Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLANI, 103 REYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Forseti ASV um uppsagnir 60 starfsmanna í fískvinnslu á fsafírði . Samdrátturinn reið- arslag fyrir staðinn UM 60 starfsmenn í fiskvinnslu hafa misst vinnuna á Isafirði und- anfarið. í gær var 28 starfsmönn- um Ishúsfélags Isfirðinga sagt upp, 17 Islendingum og 11 erlend- um verkamönnum, sem sumir hafa dvalist vestra áram saman. Alíka margir hafa misst vinnuna hjá Fiskverkun Ásbergs og 5 starfs- mönnum Básafells var nýlega sagt upp. Pétur Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða, segir samdráttinn reiðarslag fyrir stað- inn. Munurinn á fyrri samdráttar- skeiðum í sjávarútvegi vestra og því sem nú er að ríða yfir sé sá, að nú sé um að kenna náttúruhamför- um af mannavöldum því búið sé að selja kvótann úr bænum. „Við erum að reyna að finna þessu fyrirtæki rekstrargrundvöll. A 4-5 árum höfum við tapað hátt í 600 milljónum króna,“ sagði Guðni Geir Jóhannesson, stjórnaiformað- ur íshúsfélagsins. Hann sagði að -Hæsta tilboði verðitekið FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur lagt til við landbúnaðarráðherra að tilboði Haraldar Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra Andra ehf., í Aburð- arverksmiðjuna hf. verði tekið. Haraldur bauð 1.257 milljónir í verksmiðjuna og var það hæst þriggja tilboða. Sumarið 1997 var Áburðarverk- ~-»niðjan einnig auglýst til sölu, en þá hljóðaði hæsta tilboðið upp á 725 milljónir. Hreinn Loftsson, for- maður einkavæðingarnefndar, seg- ir ljóst að það hafi verið rétt ákvörðun að hafna tilboðunum á sínum tíma. Á einu og hálfu ári hafi verðmæti verksmiðjunnar hækkað - mm eina milljón á dag. ■ Bauð 1.257/4 viðræður væru nú í gangi milli ís- húsfélagsins og Hraðfrystihússins í Hnífsdal um sameiningu en þær væru ekki langt komnar. Guðni Geir játti því að vissulega hefði þessi vetur verið erfiður í at- vinnumálum á Isafirði og að sér kæmi ekki á óvart þótt frekari samdráttarfregnir ættu eftir að berast úr bænum þótt hann væri ekki að spá neinu í þá veru. Pétur Sigurðsson sagði að fyiir nokkrum mþsseram hefðu verið á Eyrinni á Isafírði tvö frystihús með um 100 manns í vinnu hvort, auk 4-5 rækjuverksmiðja. „Nú er eitt fiystihús á Eyrinni, íshúsfé- lagið,“ sagði Pétur. „Hér er nú ein rækjuverksmiðja með 35 starfs- menn. Búið. Hér hafa tapast 150- 200 störf." Orsaka þessa ástands sagði Pét- ur að ekki væri að leita nema á ein- um stað. „Málið er að það er eng- inn kvóti eftir í bænum, það er búið að selja hann í stóram og litlum skömmtum og það hefur ekkert komið í staðinn.“ Birna Lárusdóttir, forseti bæjar- stjórnar Isafjarðarbæjar, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar fréttir kæmu mjög illa við menn. ■ Náttúruhamfarir/35 Logsuða við Reykja- víkurhöfn UMHLEYPINGASAMT hefur verið undanfarna daga og úti- vinna því víða verið unnin við erfíðar aðstæður. Þessir menn létu veðrið ekki á sig fá heldur logsuðu við Reykjavíkurhöfn þrátt fyrir éljagang í gær. Um vestanvert land snjóaði talsvert í gær og spilltist færð af þeim sökum. I dag er spáð éljagangi á Austurlandi og á Norðurlandi síðdegis, en að það létti upp um suðvestanvert landið. Utlit er fyrir norðaust- lægar áttir fram á þriðjudag. Uin vestanvert landið var krap og snjór víða á vegum. Skaf- renningur var á Snæfellsnesi og Dölum. Um norðanvert landið er víðast hvar fært, en mikil hálka er á flest öllum vegum. Stjórnvöld gagnrýnd á Iðnþingi Hafa ekki staðið við fyrirheit ÍSLENSK stjórnvöld hafa ekki staðið við fyrirheit sín frá því í upp- hafi kjörtímabilsins, um að verja verulegum hluta þess fjáimagns sem aflaðist við sölu ríkisíýrir- tækja til nýsköpunar og rannsókna í þágu atvinnulífsins. Þetta kom fram í ræðu Haralds Sumarliða- sonar, formanns Samtaka iðnaðar- ins á Iðnþingi í gær. Einn málsvari atvinnurekenda Haraldur benti á að sala á ríkis- fyrirtækjum hefði gengið vel að undanfömu sem að óbreyttu hefði átt að skila umtalsverðu fjármagni í nýsköpunar- og þróunarstarfið. „Það var fagnaðarefni þegar ríkis- stjórnin samþykkti nýlega að veita Rannís 580 milljónir til þróunar- starfsemi á sviði upplýsingatækni og umhverfismála. Því miður virð- ist ríkisstjórnin nú hætt við að tengja sölu ríkisfyrirtækja við framlag til rannsókna og þróunar- mála, og er þannig mikil hætta á að þessi jákvæða ákvörðun standi ekki þegar á reynir.“ I ályktun sem þingið sendi frá sér kemur fram vilji Samtakanna til að atvinnurekendur eigi sér einn sameiginlegan málsvara þar sem fjallað er um almenn starfsskilyrði fyrirtækjanna í landinu. Færri þingnefndir og ráðuneyti „Rjúfa þarf gamla múra sem byggðir voru upp utan um sérhags- muni einstakra atvinnugreina. Hefðbundin atvinnugreinaskipting milli þjónustustofnana og ráðu- neyta er einnig orðin úrelt. Tillaga um sameiningu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, og iðnaðarnefnda í eina atvinnumálanefnd Alþingis er mikilvægt skref í þessa átt. Stjórn- arráðið á að fylgja í kjölfarið með einu atvinnumálaráðuneyti,“ segir einnig í ályktuninni. Vaka-Helgafell semur við Harvill Press í London Sjálfstætt fólk og Brekku- kotsannáll í yfír 50 löndum VAKA-Helgafell, sem fer með útgáfu- rétt á verkum Halldórs Laxness, hefur gengið frá samningi við bókaforlagið Harvill Press í London um rétt til þess að gefa út á ensku skáldsögurnar Sjálf- stætt fólk og Brekkukotsannál og mun forlagið selja þær í yfir 50 löndum. Meðal þeirra era Bretland, Ástralía, Indland, Nýja-Sjáland og Irland auk fjölmargra Afríkulanda og ríkja í Karí- bahafí. Samkvæmt upplýsingum forlagsins er Harvill Press meðal virtustu bóka- forlaga Bretlands og gefur út verk eftir marga af helstu höfundum samtímans. Má þar nefna Jose Saramago sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrra, Cees Nooteboom sem hlotið hefur bókmenntaverð- laun Evrópu og danska rithöfundinn Peter Hpeg. „Mjög erfiðlega hefur gengið að koma verkum sí- gildra norrænna höfunda á markað í Bretlandi und- anfarna áratugi og hafa verk Halldórs Laxness ekki komið út í nýjum útgáfum hjá stóram breskum bókaforlögum í nærri þrjá áratugi. Allmargir titlar komu út þar í landi á sjötta og sjöunda áratugnum en eru löngu horfnir af markaði. Þess vegna er þessi samning- ur sem verið er að ganga frá mikill áfangi," sagði Olafur Ragnarsson, for- stjóri Vöku- Helgafells í gær. Fleiri verk í kjölfarið Samkvæmt samningnum mun Harvill Press gefa Sjálfstætt fólk út innan árs og Brekkukotsannál innan tveggja ára. Gert er ráð fyrir að fleiri verk Halldórs Laxness fylgi í kjölfarið ef vel tekst til með þessar útgáfur, að. sögn Ólafs. Sjálfstætt fólk kom fyrst út hér á landi í tveimur hlutum árin 1934-35 og hefur síðan verið gefin út á 23 tungu- málum í 56 útgáfum. Brekkukotsannáll, sem fyrst kom út árið 1957, hefur birst lesendum í 16 löndum í 35 útgáfum. Fyrir tveimur áram kom Sjálfstætt fólk út hjá Random House í Bandaríkjunum og hefur fyrirtækið útgáfurétt í N-Ameríku og víðar. Þá var liðin hálf öld frá því að stórt bókaforlag þar í landi gaf út bók eftir Halldór Laxness. ■ Ný sóknarfæri/20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.