Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
■ ■I11III H 11111111.11 m II11III UJLMrlJJ
Nr. var vikur Mynd ; Útgefandi Tegund
1. 2. 2 Mask 01 Zorro ! Skífan Spenna
2. 1. 3 Perfect Murder | Warner myndir Spenna
3. NÝ 1 Blode I Myndform Spenna
4. 3. 2 Odd Couple II ; CIC myndbönd Gaman
5. NÝ 1 Smoll Soldiers ; CIC myndbönd Gaman
6. 4. 3 Palmetto ; Warner myndir Spenna
7. 6. 3 Kissing A Fool ; Myndform Gaman
8. 5. 4 The X-files Movie ; Skífon Spenna
9. 8. 2 Sporloust 1 Hóskólabíó Spenna
10. 10. 8 Six Doys Seven Nights ; Sam myndbönd Gaman
11. 11. 3 Disturbing Behovior I Skífan Spenna
12. 13. 7 Senseless ; Skífan Gaman
13. 7. 4 Deep Rising ■ Myndform Spenna
14. 12. 5 Mofio! ; Sam myndbönd Gaman
15. 9. 4 Avengers i Warner myndir Gaman
16. 14. 9 Sliding Doors i Myndform Gaman
17. NÝ 1 Les Miserables : Skífan Drama
18. A.I. 2 Since You've Been Gone : Skífan Gaman
19. 15. 10 Red Corner | Warner myndir Spenna
20. A.I. 10 Hush ; Skifan Spenna
VINSÆLUSTU
íyiYNDBÖNDIN
A ISLANDI v ,
Myndbandalistinn
Gríma Zorrós á toppnum
ANTONIO Banderas og Catharine
Zeta-Jones tróna á toppi listans
þessa vikuna í myndinni Grímu Zor-
rós, en í öðru sæti er endurgerð
gömlu Hitchcock myndarinnar Dial
M for Murder, eða Fullkomið morð
með þeim Michael Douglas og
Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum.
Þrjár nýjar myndir koma inn á
listann þessa vikuna, þær Blade
með Wesley Snipes sem fer í þriðja
sætið og Litlir hermenn sem fer í
fjórða sætið. Vesalingarnir með
þeim Liam Neeson og Umu Thur-
A/' %
/Y
fDe ZeteT Ho?ki,,s °g Cathar-
Zeta-Jones i Grímu Zorrós.
man kemur einnig ný inn á lista og
fór í 17. sætið.
Tölvunámskeið
Windows, Word og Excel, frábært byrjendanámskeið..................15 klukkust.
Windows 95/98, stýrikerfið og tölvan................................6 klukkust.
Word ritvinnslan, ítarlegt námskeið, jafitvel fyrir vana..........12 klukkust.
Excel töflureiknirinn, maigt sem kemur á óvart....................15 klukkust.
PowerPoint, glærugerð og notkun.....................................9 klukkust.
Internetið og Outlook
Outlook, dagbók, verkefnayfirlit, tölvupóstur og tengiliðir....6 klukkust.
Intemetið, upplýsingahraðbrautin.........................................6 klukkust.
Intemetið frá A til 0 með heimasíðugerð.................................15 klukkust.
Heimasíðugerð með FrontPage, gmnnur......................................9 klukkust.
Heimasíðugerð með FrontPage, framhald....................................9 klukkust.
Gagnagrunnar, netstjórnun og framhaldsnámskeið
Access, frábært hönnunamámskeið fyrir byrjendur........15 klukkust.
FileMaker, byijendanámskeið og framhald.............15/12 klukkust.
Access framhaldsnámskeið............................. 15 klukkust.
Visual Basic forAccess, fonritun.......................24 klukkust.
Windows NT netstjómun..................................21 klukkust.
Windows NT netstjómun, ffamhald........................18 klukkust.
Excel framhaldsnámskeið fyrir þá kröfuhörðu............12 klukkust.
Word framhaldsnámskeið fyrir lengra komna..............12 klukkust.
GÓÐAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍAÐ
KOMAÁ NÁMSKEIÐIN OKKAR:
• Þátttakendur fá aukinn afslátt eftir því sem þeir sækja fleiri námskeið.
• Innifalin er símaaðstoð í heilan mánuð eftir að námskeiði lýku r.
• Góð staðsetning, næg bflastæði.
• íslensk námsgögn og veitingar innifalið í þátttökugjaldi.
Tölvu- og
verkfræðiþjónustan
Grensásvegi 16 • Reykjavík
jEURO • Raðgreiðslur • VISA[
Stanley Kubrick fallinn frá
Leikstjóri af Guðs náð
KVIKMYNDASMIÐURINN St-
anley Kubrick lést sjötugur að
aldri úr hjartaáfalli á sunnudag
aðeins örfáum dögum eftir að
hafa rekið smiðshöggið á kvik-
myndina Eyes Wide Shut sem
sumir höfðu spáð að hann lyki
aldrei við.
Það rímar við skapgerð leik-
stjórans sérlundaða að hann
skyldi koma mönnum í opna
skjöldu með skyndilegu fráfalli
sínu og var það ekki hans síðasta
óvænta útspil ef marka má þann
orðróm sem gengur um myndina
Eyes Wide Shut; hún er sögð allt
að því klámfenginn spennutryllir
sem fjallar um afbrýðisemi
og kynferðislega þráhyggju
tveggja geðlækna. Kubrick
tók sinn tíma eins og alltaf í
gerð myndarinnar og hætti
ekki fyrr en hann var ánægð-
ur. Ef til vill gildir það sama
um lífshlaup leikstjórans.
„[Hann var] uppfinninga-
maður nýrrar gerðar ljóðlist-
ar, tónlistarmaður kvikmynd-
anna... sem hefur mótað sam-
tímann," sagði Jacques
Chirac, Frakklandsforseti, í
eftirmælum um Kubrick.
Annar þungavigtarmaður,
sem gæti kallast forseti í
landi kvikmyndanna, Steven
Spielberg, sagði til minningar
um Kubrick: „Hann stældi
engan á sama tíma og við átt-
um fullt í fangi með að stæla
hann.“
Munúð
myndavéla
Stanley Kubrick kom í
heiminn 26. júlí árið 1928 og
var uppalinn í Bronx. Faðir
hans gaf honum myndavél
þegar hann var 13 ára og
þurfti ekki meira til að
kveikja ástríðu Kubricks. Ári
síðar fékk hann 100 dollara
greiðslu frá tímaritinu Look fyrir
fyrstu myndina af mörgum sem
leiddu til þess að hann var fast-
ráðinn við blaðið 17 ára. Ljós-
myndin var af syrgjandi blaðasala
umkringdum fyrirsögnum sem til-
kynntu andlát Franklins Roos-
evelts Bandaríkjaforseta. „Eg
elskaði myndavélar," sagði Ku-
brick eitt sinn. „Sú ánægja sem
fylgir fallegri vél er áþreifanleg,
nánast munúðarfull."
Eftir að hafa verið blaðaljós-
myndari hjá Look í nokkur ár
keypti .Kubrick 35mm upptökuvél
ásamt vini sínum Alex Singer.
Einn dáðasti og jafn-
framt umdeildasti kvik-
myndaleikstjóri sam-
tímans, Stanley
Kubrick, lést á sunnu-
dag. Pétur Blöndal
fjallar stuttlega um
æviferil Kubricks og
myndirnar sem sköp-
uðu honum sérstöðu.
-s*V.. 5
KOMIN
AFTUR
© Husqvarna
Husqvarna heimilistækin eru
komin aftur til landsins.
Þau taka á móti gestum í verslun okkar
alla virka daga frá 9:00 -18:00.
Endumýjum góð kynni!
R Æ O U R N I R
STANLEY Kubrick í fangelsiskapellunni
A Clockwork Orange.
Hann gerði tvær stuttar heimild-
armyndir; aðra um hnefaleika-
kappann Walter Cartier sem
nefndist Dagur bardagans og hina
Föðurínn fljúgandi um prestinn
Fred Stadtmeuller sem ferðaðist á
flugvél milli sóknarbarna sinna í
Nýju-Mexíkó. Þá leikstýrði Ku-
brick stuttmyndinni Sjófarendun-
um árið 1953.
Fyrstu myndir Kubricks í fullri
lengd voru stríðsmyndin Fear and
Desire og Koss morðingjans en
það var ekki fyrr en með þriðju
mynd Kubrieks The Killing að
hann vakti hrifningu gagnrýnenda
og hélt hann henni til æviloka.
Forkólfar MGM hrifust einnig af
myndinni og buðu Kubrick samn-
ing sem skilaði sér í áratuga löngu
samstarfi; eftir gerð 2001: A Space
Odyssey varð hann einn fárra leik-
stjóra í Hollywood sem fékk alfar-
ið að ráða lokaklippingu mynda
sinna.
Óskarinn fyrir
tæknibrellur
En nú fór fyrst að kveða að Ku-
brick fyrir alvöru. Hann gerði
kvikmynd eftir skáldsögu Hump-
hreys Cobb Paths of Glory með
Kirk Douglas í aðalhlutverki. Hún
fjallaði um uppreisn í franska
hernum í fyrra stríði og var bönn-
uð þar í landi í rúman áratug; sem
hefiir ef til vill haft sitthvað að
segja um gífurlegar vinsældir Ku-
bricks í Frakklandi. Þegar leik-
stjórinn Anthony Mann hætti við
að leikstýra Spartacusi árið 1960
fékk Douglas Kubrick til að leik-
stýra myndinni.
Kubrick vann um tíma með
Marlon Brando að Eineygðum
gosum árið 1961 en hætti í mynd-
inni; Brando tók sjálfur við stjórn-
artaumunum á vestranum. Ku-
brick tók þá ákvörðun að til þess
að þrauka Hollywood þyrfti hann
að flytjast þaðan. Hann settist að í
Englandi, þar sem hann bjó til
æviloka, og gerði umdeilda mynd
eftir skáldsögu Vladimirs Na-
bokovs Lolitu.
í kjölfarið fylgdu myndirnar
Dr. Strangelove og 2001 Space
Odissey en Kubrick var tilnefndur
til Óskarsverðlauna sem besti
leikstjóri fyrir þær báðar. Hann
vann raunar Óskarinn fyrir hina
síðarnefndu en það var fyrir bestu
tæknibrellur. Þykir það gott
dæmi um hversu takmarkaðar
verðlaunaveitingar geta verið að
einn rómaðasti leikstjóri eft-
irstríðsáranna skyldi aldrei fá
Óskarinn fyrir bestu leik-
stjórn.
Myndirnar
gerast stopulli
Kubrick var einnig tilnefnd-
ur sem besti leikstjóri eftir
gerð hinnar kolsvörtu A
Clockwork Orange og 19. ald-
ar myndarinnar Barry
Lyndon frá árinu 1975. Aðal-
leikari fyiTnefndu myndarinn-
ar, Malcolm McDowell, sagði
er hann frétti af andláti Ku-
bricks að hann hefði verið
einn af „þungavigtarmönnun-
um“ í lífi sínu og að hann væri
„miður sín“ yfir tíðindunum af
fráfalli hans.
Myndir Kubricks gerðust
nú sífellt stopulli. Spennu-
tryllirinn Shining var gerð
árið 1980 eftir sögu Stephens
Kings og stríðsmyndin Full
Metal Jacket árið 1987. Síðan
er liðinn rúmur áratugur án
þess að Kubrick hafi sent frá
sér nýja mynd og er alda-
mótamyndarinnar Eyes
í Wide Shut, sem tekið hefur
tvö ár í framleiðslu, beðið
með óþreyju af kvik-
myndaunnendum um heim allan
en hún verður frumsýnd 16. júlí í
sumar.
„Stanley Kubrick er hæfileika-
ríkur skíthæll," var haft eftir Kirk
Douglas. Víst er að hann var ákaf-
lega sérlundaður og ekki mikið
fyrir samneyti við fjölmiðla; hann
bjó í rammgirtum kastala úr al-
faraleið og hafði ekki veitt viðtal í
tvo áratugi þegar hann lést sem
leiddi til þess að honum var oft líkt
við Gretu Garbo og Howard Hug-
hes.
Líkt við
Howard Hughes
Spielberg sagði engu að síður
eftir andlát Kubricks að orðspor-
ið sem fór af honum hefði verið
óverðskuldað og að í raun hefði
hann verið „frábær í samskipt-
um“. „Þegar við töluðum saman í
síma stóðu samræður okkar yfir í
fleiri klukkustundir. Hann var
stöðugt í sambandi við hundruðir
manna um allan heim,“ sagði Spi-
elberg.
Þegar Kubrick fékk D.W.
Griffith-verðlaunin árið 1997 sagði
hann í þakkarávarpi á myndbandi:
„Allir sem hafa notið þeirra for-
réttinda að leikstýra kvikmynd
vita einnig, þótt það geti verið eins
og að skrifa Stríð og frið í klessubíl
í skemmtigarði, að þegar það loks-
ins tekst eru ekki margar gleði-
stundir í lífinu sem jafnast á við
það.“
Kubrick var fyrst giftur Tobu
Metz, fyrrverandi bekkjarfélaga í
gagnfræðaskóla, og síðan dansar-
anum Ruth Sobotka. Hann skilur
eftir sig eiginkonuna Suzanne
Christine Harlan, sem var söng-
kona í lok myndarinnar Paths of
Glory, þrjár dætur, Katharine,
Anyu og Vivian.