Morgunblaðið - 09.03.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 49
HESTAR
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
í UPPHITUN er hesturinn langur en knapinn virkjar afturpartinn og ein-
beitingu hestsins. Hægt og sígandi hefst svo söfnun þar sem knapinn færir
með bendingum sínum þyngdarpunkt hestsins aftar þannig að hesturinn ber
meirihluta þyngdarinnar á afturfótum, því meir sem söfnunin verður meiri.
ATLI ríður hér stóðhesti á fimmta vetur frá Dallandi, vel söfnuðum, með þyngdarpunktinn aftarlega, í
góðu framgripi og góðum höfuðburði. Þarna sést árangur af markvissri uppbyggingu á vöðvakerfi
hestsins þar sem þess hefur verið gætt að leggja ekki mikið á hinn unga hest fyrr en getan hefur verið
orðin næg.
Söfnun - stigmagnaðir
þyngdarflutningar
Stoltur og frjáls í framgöngu, skrefamikill
og fjaðrandi töltari. Eitthvað í þessa veru
----------------—7----
hljómar lýsing á þeim hesti sem Islending-
ar vildu helst eiga og ríða. En til þess að
svo verði þarf knapinn að framkvæma hlut
sem á reiðmennskumáli kallast söfnun.
Valdimar Kristinsson heimsótti Atla Guð-
mundsson sem fræddi hann um þennan
mikilvæga hlekk í þjálfun reiðhests.
EITT helsta markmið í þjálfun reið-
hests er að færa þyngdarpunkt
hestsins aftar, með öðrum orðum að
burður þyngdar hests og knapa fær-
ist meir yfir á afturfætur hestsins.
Þegar hesturinn er óþjálfaður í haga
bera framfætur ríflega meirihluta
þyngdar hestsins en markviss tamn-
ing og þjálfun miðar að því að breyta
þessu. Þessi breyting gerist ekki í
einu vetfangi heldur stig af stigi.
Bæði þai-f hesturinn að læra að
skilja óskir knapans og þjálfa þarf
vöðvakerfi hestins til að bera eigin
þyngd og knapans á nýjan máta.
Þegar knapi sest á ungan hest fer
meirihluti þyngdar knapans einnig
yfir á framfætur.
Rétt uppbygging
gnindvallaratriði
Vöðvai- sem hesturinn hafði áður
notað lítið fá nýtt og veigameira hlut-
verk og þarf því að styrkja þá til að
bera meiri þunga en þeir höfðu áður
gert. A þetta sérstaklega við um bak-
og kviðvöðva hestsins. Vöðvakerfið
þarf að styrkja sem heild og undir-
búa svo það vinni rétt saman. Allar
ótímabærai' kröfur um söfnun eða
þyngdarflutninga stuðla að rangri
uPPbyggingu og óhjákvæmilegur
fylgifiskur er svo spenna, bæði and-
leg og líkamleg.
Þyngdai'flutningar hefjast í raun
þegar farið er að ríða ungu hrossi
með þeim hætti að knapinn fer að
virkja afturpart hestsins. Öll hvatn-
ing hans miðast við að hesturinn noti
afturpai'tinn meir en hann myndi
gera frjáls á hlaupum. Knapinn reyn-
ir að auka spyrnu afturfóta. í allri
slökun og upphitun virkjar knapinn
afturpartinn og einbeitingu hestsins
sem undirbúning fyrir söfnun.
Söfnun næst með samspili
hamlandi og hvetjandi ábendinga. Þá
er umbunin ákaflega mikilvæg þegar
farið er að safna hesti saman, hún
tryggir sjálfstæði og framtak og
kemur í veg fyrir að hesturinn
spennist um of. Þegar hestur svarar
ábendingu rétt er honum umbunað.
Sem dæmi má nefna þegar hestur er
hvattur fram að beisli og hesturinn
gefur eftir í stað þess að fara á beisl-
ið og auka hraðann. Umbunin felst í
því að knapinn gefui' tauminn eitt
augnablik áður en hann endurtekur
sömu ábendingar. Ef hesturinn fær
ekki umbun fyrh' rétt viðbrögð finn-
ur hann engan tilgang í að gera rétt
og sýnir flóttaviðbrögð, hálsinn of-
reisist og bakið verður fatt. Rétt
uppbygging bakvöðva er ekki lengur
fyrir hendi.
Hvatningin auki hreyfmgar
en ekki hraða
Söfnun byggist á hvatningu fram
án þess þó að hesturinn auki hrað-
ann. Hreyfingar hestsins aukast og
afturhlutinn gengur meir undir
þyngdina. Knapinn finnur þá vel
hvemig afturfætur ganga inn undir
þyngdina og bak hestsins lyftist.
Söfnun er best að kenna hestinum í
rólegheitum og fylgja þeirri megin-
reglu að það sem hesturinn á erfitt
með að gera á feti mun reynast hon-
um enn erfiðara á hraðari gangi.
Einnig er gott að taka stutta spotta í
byrjun og nota örlitla slökun á milli
þegar byrjað er að ríða hestinum
söfnuðum á tölti. Kröfur um söfnun
stigmagnast eftir því sem hestinum
eykst styrkur og áræði til að ganga
vel samansafnaður, samspora í góðri
hreyfingu.
Hinn ákveðni en
sanngjarni leiðtogi
Ástæða er til að minna á leiðtoga-
hlutverkið sem áður hefur verið get-
ið um í þessum þáttum. I söfnun þarf
knapinn að vera ákveðinn og vita ná-
kvæmlega eftir hverju hann er að
leita. Algengt er að hestarnir reyni
að komast undan öllu því sem þeim
kann í upphafi að þykja óþægilegt.
Þá gildir að vera fylginn sér í kröfum
en þó um leið sanngjarn til leiða
hestinn framhjá spennu og kvíða. I
markvissri þjálfun þarf knapinn oft
að leita til baka í þá grunnvinnu sem
hestinum hefur áður verið kennd. Al-
gengt er að of geyst sé farið og þá er
gott að fara örlítið til baka og þar er
slökunarþátturínn mikilvægur eins
og reyndar í gegnum allt þjálfunar-
ferlið. í erfiðri þjálfun þarf hesturinn
alltaf að sjá fyrir endann á erfiðinu
og oft getur örstutt slökun endurnýj-
að vinnugleðina.
Að kenna í rólegheitum
Lausnir á ýmsum vandamálum
sem upp kunna að koma liggja ekki
endilega í því verkefni sem verið er
að fást við heldur getur reynst ár-
angursríkt að staldra við og fara
jafnvel örlítið til baka og halda síð-
an áfram frá þeim punkti. Við gang-
skiptingu fet á tölt hættir hestum
gjarnan til að fara í gamla farið,
þ.e. hjartarháls og fatt bak. „Al-
gengt er,“ segir Atli, „að ekki hafi
verið losað nóg um hestinn til hlið-
anna. Hann leitar þá gjarnan í að
setja sig á beislið.“ I upphafi söfn-
unar mælir Atli með því að hestin-
um sé safnað vel saman á feti áður
en farið er að ríða til dæmis tölt.
Hestinum er þá riðið í töltstillingu
á feti og verður skiptingin þá til-
tölulega auðveld bæði fyrir hest og
knapa. Hesturinn ekki fældur upp á
töltið heldur lyftir sér mjúklega af
feti yfir á tölt. Ríða síðan stuttan
spotta og hægja mjúklega niður áð-
ur en hesturinn leitar í gamla farið
og síðan endurtaka æfinguna
nokkrum sinnum. Megininntakið
hjá Atla er að kenna hestinum í ró-
legheitum jafnframt því sem knap-
inn nær betri tökum á því sem að
honum snýr. Knapinn fær ráðrúm
til að hugsa og framkvæma rétt við-
brögð á réttum tíma, þar á meðal
hvatningu, hömlun og umbun. Yfir-
færa síðan það sem lærst hefur á
hægi-i ferð yfir á meiri hraða og fá
hestinn til að ganga með þyngdar-
punktinn aftarlega með góðum
hreyfingum og framgripi.
Lesendum hestaþáttarins er
frjálst að koma spurningum eða at-
hugasemdum á framfæri við hesta-
þáttinn í tölvupósti á vakr@vor-
tex.is.
Sörli með fyrsta
alvörumót ársins
FÁKSMENN héldu sitt fyrsta mót á
árinu síðasta laugardag í febrúar þar
sem keppt var í tölti og flugskeiði.
Þátttaka var nokkuð góð miðað við
veður að sögn mótshaldara. Alls
voru skráningar 83 sem skiptust
þannig að í flokki atvinnumanna
voru 8 keppendur, 17 í karlaflokki,
19 í kvennaflokki, 13 ungmenni, 8
unglingar, 4 í barnaflokki, 5 pollar og
9 mættu til leiks í 100 metra fljúg-
andi skeið.
Sama dag var Sörli í Hafnarftrði
með annað mót sitt á árinu í reiðhöll-
inni Sörlastöðum. Var þar um að
5 ræða hið árlega PON-open þar sem
keppt var í tölti með forkeppni og
úrslitum þar sem gefnar voru ein-
kunnir og er það líklega fyrsta al-
vörumót ársins ef svo má að orði
komast. Mótið tókst hið besta og var
góð stemmning í höllinni. En úrslit
mótanna urðu annars sem hér segir,
fyrst mót Fáks og síðan PON-
Open:Atviiiiiumcnn
1. Sigurður Marínusson á Snotri frá Bjargs-
hóli.
2. Auðunn Kristjánsson á Baldri frá Bakka.
3. Ragnar Hinriksson á Heljari frá Neðra-
Asi.
4. Kristbjörg Eyvindssdóttir á Blika frá
Kollaleii'u.
5. Helgi L. Sigmarsson á Breka frá Reykjavík.
Karlar
1. Vilhjálmur Skúlason á Roða frá Akurejri.
2. Kristinn Skúlason á Funa frá Blönduósi.
3. Ragnar Tómassson á Hlyn frá Forsæti.
4. Höskuldur Hildibrandsson á Garpi frá
Garðabæ.
Konur
1. Svava Kristjánsdóttir á Dára frá Keldudal.
2. Kristín Þórðardóttir á Glanna frá Vindási.
3. Ásta Bjömsdóttir á Guma frá Krossi.
4. Ragnhildur Matthíasdóttir á Bínusi frá
Reykjavik.
5. Ánna Markus á Vafa frá Kjarnholtum.
Ungmenni
1. Birgitta Kristinsdóttir á Lauki frá Feti.
2. Matthías Bárðarson á Ljóra frá Ketu.
3. Sigurður R. Sigurðsson á Reyk frá
Skarðshlíð.
4. Erla Sigurþórsdóttir á Kreiki frá Ártúni.
5. Kristján Ðaðason á Ögra frá Syðra-
Skörðugili.
Unglingar
1. Unnur B. Vilhjálmsdóttir á Hrafni frá
Ríp.
2. Viðar Ingólfsson á Glaumi frá Bjaraanesi.
3. Sigurþór Sigurðsson á Feng frá Haf-
steinsstöðum.
4. Hrefna M. Ómarsdóttir á ísold frá Álfhól-
um.
5. Þórunn Kristjánsdóttir á Rökkva frá
Hvolsvelli.
Börn
1. Ásdís B. Guðmundsdóttir á Gullfaxa frá
Svignaskarði.
2. Unnur G. Ásgeirsdóttir á Dögg frá Þúfu.
3. Þóra Matthíasdóttir á Össuri frá Auðs-
holtshjáleigu.
Pollar
1. Sara Sigurbjörnsdóttir á Húna frá Torfu-
nesi.
2. Valdimar Bergstað á Sóloni frá Sauðár-
króki.
3. Vigdís Matthíasdóttir á Nótt frá Reykjavík.
4. Rúna Helgadóttir á Tvisti frá Ási.
5. EUý Tómasdóttir á Vafa frá Kjarnholtum.
Mjiigamii skcið 100 metrar
1. Logi Laxdal á Ýr frá Hafnarfirði á 8,59
sek.
2. Sveinn Ragnarsson á Framtíð frá Runn-
um á 8,65 sek.
3. Sigurður Marínusson á Diljá frá
Hvammstanga á 8,99 sek.
4. Alexander Hrafnkelsson á Berki frá
Akranesi á 9,12 sek.
5. Hjörtur Bergstað á Lukku frá Gýgjarhóli
á 9,20 sek.
PON-open, einkunnir lír forkeppni og úr-
slitum
Opinn flokkur
1. Logi Laxdal Fáki, á Flugu frá Breiðaból-
stað, 6,43/6,67.
2. Snorri Dal Sörla, á Hörpu frá Gljúfri,
6,40/6,51.
3. Fríða H. Steinarsdóttir Fáki, á Húna frá
Torfunesi, 6,37/6,35.
4. Sigurbjöm Bárðarson Fáki, á Blesa,
6,07/6,33.
5. Adolf Snæbjörnsson Sörla, á Síak frá
Hæringsstöðum, 5,93/6,22.
Ungmenni
1. Birgitta D. Kristinsdóttir Gusti, á Ósk frá
Refsstöðum, 5,20/5,69.
2. Ingólfur Pálmason Sörla, á Gyðju frá
Búlandi, 5,37/5,59.
3. Daníel I. Smárason Sörla, á Ösku frá
Krossi, 4,87/5,12.
4. Hinrik Þ. Sigurðsson Sörla, á Val frá
Litla-Bergi, 5,17/5,09.
5. Pétur Sigurjónsson Sörla, á Óttari frá
Þingnesi, 4,67/4,96.
Unglingar
1. Sigurður S. Pálsson Herði, á Rimmu frá
Bægisá, 5,83/6,38.
2. Sylvia Sigurbjörnsdóttir Fáki, á Garpi frá
Krossi, 5,50/6,17.
3. Berglind R. Guðmundsdóttir Gusti, á
Feng frá Kópavogi, 5,33/5,49.
4. Eyjólfur Þoreteinsson Sörla, á Dröfn frá
Þingnesi, 5,13/5,38.
5. Bryndís K. Sigurðardóttir Sörla, á *"
Skruggu frá Hala, 5,10/5,23.
Börn
1. Rósa B. Þorvaldsdóttir Sörla, á Arvakri
frá Sandhóli, 4,03/4,71.
2. Ómar Á. Theódórsson Sörla, á Rúbín frá
Ögmundarstöðum, 3,40/4,06.
3. Sandra L. Þórðardóttir Sörla, á Feng frá
Skammbeinsstöðum, 2,73/3,50.
4. Margrét F. Sigurðardóttir Sörla, á Skildi
frá Hrólfsstöðum, 2,80/3,26. -.