Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 64
84 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ r 1 HÁSKÓLABÍÓ HASKOLABIO Hagatorgi, simi 530 1919 13 tilnefningm til Óskarsverðláuna & ,mF7 „ískrarftö fyndin“ ★★★ ÁSDV I Hlaut 3 60L0EN ICLOBE verdlaun. 1 Hlaut SILFUR- §||| 1BJÖRNINN | fyrir h.mdrit. Astfanqin Aak J BJORNINN „Migföld skemmtun " fyrir handrit. *** U2 HL MBL Ástfangin Snakdpeare -hakespeare fn Love Sýnd kl. 2.45, 5.15, 7, 9og11. jm - vrtV 'rJfj Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Verð kr. 600. Sýnd kl. 6.45 og 11.15. Sýnd kl. 4.30 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 3 og 5 Esl. tal. Sýnd kl. 3. Enskt tal. MAURAR Sýnd kl. 3. Slð. sýn. ^rgun tít> Sýndkl. 9. B.i. 16. ★ 'At.Mbl t r- ^ ( ' ú ★ ★ ★ Rás 2 K-u.ii VEISLAN Sýnd kl. 5 og 7. B.i. 14. ■ : ; ANSI ■Ml Jl.j n-J*.» Skemmtileg rómantísk gamanmynd frá fólkinu sem gerði Sleepless in Seattle Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 oq 11.15. ■mDKsrai. ITtarft Hðmitl Hann er búinn að undirbúa slg L alla æui f og nú er , haltið komið. Kl. 3, 5, 7, 9 og 11 enskt tal Sýnd kl. 2.50, 5 og 7 ísl. tal. Álfabakk^ S, símí 587 8900 og 587 8905 www.samfilm.is mM mm !1 SVEN Ottke fékk ekkert belti þegar hann bar sigurorð af Nar- diello í október síðastliðnum. -'Kynsveltur og vígreifur heimsmeistari ►IBF-HEIMSMEISTARINN í léttvigt, Sven Ottke, er með það á hreinu hvernig best sé að und- irbúa sig undir mikilvæga bar- daga. Hann tilkynnti konu sinni í vikunni að ekkert kynlíf væri á dagskrá hjá þeim hjónum næstu daga. „Eg verð svo rosalega slappur í fótunum," sagði Ottke við blaðamenn þegar þetta kom til tals, „og það eru einmitt fæturnir sem eru styrkleiki ''riiinn," bætti hann við. Ottke er kunnur fyrir snarpan fótaburð og á að verja titilinn á sunnudag í Berlín þegar hann et- ur kappi við Italann Giovanni Nardiello. Gaby, kona Sven Ott- ke, er fyrrverandi ólympíumeist- ari í sundi og ætlaði hún að hressa upp á kappann þegar hún heimsótti hann á hóteiið sem hann dvelst á í Berlín. Hann var fljótur niður í anddyri til að ganga úr skugga um að henni væri ekki hleypt upp á herbergi. . „Ég ætla að vinna þennan bar- daga og fá heimsmeistarabeltið afhent,“ sagði hann við blaða- menn. Beltið fannst ekki síðast þegar Ottke sigraði bandaríska hnefaleikakappann Charles Brewer en er nú komið í leitirn- ar. Þá er bara að sjá hvort Ottke fær að hampa því í lok bardag- mpis og hvort eiginkonan fær hlutdeild í sigrinum. Rent er nú í undirbúningi hjá Þjóðleikhús- inu, en áætlað er að sýna hann 1 lok apríl í Loftkastalanum. Dóra Osk Halldórsdóttir fór á kynningu á verkinu og spjallaði við tvo leikara verksins, Rúnar Frey Gíslason og Björn Jörund Friðbjörnsson. Morgunblaðið/Þorkell HELGI Björnsson, Atli Rafn Sigurðarson og Rúnar Freyr Gíslason taka lagið. QONGLEIKURINN | Rent hefur vakið mikla ! athygli og hlotið fjölda verðlauna en hann var frumsýndur í New York fyrir þrem- ur árum og ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum hans. Rent hefur verið líkt við annan gífurlega vinsæl- an söngleik, „Hárið“, en söngleikur- inn er lauslega byggður á óperunni „La Boh: eme“ eftir Puccini en í stað skáldsins Rodolfos er kominn kvik- myndagerðarmaðurinn Mark og málarinn Marcello er orðinn að laga- höfundinum Roger, sem sýktur er af alnæmi. Þjóðleikhúsið setur upp söngleik- inn í samvinnu við Loftkastalann en leikstjóri Rent er Baltasar Kormák- ur og Jón Ólafsson er tónlistarstjóri, en alls taka fjórtán leikarar þátt í sýningunni. Stefán Baldursson þjóð- leikhússtjóri segir að helsta þema söngleiksins sé ástin og segja megi að verkið sé óður til lífsins. Höfund- urinn, Larson, ætlaði sér að búa til ögrandi verk sem væri andsvar við söngleikjahefð Broadway. Þegar verkið var frumsýnt varð leikdómara New Yorker að orði að margir hefðu ætlað sér að búa til rokkóperu tí- unda áratugarins en engum tekist, nema Larson. Stefán segir að þrátt fyrir að mikil áhersla sé lögð á söng séu allir í hópnum lærðir leikarar utan einn. „Þau þurfa að vera mjög góðir túlk- endur og leikarar, en vissulega eru þau fyrst og fremst að tjá sig í söngnum,“ segir hann. Rúnar Freyr Gíslason og Björn Jör- undur Friðbjörnsson leika stór hlutverk í sýningunni, en Rúnar fer með hlutverk kvikmyndagerð- armannsins Marks og Björn leik- ur vin hans Roger. Rúnar er að ljúka leiklistamámi við Leiklist- arskóla Islands í vor en Bjöm er þekktur fyrir söng sinn með hljómsveitinni Nýdönsk og hef- ur einnig stundað leiklistarnám í Bretlandi. - Hvernig persónur eru þeir? „Þeir eru vinir og leigja saman, eða réttara sagt borga ekki leiguna saman,“ segir Björn og hlær. „Mark er kvikmyndagerðarmaður sem er að gera heimildarmynd um vinahóp- inn, og áhorfendur tengjast svolítið öðmm persónum verksins í gegnum myndavélina hans,“ segir Rúnar eft- ir að Björn hafði spurt hann hvort hann væri ekki „límið í sýningunni“. „Konan hans Marks hefur nýlega yf- irgefíð hann og horfið í fang annair- ar konu, svo hann situr einn eftir,“ bætir hann við. „Roger er besti vinur Marks og hann stendur í mjög dramatísku ást- arsambandi sem er svolítið í for- grunni sýningarinnar,“ segir Björn. „Hann er með alnæmi og er nýbúinn að missa kærustuna sína úr þeim sjúkdómi, og er að hefja samband með annarri konu sem er líka með alnæmi. Sú er einnig háð eiturlyfj- „Jú, það er sammerkt með hópn- um. Þau eru ekkert að gefast upp, en eru samt að ganga í gegnum ótrú- lega hluti,“ segir Björn. - En hvernig er að túlka persónur eingöngu ígegnum söng? „Það er bara mjög þægilegt," seg- ir Björn, enda alvanur í söngnum. „Tónlistin er skrifuð í anda hvers einstaklings og samin í anda geðslags hvers og eins,“ bætir hann við. Rúnar segir að honum hafi fund- ist það svolítið erfitt í byrjun, en það sé allt að koma. Nú standa yfu- stífar æfingar, enda stefnt að því að frumsýna söng- leikinn 30. apríl næstkomandi. „Við erum bara daglega saman hérna með píanóinu og Jóni,“ segir Rúnar. „Þetta er bara mjög ljúft,“ bætir Björn við að lokum. BJÖRN Jörundur Friðbjörnsson, Rúnar Freyr og Atli líta yfir textablöðin. um, sem hann hefur nýlega sagt skil- ið við.“ „Það er svo merkilegt við þetta verk að þrátt íyrir alla þessa dramatík er það ótrúlegur kraftur og mikill lífs- vilji sem kemur sterkast í gegn,“ segir Rúnar. „Já, það er enginn uppgjafar- tónn í verkinu," bætir Bjöm við. - Eins og að Roger skuli ekki leggja úrar í bát eftir konumissinn heldur hefja nýtt samband? „Já, það er bara svona. Mark er eiginlega einn af fáum í hópnum sem eiga möguleika á því að lifa lengi, verða gamall maður. Roger lifu- í skugga alnæmis en það verður bara eins og bensín á eldinn og hann lifir bara enn kröftugar fyrir vikið,“ segir Björn. - Verður lífíð mikilvægara í skugga sjúkdómsins? SÖNGLEI KURI N N mmmm Ástin blómstr- ar í aldarlok

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.