Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 23
Dreifing: Logaland ehf.
Loftárásir
á Irak
EINN særðist í loftárásum
bandarískra herflugvéla á
fjóra staði í Irak í gær. Tals-
maður varnarmálaráðuneytis
Bandaríkjanna sagði orr-
ustuflugvélar hafa varpað
sprengjum á loftvamastöðvar
íraka á nyrðra flugbanns-
svæðinu eftir að Irakar mið-
uðu flugvélamar út í ratsjá.
Réð sér bana
í réttarsal
Helsinki. Reuters.
FINNSKUR maður réð sér
bana er hann sprengdi sjálfan
sig í loft upp í réttarsal í bæn-
um Hamina í Austur-Finn-
landi í gær. Greip maðurinn til
þessa örþrifaráðs í sama
mund og dómarar lásu upp úr-
skurð í máli sem maðurinn var
málsaðili að. Engar skýringar
fengust á verknaðinum en
maðurinn mun hafa verið á
sextugsaldri. Sjö aðrir særð-
ust í sprengingunni, að sögn
lögreglu, þar af einn alvar-
lega. Hann mun þó ekki vera í
lífshættu.
Þrír miðjuflokkar tryggðu sér nauman þingmeirihluta í kosningum í Eistlandi
Forsetakosningar í E1 Salvador
Reuters
KONA gengur ásamt hundi sínum fram hjá áróðursauglýsingum
vegna þingkosninganna í Eistlandi, sem fram fóru á sunnudag.
herra. Fréttaskýrendur segja hins
vegar að þar sem svo litlu munaði
á fylgi flokkanna, og þar sem ýmis
hneykslismál plaga nokkra af þeim
sem helst koma til greina, gæti
farið svo að þessi samningur kæmi
ekki til framkvæmda. Segja þeir
að svo gæti farið að leitað yrði til
Anders Tarands, leiðtoga Hóf-
samra, jafnvel þótt flokkurinn hafi
fengið einu þingsæti minna en hin-
ir flokkarnir tveir. Ekki er heldur
útilokað að flokkarnir muni skipt-
ast á um að eiga forsætisráðherr-
ann.
Kjörsókn var ekki nema 55% í
þessum kosningum, en var 70% í
kosningunum árið 1995. Bíður
nýrrar ríkisstjórnar að takast á við
staðnandi efnahag og semja við
Evrópusambandið um inngöngu
Eistlands í ESB, sem talið er að
muni eiga sér stað snemma á
næsta áratug.
Þar sem allt snýst umfólk
Flores
lýsir yfír
sigri
San Salvador.JReuters.
FRAMBJÓÐANDI stjórnarflokks-
ins í E1 Salvador, Fransisco Flores,
lýsti í gær yfir sigri sínum í forseta-
kosningunum sem fóru fram á
sunnudag. Þúsundir stuðnings-
manna Flores fögnuðu sigri á göt-
um San Salvador í gær. Þegar 79%
atkvæða höfðu verið talin hafði
Flores hlotið 51,9% atkvæða en
næstur honum kom Facundo Guar-
dado, frambjóðandi FMLN, með
29% greiddra atkvæða. Sjö manns
buðu sig fram til forseta. Haldi
Flores ekki einföldum meirihluta
atkvæða þarf að kjósa á milli hans
og Guardado að rúmum mánuði
liðnum.
Fransisco Flores er frambjóð-
andi hægri flokksins ARENA, sem
haldið hefur um stjórnartaumana í
E1 Salvador í tíu ár. ARENA var
eitt sinn tengdur svokölluðum
dauðasveitum salvadoríska hers-
ins, sem sakaðar voru um mörg
grimmdarverk í borgarastyrjöld-
inni í E1 Salvador, en hefur tekið
stakkaskiptum og þykir nú hefð-
bundinn íhaldsflokkur. Guardado
fer fyrir stjórnarandstöðuflokkn-
um FMLN, sem áður var her
skæruliða er háði 13 ára blóðuga
borgarastyi-jöld við yfírvöld í E1
Salvador. Er friður komst á í land-
inu árið 1992 lágu 75.000 manns í
valnum.
Fréttaskýrendur sögðu dræma
kosningaþátttöku, um 40%, endur-
spegla litla tiltrú almennings á for-
setaframbjóðendunum og hæfileik-
um þeirra til að glíma við hinn gríð-
arlega vanda er blasir við E1
Salvador, fátækt, tíðum glæpum og
40% atvinnuleysi.
GOUGLEÐl
jOf
Fískbúð Hafliða
HEILDVERSLUN
Reuters
FRANSISCO Flores ávarpar
stuðningsmenn eftir að hafa
lýst yfir sigri í forsetakosning-
unum í E1 Salvador.
Það mælir allt
með Kyolic
Áratuga notkun og fjöldi
vísindarannsókna staðfesta
hollustu Kyolic.
ÉÉlheÍlsuhÚSÍð Heimasíöa:
mælir meö KYOLIC www.kyolic.com
Nú ætlum við að koma fiskiþjóðinnl ó óvart með ótal góm-
sætum fiskréttum.
Sturla 8irgisson einn af 5 bestu matreiðslumeisturum í
heimsmeistarakeppninni Bocuse d'Or 99 er höfundurinn
að fiskréttunum.
Furðuheimur fiskréttanna
í Perlunni kemur þér
vissulega ó óvart!
Borðapantanir
í síma 5620200
Hyggjast úti-
loka Savisaar
frá ríkisstjórn
Tallinn. Reuters.
ÞRÍR miðjuflokkar í Eistlandi
hófu í gær stjórnai-myndunarvið-
ræður þrátt fyrir að þeir muni
a.m.k. þurfa að bíða í viku áður en
þeim verður foi-mlega boðið að
mynda ríkisstjórn. Miðflokkur Ed-
gars Savisaars, fyrrverandi forsæt-
isráðherra í landinu, vann flest
þingsæti í kosningum sem fram
fóru um helgina, eða 28 af 101, en
miðjuflokkarnir þrír, sem höfðu
lýst því yfir fyrir kosningamar að
þeir hygðu á stjórnarsamstarf,
tryggðu sér hins vegar nauman
meirihluta, eða 53 þingsæti. Hafa
leiðtogar flokkanna þriggja áður
lýst yfir tregðu sinni til að eiga
samstarf við Savisaar og því er
ekki talið að Savisaar setjist í ríkis-
stjóm, þrátt fyrir kosningasigur-
inn.
Hófsami hægriflokkurinn Pro
Patria fékk 18 þingsæti, eins og
Umbótaflokkurinn en miðjuflokkur
Hófsamra fékk 17 þingsæti, ef
marka má bráðabirgðaniðurstöður
kosninganna, sem era þær þriðju
síðan Eistland fékk sjálfstæði frá
Sovétríkjunum gömlu á nýjan leik
árið 1991. Tryggir þetta flokkunum
nauman meirihluta á þingi.
Endanlegar niðurstöður kosn-
inganna verða kunngjörðar 17.
mars næstkomandi og mun Lenn-
art Meri, forseti Eistlands, þá af-
henda leiðtoga einhvers stjóm-
málaflokkanna umboð til stjórnai’-
myndunar. „Ekkert hefur enn ver-
ið ákveðið hvað þetta varðar,“
sagði Savisaar í gær. „En ég tel að
forsetinn ætti að biðja leiðtoga
flokksins sem vann sigur í þessum
kosningum að mynda ríkisstjóm.
Meri er hins vegar ekki skyldug-
ur til að afhenda leiðtoga stærsta
þingflokksins stjórnarmyndunar-
umboðið og hefur ekki falið andúð
sína á Savisaar. Þykir enda ekki
augljóst til hverra Savisaar ætti að
leita með stjórnarsamstarf, þar
sem hann nýtur lítilla vinsælda
meðal annarra stjórnmálaflokka í
Eistlandi.
Ovíst hver verður
forsætisráðherra
Aðrir flokkar á þingi verða
Bændaflokkurinn, sem er til vinstri
í stjómmálum, með 7 þingsæti,
Samfylking Marts Siimanns, nú-
verandi forsætisráðherra, með 7
þingsæti og Samstöðuflokkur rúss-
neska minnihlutans með 6 þing-
sæti. Vora uppi getgátur um það í
gær að miðjuflokkamir þrír, sem
hyggja á samstarf, myndu leita til
Siimanns til að tryggja sér öflugri
þingmeirihluta. Ljóst virðist þó að
Siimann verður ekki áfram forsæt-
isráðherra.
Flokkarnir þrír, sem hyggja á
samstarf, vora búnir að semja um
að sá þeirra sem flest atkvæði
fengi myndi tilnefna forsætisráð-