Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Kristinn FJALAR Hauksson, Inga Þóra Ingvarsdóttir og Jón Arni Helgason úr MH blaða í skrudd- um fyrir keppnina. HJALTI Snær Erlingsson, Morgunblaðið/Ásdís Sverrir Guðmundsson og Arnar Þór Stefánsson keppa í kvöld fyrir MR. Urslit spurningakeppninnar Gettu beturílkvöld ÚRSLITAKVÖLD spurningakeppni fram- haldsskólanna Gettu betur er í kvöld. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð og Mennta- skólans í Reykjavík há einvígi kl. 21.30 í Sjón- '' varpinu, og eru það sömu tveir skólar og kepptu til úrslita um farandverðlaunagripinn ^HIjóðnemann í fyrra og árið þar áður. Sjónvarpað verður beint frá keppninni og þar sem alltaf hefur verið yfírfullt á úrslita- kvöldinu seinustu ár fer hún fram í Valsheim- ilinu og ættu allir að geta fengið sæti. Bæði liðin sigurviss Eru bjartsýn og afslöppuð Undirbúningur stóð sem hæst hjá keppn- isliðunum í gær. Fyrir hönd MH er Inga Þóra Ingvarsdóttir að keppa í fjórða sinn, Fjalar Hauksson í annað sinn og Jón Arni Helgason er nýliðinn í hópnum. Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur aldrei hreppt bikarinn og sagði Fjalar að nú væri kominn tími til, enda hefðu þau unnið vel til þess og væru komin í úrslit í þriðja sinn. „Það er erfítt að segja til hvemig fer, en við erum ákveðin í því að vinna,“ sagði Fjalar í samtali við Morgunblaðið. „Við tökum þessu samt mátulega alvarlega, lokum bókunum kvöldið áður, sofum vel og tökum það rólega keppnis- daginn með þvi að fá okkur eitthvað gott að borða.“ Fjalar segir kepphistímabilið hafa verið mjög skemmtilegt og fróðlegt. „Við höfum lesið á hverjum degi fyrir keppnina og ýtt skólalærdómnum alveg til hliðar.“ Liðsmenn sögðust vera að semja hernaðar- áætlun íyrir úrslitak\'öldið, „en hún er ekki gefín upp frekar en í öðrum orrustum," sagði Fjalar að lokum og sagði liðsmenn bjartsýna um sigur yfír MR-ingum. Sigurgangan er okkar! Lið Menntaskólans í Reykjavík er að verja bikarinn sjötta árið í röð. Sverri Guðmunds- syni, Hjalta Snæ Ægissyni og Arnari Þór Stefánssyni líst ljómandi vel á að keppa þriðja árið í röð við MH. „Við munum fara með sigur af hólmi. Ég hef trú á því að við séum með betra lið; við höfum reynsluna og sigurgangan er okkar!“ sagði Sverrir í samtali við Morgun- blaðið. „Við höfum allir mjög mikla reynslu sem skiptir miklu máli. Hjalti Snær keppir í fyrsta sinn, Arnar Þór í annað og ég í þriðja, en áður höfum við allir verið liðsstjórar sem kemst næst því að vera í liðinu. Liðsstjórarnir í ár eru Svanur Pétm-sson og Sverrir Teitsson og þeir munu að öllum líkindum vera í keppn- isliðinu næsta ár ásamt Hjalta Snæ, þar sem við Arnar Þór erum að útskrifast í vor.“ Sverrir segir það alltaf spennandi að vera í beinni útsendingu. „Það er ekki endilega erf- iðara, en hátíðlegm og menn passa sig kannski betur." - Finnið þið fyrir þiýstingi í skólanum á að þið verðið að vinna? „Við fmnum fyrst og fremst fyrir stuðningi, en auðvitað vill fólk sjá Hljóðnemann aftur í MR.“ - Hvernig myndi þér líða ef þið mynduð tapa í kvöld? „Það yrði frekar slæmt að stöðva sigur- gönguna, en það er margt verra sem getur komið fyrir mann en að tapa í Gettu betur.“ - En þið mynduð ekki fara út að skemmta ykkureftirá? „Jú, það verður svallveisla hjá okkur alveg sama hver úrslitin verða.“ 9{cttur^aíinn Smiðjuvegi 14, ‘Kópavojji, sími 587 6080 í kvöld og laugardags- kvöld leikur hinn frábæri Hilmar Sverrisson ásamt Önnu Vilhjálms Opió frá kl. 22—3 Borðapantanir í simum 557 9717 og 587 6080 Næturgalinn þar sem stuóió er og alltaf lifandi tónlist Vs ..............~.... ..................... JJ Riehard Gere ferðast vegna trúar sinnar LEIKARINN Richard Gere er án efa einn þekktasti búddisti í heimi. A dögunum var hann á al- þjóðlegri ráðstefnu í Nýju Delhí og átti góða stund með Ganden Tri Rinpoche, yfirmanni Gelug- skólans, er aðhyllist búddisma sem upprunninn er í Tíbet. Leik- arinn er hollur fylgismaður trú- arleiðtogans Dalai Lama og hef- ur margsinnis farið til Indlands vegna trúar sinnar. 00 StefánJökulsson á léltu nólimum Radisson SAS SagaHotel Reykjavík Klæðnaður í inn- kaupaferð kaupin ►í HEIMI fegurðar og tísku er enginn vettvangur þess eðlis að slaka megi á kröfum um gott útlit og huggulegan fatnað. Á ineð fylgjandi mynd sést ein prúðbúin dama sýna fram á það með því að ýta á undan sér fullri inn- kaupakörfu á tískusýn- ingu sem haldin var í París á dögunuin. Það er franski hönn- uðurinn Ines de la Fressange sem hannaði klæðn- aðinn. Hinn frábaeri dúett Blátt áfram leikur og heldur uppi fjörinu bæði föstudags- og laugardagskvöld. Tilvalinn staður fyrir uppákomur af öllu tagi. „Happy-hour" milli kl. 11 og 12 á föstudags- og laugardagskvöldum. íþróttaviðburðir í beinni útsendingu á breiðtjaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.