Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Soffía Arnadótt- ir sýnir í Galleríi Listakoti NÚ stendur yfir sölusýning Soffíu Amadóttur í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70. Soff- ía er leturlistamaður og graf- ískur hönnuður og kallar sýn- ingu sína Leikur að letri... í Ijósi trúar og tíma. Verkin eiga það flest sameiginlegt að fjalla á einhvem hátt um trú- arlegt efni, s.s. kristna trú og bænir, trúarefni og atburði úr heiðnum sið, kristnitökuna, dýrlingadýrkun og trúartákn, segir í fréttatilkynningu. Meðal verka er stuðla- bergssúla með frásögn af orð- um og athöfnum Þorgeirs Ljósvetningagoða þegar hann kvað upp úrskurð sinn á Al- þingi árið 1000 um að íslend- ingar skyldu allir kristnir verða. Soffía Árnadóttir útskrifað- ist sem grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíða- skóla íslands og lagði stund á Calligi-aphy (leturgerð og skrautritun) sem valgrein á síðasta námsári undir leið- sögn Torfa Jónssonar o.fl. Hún hefur á undanfömum ár- um sótt ýmis námskeið í letur- gerð hér heima og í útlöndum. Soffía hefur haldið nokkrar einkasýningar á verkum sín- um og tekið þátt í samsýning- um. Þá hefur hún hlotið ýms- ar viðurkenningar og verð- laun fyrir hönnun á merkjum og bókarkápum. Soffía Amadóttir starfar sjálfstætt við leturgerð og skrift auk grafískrar hönnun- ar. Hún hefur sl. tíu ár kennt skrautletrun, leturgerð, hönn- un o.fl. í Myndlistaskóla Akureyrar og Myndlista- og handíðaskóla Islands. Þjóðleikhúsið Frumsýningu á Sjálfstæðu fólki frestað FRUMSÝNINGU á Sjálf- stæðu fólki í Þjóðleikhúsinu hefur verið frestað um eina viku vegna veikinda. Fram- sýning átti að verða 13. mars en verður sunnudaginn 21. mars. I raun er um tvær sýn- ingar að ræða þar sem verk- inu hefur verið skipt í tvennt en báðir hlutamir verða fram- sýndir sama dag. Að sögn Guðrúnar Bach- mann leikhúsritara hefur það reyndar verið töluvert meira umstang en búist var við að æfa tvær sýningar samhliða. „Ekki síst vegna þess að sömu leikaramir era í báðum hlut- unum, þótt þeir leiki ekki endilega sömu persónumar í þeim báðum. Þetta er mjög flókið í skipulagningu og auð- vitað höfum við ekki mátt við því að menn legðust í flensu. Annars gengur undirbúning- ur mjög vel,“ sagði Guðrún. Listræn gjafavara ^galleríN vListakot/ LflUGAVEGI 70, SÍMI/FAX 552 8141 Umhverfis- vænn dreki í EPAL i Skeifunni 6 stendur nú yf- ir sýning á stólnum Dreka, sem Erla Sólveig Óskarsdóttir hús- gagna- og iðnhönnuður hefur hann- að. Erla Sólveig hlaut tvenn verð- laun fyrir stólinn á síðasta ári, menningaiverðlaun DV og þýsku verðlaunin Rauða punktinn, sem veitt eru fyrir framúrskarandi hönnun á iðnaðarvamingi sem þeg- ar er kominn í framleiðslu. Dreki hefur verið framleiddur í Þýskalandi í tæpt ár og hefur að sögn Erlu Sólveigar selst vel, enda á fremur hagstæðu verði, auk þess sem hann er umhverfisvænn. Hann er samsettur af stálgrind, sem bæði fæst krómuð og máluð, og setu og baki úr polypropelinplasti, sem er endurvinnanlegt. Baki og setu, sem fáanlegt er í fimm litum, er smellt á grindina og því auðvelt að skipta um, ef óskað er eftir að skipta um lit eða ef farið er að sjá á þeim. „Þannig má segja að stóllinn hafi lengri ending- artíma,“ segir hönnuðurinn en bætir við að það sé einnig mikilvægt að auðvelt sé að taka hann í sundur til endurvinnslu þegar þar að kemur, málm sér og plast sér. Þýski framleiðandinn Brune hef- ur alheimsrétt á framleiðslu Dreka, nema á Islandi, en Epal stendur fyrir framleiðslunni hér á landi. Sólóhúsgögn framleiða gi'indurnar og Ofnasmiðjan sér um að inn- brenna málninguna á þær, en plast- ið er steypt í Þýskalandi. „Það er mjög einfalt að flytja það á milli landa, vegna þess að því er bara smellt á grindina, þannig að það tekur mjög lítið pláss í flutningi," segir hún. Mér ofbuðu allir þessir hræði- legu hvítu plaststólar Aðspurð um hvernig hugmyndin að stólnum hafí fæðst segir Erla Sólveig það hafa verið þegar hún bjó í Kaupmannahöfn. „Mér ofbuðu allir þessir hræðilegu hvítu plast- stólar sem eru að eyðileggja öll fal- legu torgin þar. Eg hugsaði með mér að það hlyti að vera hægt að gera eitthvað betra. Svo finnst mér þetta líka vera svo mikil frekja af þessum kaffihúsaeigendum að troða þessu svona út á stéttir og torg, því þetta er í raun og veru sameign okkar allra. Ég hafði í Morgunblaðið/Golli ERLA Sólveig Óskarsdóttir húsgagna- og iðnhönnuður og stóllinn Dreki, sem nú er til sýnis í Epal í Skeifunni. A bak við tjaldið glittir í fleiri stóla og borð, sem hún hefur einnig hannað, lítil borð fyrir kaffi- hús og stærri fyrir borðkróka, kaffíteríur og mötuneyti. huga þessa gömlu sólstóla, sem kemur inn undir það. Þannig kom voru úr taui, og hvernig það flaks- til þessi mikla hreyfíng, bæði í bak- ast og lyftist upp þegar vindurinn ið og setuna.“ Ugluspegill málaralistarinnar MYNPLIST Listasafn íslauds við Fríkirkjuveg GOUACHE-MYNDIR SIGMAR POLKE Til 28. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12-18. Aðgangur kr. 300. SIGMAR Polke er ekki við eina fjölina felldur sem listamaður. Stundum hefur hann verið kallaður síðasti málarinn vegna óvenjulegra tilrauna sinna til að sniðganga hefð- bundnar aðferðir og venjur, sem þykja standa máluram samtímans fyrir þrifum þegar brjóta skal upp myndmál málverkins og finna því leið út úr blindgötu úrættrar tækni. Nú þegar horft er um öxl til 7. ára- tugarins - popplistarinnar og ann- arra, skyldra hræringa - má sjá hve frjálst og hispurslaust hann gekk um musteri listarinnar. Það sem byrjaði sem eftiröpun af hans hálfu á tækni eilítið eldri starfsbræðra vestan hafs - Andy Warhol og Roy Lichtenstein - skil- aði sér von bráðar til uppakynslóðar amerískra málara - David Salle og Julian Schnabel - á 9. áratugnum í kraftmiklum og inntaksríkum til- raunum. Með síbreytilegum af- brigðum sínum af „kapítalísku raunsæi" - en svo kölluðu Gerhard Richter, Konrad Fisher-Lueg og Polke list sína - varð sá síðastnefndi einn merkasti og mikilvægasti tengiliðurinn milli bandarískra list- málara 6. og 9. áratugarins. Það er nokkuð vel af sér vikið þegar tillit er tekið til þjóðernis Polke og þeima himinhrópandi erfíðleika sem mættu honum og löndum hans þeg- ar þeir hugðu á listræna landvinn- inga í Bandaríkjunum á 8. og 9. ára- tugnum. En það er ef til vill til marks um þann mun sem er á bandarísku og evrópsku málverki að popplist þeirra Warhol og Liehtenstein átti sér fáa tæknilega þróunarmögu- leika þegar öll kurl komu til grafar og því þurftu ungir Bandaríkja- menn á ofanverðum 8. áratugnum að líta austur um haf í leit að gjöful- um fyrirmyndum. Sjálfur hafði Pol- ke sem ungur málari tekið mið af Francis Picabia, þeim síbreytilega dada-listarmanni og sérstæðum út- færslum hans á hvers kyns ódýrri myndbirtingu. Tæknibrögðum á SIGMAR Polke: „eða eru vísinda- menn „upp- finninga- samir dvergar", sem hægt er að leigja til að gera hvað sem er?“ annað hægt en brosa út í annað og gleyma depurð hversdagsins frammi fyrir svo ljóðrænum nafn- giftum? Þá lýsir gerð þessara vatnslita- mynda býsna vel hugvitssamlegum vinnubrögðum Polke, einkum þegar kemur að jafnvæginu milli hins yfír- vegaða og ófyrirséða. Eitt af því sem hann gerði ótal tilraunir með vora abstraktmyndir sem virtust miklu fremur stafa af slysni en ætl- un. Eins notaði hann liti sem erfitt var að flokka eða greina en sindr- uðu eins og neonsmyrsl. Dæmi um slíkt má víða sjá í myndröðinni. Þá eru ívitnanir í eldri verk og skír- skotanir til hugmynda, heimspeki og bókmennta, sem átt hafa hug listamannsins. Sem dæmi er að minnsta kosti ein mynd af Barón Miinchhausen, röstuðum á hestbaki á óræðan bakgrunn, en Polke hefur alltaf haft mikið dálæti á lygaranum hugmyndaríka, sem honum finnst svo táknrænn fyrir tvíbent eðli hins skapandi manns. Sýningin í Listasafni íslands gef- ur okkur einstakt tækifæri á að kynnast verkum þessa eins fræg- asta núlifandi listmálara heims. Halldór Björn Runólfsson Sýningum lýkur ANDREA Gylfadóttir, Sjöfn Evei-tsdóttir og Margrét Kr. Sigurðardóttir í hlutverkum ávaxta. borð við yfirvarp, þar sem ein mynd var máluð ofan á aðra, eða skaraðist við fígúratíf smáatriði í bakgi’unni - að ógleymdum öllum ívitnunum í neðanmálsbókmenntir, hasarmyndir, teiknimyndablöð og ástarrómana - kynntist hann upp- haflega hjá meistaranum spænsk- franska. Sýningin í Listasafni Islands er sett saman úr 40 gouache-myndum á pappír, og era þær allar af sömu stærð - 100x70 sentímetrar - og málaðar árið 1996. „Tónlist af óræð- um uppruna" er yfirskriftin, en Götz Adriani, forstöðumaður Þýsku menningarsamskiptastofnunarinn- ar, fékk Polke til að mála myndröð- ina beinlínis til þess að hún færi á flakk um heiminn. Eins og listamannsins var von og vísa gaf hann þessum verkum hina skondnustu titla, stundum svo fyndna að gestir veltast um af hlátri. 26. mynd heitir til dæmis eða eru vísindamenn „hugvitssamir dvergar sem hægt er að leigja til hvers sem er?“ og 6. mynd ber titil- inn Svefn er fyrirtaks fegrunarlyf sem menn og dýr hafa tekið með sér út úr skóginum. Hvernig er SÍÐUSTU sýning- ar á fjölskykluleik- ritinu Ávaxtakarfan verða laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. mars. Megininntak leik- ritsins er einelti og fordómar, sem eru viðkvæm vandamál, en þeim er komið til skila með söngvum, dansi og leik. Leik- ritið gerist í ávaxta- körfu þar sem allir eru kúgaðir af Imma ananas. Mæja jarðarber er minnst og verð- ur því fómarlamb eineltis. Höfundur handrits er Kristlaug María Sigurðardóttir og höfundur tónlistar er Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. Helstu leikarar era Andr- ea Gylfadóttir, Selma Bjömsdóttir, Hinrik Ólafsson, Margrét Kr. Pét- ursdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Gunnar Hansson, Sjöfn Evertsdóttir, Kjartan Guð- jónsson, Guðmundur I. Þorvaldsson og Margrét Kr. Sigurðardóttir. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteins- son og leikmynda- og búningahönn- uður er María Ólafsdóttir. Ljósa- hönnuður er Alfreð Sturla Böðvars- son og danshöfundur er Jóhann Freyr Björgvinsson. Framkvæmda- stjóri er Hrafnhildur Hafberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.