbúðum)_____ 1 dl brytjað súkkulaði 1 dl saxaðar döðlur 1 peli rjómi 2-3 kíví 1. Setjið plastfilmu inn í skál- ina, raðið síðan súkkulaðifingrun- um upp með barminum allt í kring. 2. Leysið hlaupduftið upp í sjóðandi vatninu, kælið síðan án þess að hlaupi saman. 3. Þeytið eggin lauslega út í jógúrtina, setjið súkkulaði og döðlur út í og blandið saman við kaldan hlaupsafann. Kælið þar til þetta er hálfhlaupið, blandið þá þeyttum rjóma út í. Hellið varlega í skálina. Látið stífna í kæliskáp í minnst 6 klst. 4. Hvolfið á fat, fjarlægið plast- filmuna. 5. Afhýðið kívíin, skerið í sneið- ar og raðið ofan á. Athugið: Hvatar eru í fersku kíví sem valda því að matarlím hleypur ekki. Þeir eru óvirkir í hlaupinu. Útsölulok í dag, laugardag Aukaafsláttur Nýjar sumarpeysur á mánudag Glugginn .augavegi 60, sími 551 2854 í DAG VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Morgunblaðið/RAX Fölsk skilaboð FRÉST hefui- af frum- varpi fyrir Alþingi um ætt- leiðingarmál. Þar mun m.a. vera gert ráð fyrir að fólki í óvígðri sambúð verði heimilað að ættleiða böm. Þetta hljómar undarlega. Yrði þetta ákvæði lögfest væru stjórnvöld að senda almenningi fölsk skilaboð. Verið væri að staðfesta þann algenga misskilning að réttarstaða fólks í óvígðri sambúð verði með tímanum eins og um hjón væri að ræða, t.d. hvað varðar erfðarétt. Rökin fyrir þessu ákvæði þekki ég ekld en þau hljóta að vera léttvæg. Ættleiðing barns er mikil- væg skuldbinding. Er farið fram á mikið þótt sambúð- arfólki sem hygðist ætt- leiða barn væri gert að gangast undir skuldbind- ingu hjónabandsins áður en til slíks gæti komið? Vigfús Ingvar Ingvarsson. Hættum allri hræsni ÉG skora á ríkisstjórnina að hætta alhi hræsni og stöðva allar styrkveitingar til tóbaksvarna á meðan þeir hika við að skrifa und- ir Kyoto-samkomulagið. Tóbaksvarnir svokallaðar hafa yfirleitt miðað að því að úthýsa reykingamönn- um hvarvetna á þeim for- sendum að óbeinar reyk- ingar væru hættulegar hinum reyklausu. Hvar eru þessi rök þegar spáð er í stóriðju, bílainnflutn- ing og annað sem veldur svo mörgum ama, bæði reyklausum og þeim sem reykja? Ég legg svo til að peningurinn sem hætt verðm- að veita í tóbaksvarnir verði nýttur í eitthvað jákvætt s.s. menn- ingu og listir, enda hættu- legt heilsunni að staðna í höfðinu. Kristín Jónsdóttir. Leiðinlegar auglýsingar ÉG er ekki ánægð með bl- eyjuauglýsingarnar sem verið hafa í sjónvarpinu þar sem lítil stúlka er gerð að hálfgerðu fífli og sýnd berrössuð. Eins finnst mér dömubindisauglýsingarnar afskaplega leiðinlegar og finnst þær óviðeigandi. Reið móðir. Geymaflutningaskip? ÞAÐ KOM mér undarlega fyrir sjónir að sjá frétt í blaðinu sl. fimmtudag á bls. 7. Þar var talað um „geymaflutningaskip“. Þetta kemur mér undar- lega fyrir sjónir, hélt að þessi skip væru venjuleg- ast kölluð tankskip. Ert þetta eitthvert nýyrði? Friðleifur. Dregið of snemma? ÉG ætlaði að borga happ- drættismiða hjá SEM, en auglýst hafði verið að dregið væri 24. febrúar. Þann 23. febrúar ætlaði ég að hringja og athuga hvort nóg væri að borga miðann minn að morgni 24. en þá kom bara símsvari sem sagði: Dregið hefur verið í happdrætti SEM, svo ég hætti við að borga miðann. Sigga. Tapað/fundið GSM-sfmi týndist ALCATEL GSM-sími týndist í miðbæ Reylqa- víkur sl. laugardagskvöld. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 588 1428. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA, Nike, fannst fyrir utan List- húsið, Engjateig í Laugar- dal. Lyklakippan liggur inni á kaffistofunni. Hringur týndist OXIDERAÐUR silfur- hringur með tiguliaga brúnum og túrmah'nsteini, með gulli í kringum stein- inn, týndist laugar- dagsnótt 20. febrúar. Merking ÁF innan í hringnum. Hringurinn er eigandanum mikils virði. Finnandi vinsamlega hafið samband í síma 566 8835. Giftingarhringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR með áletruninni „Þín Nína“ fannst fyrir ca. 3 vikum síðan íyrir utan verslunarmiðstöð í Hverafold. Upplýsingar í síma 567 6110 og 560 0119. Gullarmband týndist GULLARMBAND með hangandi smáhlutum á, m.a. barnatönnum og áhangandi gullplötu með ágröfnu HM og KK, týnd- ist fyrir 4 árum síðan. Þeir sem kannast við armband- ið hafi samband í síma 568 2383. „ EXTREMITIES “ flís- húfa á Café Milano SVÖRT kven-flíshúfa gleymdist á snyrtingunni á Café Milano 16. febrúar sl. eða týndist á Skeifu- svæðinu. Skilvís finnandi vinsamlega hafið samband í síma 562 5407. Fundar- laun. G-Schock úr týndist SVART G-Schock úr með frönskum rennilás týndist í Sundlaugunum í Laugar- dal, mánudaginn 22. febrú- ar. Finnandi hafi samband í síma 553 1402. Krúsi þarf nýtt heimili VEGNA óviðráðanlegra orsaka þarf Krúsi að eign- ast nýtt heimili. Krúsi er þriggja ára blendingur, blíður og barngóður. Upp- lýsingar í síma 565 0169. Kettlingur óskar eftir heimili KETTLINGUR, kassa- vanur, óskar eftir heimili. Upplýsingar í síma 551 8621. Snúlla er týnd SNÚLLA er svört með hvítar loppur og hvítt trýni, hún týndist frá Flyðrugranda sl. miðviku- dag. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 899 3663. Víkverji skrifar... FRÉTT frá Danmörku í fimmtu- dagsblaði vakti sérstaka athygli Víkverja. Þar var sagt frá viðbrögð- um stjórnmálamanna í Danmörku við dómi hæstaréttar landsins sem úrskurðaði að lög sem þingið hafði samþykkt væru stjórnai-skrárbrot. Víkverja þótti þessi niðurstaða hljóma kunnuglega. Hið sama reyndist þó ekki eiga við um viðbrögð forsætisráðherra Danmerkur, Poul Nyrup Rasmus- sen þegar niðurstaðan lá fyrir. Nyrup lýsti því yfir að dómurinn væri „fullkomlega skýr og eindræg- ur“. Jafnframt sagði forsætisráð- herra Dana að ríkisstjórnin og þingið bæru skýra ábyrgð á því að lög er brytu gegn stjórnarskránni hefðu verið samþykkt. Hafnaði hann öllum tilraunum til að koma ábyrgðinni yfir á embættismenn og sagði: „Við stjórnmálamennirnir vissum fullvel hvað við vorum að gera.“ I Danmörku líta menn svo á að þessi niðurstaða hæstaréttar eigi að vera áminning fyrir þingmenn um að þeim beri fyrst og fremst að fylgja eigin samvisku í stað þess að lúta flokksaga. Afgreiðsla laganna á þingi Dana hafi einkennst af litlu sjálf- stæði þingheims gagnvart ríkis- stjórninni enda hafi flokkslínur verið látnar ráða. Ólíkt hafast menn að þótt skyldir séu. GREIN er Hreggviður Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, rit- aði og birtist í miðvikudagsblaði þótti Víkverja einnig forvitnileg. I henni hvetur Hreggviður Jónsson til þess að sá gjörningur að skipa Svavar Gestsson sendiherra i Kanada verði afturkallaður. Þing- maðurinn íyrrverandi rökstyður mál sitt með því að fullyrða að Svavar Gestsson hafi á stjómmálaferli sín- um verið einn helsti andstæðingur utanríkisstefnu íslenskra stjórn- valda. „I hvaða landi heimsins myndi yfirlýstur andstæðingur allra helstu málaflokka landsins í utanríkismál- um þjóðarinnar verða skipaður sendiherra?" spyr greinarhöfundur. Mál sitt styður hann með dæmum og tiltekur að sendiherrann tilvonandi hafi verið andvígur útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 200 mílur, á móti aðildinni að EFTA og Evrópska efnahagssvæðinu. Þá hafi Svavar Gestsson verið á móti NATO og and- vígur veru varnarliðs Bandaríkja- manna á íslandi. Víkverji telur að Hreggviður Jónsson veki hér athygli á máli, sem verðskuldi umræðu. Ber að meta hæfni manna til að gegna tilteknum embættum á vegum ríkisins með til- liti til alkunnra skoðana þeÚTa? Er það ekki skilgreiningaratriði um sendiherrastarfið að viðkomandi er einungis ætlað að halda fram opin- berri stefnu? Víkverji fær ekki séð að Svavar Gestsson sé síður fær um það en aðrir fyrrverandi stjórnmála- menn. Með sömu rökum mætti spyi-ja hvort Halldór Ásgrímsson sé hæfur til að gegna embætti utanríkisráð- herra. Að minnsta kosti treysti hann sér ekki til að greiða atkvæði með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er málið var afgi-eitt á Alþingi en flestir eru sammála um að þar ræði um mikilvægasta samning sem Is- lendingar hafa gert_ síðustu áratug- ina. Getur Halldór Ásgrímsson, með rökum Hreggviðs Jónssonar, talist sannfærandi fulltrúi íslenskra stjórnvalda erlendis? xxx AUGLÝSINGAR frá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna, eru ágæt pýbreytni í stjórnmálaum- ræðunni. I þeim er mótmælt ýmsum þeim höftum sem stjórnvöld beita t.a.m varðandi innflutning á land- búnaðarafurðum. Umfangsmiklum ríkisrekstri á Islandi er andmælt og þess krafist að aukið frelsi fái að ríkja á sem flestum sviðum. Þessum auglýsingum hafa ungu sjálfstæðis- mennirnir síðan fylgt eftir með greinaskrifum m.a. um einkasölu ríkisins á áfengi og ríkisrekna fjöl- miðla. Víkverji á reyndar við viðvarandi minnisleysi að stríða en hann hélt að pólitískir leiðtogar og lærifeður þessa unga fólks hefðu verið í stjóm á Islandi síðustu átta árin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.