Morgunblaðið - 09.03.1999, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
H-
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
LÆKJARGATA 7B. Trésmiður á Akureyri fékk 300.000 kr.
greiddar með húsinu, sem hann hyggst gera upp.
Morgunblaðið/Sigríður
TÚNGATA 18. Bærinn eignaðist húsið nýlega en það hefur staðið autt í nokkur ár.
Húseignir fást
gefins á Siglufirði
Siglufirði - Siglufjarðarkaupstaður aug-
lýsti fyrir nokkru húseignina á Lækjar-
götu 7b gefins og að það yrði jafnvel borg-
að með húsinu. Þær kvaðir fylgdu að hús-
ið skyldi gert upp að utan fyrir ákveðinn
tíma.
Að sögn Guðmundar Guðlaugssonar
bæjarstjora sýndu margir málinu áhuga
og leituðu upplýsinga um eignina. Frestur
til að skila umsóknum rann út 20. febrúar
og nú hefur verið ákveðið að smiður frá
Akureyri fái húsið og mun hann fá 300
þús. kr. borgaðar með því.
Forsaga málsins er sú að umhverfis- og
tækninefnd bæjarins hafði markað þá
stefnu að gömul hús í eigu bæjarins
skyldu ekki rifin nema þau væru auglýst
fyrst og einstaklingum gefinn kostur á að
eignast húsin og fá jafnvel borgaðan með
þeim þann kostnað sem bærinn þyrfti
hvort sem er að leggja í niðurrifið. En
skilyrt væri að nýir eigendur gerðu húsin
upp fyrir ákveðinn tíma.
Nefndarmenn sáu fyrir sér að það yrði
sjónarsviptir fyrir bæinn ef mörg gömul
hús hyrfu, aftur á móti bæjarprýði ef þeim
væri komið í gott stand aftur. Því var far-
ið út í þessa tilraun nú með Lækjargötu 7b
og líklegt má teljast að svo verði með
fleiri hús, t.d. eignaðist bærinn Túngötu
18 fyrir skömmu, en það hús hefur staðið
autt um nokkurra ára bil.
Fjárhagsáætlun Stykkis-
hólmsbæjar samþykkt
Stykkishólmur - Á fundi bæjar-
stjórnar Stykkishólms 22. febrúar
var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir
árið 1999.
Helstu niðurstöðutölur eru þessar:
Sameiginlegar tekjur eru áætlaðar
217,5 milljónir króna og þar af er út-
svar 168 milljónir króna eða 77% af
tekjum. Varðandi gjöldin kostar
rekstur bæjarsjóðs 202,3 milljónir
króna eða 93% af tekjum. Helstu
gjaldaliðir eru: Fræðslumál 86,6
milljónir króna, 40% af tekjum, fé-
lagsþjónusta 23,7 milljónir króna,
11% af tekjum og æskulýðs- og
íþróttamál 23,6 milljónir króna,
10,6% af tekjum. I fjárhagsáætlun
kemur fram að tekjur hækki 5% á
milli ára.
Lítið svigrúm til Qárfestinga
I viðtali við Olaf Hilmar Sverris-
son bæjarstjóra kom fram að hann
telur að reksturinn taki alltof stóran
hluta af tekjunum. Svigi-úm til fjár-
festinga er lítið. Hann telur að þurfi
að bæta tekjustofn sveitarfélaga eða
draga úr rekstri, en ekki hefur tekist
að koma auga á hvar eigi að skera
niður. „Við þurfum á þessum rekstri
að halda og frekar að auka við hann
heldur en hitt,“ segir Ólafui-. Hann
segir að áætlað hafi verið minna til
reksturs skóla og leikskóla í ár, en
fór í rekstur þeirra á síðasta ári.
Fjárfestingar hjá bæjarsjóði á ái’inu
eru áætlaðar 117 milljónir króna og
þar af fara til byggingar sundlaugar
100 milljónir og er það langstærsta
framkvæmd á vegum bæjai-ins á ár-
inu. Áætlað er að taka sundlaugar-
mannvirkin í notkun í júní nk.
FJÖLMENNI var á 77. héraðsþingi
HSK sem haldið var á Laugalandi í
Holtum fyrir stuttu. Um 90 fulltrúar
frá 40 aðildarfélögum HSK og 2 sér-
ráðum sambandsins mættu á þingið
auk gesta og starfsmanna þingsins.
Á þinginu var lögð fram 80 blað-
síðna skýrsla um starfsemi Héraðs-
sambandsins Skarphéðins (HSK) á
liðnu ári og urðu nokkrar umræður
um starf hreyfingarinnar á liðnu ári,
enda starfið víða þróttmikið. Á þing-
inu var fjallað um fjölmörg mál sem
framundan eru, en alls voru 18 tillög-
ur samþykktar og ýmis mál rædd í
nefndum þingsins. M.a. var lögð fram
tillaga um að sækja um að Landsmót
ungmennafélaganna verði haldið í Ár-
borg árið 2004 eða 2007.
íþróttamaður ársins 1998
Fjölmörg verðlaun voru veitt á
þinginu til einstakra félagsmanna
fyrir góðan árangur á árinu en 10
íþróttamenn voru tilnefndir til
íþróttamanns ársins. Efstur með
140 stig var frjálsíþróttamaðurinn
Magnús Aron Hallgrímsson úr
Umf. Selfoss. Hann er 22 ára
kringlukastari og einn af afreks-
mönnum framtíðarinnar í frjálsum
íþróttum. Hann er fimmti Islend-
ingurinn í sögunni sem kastað hefur
kringlu yfir 60 metra og jafnframt
sá yngsti. Magnús kastaði lengst
60,62 metra á síðasta keppnistíma-
bili sem er aðeins 38 cm frá lág-
Iþróttamaður
ársins valinn
marki á Evrópumeistaramótið í
Búdapest. Magnús varð Norður-
landameistari í flokki unglinga 22
ára og yngri í Finnlandi sl. sumar
og sýndi þar með að hann er lang-
besti kringlukastarinn í sínum ald-
ursflokki á Norðurlöndum.
Morgunblaðið/Gunnlaugur
BYGGING nýrrar sundlaugar er aðalíjárfesting Stykkishólmsbæjar á þessu ári.
Morgunblaðið/Hafdís Erla Bogadóttir
FISKMJÖLSVERKSMIÐJAN Búlandstindur. Fjallið
Búlandstindur er í baksýn.
Gautavik hf. á Djúpavogi
Gott gengi þrátt
fyrir verðfall
Djúpavík - Útgerðarfyrirtækið
Festi hf. í Grindavík keypti fyrir
nokkru fiskmjölsverksmiðju
Búlandstinds hf á Djúpavogi og heit-
ir nýja iyrirtækið Gautavík hf. Fyr-
irtækið á skipið Þórshamar GK 75.
Vertíðin hefur gengið ágætlega og
hefur nú verið landað um 20.000
tonnum og hafa 15.000 tonn þegar
verið brædd. Þrátt fyrir að verð á af-
urðunum fari lækkandi er eigandi
Gautavíkur hf., Sigmar Björnsson,
þó bjartsýnn á framtíðina.
„Framtíðin leggst ágætlega í mig,
nema verð á afurðunum fer lækk-
andi. Viðskiptin hafa gengið vel og
samskipti við bæjarbúa og allt
starfsfólk hafa verið sérlega ánægju-
leg,“ segir Sigmar. „Ég sé þó
framundan að það þarf að gera lítils-
háttar endurbætur á verksmiðjunni
með tilliti til reynslunnar í vetur.
Mjög mikil þörf er úrbóta varðandi
geymslu á mjölinu. Geymslurými er
mjög takmarkað og mikilvægt að
ráða bót á því, ásamt úrbótum á
tæknilegum búnaði verksmiðjunnar.
Allar líkur eru á að hafnarfram-
kvæmdh- hefjist fljótlega og að við-
leguhæfur kantur verði til staðar
fyrir næstu vertíð. Við erum bjart-
sýnir á framtíð verksmiðjunnar á
Djúpavogi, þrátt fyrir verðfallið,“
sagði Sigmar Björnsson, eigandi
fiskmjölsverskmiðju Gautavíkur hf.
á Djúpavogi.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
MARGIR fengu viðurkenningar á Héraðsþingi HSK en fyrir miðju er
Guðmundur Kr. Jónsson frá Umf. Selfoss sem tók við verðlaunum
fyrir íþróttamann ársins 1998, Magnús Aron Hallgrímsson kringlu-
kastara, sem einnig er í Umf. Selfoss, en hann var staddur erlendis
við æfingar.
Héraðssamband Skarphéðins
j