Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ____________________FRÉTTIR________ Tvær tillögur koma til greina við stækkun Leifsstöðvar HALLDÓR Ásgi’ímsson utanríkisráðheira af- henti í gær verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Dóm- nefnd bárust 15 tillögur og var samkeppnin auglýst á hinu evrópska efnahagssvæði. Þar sem samstaða náðist ekki hjá dómnefnd um tillögu í fyrsta sæti voru tvær tillögur vald- ar í annað sæti. Verður Framkvæmdasýslu rík- isins falið að taka upp viðræður við höfunda þeirra og í framhaldi af því ákveða í samráði við verkkaupa við hvorn aðilann skuli samið um hönnun byggingarinnar. Þá fékk ein tillaga þriðju verðlaun. Auk þess voru tvær tillögur keyptar á 500.000 kr. hvor. Veittar voru 3 millj- ónir króna í verðlaun fyrir 2. sæti samkeppn- innar og 2 milljónir fyrir 3. sæti. Ríkisstjórn Islands tók ákvörðun í byrjun árs 1996 um að Flugstöð Leifs Eiríkssonar skyldi stækkuð. Arlegur fjöldi farþega um stöðina er nú um 1,2 milljónir og er reiknað með að vöxt- urinn næstu ár verði a.m.k. 6% á ári. Stefnt er að því að ísland taki fullan þátt í Schengen- samstarfinu á næstu árum og þar með verða landamæri aðildarlanda ESB og EES, að Bret- landi og Sviss undanskildu, í flugstöðinni. Fyr- irhuguð stækkun flugstöðvarinnar verður í tveimur áföngum þar sem stefnt er að því að hafist verði handa við fyrri áfangann næsta haust. Við nánari skoðun tillagnanna þótti ljóst að dómnefnd kæmist ekki að samdóma niðurstöðu. Var þá gripið til þess ráðs að fara með gögn samkeppninnar í annað þrep. Þrjár tillögur voru valdar í annað þrep og einnig var ákveðið að kaupa inn tvær tillögur. Höfundar þeirra eru annars vegar Teiknistofa Garðars Halldórsson- ar og hins vegar Björk Haraldsdóttir og Keith Brownlie. Raunhæf tillaga Tillaga merkt 16181 var önnur tveggja sem hlutu 2. verðlaun. Höfundar hennar eru ARC - Airport Research Center, Aachen, Enervision, Aachen, TRIADE-arkitektar, Diisseldorf, VisArch, Aachen. Dómnefnd þótti höfundum takast að koma til móts við óskir á flestum svið- um. Tillagan þykir orðin raunhæf hvað stærðir varðar og glæsileiki byggingarinnar haldist. Hin tillagan sem einnig hlaut 2. verðlaun, er merkt 71154. Höfundar hennar eru Andersen & Sigurðsson I/S, Holm & Grut A/S. Að baki til- lögunni eru Þórhallur Sigurðsson arkitekt og dönsk eiginkona hans. Þykir dómnefnd tillagan enn í stærra lagi þótt höfundum hafi tekist að minnka bygginguna nokkuð. Form byggingar þykir dómnefnd enn óskýrt og fyrsta áfanga megi bæta. Utlit þykir ekki í jafnvægi en flæði innan byggingar þykir mjög gott. Höfundar tillögu sem merkt er 16559, og hlaut 3. verðlaun, eru Birgir Teitsson arkitekt og Pálmar Kristmundsson arkitekt. Dómnefnd þykir höfundum takast að leysa tæknilega upp- byggingu bui'ðai'virkis á viðunandi hátt og út- færsla á veggskermi sé með ágætum. Afanga- skipting byggingar hafi þó ekki tekist. I dómnefnd sátu Steindór Guðmundsson, for- maður, Halldór Guðmundsson, Sigurður Gústafsson, Gunnar Olsen og Omar Ingvars- son. • • Orninn kom- inn fram DULARFULLA arnarhvarfið í Vestur-Skaftafellssýslu virðist upplýst með því að örninn er kontinn frain í Mýrdalnum. Myndin var tekin af honum unt helgina. Örn sem verið hefur í Mýrdal og nágrenni í vetur hvarf í síð- ustu viku frá þeim stað sem hann hafði niest haldið sig á að undan- förnu. Tófuskyttur sáu blóð og vængjaför hjá æti sem þeir höfðu borið út á Hrífunesheiði í Skaftártungu og vegna þess að ný bflför fundust var talið hugs- anlegt að erninum hefði verið banað. Lögreglan í Vík rannsak- aði málið og tók meðal annars skýrslu af mönnunum sem verið höfðu á bflnum. Hins vegar sást aftur til arnar nú um helgina, meðal annars hjá Brekkum í Mýrdal og segir Reynir Ragnars- son lögreglumaður að það hljóti að vera sami fuglinn. Lögreglan telur málið upplýst og ætlar ekki að gera meira í dularfulla arnar- hvarfinu. Farmur af súráli kominn til Norðuráls Framleiðsla skert í 30 stundir FLUTNINGASKIP með um 19 þúsund tonn af súráli á vegum Norðuráls kom til hafnar á Grund- artanga um miðjan dag á sunnudag, en ferð skipsins hafði tafist um þrjár vikur. Björn S. Högdal, fram- kvæmdastjóri Norðuráls, segir að álverið hafi neyðst til að skerða framléiðslu versins í um þrjátíu klukkustundir áður en farmurinn kom en þó hafi skerðingin aðeins numið 8%, eða sem svarar 25 tonn- um. Skipið sigldi frá Surínam í Suður- Ameríku og var þess vænst í fyrstu um 15. febrúar síðastliðinn. Marg- háttaðar tafir urðu hins vegar á ferð þess, bæði vegna erfiðleika við lönd- un og leiðinlegs veðurs. Skipið kom síðan til hafnar um klukkan 4.30 á sunnudag og var umsvifalaust hafist handa við að afferma það, að sögn Björns. „Við vonum svo sannarlega að þetta endurtaki sig ekki og munum reyna að búa svo um hnútana að það gerist ekki,“ segir Björn. „Þetta var ekki eðlilegt ástand og við þurftum að ná upp súráli úr neðri hluta súrálsgeymis okkar, sem okkur er á móti skapi. Við fengum sérútbúna bifreið með dælu sem náði upp því súráli sem við náðum ekki með venjulegum aðferðum." ÍSAL bauðst til að lána Norðuráli súrál ef frekari dráttur yrði á komu skipsins en til þess kom ekki. Björn kveðst kunna vel að meta framtak ISAL og hafi hann í gær gengið frá þakkarbréfi til fyrirtækisins. Ollu tjóni á bifreið og umferðarmann virkj um ÞRÍR unglingar á aldrinum 14-16 ára, tveir piltar og ein stúlka, voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa ekið stolinni bifreið á ljósastaur á Sæbrautinni skömmu eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Lenti bifreiðin á umferðarskilti og girðingu og endaði loks á ljósastaumum sem skemmdist mikið sem og bifreiðin. Við áreksturinn kviknaði í bifreið- inni og slökkti lögreglan eldinn með slökkvitæki. Tveir unglinganna fiýðu af vettvangi, en einn varð eftir þar sem hann hafði handleggsbrotnað. Lögreglan náði þeim, sem flýðu og flutti unglingana þrjá á slysadeild. Mál þeirra verður lögum sam- kvæmt afhent bamaverndaryfirvöld- um, eins og gera ber þegar börn undir 18 ára aldri gerast brotleg við lög. Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson jarðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur. Fæst á íslensku, ensku, þýsku, frönsku og sænsku. ÍSLAN,E§és E'fstakt íilbsð uó» (I k FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Allt gengur á afturfotunum við gerð auglýsingakvikmyndar Kviknaði í færanlegri rafstöð Saga Film Morgunblaðið/Ingvar ENGIN slys urðu þegar eldur kom upp í rafstöðinni í Oskjuhlíð. ÞAÐ hefur ekki gengið áfallalaust hjá Saga Film að taka upp auglýs- ingu sem fyrirtækið er að vinna að um þessar mundir. Um helgina kviknaði til dæmis í færanlegri raf- stöð þannig að senda varð um þrjá- tíu manns heim um miðja nótt. Ætl- unin var að reyna á ný í nótt. Að sögn Jóns Bjarna Guðmunds- sonar, framleiðanda hjá Saga Film, hefur allt gengið á afturfótunum varðandi auglýsinguna. „Það hefur mikið gengið á við tökur á þessari auglýsingu sem við emm mjög spenntir fyrir enda höfum við unnið í nokkra mánuði að gerð handrits- ins. Þetta er 60 sekúndna auglýsing sem skipt er í fjóra hluta. Við vorum búnir að taka fyrstu tvo og það gekk ágætlega nema hvað leikstjórinn veiktist í öðrum hlutanum og hætta varð við tökur,“ sagði Jón Bjarni. Sendir heim um miðja nótt Hann sagði að vel hefði gengið með þriðja atriði auglýsingarinnar um helgina. Eftir það var farið í Keiluhöllina þar sem taka átti fjórða og síðasta hlutann. ,Við vorum að fara að kalla „ACTION!" þegar ljós- in slokknuðu. Það kviknaði í rafstöð- inni okkar, sem var í síðasta verk- efni sínu íýrir Saga Film. Við urðum því að senda alla heim en þetta var um klukkan fjögur um nóttina,“ seg- ir Jón Bjarni. Hann bætti því við að það hefði verið lán í óláni að þetta gerðist þarna en ekki þegar rafstöðin stóð fyrir utan Hagkaup í Smáranum fyir um nóttina því þá hefði hún ver- ið við hliðina á stórum ruslagámi. „Þá hefðum við fengið allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á okkur.“ Saga Film er að leysa rafstöðvar- bíl út úr tolli og vonaðist Jón Bjarni að það tækist í tæka tíð svo hægt yrði að ljúka við gerð auglýsingar- innar í nótt. Áformað er síðan að sýna auglýsinguna í sjónvarpi eftir um það bil tvær vikur. „Menn hafa nú verið að spauga með orðatiltækið „Allt er þá þrennt er“. Við vonum hins vegar það besta og erum ekki hjátrúarfullir," sagði Jón Bjarni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.