Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Halldór Asgrímsson í almennri stjórnmálaumræðu
Lagfæra þarf stöðu
örorkulífeyrisþega
HALLDOR Asgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, sagði í al-
mennri stjórnmálaumræðu á AI-
þingi í gærkvöldi, að hann teldi
rétt að staða til dæmis örorkulíf-
eyrisþega og ýmissa annarra hópa
yrði lagfærð á næsta kjörtímabili
áður en farið yrði í að lækka skatt-
prósentuna frekar.
Sagði hann m.a. að við þyrftum
að spyrja okkur þeirrar spurning-
ar hvernig hægt yrði að nota auk-
ið svigrúm á næsta kjörtímabili til
þess að leiðrétta kjör fólksins.
„Eigum við að nota það svigrúm
til að lækka prósentu tekjuskatts-
ins eða eigum við frekar að nota
það svigrúm að minnsta kosti
fyrst í stað til þess að draga úr
skerðingum á tryggingabótum, til
þess að draga úr skerðingunni á
barnabótum? Eg er þeirrar skoð-
unar að það sé rétt að það gangi
fyrir að draga úr þeim skerðing-
um og lagfæra mál til dæmis ör-
orkulífeyrisþega og ýmissa ann-
arra áður en við förum í að lækka
skattprósentu," sagði Halldór.
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
flokki Samfylkingarinnar, sagði í
upphafi ræðu sinnar að fengi Sam-
fylkingin jafn mikið fylgi í kom-
andi þingkosningum og skoðana-
kannanir gæfu vísbendingu um
væri það krafa um að Samfylking-
in leiddi næstu ríkisstjórn.
Dregið úr
skattheimtu
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra benti m.a. á að ríkisvald-
ið hefði á sl. árum dregið úr skatt-
heimtu undir „styrkri fjármála;
stjórn Sjálfstæðisflokksins". I
komandi þingkosningum gætu
kjósendur hins vegar ákveðið
hvort haldið yrði áfram á sömu
braut. „Hvernig halda menn að
annars sé unnt að framkvæma
stefnu sem talið er að kosti hækk-
un ríkisútgjalda um 40 til 60 millj-
arða króna,“ sagði hann og átti þar
við stefnu Samfylkingarinnar.
Björn gerði stefnumál Samfylk-
ingarinnar í öryggismálum einnig
að umtalsefni. „Atlantshaf'sbanda-
laginu er hafnað og réttmæti aðild-
ar að því dregið í efa. Auk þess
sem rykið er dustað af gamla slag-
orðinu um herinn burt.“
Bæta þarf kjör
öryrkja
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
flokki óháðra, gerði kjör barna-
fólks og öryrkja m.a. að umtalsefni
og sagði að þau þyrfti að bæta.
Ennfremur sagði hann: „Fyrir síð-
ustu kosningar fyrir rétt tæpum
fjórum árum fór Halldór Asgríms-
son fyrir liði framsóknarmanna um
landið og sagði þá að hann hefði í
hyggju að beita sér fyrir myndun
vinstristjórnar," og spurði hvernig
það hefði endað eftir kosningar.
„Framsóknarmenn hoppuðu upp í
glóðvolgt bælið hjá íhaldinu, jafn-
skjótt og búið var að bera Alþýðu-
flokkinn grátandi og nauðugan á
dyr og síðan hafa álver en ekki
fólk verið í fyrirrúmi."
VERIÐ er um þessar mundir að ganga frá undirbúningi útboðs vegna
væntanlegra franikvæmda við útivistarsvæðið við Nauthólsvík.
| NAUTHÓLSVÍ
j SKÝRJNGAláJWÐRÁt
FoysYogu /I ""
___________ULIa
,ám .
/é - '
v — (V.'C'
3
Fjölbreytt útivistar-
svæði í Nauthólsvík
ÁÆTLAÐ er að verja um 55 milljón-
um króna á þessu ári til fram-
kvæmda við Nauthólsvík en sam-
kvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyr-
ir að hún verði fjölbreytt útivistar-
svæði þar sem áhersla verði lögð á
siglingar, baðströnd og fræðslu um
náttúru og sögu. Yngi Þór Loftsson
landslagsaridtekt hefur teiknað
skipulag svæðisins.
Helgi Pétursson, borgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans, kynnti skipulag-
ið á síðasta borgarstjórnarfundi en
það var samþykkt í skipulagsnefnd í
desember. Nú stendm’ yfir forsagna-
og hönnunai-vinna og er gert ráð fyr-
ir að framkvæmdir geti hafist með
vorinu. Ráðgert er að gera sjóvarn-
argarð og loka sjóbaðslóni, endur-
nýja bryggjusporð með grjóthleðslu
og timburdekki, gera nýjan sjó-
varnagarð framan við siglingaklúbb
ÍTR og byrja framkvæmdir við að-
komu og bílastæði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VEGNA sverleika vírsins bitu klippur Slökkviliðs Reykjavíkur ekki á hann og þurfti því að sarga hann í
sundur með slípirokk til að losa hinn slasaða.
Fékk sveran vír í gegnum fótinn
Arnbjörg Sveinsdóttir
Konum fækkar
í þingliði Sam-
fylkingarinnar
HLUTUR kvenna í stjórnmálum var
gerður að umtalsefni í ræðum nokk-
urra þingmanna í almennri stjórn-
málaumræðu á Alþingi í gærkvöldi.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, benti m.a. á að
konum í þingliði sjálfstæðismanna
myndi að öllum líkindum fjölga eftir
næstu alþingiskosningar um að
minnsta kosti fjórar frá síðustu
kosningum. „En á sama tíma er það
sorgleg staðreynd að í þingliði Sam-
fylkingarinnai’ mun sennilega fækka
um þrjár konur.“
Þá lagði Siv Friðleifsdóttir, þing-
maður Framsóknarflokks, áherslu á
að konur væru að færast ofar á
framboðslistum flokkanna og benti
m.a. á að þrjár konur leiddu fram-
boðslista Framsóknarflokksins fyrir
alþingiskosningarnai’ í vor.
---------------
Sótti slasaðan
sjómann
TF LÍF, þyrla Landhelgisgæslunn-
ar, sótti slasaðan sjómann um borð í
dragnótabátinn Arnai’ HR á tíunda
tímanum í gærkvöld.
Beðið var um aðstoð Landhelgis-
gæslunnai- um kl. 19.30 í gærkvöld
en þá var báturinn undan Skaftárós-
um. Maðurinn var talinn það mikið
slasaður á hendi að full ástæða væri
til þess að fara í sjúkraflug. Gott veð-
ur var á staðnum.
STARFSMAÐUR Járnbendingar
hf. var fluttur á slysadeild með 12
millimetra sveran járnvír í fæti
eftir vinnuslys á vinnusvæði BM
Vallár við Bfldshöfða í gærmorg-
un. Hann fór í aðgerð á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og var lagður inn á
bæklunardeild að henni lokinni í
gærkvöld.
Verið var að strekkja svokallað-
an eftirspennuvír þegar kónn, sem
halda á vírnum, gaf sig með þeim
afieiðingum að vírinn skaust í
gegnum tjakkinn, sem vírinn er
strekktur með. Starfsmaðurinn,
sem vann við tjakkinn, var með
fótinn aftan við hann svo vírinn
gekk í gegnum fótinn. Vegna sver-
leika vírsins tókst ekki að klippa
manninn lausan með klippum
Slökkviliðs Reykjavíkur og þurfti
því að sarga vírinn í sundur með
slípirokk til að losa manninn.
Steypustöðin BM Vallá fram-
leiðir forsteypta bita fyi’ir Járn-
bendingu hf. sem nota á í Gullin-
brú í Grafarvogi og vinna starfs-
menn Járnbendingar að eftir-
strekkingu bitanna á vinnusvæði
BM Vallár.
Samstarf Morgun-
blaðsins og Fíns miðils
Fréttir
Mbl.is flutt-
ar í útvarpi
ÚTVARPSSTÖÐVARNAR Gull
90,9, Klassík 100,7 og Létt 96,7 sem
eru í eigu Fíns miðiis munu fram-
vegis flytja fréttir byggðar á efni af
fréttavef Morgunblaðsins, Mbl.is.
Fyrst um sinn verða fréttirnar
eingöngu fluttar á morgnana. A út-
varpsstöðinni Létt 90,9 verður
fyrsti fréttatíminn klukkan 6:55 og
síðan verða fréttir á hálftíma fresti
til klukkan 8:55. Á Gull 90,9 verða
fréttir fyrst lesnar klukkan sjö og
eftir það á hálftíma fresti til klukk-
an níu. Loks mun útvarpsstöðin
Klassík flytja fréttir klukkan 7:30
og 8:30.
Margrét Sigurðardóttir, mark-
aðsstjóri Morgunblaðsins, sagði að
með samstarfinu væri verið að auka
þjónustuna við landsmenn og gefa
þeim kost á vönduðum og áreiðan-
legum fréttum frá Morgunblaðinu,
þegar þeim hentaði, eftir þremur
mismunandi leiðum, þ.e. Morgun-
blaðinu, Netinu og nú í útvarpi.
Bjöm Sigurðsson, dagskrárstjóri
hjá Fínum miðli, segir að hugmynd-
in að baki samstarfínu sé að bjóða
hlustendum útvarpsstöðvanna upp
á traustar og ábyggilegar fréttir.
„Við nýtum okkur reynslu Morgun-
blaðsins. I stað þess að fara út í ljós-
vakafréttastríð viljum við vinna með
fólki sem kann þetta betur en við,“
sagði Björn.
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
Limor Mizrachi hjá KR hefur
gefið ákveðið loforð/ B6
Sigurður Valur með vel
hlaðna „fallbyssu‘7 B5