Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ______________ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU_ Stuðningur í V-Evrópu en viðbrögðin víðast blendin VIÐBROGÐIN RÍKISSTJÓRNIR flestra ríkja Vestur-Evrópu hafa lýst stuðningi við loftárásir Atlantshafsbandalags- ins (NATO) á Júgóslavíu, en þetta er í fyrsta sinn í hálfrar aldar sögu bandalagsins sem ákvörðun er tekin um að ráðast með hervaldi á full- valda ríki. Viðbrögðin voru hins vegar blendin í þeim ríkjum Evrópu sem ekki eiga aðild að bandalaginu og hörð í Rússlandi og Kína. Rússnesk stjórnvöld skoruðu í gær á NATO að stöðva árásirnar tafarlaust og sögðust hafa leyni- þjónustuupplýsingar um að í undir- búningi væri að senda landher inn í Kosovo í kjölfai- loftárásanna. Rússar milda afstöðu sína Fyrstu viðbrögð Moskvustjómar- innar vom reiðileg, en í gær var orðalag yfirlýsinga rússneskra ráðamanna allnokkm yfirvegaðra. Borís Jeltsín forseti, sem er í mun að sýna og sanna að völdin séu enn hans eftir að vera búinn að vera í löngu sjúkraorlofí vegna magasárs, sagði Rússland „siðferðilega á æðra stigi“ en NATO-ríkin og léti þvf vera að svara ofbeldi með ofbeldi. Hvatti Jeltsín til þess að utanríkis- ráðherrar Tengslahópsins svokall- aða kæmu hið snarasta saman til ráðagerða í Moskvu í því skyni að halda áfram leitinni að lausn á Kosovo-deilunni. Rússneski varnarmálaráðherr- ann Igor Sergejev hélt áfram gagnrýni sinni á aðgerðir NATO en var líka orðvar. „Samkvæmt upplýsingum af vettvangi sem rússneska varnarmálaráðuneytinu hafa borizt er NATO að undirbúa að senda 22.000 manna landher inn í Kosovo frá Makedóníu," hafði RIA-fréttastofan eftir honum. Talsmenn NATO vísuðu þessu þeg- ar á bug. Kínverjar fordæmdu einnig að- gerðir NATO í gær og kröfðust þess að árásunum á Júgóslavíu yrði hætt. Hvatti Pekingstjómin í yfir- lýsingu sem talsmaður utanríkis- ráðuneytisins las til þess að alþjóða- samfélagið og stjómvöld í Belgrad reyndu áfram sitt ýtrasta til að koma á friði á svæðinu. „Ríkisstjóm Japans hefur skiln- ing á valdbeitingu NATO sem óum- flýjanlegum aðgerðum til að hindra Pristina. Reuters. FYRSTA nótt sprengjuregns NATO á hemaðarleg skotmörk í Júgóslavíu skildi götur Prístina, héraðshöfuðborgar Kosovo, eftir hljóðar. Ibúamir voguðu sér ekki úr fyrir hússins dyr og létu sér nægja að fyigjast út um glugga híbýia sinna með reykstrókum líða upp frá skotmörkum sprengiflauganna í fjarska. Rafmagn komst aftur á í Pristina í dögun í gær eftir loftárásir sem hæfðu að minnsta kosti fjögur stór skotmörk í kringum borgina. Eldtungumar, sem teygðu sig upp frá því skotmarki sem mest eldhaflð varð á, vom farnar að dvína í birtingu, en það virtist vera eldsneytisbirgðastöð eða verksmiðja suðvestur af borginni, næst aðalherbúðum júgóslavneska hersins á svæðinu. Þykkur hvítur reykur steig upp í tæran morgunhimininn frá skotmarkinu, sem serbneska lögreglan hindraði fjölmiðlafólk í að nálgast. Herstöð við bæinn Pec í vesturhluta Kosovo varð einnig fyrir sprengjum, að sögn albanskra heimiidarmanna. „Himininn var eitt eldhaf. Ég eyddi nóttinni í að vaða frá einum glugga til annars til að reyna að gera mér grein fyrir því hvar Reuters RÚSSNESKIR mótmælendur tjáðu fordæmingu sína á árásum NATO á Júgóslavíu í gær með því að brenna bandaríska fánann fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu. mannlegan harmleik," sagði Masa- hiko Komura, utanríkisráðherra Japans. „Sagan hefur kennt okkur, að standi maður hjá og geri ekkert, geldur maður þess síðar meir miklu dýrara verði,“ hafði BBC eftir ástr- alska forsætisráðherranum John Howard. Austurríkismenn Ioka lofthelgi sinni Leiðtogar Evrópusambandsins (ESB), sem staddir voru allir saman á fundi í Berh'n, gáfu út sameigin- lega yfirlýsingu þar sem Milosevic Júgóslavíuforseti er gagnrýndm- fyrir harkalegar aðgerðir serb- neskra öryggissveita gegn albönsk- um íbúum Kosovo-héraðs. Evrópa (les: Evrópusambandið) gæti ekki staðið aðgerðalaus hjá á meðan mannlegur harmleikur ætti sér stað við túnfót þess. En þar sem fjögur hlutlaus ríki eru innan raða ESB, við hlið 11 NATO-þjóða, var í yfirlýsingu leið- toganna ekki gengið svo langt að lýsa beinlínis yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir NATO. Austur- ríkismenn skáru sig úr með því að gefa út yfirlýsingu þess efnis að lofthelgi Austurríkis væri lokuð fyr- ir flugvélum NATO þar sem ekki lægi fyrir umboð öryggisráðs Sa- meinuðu þjóðanna sem heimilaði að- gerðimar gegn Júgóslavíu. Stjóm- arskrá landsins meinaði ríkisstjóm- inm að bregðast öðmvísi við en með þessum hætti. I gær hvatti austurríska stjómin til þess að hlé daginn áður en árás- unum yrði haldið áfram yrði nýtt til að reyna á ný að komast að friðsam- legu samkomulagi við stjómvöld í Belgrad. Hin hlutlausu ríkin í ESB, írland, Svíþjóð og Finnland, vom varkárari í viðbrögðum sínum en Austurríki. írska blaðið The Irísh Times hafði eftir Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, að „NATO-árásimar [væru] ekki að öllu leyti gmndvall- aðar á alþjóðalögum," en hún sagð- ist skilja hinn pólitíska vanda, þar sem Milosevic væri „óútreiknanleg- ur einræðisherra sem vill ekki gefa þumlung eftir“. Athugasemdir leiðtoga Irlands og Finnlands við drög að Kosovo- ályktun ESB-leiðtoganna urðu að sögn Irish Times til þess að þeim var breytt þannig að tilvísanir til NATO vom strikaðar út. Áhyggjum lýst í Ijölmiðlum Viðbrögð evrópskra fjölmiðla við árásunum vom blendin. Leiðarahöf- undar lýstu áhyggjum af afleiðing- um árásanna. Skrif þeirra endur- spegla þá siðferðilegu klemmu sem leiðtogar Vesturveldanna era lentir í vegna Kosovo-deilunnar, en flestir vora á því að erfitt væri að spá fyrir Ottasleginn almenningur þorir ekki út fyrir dyr Reuters ALMENNINGUR í Júgóslavíu stendur í biðröðum fyrir utan verslanir og hamstrar brauð. FYRSTA SPRENGJUNÓTTIN sprengjumar væm að lenda,“ sagði 19 ára gamall Kosovo- albanskur piltur, Mimosa að nafni, en hann býr í fbúðablokk nærri stórri birgðastöð júgóslavneska hersins í vesturhluta Pristina. Rafmagn rofnaði í allri Pristina tíu minútum eftir að fyrsta NATO- stýriflaugin kom niður utan við borgina í fyrrakvöld. Ekki var Ijóst hvort rekja mætti rafmagnsleysið beint til sprenginganna eða hvort yfirvöld hefðu rofið rafmagnið. I dögun var rafmagn aftur komið á í flestum hverfum borgarinnar, en vatnsveitan virtist vera í lamasessi. Skemmdarvargar á kreik Fjöldi kaffihúsa og búða og einkarekin læknastofa í eigu Kosovo-AIbana urðu fyrir árásum skemmdarvarga um nóttina. Rúður vom brotnar, hand- og/eða eldsprengjum var varpað inn á staðina og innanstokksmunir skildir eftir í molum úti á götu. Heimildarmenn í röðum Kosovo- Albana greindu frá því að viðlíka árásir hefðu verið gerðar í bænum Djakovo í suðurhluta héraðsins og í Pec í vestri. Þeir sögðu einn mann hafa verið skotinn til bana af æstum múg f Djakovo er hann sté út úr húsi sínu. um afleiðingar árásanna til lengri tíma litið. I mörgum forystugreinum var lýst áhyggjum af því að átökin gætu breiðzt út. Allnokkrir leiðarahöf- undar drógu í efa að árásimar hefðu tilætluð áhrif á Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta, þ.e. að þvinga hann til að sýna samnings- vilja á ný, hvað þá að þær yrðu til að binda enda á vopnuð átök Serba og Kosovo-Albana. Rússneskir fjölmiðlar sögðu árás- imar til marks um að Vesturveldin litu ekki lengur á Rússland sem stórveldi. „Þetta er enn ein staðfest- ing þess, að Vesturlönd hafa um langa hríð ekki tekið Borís Jeltsín [forseta] alvarlega,“ sagði í við- skiptafréttadagblaðinu Kommer- sant. Leiðarahöfundur þess bætti við: „Og það h'tur út fyrir að þess sé skammt að bíða að Jevgení Príma- kov [forsætisráðherra] verði heldur ekki tekinn alvarlega." Belgíska blaðið Le Soir benti á kjarnann í vanda Vesturveldanna. NATO hefði staðið frammi fyrir val- inu á milli kólem og plágunnar. Hver niðurstaðan yrði væri óljóst, en NATO hefði tekið rétta ákvörð- un með því að velja „plágu“ loft- árása í því skyni að reyna að binda enda á þjóðemishreinsanir Serba gegn Kosovo-AIbönum. Franska blaðið Le Figaro sagði að nú væri meira í húfi fyrir banda- lagið en nokkra sinni, þar sem það hefði áður þurft að borga það dýra verði að slá því á frest að hrinda gefnum hótunum í framkvæmd. „Þegar NATO tekur fetið frá fæl- ingu yfir í hemað veltur allt okkar kerfi sameiginlegra vama yfir í hið óþekkta (...) Hættan á allsherjar- eldsvoða á Balkanskaga er mjög nærri,“ sagði Le Figaro. Þýzk dagblöð lýstu stuðningi við árásirnar, með allnokkram iyrirvör- um þó. Öll benda þau á þá athyglis- verðu staðreynd, að þetta er í fyrsta sinn sem þýzki herinn tekur þátt í árásaraðgerð frá því í síðari heims- styrjöldinni. Svissneska blaðið Neue Zurcher Zeitung sagði: „Hver sá sem trúir því núna að hægt sé að þvinga Milosevic til eftirgjafar með fáein- um loftárásum - eins og dugði á Bosníu-Serba þegar dró að lokum stríðsins í Bosníu-Herzegóvínu sumarið 1995 - kann að lenda í því að hafa misreiknað sig alvarlega." I Grikklandi, sem hefur frá fomu fari haft náin tengsl við Serbíu þar sem íbúar beggja landa era grísk- kaþólskrar trúar, lýsti dagblaðið Vima yfir: „Vanhæfi Evrópu til að mynda eigin afstöðu til þess hvemig leysa eigi deilur í álfunni liggur nú fyrir.“ Tyrkneskir fjölmiðlar fögnuðu árásunum sem átaki til vamar kúg- uðum trúbræðram Tyrkja. Margir íbúar óttast að átökin leiði til hatrammra skæra milli íbúa af serbnesku og albönsku ætterni. Serbar í Kosovo eru nú aðeins um tíundi hluti íbúanna. Enn sem komið er hefur það versta ekki rætzt, en vitni greindu frá því að aðalskrifstofur Ibrahims Rugova, leiðtoga hófsamra Kosovo-Albana, hefðu verið brenndar til kaldra kola. Fyrstu stýriflaugarnar komu til jarðar um kl. 19:50 að staðartíma og virtust koma í þremur bylgjum fram til kl. 1 eftir miðnætti. Hávaðinn af sprengingunum var gífurlegur. „Ég hélt að helmingur borgarinnar hefði verið sprengdur í tætlur. Þegar ég vaknaði um morguninn var ég stórhissa að sjá að húsin stóðu eun,“ sagði hin 42 ára gamla Hajriija, íbúi í norðurhluta Pristina. Fáir sáust á ferli á götum borgariimar í gær. Bakarí voru lokuð. „Flestir keyptu brauð í gær. Hveijum og einum voru skömmtuð fjögur brauð, svo að margir fóru úr einu bakarú í annað og sendu börnin út af örkinni til að hamstra," sagði kosovo-albönsk húsmóðir í vesturhluta Pristina í símaviðtali. „Við höidum okkur heima. Við höfum ekki hugsað okkur að fara fet,“ sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.