Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MINNINGAR BRAGI AGNARSSON + Bragi Agnars- son, Hæðar- garði 33, Reykjavík, fæddist á Fremsta- gili í Langadal í Austur-Húnavatns- sýslu 13. nóvember 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 17. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Agnar Bragi Guð- mundsson, bóndi á Fremstagili, f. 10. okt,. 1875, d. 2. des. 1953, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 18. maí 1878, d. 23. feb. 1947. Bragi var næstyngstur í níu systkina hópi og eru öil systkini hans látin. Hinn 28. nóvember 1942 kvæntist Bragi Steinunni Jóns- dóttur frá Hellissandi, f. 19. júní 1916, d. 19. desember 1994. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Viggó, flugQarskiptamaður, f. 4. nóvember 1942. Kona hans er Hulda Lilliendahl og eiga þau tvö börn, Hildi og Karl. Viggó á tvö börn af fyrra hjónabandi, Orra og Völu. 2) Brynjar Örn, prentari, f. 16. júlí 1944. Kona hans er Jóhanna Kjartansdóttir. Þau eiga ]>rjú börn, Sigríði Erlu, Agnar Braga og Steinunni Ósk. 3) Heiðar Þór, vélfræðing- ur, f. 14. júní 1947. Hann á tvo syni, Július Steinar og Hjalta Þór. 4) Hilmar, kennari, f. 5. ágúst 1948. Hann á tvo syni, Óliver og Ge- org. 5) Iris Harpa, skrifstofumaður, f. 9. september 1950. Maður hennar er Gunnar Bernburg, skrifstofumaður. Þau eiga eina dótt- ur, Ingu Bimu. 6) Agnes, fréttastjóri, f. 19. september 1952. Hún á tvö börn, Sunnu og Sindra. Fyrir hjóna- band átti Bragi einn son með Sæbjörgu Jónasdóttur, Erling, klæðskera, f. 27. júní 1938. Kona hans er Ragnheiður Jóns- dóttir og eiga þau þijú börn, Björgu, Ingimar Örn og Auði Jónu. Af fyrra hjónabandi á Er- ling tvö börn, Guðbjörgu og Ad- oif Inga. Bragi stundaði nám við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk farmannaprófi þaðan 1942. Hann starfaði um árabil sem stýrimaður og skipstjóri hjá Eimskip. Eftir að hann kom í land vann hann við ýmis störf, en lengst af sem rannsóknar- maður hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Utför Braga fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hið innra var máttugt og auðugt og hlýtt, hið ytra var hrufótt og stórt og grýtt. (M. Joch.) Mér er minnisstætt er ég hitti tengdaföður minn, Braga Agnars- son, í fyrsta sinn. Hann var fremur hranalegur í fasi og tortrygginn á svip. Handtakið var þétt, augna- ráðið hvasst. Eg fékk ákafan hjart- slátt og mér leist ekki meira en svo á blikuna. Mér lærðist fljótlega að það tók tíma að komast að honum og að hann var ekki allra. Hann var afar hreinskilinn og lá ekki á skoð- unum sínum, enda vissi ég alltaf hvar ég hafði hann. En mér lærðist líka að undir hrjúfu yfirborðinu var Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfínu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Js--------------------------- heiðarleg og hlý manneskja sem bjó yfír dýrmætum kostum. Með tímanum urðum við vinir og nutum oft ánægjulegra stunda við sam- ræður um menningu, stjómmál og ýmislegt fleh-a. Eflaust hefur bakgmnnur Braga ráðið einhveiju um lífsskoðanir hans. Hann fór 15 ára unglingur úr sveitinni til Reykjavíkur og vann hörðum höndum fyrir sér á sjó og landi sem verkamaður og síðar stýrimaður. Þetta vom áratugir mikilla þjóðfélagsbreytinga og framfara sem ekki náðust baráttu- eða átakalaust. Bragi var gæddur ríkri réttlætiskennd, hann var fé- lagshyggjumaður og lét sig málefni launþega varða, bæði til sjós og lands. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og hjarta hans sló vinstra megin í stjómmálum, með þeim sem minna mega sín, en aðrir fengu það óþvegið ef svo bar undir. Bragi var fagurkeri sem kom vel fram í ást hans á klassískri tónlist og mynd- list og þekkingu hans og áhuga á bókmenntum. Þetta kom reyndar einnig vel fram í klæðaburði hans því hann var einstakt snyrtimenni og naut þess að vera ævinlega svo vel og smekklega klæddur að at- hygli vakti. Bragi kynntist Steinunni eigin- konu sinni eina sumamótt á Siglu- firði 1939 er hún var þar í sfld og hann á síldarbáti í landlegu. Það ástarævintýri leiddi til hjónabands 1942 og saman eignuðust þau sex böm en fyrir átti Bragi einn son. Þau Steina bjuggu heimili sitt lengst af í Hólmgarði 35 í Reykja- vík og þaðan eiga fjölskyldan og vinir verðmætar minningar. Bragi fékk sinn skammt af mótlæti í líf- inu. Hann barðist við ýmsa illvíga sjúkdóma frá miðjum aldri en fór ævinlega með sigur af hólmi, enda þrautseigjan honum í blóð borin. Stærsta áfallið var missir Steinu en hún lést í desember 1994. Þrátt fyrir hinar miklu þjáningar sem hann mætti þar lét hann ekki bug- ast og með miklum innri styrk tókst honum á aðdáunarverðan hátt að horfast í augu við sorgina og laga sig að breyttum aðstæðum. Síðustu árin bjó hann í þjónustuí- búð fyrir aldraða í Hæðargarði 33 og undi þar hag sínum vel. Hann fékk heilablæðingu 5. mars sl. og var fluttur á Sjúkrahús Reykjavík- ur þar sem hann lést tæpum tólf dögum síðar. Loks ert þú liðinn, land er nú tekið, höfninni náð bak við helsins flóð. Höggvið er rjóður, hnigin er til jarðar sú eik, sem lengst og styrkast stóð. (Einar Ben.) Með tengdaföður mínum er genginn mætur maður sem nú er kvaddur með virðingu og söknuði. Eg vil að leiðarlokum þakka sam- ferðina. Honum liðnum fylgja frið- arkveðjur mínar. Huida Lilliendahl. Það var svo skrítið að heyra hingað til Noregs að hann afi minn væri að deyja. Eg vissi að hann hafði búist við því að þetta myndi gerast fljótlega en ég gat bara ekki ímyndað mér að það væri satt. Eg trúði þessu ekki almennilega fyrr en ég kom til landsins og heimsótti hann á spítalann. Þegar mamma hringdi í mig hingað í skólann og sagði mér hvað hafði gerst vissi ég auðvitað að hún var ekki að segja ósatt en þetta var bara svo óraun- venilegt. I jólafríinu þegar ég var heima á Islandi í rúman mánuð hitti ég afa að minnsta kosti fjórum sinnum í viku, því hann kom svo mikið til okkar í Hvassaleitið og ég bara gat ekki ímyndað mér þegar ég fór aft- ur út, að næst þegar ég kæmi heim væri þar enginn afi. Að vísu náði ég að hitta hann lifandi á spítalanum þegar ég kom heim í nokkra daga núna fyrr í mánuðinum, en hann var meðvitundarlaus allan tímann, þar til hann dó. Það var alltaf gott samband á milli okkar í Kiummahólunum og ömmu og afa í Asparfelli. Frá því ég man fyrst eftir mér fórum við Sindri oft þangað í heimsókn, bæði með og án mömmu, og þar var alltaf hægt að finna eitthvað að gera. Eitt af því sem var í mestu uppáhaldi hjá okkur systkinunum var að leika okkur í gula stólnum hans afa og stundum fékkst hann meira að segja til að snúa okkur svo við gætum setið í stólnum og snúist á sama tíma. Þegar afi og amma voru í mánuð í Þýskalandi hjá mömmu, Sindra og mér, fyrir næstum því níu árum, kynntist ég þeim líka eiginlega á annan hátt en áður. Þá bjuggum við saman og gerðum flesta hluti saman, allt frá því að fara að versla eða í sund í Netphen, eða „Neften“ eins og þau kölluðu það, til þess að leika okkur á hoppunni úti á bílaplani. Það var ekki síður skemmtilegt að ferðast með afa og ömmu í Þýskalandi. Sérstaklega man ég eftir nokkurra daga ferð sem við fórum í til Suður-Þýskalands og mamma keyrði allan tímann. Við fórum til borga eins og Dinkels- búhl, Rothenburg, Nördlingen og Augsburg og afí lék á als oddi allan tímann. Honum þótti svo gaman að skoða gömlu miðbæjarkjamana í þessum bæjum og kirkjumar, borða góðan mat á eldgömlum veit- ingahúsum, drekka freyðandi bjór og fylgjast með mannlífinu. En þegar að því kom að hlaupa upp á virkisveggi og tuma, kusu afi og amma að fá sér sæti í forsælunni og fylgjast með okkur hinum úr fjarska. Eftir að amma dó og afi fluttist úr Breiðholtinu heimsótti ég hann ekki jafnmikið því það var lengra í burtu. En sambandið slitnaði þó aldrei því hann kom bara oftar í heimsókn til okkar og við töluðum saman í síma. Og fyrir tæpum tveimur ámm fóram við svo saman til Portúgal í þriggja vikna sumarfrí, afi, mamma, Sindri og ég. Það var eig- inlega þá sem ég tók eftir því að hann var að verða gamall, en ég sá líka að hann gat samt auðveldlega notið lífsins. Hann treysti sér ekki í ferðirnar sem við fóram í, eins og skútusiglingu og jeppasafarí og átti orðið erfitt með gang en ég man ekki eftir að hafa hitt annan jafn sólelskan mann. Þegar ég vaknaði á morgnana var hann venjulega löngu kominn út í hótelgarðinn í sólbað og hann gat legið þar tímun- um saman. Þar sem hann kom svona snemma út náðu hann eða Sindri, sem alltaf var að hjálpa afa og hljóp þess vegna oft með hand- klæði út í.garð fyrir hann, alltaf einni sólhlíf fyrir fjölskylduna sem var eins gott því annars hefði afi getað brannið flla. Ein skondnasta sagan úr þessari ferð var líka tengd sólhlífum. Ég og mamma fóram til Lissabon í tvo daga og Sindri og afi pössuðu hvor annan á meðan. Þegar við komum til baka töluðu þeir hvor í kapp við annan og vildu báðir segja okkur frá stríðinu sem þeir höfðu unnið. Það var ein kona í hótelgarðin- um sem safnaði alltaf að sér heilu þorpunum af sólhlífum. Einn morguninn þegar þeir vora búnir að koma sér fyrir skruppu þeir að- eins í burtu frá stólunum, ég held til þess að fá sér morgunverð, og þegar þeir komu til baka var sól- hlífin þeirra horfin. En Sindri þekkti aftur sólhlífina þeirra afa í sólhlífaþorpi dagsins og þeir fóra þangað og töluðu við „bæjarstjóra- frána“ eins og við kölluðum hana en hún var ekkert á því að skila sólhlífinni. Eftir nokkurt þref fengu þeir sólhlífina þó til baka og þar með var stríðið unnið. Þegar þeir vora báðir svona ákafir að segja frá þessu vora þeir eins og tveir litlir strákar en ekki eins og afi og dóttursonur. Þetta var eitt af því sem var svo frábært við hann afa minn, þótt hann eltist og tapaði heym var hann alltaf lífs- glaður. Það verður skrítið að koma heim í Hvassaleiti og búa þar án þess að afi komi í heimsókn og ég get ekki alveg ímyndað mér hvemig það verður. Það verður líka skrítið að setjast niður til að skrifa póstkort og skrifa ekki til hans. En það er eitt sem víst er að hans verður sárt saknað í Hvassaleitinu og annars staðar. En minningamar á ég þó alltaf og ég vona bara að hann afi minn hafi það gott hvar sem hann er núna, og að kannski sé hann aft- ur með ömmu Steinu. Sunna Viðarsdóttir. Elsku afi. Daginn fyrir tvítugsaf- mælið mitt var hringt heim og okk- ur tjáð að þú hefðir fengið heila- blæðingu og að það næðist ekkert samband við þig. Þá strax gerðum við okkur grein fyrir því að nú væri allt búið og nú tæki aðeins við biðin þar til þú yrðir tilbúinn til að fara. I minningunni ert þú rosalegt glæsimenni, þú hugsaðir vel um hvernig þú leist út og vildir hafa allt snyrtilegt og skipulagt í kring- um þig. Ég man t.d. eftir því hvað öllu var skipulega raðað á skrif- borðinu þínu og ef skúffurnar vora opnaðar þá var þar allt einnig í röð og reglu. Það var alveg umtalað hvað þú værir fínn og myndarlegur maður. Það er mér ofarlega í minni þegar ég var 14 ára og var eitt sinn úti í Hólagarði með vinkonu minni. Ég sá þig þar og hljóp til þín og talaði við þig. Þegar við höfðum kvaðst hafði vinkona mín orð á því hvað þú værir myndarlegur maður. Þegar ég var lítil þurfti ekki að kaupa sippuband handa mér því þú tókst þig bara til og bjóst það til handa mér. Það var einhvers konar kaðall sem þú skarst niður eftir því hvað ég þurfti að hafa hann langan og bræddir svo endana til að hann myndi ekki rakna upp. Mig skorti aldrei neitt ef þú gast bjargað því eins og þegar ég var alveg sjúk í að eignast hest, þá bjargaðir þú, gamli hestamaðurinn, því og gafst mér gyllta hestastyttu og sagðir mér að þar með væri ég búin að eignast hest. Þú áttir það líka til að koma mér á óvart, eins og þegar ég sýndi þér að ég væri búin að fá mér „tattoo", þá varstu rosalega ánægður með það og vildir ólmur fá að koma við það. Þetta vora ekki viðbrögðin sem ég bjóst við frá þér. Ég hélt þér myndi engan veginn lítast á þetta uppátæki mitt. Hér með kveð ég þig, elsku afi, og ég ætla að láta fylgja með bæn sem amma fór oft með með mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (S. Jónsson frá Presthólum) Ég veit, elsku afi minn, að þú þjáist ekki lengur og þér líður vel núna. Ég veit líka að nú erað þið amma saman eins og ykkur líður best. Ég kveð þig, afí mlnn, og þakka þér allt sem þú varst mér. Þín Inga Birna. Hérna sit ég og hugsa um hann afa Braga. Hugsa um þann morgun þegar ég var vakin með þeirri frétt að afi Bragi væri kominn á spítala og myndi sennilega ekki fara þaðan út aftur. Dagamir m'ðu svo dimmir og langir við þessa fregn að manni leið eins og tíminn stæði bara í stað. En síðan einn drangalegan og kaldan skóladag var ég vakin upp með þeirri frétt að afi Bragi væri farinn fyrir fullt en ekki allt, því hann á alltaf eftir að vera til staðar í hjörtum okkar og passa okkur. Og nú er hann farinn til ömmu Steinu og þau geta alltaf verið saman. En ég var glöð yfir því að ég hafði kvatt hann og kysst bless. Það var auðvitað erfitt að kyssa hann bless í síðasta sinn, því mér þótti svo vænt um hann. En minningarnar sem ég á um afa Braga era góðar. Ég man eftir ömmu Steinu og afa Braga í Aspar- fellinu. Það var alltaf jafn gaman og spennandi að koma þangað í heimsókn. Allt var svo gott og hlýtt. 011 munum við eftir dótinu heima hjá ömmu og afa. Við urðum alltaf svo glöð þegar við gátum komist í að leika okkur með svona skemmtilegt dót. Eins man ég eftir því þegar Fannar Freyr, litli frændi minn, benti á auglýsingaskiltið frá Kent- ucky Fried og kallaði upp yfir sig: „Aíi' Afi!“ Þetta fannst öllum voða fyndið, því í rauninni var afi Bragi ekkert ósvipaður manninum í aug- lýsingunni. Hann afi Bragi var ein sú yndis- legasta perla sem hugsast getur. Hann var bara alltaf svo góður. Það verða margir sem eiga eftir að sakna hans afa Braga og ég er strax byrjuð að sakna hans. En amma Steina á öragglega eftir að taka vel á móti honum afa og núna líður þeim vel saman, því pabbi, ír- is, Agnes, Hilmar, Heiðar, Viggó og Erling vaka saman yfir okkur. Steinunn Ósk Brynjarsdóttir. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. Núertuafþeimborinn hin allra síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. Með tryggð til máls og manna ámátthinsgóðaogsanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. I æðri stjórnar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Guð blessi lífs þíns brautir, þitt banastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir. Aðhjartasérvormóðir þig vefur fast og veitir frið. Eg fann á þínum dánardegi, hve djúpt og staðfest lífs vors ráð. Eg sá á allrar sorgar vegi er sólskin til með von og náð. Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. (Einar Ben.) Elsku afi. Þín er sárt saknað. Orri, Vala, Hildur og Karl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.