Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Harmleikur í Júgóslavíu rAðrir valkostir buðust ekki og málstaðurinn ergóður. Eftir Ásgeir Sverrisson Það getur ekki talist öfundsvert hlutskipti fyrir vopnlausa dvergþjóð á veraldar- hjara að bera ásamt bandamönnum sínum ábyrgð á þeirri ákvörðun Atlantshafs- bandalagsins að ráðast á Jú- góslavíu. Þegar slíkir atburðir verða er eðlilegt að íslendingar þakki fyrir þá staðreynd að þeir eru landfræðilega einangraðir frá slíkum hörmungum. En jafn- framt er ástæða til að þakka og virða þá fórnarlund sem fjöl- mennari þjóðir hafa enn á ný sýnt þrátt fyrir þá hættu að blóði sona þeirra verði úthellt á uinunoc erlendri grund. VIÐHORF a Islandi snúast utanrík- ismál blessun- arlega yfirleitt um vörslu þjóðarhagsmuna, sem útlendingum eru oftar en ekki óskiijanlegir, og heldur inni- haldslausar og púkalegar heim- sóknir ráðamanna. Allt getur þetta orðið mönnum tilefni til gamanmála. Mikilvægt er á hinn bóginn að þekking og yfirvegun sé í fyrirrúmi þegar stóralvar- legir atburðir gerast á alþjóða- vettvangi. Þær aðstæður hafa nú skapast með árás NATO á Júgóslavíu. Þeir ágætu menn sem fyrir ríkisstjórn íslands fara eru í heldur óskemmtiiegri aðstöðu. Vitanlega er erfitt að réttlæta hernaðaraðgerðirnar gegn Jú- góslavíu, þær fyrstu sem NATO ákveður gegn fullvalda ríki. Is- lendingar leggja ekkert af mörkum í þessu skyni, geta lítil áhrif haft á rás atburða en bera engu að síður sömu ábyrgð og önnur aðildarríki bandalagsins. Mest hefur mætt á Halldóri Asgrímssyni utanríkisráðherra. Hann hefur jafnan fjallað um Kosovo- vandann af þekkingu og samkvæmni og festa hafa ein- kennt málflutning hans. í ljósi þess að hér ræðir um vatnaskil í sögu NATO og með tilliti til þess hve staða Islendinga í þessu máli er um margt sér- kennileg er mikilvægt að víðtæk pólitísk samstaða ríki um rétt- mæti þessarar ákvörðunar hér á landi. I því efni verður ekki síst horft til Samfylkingarinnar. Sagan kennir að hér á landi sem erlendis munu sjálfskipaðir fulltrúar hins góða í heiminum mótmæla aðgerðum þessum. Þá sem það gera ber að krefja um skýr svör. Valkostimir í stöð- unni voru fáir og enginn þeirra góður. Mikilvægt er að menn hafi í huga að sveitir Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta höfðu gerst sekar um skipuleg fjöldamorð í Kosovo. Með því að slá hemaðaraðgerðum enn á frest hefði Serbum einfaldlega gefist fleiri tækifæri til að standa fyrir blóði drifnum þjóð- emishreinsunum í Kosovo auk þess sem líkur hefðu aukist á að átökin breiddust út til ná- grannaríkjanna á þessu eldfima svæði. Fráleitt er að gagnrýna þessa ákvörðun bandalagsins á þeim forsendum að diplómat- ískra lausna hafi ekki verið leit- að. Ef eitthvað er má gagnrýna NATO fyrir að hafa sýnt Milos- evic óhóflega þolinmæði. Islendingar em ekki stikkfrí í heiminum þrátt fyrir sérstöðuna einstöku sem landsmenn þreyt- ast seint á að halda á lofti. ís- lendingar em Evrópuþjóð og friður og stöðugleiki snertir Is- lendinga með nákvæmlega sama hætti og aðrar þjóðir álfunnar. Islendingar geta ekki litið undan þegar fjöldamorð og þjóðernis- hreinsanir eiga sér stað í Evr- ópu. Slíkur hryllingur kallar á einarða afstöðu og skilyrðislausa fordæmingu. Með því að standa þétt við bakið á þeim þjóðum bandalagsins sem bera uppi her- förina gegn stríðsæsingamann- inum Slobodan Milosevic leggja Islendingar sitt af mörkum til að tryggja að slík villimennska verði ekki liðin. Atburðirnir í Júgóslavíu munu reyna mjög á innviði NATO, sem stendur nú á tímamótum réttum 50 áram eftir stofnun þess. Fullyrða má að sjaldan eða aldrei hafi reynt svo mjög á samstöðu bandalagsríkjanna. Nú þegar hefur komið í Ijós að þau ríki sem næst átökunum standa og þá sérstaklega Grikk- land og Italía hafa efasemdir um að herfórin gegn Júgóslavíu hafi verið réttmæt. Vel kann að vera að aðgerðir þessar verði til þess að veikja bandalagið þegar til skemmri tíma er litið. Við þetta bætist síðan stækkunin til aust- urs en full ástæða er til að efast um að hún hafi verið tímabær. Rússar, sem andmæltu stækk- uninni ákaft, hafa bmgðist harkalega við árásinni á Jú- góslavíu. Þessir atburðir munu ekki verða til þess að greiða fyr- ir bættum samskiptum Rússa og NATO. Nýtt kuldakast er í vændum. Eðlilega vakna spumingar um hvert framhald herfararinnar í Júgóslavíu verði. Milosevic mun vafalaust reyna að nýta sér van- mátt nágrannaríkjanna, einkum Albaníu og Makedóníu, með því að hrekja þangað gífurlegan fjölda flóttamanna frá Kosovo. Þessi ríki hafa enga burði til að bregðast við þessum mikla vanda. Jafnframt kann forsetinn að ógna liðsafla NATO-ríkjanna í Makedóníu í þeirri von að út- breiðsla átakanna geti styrkt stöðu hans. Fullyrða má að pólitískur vilji er ekki fyrir því í aðildarríkjum NATO að landsveitum verði beitt gegn Júgóslavíuher. Jafn- framt kennii- reynslan að hern- aðaraðgerðir sem eingöngu fara fram úr lofti geta aðeins skilað takmörkuðum árangri og munu tæpast duga til að knýja fram fullnaðarsigur. NATO kann því að standa frammi fyrir mikfum vanda þegar að því kemui- að ákveða framhaldið. Við þetta bætist síðan að í Serbíu er enga skipulagða stjórnarandstöðu að finna og því fer fjarri að Milos- evic sé einn um að halda fram öfgum blindrar þjóðernis- hyggju. NATO var stofnað sem varn- arbandalag gegn útþenslustefnu kommúnista. Nú ríkja aðrar að- stæður og bandalagið hefur, án þess að því hafí verið ógnað, neyðst til að gera árás gegn full- valda ríki í þeim tilgangi að koma í veg fyrir enn skelfilegri rás atburða. Arásin á Júgóslavíu er hörmulegur atburður sem kann að hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir NATO en aðrir val- kostir buðust ekki og málstaður- inn er góður. ÞÓRIR BJÖRNSSON + Þórir Björnsson fæddist í Borg- arfirði eystra 4. desember 1909. Hann lést í Sjiíkra- húsi Reykjavíkur 16. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jónas Þór, verksmiðjustjóri Gefjunar á Akur- eyri, f. 15. septem- ber 1881 á Hofsá í Svarfaðardals- hreppi í Eyjarfirði, d. 6. nóvember 1951 og, Sigurjóna Jak- obsdóttir, kennari og leikkona, f. 16. september 1891 á Básum í Grímsey, d. 18. júlí 1992. Kjör- foreldrar Þóris voru þau Björn Jakobsson, gullsmiður á Akur- eyri, f. 11. ágúst 1870, d. 1. október 1925, og Efemía Ein- ai-sdóttir, f. 7. janúar 1873, d. 1920. Þórir gekk í Barnaskóla Akur- eyrar, lauk prófi frá Iðnskóla Akureyrar og sveinsprófi í járnsmíði hjá Ólafi Jónatanssyni á Akur- eyri 1931 og vél- stjóraprófí í Vél- stjóraskólanum í Reykjavík 1934. Hann var vélstjóri í ullarverksmiðjunni Geíjunni á Akureyri frá 1935 til 1977. Hann var meðdómari í Sjó- og verslunar- dóini Akureyrar í 20 ár, sat í stjórn Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri í átta ár og var allmörg ár slökkviliðsmaður á Akureyri. Hinn 31. maí 1935 kvæntist Þórir Hlíf Árnadóttur, f. 5. október 1912. Hlíf lést af barnsförum 18. júní 1936. Foreldrar hennar voru hjónin Árni Jónsson verkamað- ur, d. 6. mars 1971, og Branddís Guðmundsdóttir, d. 11. ágúst 1975. Fyrir átti Þórir dótturina Helgu, f. 21. október 1929. Þórir kvæntist Huldu Stefáns- Enginn dregur í efa gildi trausts heimilis og góðs uppeldis. Foreldr- ar sem veita bömum hæfilegt að- hald, kærleika og hvatningu hafa veitt þeim gott veganesti út í lífið þar sem oftast skiptast á skin og skúrir. Við vomm svo heppnir bræð- urnir að eiga góða foreldra er lögðu sig fram um að leiðbeina okkur og hvetja til góðra verka. Heiðarieiki og vinnusemi ein- kenndi æskuheimilið í Klettaborg á Akureyri. Þótt vinnudagur pabba væri oft á tíðum nokkuð langur hafði hann alltaf tíma fyrir okkur strákana og sýndi því sem við tókum okkur fyrir hendur áhuga. Pabbi ólst upp á Akureyri og bjó þar lengst af. Snemma kynntist hann sorg og erfiðleikum en aðeins 11 ára gamall missti hann kjörmóð- ur sína, Efemíu Einarsdóttur, og nokkmm ámm síðar kjörföður, Bjöm Jakobsson. Mikil sorg varð aftur á vegi hans er hann missti unga eiginkonu sína, Hlíf Árna- dóttur, og nýfætt bam. Hlíf lést að- eins 23 ára en mynd af þessari fal- legu konu hékk alla tíð uppi á vegg á heimili okkar og var okkur kær. Þrátt fyrir þessa erfiðu reynslu vai- pabbi aldrei bitur. Síðustu árin rifjaði hann oft upp gamla daga og minntist með þakklæti ástvina sinna og samferðamanna. Það var gaman að heyra hann segja frá líf- inu á Akureyri, mönnum og mál- efnum. Minnið var mjög gott og at- burðimir stóðu honum ljóslifandi fyrir sjónum. Fram á síðustu árin var heilsan góð og bjó hann að því að hafa tekið mikinn þátt í fimleik- um á sínum yngri áram. Hann var í Leikfimisfélagi Akureyrar og á námsáranum í Reykjavík var hann í fimleikadeild Armanns. Tók hann þátt í fimleikasýningum með félög- um sínum bæði hér heima og er- lendis. Pabbi starfaði yfir 40 ár í ullar- verksmiðjunni Gefjun. Hann hóf þar störf sem vélstjóri er faðir hans, Jónas Þór, var verksmiðju- stjóri. Hann var farsæll í starfi og átti margar góðar minningar frá þessum áram. Saga ullarverk- smiðjunnar Gefjunar var honum hugleikin og gaman var að heyra hann segja frá ýmsu því sem til framfara horfði á hverjum tíma. Móður okkar, Huldu Stefáns- dóttur, kynntist hann er þau unnu bæði á Gefjun. Þau giftust 23. maí 1943 og bjuggu fyrstu árin í Strandgötunni en fluttust svo í Klettaborg þar sem þau áttu heima þar til þau fluttust til Hveragerðis 1977. Hjónaband þeirra var ham- ingjusamt og gott. Þau bára hvors annars hag fyrir brjósti sem sýndi sig vel síðustu árin sem mamma lifði. Allt vildi pabbi gera til þess að henni liði sem best og þegar hún var komin á hjúkranarheimilið Ljósheima á Selfossi heimsótti hann hana alla daga og oftast tvisvar á dag. Á sama árinu missti pabbi konu sína og yngsta son, Sverri. Það var honum þungbært og söknuðurinn mikill sem hann bar í hljóði sem fyrr. Margar góðar minningar era tengdar uppeldisáranum í Kletta- borg. Þar áttum við afskaplega góða nágranna alla tíð og mikil samskipti voru á milli bamanna sem þar bjuggu. Leiksvæðið var Konráðstúnið, klappimar og bakk- ar Glerár. Oft lá leið okkar niður á Gefjun í ketilhúsið en þar hafði pabbi litla skrifstofu. Verksmiðj- umar þekktum við strákarnir vel og vorum þar oft helst til heima- kærir. Við flæktumst stundum fyr- ir pabba og öðram starfsmönnum og stundum vorum við sendir heim en alltaf aftur vel tekið er forvitnin dró okkur inn í þetta völundarhús sem okkur fannst verksmiðjan vera. Eitt atvik er okkur ofarlega í huga frá þessum tíma. Fyrir jólin eitt árið var okkur bannað að fara inn í salinn þar sem gamla gufuvél- in var en þangað höfðum við oft lagt leið okkar til að virða fyrir okkur þetta mikla undur. Forvitni okkar var mikil en ekki gátum við dregið upp úr pabba hvað hann væri að fást við á bak við lokaðar dyr. Það kom hins vegar í ljós á aðfangadagskvöld er við bræðum- ir fengum þessa forláta flatsleða í jólagjöf er pabbi hafði smíðað. Við minnumst einnig flugdrekans sem hann bjó til fyrir okkur strákana sem var alveg sérstaklega flottur og flaug fjöllum hærra er við stóð- um uppi á klöppunum fyrir ofan heimili okkar. Pabbi átti einnig trillubát sem hét Svalan með vini sínum Stefáni Hansen. Sem drengir reram við oft út á fjörðinn til fiskjar og ött- um kappi hver við annan um að finna bestu fiskimiðin. Stoltir vor- um við er í land var komið með góðan feng og enginn fískur smakkaðist betur en sá sem við veiddum. Ferðirnar austur í Vaglaskóg urðu margar, sérstaklega eftir að pabbi keypti fyrsta bílinn. Þá var útbúið gott nesti og stundum var sunnudagssteikin tekin með beint úr ofninum vel vafin inn í pappír og handklæði til að halda henni heitri. I Vaglaskógi leið dagurinn fljótt við leik, glens og gaman og þreyttir og ánægðir komum við bræðumir til baka. Barnabörnin og barnabarna- dóttur 23. maí 1943, f. 11. nóv- ember 1920, d. 31. janúar 1993. Hulda var dóttir hjónanna Stef- áns Rósants Sigurjónssonar, bónda í Hallfríðarstaðakoti og á Hallfríðarstöðum, f. 26. apríl 1892 í Hallfríðarstaðakoti, d. 26. apríl 1971, og Ellu Sigurð- ardóttur húsfreyju, f. 1. júni 1898 á Kjarna í Arnarnes- hreppi, d. 13. júlí 1937. Börn Þóris og Huldu eru: 1) Björn garðyrkjubóndi, f. 30. júní 1943, kvæntur Sigrúnu Ingibjartsdóttur hjúkrunar- fræðingi, búsett í Hveragerði. 2) Jónas Þórir, framkvæmda- stjóri, f. 7. ágúst 1944, kvæntur Ingibjörgu Ingvarsdóttur kenn- ara, búsett í Reykjavík. 3) Stef- án vélfræðingur, f. 21. ágúst 1946, kvæntur Guðbjörgu Guð- jónsdóttur, búsett í Hveragerði. 4) Sverrir, vélfræðingur, f. 15. nóvember 1949, d. 27. septem- ber 1993. Kona Sverris var Kristín Theódóra Þórsdóttir, búsett á Akureyri. Þórir og Hulda fluttust frá Akureyri í Hveragerði 1977. Sl. ár bjó Þórir á vistheimilinu Ási íHveragerði. Utför Þóris fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. bömin voru pabba afskaplega kær. Hann var alltaf til í að rétta þeim hjálparhönd og gladdist er þau komu í heimsókn enda löðuðust þau að honum og þótti afskaplega vænt um hann. Já, margar góðar minningar koma í hugann nú er komið er að leiðarlokum og söknuðurinn er mikill. Það var svo sjálfsagt og gott að geta hringt eða komið til að ræða málin og alltaf mætti okk- ur umhyggja og áhugi á því sem við voram að gera, hvort sem það vora störf okkar eða áhugamál. Margar fjörugar umræður áttum við um stjórnmál, lífið og tilver- una. Pabbi hafði ákveðnar skoðan- ir sem vora mótaðar af sanngirni og réttlæti. Við þökkum góðum Guði fyrir þá blessun sem pabbi var í lífí okkar. „Lofaður sé Guð og faðir Drott- ins vors Jesú Krists, faðir mis- kunnsemdanna og Guð allrar huggunar, sem huggar oss í sér- hverri þrenging vorri, svo að vér getum huggað alla aðra í þreng- ingum þeirra með þeirri huggun, sem vér höfum sjálfir af Guði hlot- ið.“ (2. Kor. 1.3-4) Megi Guð blessa minningu góðs foður og vinar. Björn, Jónas, Stefán og fjölskyldur. Elsku afi, okkur langar að skrifa stutta kveðju og þakka þér fyrir allt. Þegar við hugsum um þig koma svo margar minningar upp í hugann er hlýja okkur um hjarta- rætur. Minnisstæðust er þó heimsókn ykkar ömmu til okkar í Eþíópíu þegar við bjuggum þar. Það var árið 1986 þegar þið komuð í ferm- inguna hennar Huldu Bjargar. Við fóram í ferðalag um landið og lent- um í ótrálegum ævintýram. Við sigldum t.d. á litlum bát á milli krókódílanna, sátum föst í drallu- leðju heila nótt á sléttunum í Suð- ur-Eþíópíu þar til hjálp barst. Við böðuðum okkur í Langanó-vatninu og skoðuðum fugla við Awasa- vatnið og mætti þannig lengi telja. Þessar vikur með ykkur í Eþíópíu eru ofarlega í huga okkar. Þegar við áttum heima í Hvera- gerði komum við oft til ykkar í Borgarheiðina og alltaf tókuð þið amma á móti okkur opnum örm- um. Við minnumst einnig allra sunnudagsmorgnanna þegar við komum til ykkar ömmu í Hvera- gerði, horfðum á barnatímann í sjónvarpinu og fengum brauð með eplasneið og sultu. Það var alltaf gaman að hlusta á þig segja frá gömlu dögunum. Þú varst ótrúlega minnugur og sagðir svo skemmti-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.