Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJtSMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Stjórnarflokkarnir halda meirihluta sínum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Sjálfstæðisflokkur 41,3% en Samfylkingin 33,5% SAMKVÆMT þjóðmálakönnun, sem Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morg- unblaðið, myndu 41,3%, úr hópi þeirra sem af- stöðu taka, kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 33,5% Samfylkinguna, 16,3% Framsóknarflokkinn, 6,3% Vinstrihreyfinguna - grænt framboð og 2,5% Frjálslynda flokkinn. Könnunin fór fram dagana 18. til 24. mars og var úrtakið 1.500 manns 18 ára og eldri um land allt. I úrtaki Félagsvísindastofnunar voru 1.500 ! j^^ianns en 1.024 svöruðu og er svarhlutfallið tæp b9%. Hringt var í 18 ára og eldri kjósendur um allt land. í síðustu könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var í nóvember sl., fékk Framsóknar- flokkurinn 19,7%, Sjálfstæðisflokkurinn 44,8%, Samfylkingin 16%, Frjálslyndi flokkurinn 3,7% og Vinstrihreyfingin 2,8%. Frá síðustu könnun hafa Samfylkingin og Vinstrihreyfingin styrkt stöðu sína á kostnað stjórnarflokkanna. Samfylkingin sterk meðal kvenna Samkvæmt könnuninni á Sjálfstæðisflokkur- inn meira fylgi meðal karla en kvenna. 46% karla ætla að kjósa flokkinn, en 36,4% kvenna. 39,5% kvenna ætla að kjósa Samfylkinguna, en 28,1% karla. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 26,6% fylgis meðal kjósenda eldri en 60 ára, en yfir 40% stuðnings í öðrum aldurshópum. Samfylk- ingin nýtur hins vegar 39,4% stuðnings meðal elstu kjósendanna, en 29,2% meðal yngsta ald- urshópsins. Fylgi flokkanna er misjafnt eftir búsetu manna og þannig er fylgi Framsóknarflokks 26,7% á landsbyggðinni en 9,6% í Reykjavík sem er litlu meira en fylgi Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs sem hefur þar 8,3% fylgi. Frjálslyndi flokkurinn hefur 3,9% fylgi á lands- byggðinni en 0,4% í Reykjavík, fylgi Samfylk- ingarinnar er tiltölulega svipað í Reykjavík og Reykjanesi þar sem það er 38% og 35% og 28,2% á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi í Reykjanesi, 47,1%, 42,8% í Reykjavík og 35,3% á landsbyggðinni. Bláfjöll Slasaðist á dekkja- slöngu UNGLINGSPILTUR var flutt- ur á slysadeild með sjúkrabif- reið eftir slys í Bláfjöllum um klukkan 14 í gær. Hann meidd- ist á höfði og hrygg, en meiðslin gáfu ekki tilefni til innlagnar á sjúkrahús. Pilturinn var að renna sér á stórri dekkjaslöngu utan hefð- bundinna skíðaleiða ásamt fjórum öðrum krökkum þegar slangan rann upp á malarveg og sprakk á grjóti með fyrr- greindum afleiðingum. Starfsmenn Bláfjalla höfðu vísað krökkunum frá sjálfu skíðasvæðinu er þeir birtust með dekkjaslönguna, enda eru þær bannaðar á skíðasvæðum. Burðarás kaupir 11% 1IJA Kaupverðið um 650 millj- ónir króna BURÐARÁS hf. hefur keypt 11% hlut í Útgerðarfélagi Akureyringa og er eignarhlutur hans nú um 31% en fyrir átti Burðarás um 20%. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var kaupverðið um 650 Vopnað rán framið í söluturni VOPNAÐ rán var framið í sölutum- inum Bláhorninu á Smiðjuvegi á tólfta tímanum í gærkvöld. Barst lögreglunni í Kópavogi tilkynning um ránið klukkan 23.25 og var hafin leit að ræningjanum. Tvær stúlkur voru við afgreiðslu í sölutuminum og ógnaði ræninginn þeim með hnífi og hafði á brott með sér peninga, en ekki var ljóst hversu mikla. Stúlk- úrnar gátu lýst ræningjanum, sem er rúmlega tvítugur að aldri og um 168 cm á hæð. Var hann með græna húfu og klút fyrir andliti og bar sól- gleraugu. Hann var klæddur í dökka peysu og gallabuxur. Lögreglan hóf leit strax, en hafði ekki náð honum um miðnættið í gær- kvöld. -----♦♦♦------ Enn ósamið í Moskvu 'SAMNINGAR hafa enn ekki tekist um veiðar íslendinga í Barentshafi, en viðræður um þær standa nú yfir í Moskvu milli íslands, Noregs og Rússlands. Vonir stóðu til þess að samningar yrðu undirritaðir í gær, en að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra hefur ekki tekist fcð leysa öll ágreiningsmál. Morgunblaðið/Kristinn Skólablað Fjölbrauta- skóla Vesturlands Tony Blair sendi bréf BRÉF frá Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, verður meðal efnis í næsta tölublaði Ennismána, skóla- blaðs nemendafélags Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi, sem kemur út 21. aprfl nk. Ritstjórnin skrifaði bréf með nokkrum vel völd- um spumingum til Blair, Wflliams Bretaprins, Clinton Bandaríkjafor- seta, Viktoríu Svíaprinsessu, Rowan Atkinsons leikara og Jean Paul Gaultier tískuhönnuðar. Blair var sá eini sem svaraði í eigin persónu en að auki fékk ritstjórn Ennismána kæra kveðju frá William Bretaprins í gegnum ritara hans. Blair svaraði fjórum spurningum sem fyrir hann voru lagðar af rit- stjórn Ennismána: Hvernig er að vera einn af valdamestu mönnum heims? Hvenær fékkst þú áhuga á pólitík? Hvernig hefur ferillinn þró- ast? Hver eru framtíðaráform þín? Ritstjórarnir neituðu að upplýsa Morgunblaðið um svörun. ■ Bréf/2B ISAL með 2,1 milljarð í hagnað eftir síðasta ár HAGNAÐUR ÍSAL nam 2.146 milljónum króna á síðasta ári, fyrsta rekstrarárið eftir fulla stækkun álversins, sem er 11% aukning frá árinu 1997 er hagnað- ur fyiirtækisins nam 1.940 milljón- um króna eftir skatta. Að _ sögn Rannveigar Rist, forstjóra ISAL, er þetta besta afkoma ÍSAL frá upphafi. Rannveig segist vera mjög ánægð með afkomu ÍSAL á síðasta ári, þá sér í lagi með tilliti til þess að heimsmarkaðsverð á áli hafi lækkað um 15% á árinu auk þess sem verk- smiðjan lenti í orkuskerðingu á síð- asta ársfjórðungi og slökkva þurfti á um 50 kerjum af 480. Á síðasta ári lækkaði meðalverð á áli úr 1.700 dollurum á tonnið í 1.450 doliara á tonnið. I ár er spáð enn frekari verðlækkunum á áli og að sögn Rannveigar er því spáð að meðalverðið verði um 1.200 dollar- ar á tonnið. Alls voru framleidd 162.360 tonn af áli hjá ISAL á síðasta ári saman- borið við 123.562 tonn árið 1997. Seld voru 159.534 tonn en árið 1997 voru seld 123.356 tonn af áli frá ÍSAL. ■ Besta/18 milljónir króna. Með kaupunum er Burðarás langstærsti hluthafinn í ÚA. Að sögn Friðriks Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Burðaráss, keypti félagið bréfin meðal annars af Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins auk fleiri aðila. Aðspurður segir Friðrik að Burðarás muni eiga bréfin áfram þar sem félagið telji ÚA áhugaverðan fjárfestingarkost. „Okkur finnst áhugavert til fram- tíðar að eiga stærri hlut í félaginu og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað hjá UA og hefur gengið vel.“ Fyrr í þessum mánuði keypti FBA ríflega 6% hlut í ÚA af Bún- aðarbanka Islands. Hluturinn var í eigu Búnaðarbankans, viðskipta- vina bankans og sjóða í vörslu hans. Kaupverðið var 357,5 milljón- ir. Eftir sölu FBA til Burðaráss er hlutur FBA í ÚA kominn niður fyr- ir þau 5% mörk sem tilkynna ber til Verðbréfaþings Islands. Alþingi frestað fram yfir kosningar ALÞINGI Islendinga var frestað í gær fram yfir alþingis- kosningar 8. maí nk. Síðasta verk þingsins var að samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á kjördæmaskip- an. Níu þingmenn munu nú láta af þingmennsku og meðal þeirra sem kvöddu samstarfs- menn sína voru þeir Ragnar Arnalds, sem lætur af þing- mennsku eftir 32 ár, og Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, sem setið hefur á Alþingi frá árinu 1971.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.