Morgunblaðið - 09.03.1999, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sólveig Pétursdóttir formaður allsherjarnefndar um skaðabótafrumvarpið
Umræða um frumvarpið á
misskilningi byggð
SÓLVEIG Pétursdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokks og formaður alls-
herjarnefndar Alþingis, sagði á þing-
fundi á laugardag að gagnrýni sú
sem fram hefði komið í fjölmiðlum
um frumvai-p til skaðabótalaga væri
á misskilningi byggð.
„I fjölmiðlaumfjöllun að undan-
förnu hefur komið fram gagnrýni á
þá tillögu meirihlutans að 60% af
greiðslum vegna tímabundins at-
vinnutjóns skuli dregin ft-á bótum
vegna tímabundinnar örorku og telja
sumir að þar sé vegið að sjúki-asjóð-
um stéttarfélaganna," sagði hún.
„Þessi umræða er hins vegar á mis-
skilningi byggð. Staðreynd málsins
er sú að engar lagareglur eru um
hvernig fjármunum sjúkrasjóða
stéttarfélaganna skuli varið heldur
setja félögin sjálf slíkar reglur. Þeg-
ar þær reglur eru skoðaðar kemur í
ljós að réttur til bóta úr sjóðunum er
almennt bundinn þvi skilyrði að ann-
ars konar bótaréttur sé ekki fyrir
hendi.
Sólveig nefndi sem dæmi að
sjúkrasjóður Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur greiddi 80% meðallauna
fyrii' slys enda komi ekki til
greiðslna vegna tímabundinnar ör-
orku samkvæmt ábyrgðartryggingu
íyrir sama tímabil. „Meirihlutinn tel-
ur mikilvægt að þær aðstæður skap-
ist ekki að hinn slasaði hafi af því
beina fjárhagslega hagsmuni að
veikindi hans vari sem lengst. Væri
til að mynda ekki vænleg regla að
hinn slasaði ætti bæði rétt á fullum
skaðabótum fyrir launamissi og jafn-
framt greiðslum frá sjúkrasjóði sem
næmi 80% af launum. Það mundi
einfaldlega þýða að hinn slasaði hefði
af því fjárhagslega hagsmuni að láta
sér ekki batna. Ef þeir sem fara með
sjúkrasjóðina teldu hins vegar að
slík regla væri vænleg væri þeim
Morgunblaðið/Golli
SÓLVEIG Pétursdóttir f ræðustól Alþingis.
ALÞINGl
sjálfum í lófa lagið .að setja slíkar
reglur.“
Rætt uin dóm héraðsdóms
Sólveig benti á í ræðu sinni að með-
an frumvarp til skaðabótalaga hefði
verið til umfjöllunai' í allsherjarnefnd,
nánar tiltekið í febrúai' á þessu ári,
hefði dómur fallið í Héraðsdómi
Reykjaness þar sem eitt ákvæði
skaðabótalaganna var talið brjóta
gegn 65. gr. stjómarskrárinnar. „Um
er að ræða ákvæði þar sem kveðið er
á um að eftir að 60 ára aldri er náð
lækki miskabætur tjónþola um 5% á
ári næstu tíu árin en haldist síðan
óbreyttar." Sólveig sagði að nefndin
hefði tekið dóminn til sérstakrar
skoðunar en niðurstaða meirihlutans
hefði verið sú að ekki væru efni til að
láta hann hafa áhrif á afgreiðslu um-
rædds frumvarps. „í fyrsta lagi er að-
eins um héraðsdóm að ræða og alls
ekki víst að Hæstiréttur komist að
sömu niðurstöðu. Þá er lagt til í frum-
varpinu að skerðing þessi verði með
öðrum hætti, byrji við 50 ára aldur og
verði 1% á ári til 75 ára aldurs. Skerð-
ingin verði því bæði minni og dreifist
á lengri tíma. Er því alls ekki víst að
dómurinn hefði komist að sömu nið-
urstöðu ef lögin væru með þeim hætti
sem lagt er til í frumvarpinu,“ sagði
Sólveig.
Sjálfstæðisflokkurinn
í Reykjaneskjördæmi
Framboðs-
listi
ákveðinn
Á FUNDI kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi 4. mars sl. var framboðslisti
flokksins við alþingiskosningarn-
ar 8. maí nk. samþykktur sam-
hljóða:
1. Árni M. Mathiesen, alþingis-
maður, Hafnarfirði. 2. dr. Gunnar
I. Birgisson, verkfræðingur,
Kópavogi. 3. Sigríður Anna Þórð-
ardóttir, alþingismaður, Mosfells-
bæ. 4. Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, lögft-æðingur, Hafnarfirði.
5. Kristján Pálsson, alþingismað-
ur, Reykjanesbæ. 6. Árni Ragnar
Árnason, alþingismaður, Kópa-
vogi. 7. Helga Guðrún Jónasdótt-
ir, stjórnmálafræðingur, Kópa-
vogi. 8. Sturla D. Þorsteinsson,
kennari, Garðabæ. 9. Hildur Jóns-
dóttir, landfræðingur, Seltjarnar-
nesi. 10. Jón Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri, Kópavogi. 11. Olaf-
ur Torfason, verkamaður, Hafn-
arfirði. 12. Hólmfríður Skarphéð-
insdóttir, húsmóðir, Sandgerði.
13. Hervör Poulsen, bókari,
Bessastaðahreppi. 14. Hjördís
Hildur Jóhannsdóttir, skrifstofu-
maður, Garðabæ. 15. Stefán O.
Stefánsson, húsasmiður, Seltjarn-
arnesi. 16. Kristjana H. Gunnars-
dóttir, íþróttakennari, Reykjanes-
bæ. 17. Jóna Rut Jónsdóttir, leik-
skólakennari, Grindavík. 18. Mar-
ía Anna Eiríksdóttir, sjúkraliði,
Garði. 19. Alfa R. Jóhannsdóttir,
kennari, Mosfellsbæ. 20. Helgi
Jónsson, bóndi, Kós. 21. Árni Þór
Þorgrímsson, fv. flugumferðar-
stjóri, Reykjanesbæ. 22. Súsanna
Gísladóttir, skrifstofumaður, Kóp-
vogi. 23. Mjöll Flosadóttir, for-
stöðumaður, Hafnarfírði og 24.
Olafur G. Einarsson forseti Al-
þingis, Garðabæ.
Svavar Gestsson hefur afsalað sér þingmennsku
Guðrún
Helgadóttir
fer í þing-
flokk óháðra
SVAVAR Gestsson afsalaði sér
þingmennsku á Alþingi á laugar-
dag, þar sem liann hefur verið
skipaður sendiherra í utanríkis-
þjónustunni. Guðrún Helgadóttir
settist á þing í hans stað í gær og
verður hún 17. þingmaður
Reykvíkinga. Hún tilkynnti jafn-
framt þingheimi að hún væri geng-
in til liðs við þingflokk óháðra.
Þegar Svavar flutti þingheimi
boðskapinn á laugardag kvaðst
hann telja að starfsemi Alþingis
hefði þróast í skynsamlega átt á
undanförnum árum. „Það er ekki
hægt að neita því að oft er þingið
gagnrýnt fyrir að vera of veikt
andspænis framkvæmdavaldinu.
Um það geta menn margt sagt en
um það er of Iítið talað að þingið
hefur sjálft styrkst mjög verulega.
Þingið er að mörgu leyti mun
sterkara en það var fyrir þeim
tuttugu árum sem liðin eru frá því
að ég tók sæti á þessari stofnun."
Síðar þakkaði Svavar fyrir
ánægjulegt samstarf og afhenti
forseta Alþingis formlegt bréf þess
efnis að hann hefði afsalað sér
þingmennskunni.
Á fóstudagskvöld hélt Alþýðu-
bandalagið kveðjuhóf fyrir Svavar
og Guðrúnu Ágústsdóttur, eigin-
konu hans, f GuIIhömrum við Hall-
veigarstíg. Voru þeim færðar þakk-
ir fyrir mikil störf fyrir flokkinn, en
Svavai' var m.a. formaður hans um
skeið.
Morgunblaðið/Golli
Fyrsti framboðs
listi VG birtur
GENGIÐ var frá framboðslista
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs í Norðurlandskjördæmi
eystra á félagsfundi á Akureyri á
sunnudag. Er þetta fyrsti listi sam-
takanna fyrir næstu kosningar sem
birtur er.
Listinn er þannig skipaður:
1. Steingrímur J. Sigfússon, al-
þingismaður, Svalbarðshreppi. 2.
Ámi Steinar Jóhannsson, umhverf-
isstjóri, Akureyri. 3. Helga Arn-
heiður Erlingsdóttir, oddviti, Ljósa-
vatnshreppi. 4. Valgerður Jónsdótt-
ir, garðyrkjufræðingur, Akureyri. 5
Helgi Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri, Húsavík. 6. Anna Helgadótt-
ir, kennari, Eyjafjarðarsveit. 7.
Stefán Tryggvason, bóndi, Sval-
barðsströnd. 8. Dagbjörg Hrönn
Jónsdóttir, bóndi, Dalvíkurbyggð 9.
Hilmar Dúi Björgvinsson, nemi,
Húsavík. 10. Hulda Hrönn Karls-
dóttir, bóndi, Öxarfirði. 11. Björn
Þór Ólafsson, kennari, Ólafsfirði og
í 12. sæti er Málmfríður Sigurðar-
dóttir, fyrrv. alþingismaður, Akur-
eyri.
Hlutur kvenna á Alþingi
réttur þriðjungur
ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Al-
þingis, vakti athygli á því í upphafi
þingfundar á Alþingi í gær, á al-
þjóðlegum baráttudegi kvenna, að
hlutur kvenna á Alþingi væri réttur
þriðjungur alþingismanna. Þetta
sagði hann eftir að hafa tilkynnt að
Guðrún Helgadóttir hefði tekið sæti
Svavars Gestssonai' á þingi.
Nítján konur
„í dag, 8. mars, er alþjóðadagur
kvenna. Hinn nýi þingmaður er 19.
konan í þingmannahópnum og sem
stendur sitja tvær konur á Alþingi
sem varamenn, þannig að hlutur
kvenna er réttur þriðjungur.“
Varaþingmennirnir sem Ólafur
minntist á eru þær Elín R. Líndal,
fyrsti varaþingmaður Framsóknar-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
vestra og Svanhildur Árnadóttir,
fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra.
„Þegar sá okkar þingmanna, sem
lengsta setu hefur átt á þingi, kom
fyrst til þings árið 1963, að afstöðn-
um alþingiskosningum þá um sum-
arið, var ein kona í hópi 60 þing-
manna. Má því segja að nokkuð hafi
þokast síðan. Sex þjóðir hafa hærra
hlutfalþ kvenna á löggjafarþingi,“
sagði Ólafur og sendi samtökum
kvenna góðar kveðjur úr þingsaln-
um.
Tilskipun um
endurreisn Alþingis
Forseti Alþingis minntist þess
einnig að Kristján 8. hefði gefið út
tilskipun um endurreisn Alþingis
hinn 8. mai's árið 1843 eða fyrir 156
árum. Tilskipun sem að efni svaraði
til kosningalaga og þingskapa. „Loks
má nefna að 55 ár eru nú liðin frá því
að Alþingi afgreiddi frumvarp um
stjórnarskrá fyrir lýðveldið Island.
Frumvarp sem síðar var samþykkt
við þjóðaratkvæðagreiðslu síðari
hluta maímánaðar 1944.“
Álþingi fellir til-
lögu um brott-
för hersins
ALÞINGI felldi í gær þingsályktun-
artillögu Steingríms J. Sigfússonar
og Kristínar Halldórsdóttur, þing-
flokki óháðra, og Ragnars Arnalds,
þingflokki Samfylkingarinnai', um að
gengið verði til viðræðna við banda-
rísk stjóiTivöld um brottfór hersins
og yfh'töku íslendinga á rekstri
Keflavíkurflugvallar.
Atkvæði féllu þannig að 47 þing-
menn höfnuðu tillögunni, þeirra á
meðal Bryndís Hlöðversdótth', Sam-
fylkingunni. Sjö vora fylgjandi. Þar á
meðal Kristinn H. Gunnai'sson,
Framsóknai'flokki. Tveir sátu hjá,
Sigríður Jóhannesdóttir, Samfylking-
unni, og Guðni Ágústsson, Framsókn-
arflokki. Sjö þingmenn vora fjar-
staddh', þeirra á rneðal Margrét
Frímannsdóttir, fonnaðm- Alþýðu-
bandalagsins.