Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um framtíð íslensks vinnumarkaðs UMRÆÐA um vinnumarkaðinn snertir alla vinnandi menn en vinnumarkaðurinn tekur sífelld- um breytingum. Á ráðstefnunni voru menn sammála um að mikl- ar breytingar hefðu átt sér stað á vinnumarkaðnum á þessari öld, ekki síst undanfarin ár og að líkur væru á enn frekari breyt- ingum á nýrri öld. Þar kom einnig fram að íslenskur vinnu- markaður væri að mörgu leyti frábrugðinn vinnumarkaði í öðr- um löndum svo erfítt væri að bera þróun hans saman við þró- un í öðrum iöndum. Hins vegar væri ljóst að íslenskur vinnu- markaður væri á eftir öðrum Evrópulöndum hvað varðar þró- un að mörgu leyti. I erindi Maríu J. Ammendr- up, félagsfræðings og sérfræð- ings við Félagsvísindastofnun Háskóla Islands, kom fram að íslendingar hefðu einstaklega jákvætt viðhorf til vinnu og mikla vinnuhollustu í saman- burði við aðrar þjóðir. María vitnaði í niðurstöðu könnunar sem gerð var árið 1997 þar sem fram kom að 80% Islendinga myndu vinna áfram þótt þeir þyrftu þess ekki, þ.e. hefðu fjár- hagslega möguleika á að láta af störfum. Ekki var marktækur munur á svörum eftir kyni, aldri, menntun, starfsstétt, starfshlutfalli, hjúskaparstöðu eða búsetu. Sagði María að nið- urstöður sem þessar bentu til þess að ríkjandi lífsskoðun á Is- landi hvetti almennt til vinnu og að lögð væri áhersla á að kenna um mikilvægi vinnu í uppeldi barna. Aukin verkefnavinna og minna um æviráðningar María sagði líklegt að meðal þess sem helst myndi breytast á komandi árum, væri hollusta starfsmanna við fyrirtæki. Sagði hún það stafa af því að eldra starfsólk sem hefði mikla holl- ustu við fyrirtæki hyrfi senn af vinnumarkaðnum og stöðug tækniþróun, styttri vinnutími og aukin alþjóðavæðing gerði fólki kleift að hafa sveigjanlegri vinnu- tíma. Af þessum sökum yrði fólk sótt í auknum mæli í ákveðin verkefni og að því loknu héldi það sína leið. „Þetta getur verið hagkvæmt fyrír alla aðila og aukin starfs- mannavelta þarf ekki að vera slæm ef tiltekinn kjarni starfs- manna kýs að bindast fyrirtæk- inu. Þeir starfsmenn sem hafa Bæta þarf framleiðni og minnka yfírvinnu Fjölgun sérhæfðra starfa og fækkun al- mennra starfa, áhrif vinnutímatilskipun- ar Evrópusambandsins á íslenskan vinnumarkað og almenn spá um fram- tíðarhorfur á íslenskum vinnumarkaði voru til umræðu á ráðstefnu um vinnu- markaðsmál í gær. Ragna Sara Jóns- dóttir sat ráðstefnuna sem Félag stjórn- málafræðinga, Félagsfræðingafélag Islands og Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efndu til. ti-yggð við fyrirtæki verða því líklega verðmætari á nýrri öld, en þeir hafa hingað til verið,“ sagði María. Islendingar þurfa að draga úr vinnutíma sínum Man'a minntist á að vinnutími væri að styttast, en Lárus Blön- dal benti hins vegar á að laun- þegar á íslandi yrðu að draga úr vinnutíma sínum til þess að upp- fylla skilyrði vinnutímatilskipun- ar Evrópusambandsins. Áhrif vinnutímatilskipunarinnar á ís- lenskan vinnumarkað var um- fjöllunarefni Lárusar sem er vinnumarkaðsfræðingur og sér- fræðingur hjá Hagstofu Islands en tilskipuninni var hrint í fram- kvæmd á Islandi um áramótin 1996/1997. Sagði hann ljóst að til- skipunin myndi hafa umtalsverð áhrif hér á landi þótt erfítt væri að sjá nákvæmlega hvaða áhrif hún myndi hafa. Lárus benti á að vinnutími hérlendis væri langur og hlutfall þeirra sem vinna meira en 48 stundir á viku væri rám 40% hér- lendis, og það væri umtalsvert hærra en í öðrum löndum. Sagði hann að íslenskir launþegar treystu á yfii-vinnuna tO þess að ná upp laununum en launþegi á íslandi gæti unnið yfir 600 klst. af yfirvinnu á ári á meðan laun- þegar á hinum Norðurlöndunum gætu unnið um 200 klst. af yfir- vinnu, þar sem þak hefði verið sett á yfirvinnu. Sagði Lárus að breytingar yrðu að eiga sér stað hérlendis til þess að uppfylla skO- yrði tilskipunarinnar: „Aðilar vinnumarkaðarins, verkalýðs- hreyfingin og vinnuveitendur verða því að finna leið til þess að ná sömu eða aukinni framleiðni út úr færri klukkustundum en áður. En um leið þarf að tryggja launþegum sömu eða hærri heildarlaun en áður,“ sagði Lár- us. Kjarasamningar framtíðarinnar Hvað varðar framleiðni, er hún mun lægri á íslenskum vinnu- markaði en í öðrum löndum að því er kom fram í erindi Gunnars Páls Pálssonar, hagfræðings Verslunarmannafélags Reykja- víkur. Benti hann á að framleiðni í þjónustu væri t.d. 20% lægri á Islandi en í Danmörku. Það þarf því ekki að koma á óvart að dag- vinnulaun eru u.þ.b. 20% lægri hérlendis en í Danmörku og er sterk fylgni á milli launa og framleiðni, að sögn Gunnars Páls, en hann benti jafnframt á að framleiðni væri að aukast á ís- landi. Gunnai- Páll sagði að þörf fyrir verkalýðsfélög hefði verið að minnka og myndi minnka í fram- tíðinni, jafnframt sem hlutverk þeirra myndi breytast. Benti hann á kjarasamninga danskra verslunarmanna sem fælu í sér nýja hugsun sem þeir kaOa „að færa sig frá lágmarkslaunasamn- ingum til markaðslaunasamn- inga“. Með breytingunum hefðu þeir nánast fellt út launalið kjara- samninga sinna og vísað launaá- kvörðunum út til íyrirtækjanna, fellt út launataxta og ákvæði um launahækkanir. I staðinn væru komin ákvæði um hvemig launaá- kvarðanir skyldu teknar, laun- þegar skyldu eiga viðræður um laun við yfirmenn sína einu sinni á ári og við ákvörðun á launa- breytingum skyldi annarsvegar taka tillit tO markaðslauna sam- kvæmt launakönnunum og hins- vegai- til vinnuframlags, hæfni, menntunar, innihalds starfs og ábyrgðar. Gunnar PáH sagði að ef til vill fælist kjarasamningur framtíð- arinnar í því að fara svipaðar leiðir og danskir verslunarmenn með því að feOa niður árlegar launahækkanir og launataxta, en einungis kveða á um lágmarks- laun í kjarasamningum. Ef verkalýðshreyfingin vildi halda áfram á þeirri braut væri hlut- verk hennar að auka framleiðni, að láta stjórnun fyrirtækja koma sér við og að þróa launakerfi með tengingu við framleiðni- aukningu. INNLENT Vinnuskdli Rey kj anesbæj ar Laun 16 ára unglinga hærri en í Reykjavík LAUN 16 ára unglinga hjá Vinnu- skóla Reykjanesbæjar verða- 345,46 krónur á tímann næsta sumar. Ragnar Öm Pétursson, skólastjóri vinnuskólans, segir að þau séu því umtalsvert hærri en t.d. laun 16 ára unglinga hjá Vinnuskóla Reykjavík- ur sem eiga að fá 331 kr. á tímann. I bókun Reykjavíkurlistans vegna umræðna á borgarráðsfundi í fyrra- dag, sem greint var frá í Morgun- blaðinu í gær, segir m.a. að þau laun 16 ára unglinga séu hærri en gerist hjá 16 ára í öðmm sveitarfélögum. Segir Ragnai- það ekki rétt því ljóst sé að Reykjavíkurborg greiði ekki eins há laun og t.d. Reykjanesbær. Hann segir að hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar sé talsverður tími tekinn í fræðslu eins og víða í vinnu- skólum, t.d. varðandi fíkniefni, og sjái stjórn vinnuskólans ekki eftir því að greiða laun þótt tími sé tekinn tO fræðslunnar. Ragnar Örn segir laun unglinga hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar hærri næsta sumar en í fyrra og þau hafi verið látin fylgja hækkunum á vinnumarkaði. Þannig fái 14 ára ung- lingar 253,06 kr. á tímann og 15 ára 283,37 krónur. Laun 16 ára unglinga verða 345,46 kr. eins og áður sagði og segir Ragnai- að laun þeirra hafi verið 333,29 ki'. í fyrrasumar og því einnig hærri en laun 16 ára í Reykja- vík voru þá. --------------- Heimasíða Sjálf- stæðisflokksins á Vesturlandi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN á Vesturlandi hefur opnað heimasíðu þar sem upplýsingar eru um fram- boð sjálfstæðismanna í kjördæminu. Þar eru upplýsingar um fram- bjóðendur, kynning á málefnum, greinar ft-ambjóðenda, listi yfir for- menn félaga, félagsheimili o.s.frv. Jafnframt era þar upplýsingar um hvar hægt er að ná í kosningastjóra framboðsins á Vesturlandi. Slóðin er www.xd.is/vesturland. Á vefnum er möguleiki á að koma á framfæri fyrirspurnum og ábend- ingum til frambjóðenda. Ástfanginn Shakespeare á mbl.is MORGUNBLAÐIÐ á Netinu mbl.is, Háskólabíó og Samvinnu- ferðir-Landsýn stóðu fyrir leik á mbl.is fyrir skömmu. Fólk úr ís- lensku leikhúslífi var fengið til að koma með hugmyndir um annan titil á leikrit Shakespeares, Rómeó og Júlía. Þátttakendur í leiknum áttu svo að velja þann titil sem þeim þótti bestur. Fyrir valinu varð titillinn Blind ást og vora veglegir vinningar dregnir út úr nöfnum þeirra sem völdu þann titil. Vinningarnir í leiknum vora glæsilegir en auk miða á myndina, bóka, bókamerkja og pappírsarka gátu þátttakendur unn- ið leikhúsferð fyrir 10 í Þjóðleikhús- ið og síðast en ekki síst ferð fyrir tvo til London með Samvinnuferðum- Landsýn. Stóra vinninginn að þessu sinni hlutu hjónin Örn Ingólfsson og Þór- unn Björg Baldursdóttir sem á myndinni hafa tekið við farseðlunum úr hendi Elísabetar Weisshappel starfsmanns Samvinnuferða-Land- sýnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Iðunn sýnir í Vín IÐUNN Ágústs- dóttir opnar myndlistarsýn- ingu í Blómaskál- anum Vín í Eyja- fjarðarsveit á morgun, laugar- daginn 27. mars, kl. 14. Á sýningunni eru rámlega 30 verk unnin með pastel. Iðunn hefur haldið nær 20 einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í yfir 20 samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýning hennar í Vín verður opin tO 5. apríl næstkom- andi á afgreiðslutíma blómaskál- ans. Háskólinn á Akureyri Fyrirlestrar um ímynd Islands, umhverfí og náttúru HÁKON Þór Sindrason rekstrar- hagfræðingur flytur fyrirlestur sem hann nefnir „ímynd íslands og íslenskrar vöru og þjónustu er- lendis“, í dag, fóstudaginn 26. mars, kl. 14, í stofu 25 í húsnæði Háskólans á Akureyri við Þing- vallastræti. Hákon kynnir þar meistara- prófsrannsókn sem hann vann við Verslunarháskólann í Kaupmanna- höfn á áranum 1997 til 1998 en hann kannaði hugmyndir neytenda og fyi’irtækja í Svíþjóð og Dan- mörku til íslenskrar vöni og þjón- ustu. Dr. Nigel Dower, prófessor við Háskólann í Aberdeen, flytur fyrir- lestur sem hann nefnir „Human development - friend or foe to the environment?" á morgun, laugar- daginn 27. mars, kl. 14, í stofu 14 í húsnæði háskólans við Þingvalla- stræti. I fyrirlestrinum fjallar hann um umhverfið og náttúruna sem vett- vang mannlegrar þróunar og þörf- ina á nýjum hugsunarhætti í um- hverfismálum. Fyi-irlesturinn er fluttur á ensku. Allir eru velkomnir á fyrirlestrana. ------♦-♦-♦---- Málþing um leiðir í efna- hagsmálum MÁLÞING á vegum húmanista um nýjar leiðir í efnahagsmálum verður haldið sunnudaginn 28. mars í stofu 201 í Odda, Háskóla íslands. Mál- þingið hefst kl. 14 og er opið öllu áhugafólki um þetta málefni. Framsögu hefur Paola Parra, hagfræðingur frá Chile, sem um þessar mundir er við framhaldsnám í Berlín á sviði umhverfishagfræði. Parra mun ræða um hagfræði Ný- húmanismans og tillögur um nýjar leiðir í efnahagsmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.