Morgunblaðið - 09.03.1999, Page 42

Morgunblaðið - 09.03.1999, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ ,42 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 MINNINGAR + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Austurbrún 4, Reykjavík, fyrrum húsfreyja í Beykishúsi á ísafirði, andaðist í Landspítalanum að morgni sunnu- dagsins 7. mars. Minningarathöfn í Reykjavík og útför frá (safjarðarkirkju verða auglýstar síðar. Guðmundur K. Kjartansson, Kristín F. Hermundardóttir, Kjartan Páll Kjartansson, Sigríður Nikulásdóttir, Jón Sigurður Kjartansson, Koibrún Karlsdóttir, Guðfinnur R. Kjartansson, Erla Björk Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG JÚLÍANA JÓNSDÓTTIR frá Broddadalsá, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 11. mars kl. 13.30. Svava Brynjólfsdóttir, Kristinn Á. Guðjónsson, Viggó Brynjólfsson, Ardís Arelíusdóttir, Kristjana Brynjólfsdóttir, Gunnar D. Sæmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SALÓMONSDÓTTIR, áður Dalalandi 14, lést a hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 6. mars sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 12. mars kl. 13.30. Gústav Óskarsson, Elsa Haraldsdóttir, Sigrún Þóra Óskarsdóttir, Rut Hallgrímsdóttir, Emil Ágústsson, Anna Hallgrímsdóttir, Arngrímur Hermannsson, (na Salóme Hallgrímsdóttir, Gunnar Borgarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Áskær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN LILJA HJARTARDÓTTIR, Hæðargarði 6, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 7. mars. Þórunn J. Gunnarsdóttir, Hjörtur Gunnarsson, Sigrún Hjartardóttir Swimm, Gunnar Þorgeirsson, Unnur Þorgeirsdóttir, Þóra Þorgeirsdóttir. Þorgeir Sigurðsson, Sigríður M. Markúsdóttir, Craig D. Swimm, + Móðir okkar og tengdamóðir, JÚLÍANA SILFÁ EINARSDÓTTIR, Fremri-Langey, lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. mars. Svafa Kjartansdóttir, Selma Kjartansdóttir, Baldur Gestsson, Ólöf Ágústsdóttir Unnur Kjartansdóttir, Eggert Th. Kjartansson, Kópur Z. Kjartansson, Elsa Kjartansdóttir. Hólmfríður Gísladóttir Alda Þórarinsdóttir, HARALDUR HAFSTEINN GUÐJÓNSSON Haraldur Haf- steinn Guðjóns- son fæddist á Hólmavík 11. mars 1913. Foreldrar hans voru Kolfinna Snæbjörg' Jónsdóttir og Guðjón Jónsson trésmiður á Hólma- vík. Haraldur var elstur sjö systkina, Qögur lifa bróður sinn. Haraldur kvæntist 1. febrúar 1935 Mörtu Gunnlaugu Guðmundsdóttur, f. 6.7. 1917 í Bæ á Selströnd. For- eldrar hennar voru Vigdís Sig- ríður Guðmundsdóttir frá Bæ og Guðmundur Magnússon frá Halakoti í Flóa, hjón í Bæ. Þau eignuðust tólf börn, en misstu tvö ung, dreng og stúlku. Tíu eru á lífi. Þau eru, í aldursröð: 1) Lára: var gift Baldri Magnús- syni, hann lést 1967, þau áttu fimm börn, en fyrir átti Lára einn son. M. II Sigurður E. Sig- urðsson, þau eiga einn son, fyrir átti Sigurður þrjá syni. Barna- börn eru 22 og eitt barnabarna- barn. 2) Hilmar, kvæntur Helgu Jónsdóttur, þau eiga þrjú börn og átta barnabörn. 3) Ragnar Ingi, kvæntur Rósu B. Sveinsdóttur, þau eiga fjögur börn og níu barnabörn. 4) Guðjón, kvæntur Nínu Leifsdóttur Schjetne, þau eiga fimm börn og átta barnabörn. 5) Kolfinna Snæbjörg, hún á fimm syni og tíu barnabörn. 6) Friðþjófur, kvæntur Sigríði Hauksdótt- ur, þau eiga fimm börn og sex barna- börn. Hún er látin. M. II Sigríður Armannsdóttir, hún á þrjú börn af fyrra hjóna- bandi. 7) Guðmundur Birgir, kvæntur Margréti Jóhannsdótt- ur, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 8) Garðar, kvæntur Sólveigu Astvaldsdóttur, þau eiga fjögur börn. 9) Helga, var gift Engelhart, Björnssyni. Hún á þrjár dætur og einn dótturson. 10) Jón Sveinbjörn, kvæntur Sig- rúnu Kröyer, þau eiga eina dótt- ur, áður átti Jón dóttur og á hún einn son. Utför Haraldar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verð- ur í Lágafellskirkjugarði. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðh'migaðvötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakh nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Hann langafí okkar fékk hvfldina að laugardagskvöldi 27. febrúar sl. eftir nokkurra mánaða sjúkrahús- legu. Afi var á margan hátt mjög sér- stakur maður. Hann velti mikið fyrir sér ráðgátum lífsins og einnig hinu dulda þó að hann flíkaði því ekki oft, enda höfðum við kannski ekki skiln- ing á því vegna æsku okkar. ,Afí“ lagði hönd á ýmislegt um æv- ina. Hann eignaðist fyrsta vörubflinn sem kom til Hólmavíkur þá komung- ur maður og fékk strax ærinn starfa fyrir bflinn. Seinna varð hann með fyrstu mönnum hér á landi til að eignast jarðýtu og vann næstu ár við vegagerð í Strandasýslu sem hann þekkti eins og fingur sina en hann var strandamaður í húð og hár. Afi og amma fluttu skömmu eftir stríðs- lok frá Hólmavík til Reykjavíkur og var það eitt út af fyrir sig talsvert mál með stóran bamahóp á þeim tíma og byggði hann stórt hús í vest- urbænum fyrir fjölskylduna og bjuggu þau þar í nokkur ár áður en þau fluttu í Mosfellssveitina þar sem hann keypti jörðina Markholt og rak þar búskap ásamt ýmiss konar verk- takastarfsemi eins og sand- og mal- arnámi og eyðingu tundurdufla, en hann varð með fyrstu mönnum hér- lendis ef ekki sá fyrsti eftir stríð til að taka að sér það starf. Einnig vann hann að flugvallagerð, m.a. í Vest- mannaeyjum. Seinustu starfsár æv- innar stundaði hann hrognkelsaveið- ar og verkaði hrogn til útflutnings. Afi var mjög hugmyndaríkur og gekk þá ekki alltaf troðna slóð. Hann fékk stundum frábærar hugmyndir en erfitt var að afla þeim fylgis og fá fjármagn til að hrinda þeim í fram- kvæmd á þeim tíma og nægir þar að nefna útflutning á vatni til staða sem höfðu ferskt vatn af skornum skammti til umráða, en núna meira en tuttugu árum síðar þykir þetta ekki mikið mál. Afi var einstaklega bamgóður maður og fagnaði okkur + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, GRÉTARS ÓLAFS SIGURÐSSONAR, Túngötu 16, Sandgerði. Sérstakar þakkir til Eiríks Jónssonar læknis og starfsfólks deildar 4A á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Sígurveig Sigurjónsdóttir, Berta Steinþórsdóttir, Berta Grétarsdóttir, Matthías Guðmundsson, Gissur Þór Grétarsson, Salóme Guðmundsdóttir, Ester Grétarsdóttir, Hjörtur Jóhannsson, Sigurbjörn Grétarsson, Jóhann Ingi Grétarsson, Margrét Ingiþórsdóttir, Elvar Grétarsson, Sigrún Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. smáfólkinu alltaf innilega þegar við komum. Núna þegar kveðjustundin er runnin upp þá biðjum við þér guðsblessunar og verndar á nýju og æðra tilverustigi og biðjum guð að styðja og styrkja Mörtu ömmu í sorginni og einnig börn þeirra og fjölskyldur. Hvfl þú í faðmi guðs. Barnabörn og barnabarn Láru og Baldurs. Haraldur Guðjónsson í Markholti er nú látinn. Hann var í hópi þeirra sem voru bændur í Mosfellssveitinni um miðja öldina. Haraldur átti ættir að rekja til Strandasýslu en bjó á Hólmavík og hélt lítið bú til afkomu- drýginda fyrir ört vaxandi fjöl- skyldu, tvær kýr og nokkrar kindur. Ævistarf hans tengdist meðfram bú- skapnum verklegum framkvæmdum, vegagerð, flugvallagerð og hverju eina af því tagi. Haraldur eignaðist fyrsta vörubíil- inn sem kom til Hólmavíkur og síðan annan vélakost til framkvæmda sem hann stundaði bæði hjá opinberum aðilum og bændum. Hann flutti til Reykjavíkur 1946 en fannst of þröngt um sig þar. Þá festi hann kaup á einu nýbýlanna í Mosfellssveit, Markholti, og flutti þangað með stórfjölskyldu sína 1951. Haraldur rak búskap í Markholt- inu eftir því sem landrými leyfði, en sneri sér meðfram að verktöku og sandnámi. Hann eignaðist stórvirkar vélai' og tók að sér verk af ýmsu tagi. Hann var óvenju verklaginn og eftir- sóttur og sinnti öllu því sem bauðst, enda margir munnamii- sem metta þurfti. Börnin uxu úr grasi og voru vinnufús og vinsæl og létu sinn hlut ekki eftir liggja. I fáum kveðjuorðum sem hér birt- ast er lítið sem kemst að um ævistarf Haraldar og Mörtu. Til þess þyrfti að skrifa heila bók. Þó vil ég nefna að í stríðslok sótti Haraldur nám- skeið hjá hemum í eyðingu tundur- dufla. Hann vann við þetta fjölda ára og þótti vel að sér og laginn við þetta áhættusama verkefni. Þannig var um flest það sem Haraldur starfaði, allt lék í höndum hans og hann var verk- hygginn og útsjónarsamur við hvers konar störf. Á seinni áram sótti Har- aldur á æskustöðvarnar og stundaði ásamt konu sinni grásleppu- og há- karlsútgerð í Kaldbaksvík á vorin og fram á sumar, sókndjarfur að vanda. Á kveðjustundu hvarflar hugurinn með þökk og virðingu tfl þeirra hjóna í Markholti sem fóra, að því er virtist, létt með að sjá sér og bamafjölda sín- um farborða. Þau eignuðust tólf böm og komust tíu á legg, sem mörg hver hafa haldið tryggð við Mosfellssveit- ina og eiga hér sínar rætur. Fjöl- skylda Mörtu og Haraldar blandaðist vel heimafólki í Mosfellssveitinni. Þetta fólk er dugmikið og samhent og hlaut vinsældir sveitunga sinna. Þeg- ar þéttbýli tók að myndast umhverfis Harald og Mörtu í Markholti seldu þau sveitarfélaginu jörðina og keyptu eignir við Lágafell fyrir aðstöðu og vélakost Við samtíðarmenn Hai-aldar minn- umst hans með vinsemd og þökk. Mörtu, börnum Haraldar og fjöl- skyldum þeirra sendum við samúðar- kveðjur. Lifi minning góðs nágranna. Jón M. Guðmundsson. Blómastofa Fridfinns Suöurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.