Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Styð ekki að mjólkurkúnni verði siátrað - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra rro Davið Oddsson forsaetisráðherra vill ekki að gengið verði fram af offorsi gagnvart sjávarútvegsfynrtækjum landsins. ^T&MurJc TAKTU þá hár úr hala mínum strákur og legðu það á jörðina . . . Tölvunefnd barst kvörtun frá Vöku vegna birtinga einkunna Birting einkunna í Háskdlanum ólögleg TÖLVUNEFND hefur komist að þeirri niðurstöðu að birting ein- kunna stúdenta við Háskóla Islands feli í sér brot á lögum nr. 121 frá 1989 um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga. Nefndin beinir því þeim tilmælum til Háskólaráðs að settar verði reglur um birtingu ein- kunna. Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, lagði fram kæru til tölvunefndar vegna þess háttalags sem haft er um birtingu einkunna í Háskóla íslands. Vaka telur að birting einkunna undir kennitölum sé óþægileg íyrir stúdenta þar sem auðvelt er að komast að því hvaða einstaklingar búa að baki hverri kennitölu. Eink- um hefur þetta verið bagalegt fyrir þá stúdenta við skólann sem skera sig úr vegna aldurs. Með kærunni vildi Vaka koma þessu máli í viðeig- andi farveg þar sem Háskólinn hef- ur ekki sýnt fnimkvæði til að taka á þessu máli sjálfur. Ekki í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga Á fundi tölvunefndar hinn 22. mars var erindi Vöku tekið til um- ræðu eftir að umsögn hafði fengist frá Háskóla íslands. í umsögn Há- skólans kom m.a. fram: „Ástæða þess að birta einkunnir í einstökum prófum ekki undir fullu nafni, held- ur kennitölum, er tillitssemi við stúdenta." Einnig taldi Háskólinn að birting einkunna undir leynileg- um prófnúmerum hefði þann ann- marka „að upp til hópa muna stúd- entar ekki prófnúmer sín og eru hringjandi út og suður í skrifstofur viðkomandi deilda, nemendaskrá eða í kennara (stundum heim til þeirra) til að spyrjast fyrir um ein- kunnir sínar.“ Það er mat tölvunefndar að ein- kunnir séu persónuupplýsingar í skilningi laga nr. 121 frá 1989 um skráningu og meðferð persónuupp- lýsinga og þvi samrýmist sá háttur sem hafður hefur verið á einkunna- birtingu ekki lögunum. Tölvunefnd beindi þvi þeim tilmælum til Há- skólaráðs að settar yrðu reglur um birtingu einkunna. Vaka fagnar þessu áliti tölvunefndar þar sem nú er fullljóst að breytingar verði að eiga sér stað hið snarasta, enda eðli- legt að reglur um einkunnabirtingu samræmist landslögum. Vaka bend- ir auk þess á að með skynsamlegu prófnúmerakerfi er ólíklegt að minnisleysi háskólastúdenta þurfi að vera starfsmönnum skólans til ama og leiðinda. Stundum er betra að láta blómin um það að talal ÍSLENSK GARÐYRKJA - okkar allra vegna Frelsispenni SUS veittur í annað sinn Hvetjum alla til að taka þátt SAMBAND ungra sj álfstæðismanna er nú að boða til Frelsispennans í annað sinn, þetta er ritgerðar- samkeppni en fólk má senda inn margskonar annað efni en ritgerðir, svo sem ljóð, smásögu, útvarpsþætti og hvað eina annað sem lýsir mik- ilvægi frelsisins fyrir ein- staklinginn og/eða þjóðfé- lagið. I fyrra voru þessi verðlaun veitt í fyrsta skipti og var þátttaka í samkeppninni svo góð að ástæða var talin til að boða til annarrar slíkrar keppni. Þá vakti athygli að þrír af fjórum verð- launahöfum voru nem- endur í Menntaskólanum á Akureyri. En hvers konar eftú skyldi þá hafa borist mest af? „Það var mjög jöfn skipting á milli ritgerða, smásagna og ljóða, auk þess sem einn útvarpsþáttur barst. Það sem vakti athygli dómnefndarmanna varðandi efn- istök var hversu uppteknir höf- undar voru af því að frelsa þyrfti einstakiinga frá fíkniefnum. Margar ritgerðir og smásögur fjölluðu um fíkniefnaneyslu og svartnætti sem því fylgir en auð- vitað voru margir sem voru með bjartari sýn á samfélagið." -Hversu gamalt má efnið vera? „Engar reglur hafa verið sett- ar um það, en efnið má hvergi hafa birst. Við höfum t.d. sér- staklega hvatt framhaldsskóla- nema til þess að nýta þessar rit- gerðir sem þeir skrifa í skóla- námi sínu líka.“ -Er fólk pólitískt í þessum skrifum sínum? „Við bjuggumst við því í fyrra að það yrði miklu rneiri pólitík í spilinu en þegar við fórum yfir ritgerðimar kom í ljós að höfund- ar vildu miklu frekar skrifa um aðrar hliðar frelsisins en þeirrar sem snýr að stjómmálunum. Það kom okkur á óvart þar sem stjómmálasamtök boðuðu til slíkrar keppni að stjómmálin skyldu ekki vera ofar á baugi.“ - Er frelsið mikið í umræðunni meðal ungs fólks í dag? „Þessi keppni er fyrir fólk á aldrinum 16 til 20 ára og í þeim aldursflokld er frelsið áleitið um- ræðuefni. Fólk á þessum aldri ræðir mikið um boð og bönn og finnst ekki sjálfgefið að svo mikið skuli vera af þeim eins og raun ber vitni. Nýlega vakti t.d. Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, athygli á því að fólk getur ekki átt sjón- varpstæki nema greiða af þeim afnotagjöld til Ríkisútvarpsins og að ríkið hefur einokunarrétt á því að selja áfengi.“ - Hversu há verðlaun eru í boði? -------- „Við munum ein- ungis veita ein verð- laun en þau verða óvenju vegleg, eitt hundrað þúsund krón- ur, auk þess sem verð- launahöfundur fær afhentan Frelsispennann. Þess má geta að það er Islandsbanki sem kostar keppnina. I dómnefhd sitja Bjöm Bjamason menntamálaráðherra, sem er formaður nefndarinnar, Birgir Tjörvi Pétursson ritstjóri Stefnis, Helga Bachmann leik- kona, Margrét Friðriksdóttir skólameistari og Eyrún Magnús- Asdís Halla Bragadóttir ►Ásdís Halla Bragadóttir er fædd 6. júlí 1968. Hún lauk stúdentspróf! frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi árið 1987 og BA-próf! í sfjórn- málafræði frá Háskóla íslands árið 1991. Hún starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1991 til 1993 en tók þá við starfi framkvæmdasfjóra þing- flokks sjálfstæðismanna. Að loknum kosningum 1995 varð hún aðstoðarmaður mennta- málaráðherra. Ásdís Halla hef- ur verið formaður SUS frá 1997. Hún er gift Aðalsteini Jónassyni hæstaréttarlögmanni og eiga þau tvö böm. Hvetjum ungt fólk til þess að velta frels- inu fyrir sér dóttir formaður nemendafélags Kvennaskólans. Skilafrestur efn- is er til 8. apríl nk. og utaná- skriftin á að vera: Frelsispenn- inn, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar um keppnina em á heimasíðu Sambands ungra sjálfstæðis- manna, sus.is.“ - Hvaða gagn er að svona sam- keppni? „Við metum það svo að það sé mikilvægt að ungt fólk sé meðvit- að um samfélagið og það geti haft áhrif á þróun þess. Með því að boða til svona keppni þá erum við að hvetja ungt fólk til þess að velta fyrir sér hvemig hægt er að bæta samfélagið og að það sé ekki endilega gefið, að þau boð og bönn sem gildi, eigi að gera það.“ - Kom fram hjá einhverjum sú hugmynd að lögleiða beri fleiri fíkniefni en áfengi og tóbak? „Nei, það kom ekki fram og það kom heldur ekki fram nein hugmynd um að banna þessi tvö eftii. Það kom hins vegar skýrt í ljós að ungt fólk gerir sér grein íyrir að frelsinu fylgir mikil ábyrgð. Stundum hafa komið fram í umræðum þau sjónarmið að lögleiða eigi fíkniefni. Sam- band ungra sjálfstæðismanna --------- hefur aldrei ályktað þess efnis og per- sónulega er ég mjög á móti slíku.“ -Tóku fleiri þátt í þessari keppni í fyrra en sjálfstæðismenn? „Já, ég geri ráð fyrir að fæstir hafi verið flokksbundnir af þeim sem tóku þátt og þess má geta að einn sigurvegaranna í fyrra sagð- ist vera Alþýðubandalagsmaður. Með keppninni erum við að hvetja allt ungt fólk til þess að velta frelsinu fyrir sér - sama hvaða stjómmálaskoðanir það hefur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.