Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI s Hagnaður ISAL nam 2.146 milljónum króna Besta afkoman frá upphafí HAGNAÐUR ÍSAL nam 2.146 milljónum króna á síðasta ári, fyrsta rekstrarárið eftir fulla stækkun álversins, sem er 11% aukning frá árinu 1997 er hagnaður fyrirtækisins nam 1.940 milljónum króna eftir skatta. Að sögn Rann- veigar Rist, forstjóra ISAL, er þetta besta afkoma ISAL frá upp- hafi. Rekstrartekjur ÍSAL jukust um 20% á síðasta ári, í 18.115 milljónir króna úr 15.097 milljónum króna. Rekstrargjöldin jukust um 22%, í 14.980 milljónir króna úr 12.278 milljónum króna. Önnur gjöld námu 304 milljónum króna og reiknaðir skattar nema 685 milljónum króna í ár. Efnahagsreikningur ÍSAL verð- ur kynntur á aðalfundi fyrirtækisins í júlí. Rannveig segist vera mjög ánægð með afkomu ISAL á síðasta ári, þá sér í lagi með tilliti til þess að heimsmarkaðsverð á áli hafí lækkað um 15% á árinu auk þess sem verksmiðjan lenti í orkuskerð- ingu á síðasta ársfjórðungi og slökkva þurfti á um 50 kerjum af 480. Ails voru framleidd 162.360 tonn af áli hjá ISAL á síðasta ári saman- borið við 123.562 tonn árið 1997. Seld voru 159.534 tonn en árið 1997 voru seld 123.356 tonn af áli frá ÍSAL. Fjárfest fyrir milljarð 1999 Að sögn Rannveigar er áætlað að fjárfesta fyrir 1.010 milljónir króna hjá ÍSAL. Þar af er ráðgert að fjár- festingar vegna umhverfismála nemi 515 milljónum króna. Má þar nefna endurbætur á loftræstingu á kerskálum, endurbætur á þurr- hreinsistöðvum fyrir kerskála, hreinsistöð fyrir skautleifar, ker- brotastöðvarhús og endurbætur á þekjum. Um 495 milljónum króna verður Morgunblað/Þorkell RANNVEIG Rist, forstjóri ISAL, kynnti afkoniu félagsins á blaðamannafundi í gær. varið í aðrar fjárfestingar, s.s. að ný barravél verður keypt fyrir 230 milljónir króna auk ýmissa annarra framkvæmda. A síðasta ári lækkaði meðalverð á áli úr 1.700 dollurum á tonnið í 1.450 dollara á tonnið. í ár er spáð enn frekari verðlækkunum á áli og að sögn Rannveigar er því spáð að meðalverðið verði um 1.200 dollarar á tonnið. Hún segir að samfara lækkun á álverði hafí verð á aðföng- um lækkað en hagkvæmni stærðar- innar geri ÍSAL kleift að nýta framleiðslugetu verksmiðjunnar. „Við værum í mjög vondum málum ef við hefðum ekki bætt kerskála þrjú við.“ Að hennar sögn er ekki búist við jafn góðri afkomu í ár. „Við teljum okkur góð ef við höld- um okkur réttum megin við strikið í ár.“ Forsvarsmenn ISAL sjá ekki fram á annað en að sameining Ai- group, móðurfyrirtækis Alusuisse og þýsku fyrirtækjasamsteypunnar Viag muni hafa góð áhrif á rekstur ÍSAL þar sem verksmiðjum þeim er ÍSAL framleiðir fyrir í Evrópu muni fjölga í kjölfar sameiningar sem fyrirhuguð er í ágúst á þessu ári verði hún samþykkt á aðalfund- um fyrirtækjanna í maí. GRIMUR Sæmundsen, stjórnarformaður Lyfjaverslunar Islands. Morgunblaðid/Kristinn Aðalfundur Baugs hf. Nýkaup HAGKAUP Aðalfundur Baugs hf. verður haldinn í stofu 201 Viðskiptaháskólanum í Reykjavík Ofanleiti 2, fimmtudaginn 8. apríl kl. 15. Dagskrá: t. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins á eftirfarandi hátt: A. Tillaga um hækkun hlutafjár um kr. 40 millj. B. Tillaga um tvo varamenn í stjórn. C. Tillaga um heimild til rafrænnar skráningar hlutabréfa skv. lögum 131/1997. 3. Tillaga um heimild til stjórnar til að kaupa hlutabréf í Baugi hf. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Þeir hluthafar sem kjósa geta fengið dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikning Baugs hf. á skrifstofu félagsins, Skútuvogi 7, Reykjavík, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað. Stjórn Baugs hf. BAUGUR s Lyfjaverslun Islands greiðir 40% arð Arðurí formi hluta- hréfa í Delta Á AÐALFUNDI Lyfjaverslunar Islands hf. í gær var samþykkt sú tillaga stjórnar að greiða hluthöfum félagsins 40% arð í formi hlutabréfa í lyfjafyrirtækinu Delta, en Lyfja- verslunin fékk bréfín sem greiðslu íyrir framleiðslu- og þjónustuein- ingu fyrirtækisins sem seld var Delta hf. seint á síðasta ári. Bréfin sem dreift verður til hlut- hafa eru um fjórðungur af hluta- bréfum Lyfjaverslunarinnar í Delta hf. en við sölu framleiðslu- og þró- unareiningarinnar eignaðist Lyfja- verslunin 23,5% hlut í félaginu. Fer Lyfjaverslunin með 16% hlut í Delta eftir arðgreiðsluna. Grímur Sæmundsen stjómarfor- maður Lyfjaverslunar íslands hf. sagði að þetta svaraði til þess að hluthafar fái nú arð sem svarar til rúmlega þriðjungs stofnfjár félags- ins. Á fundinum var auk þessa sam- þykkt að greiða arð í peningum að upphæð rúmlega 12 milljónir króna en upphæðin svarar til þess fjár- magnstekjuskatts, sem ella hefði fallið á hluthafa að greiða vegna dreifingar hlutabréfanna í Delta til þeirra, að því er fram kom í máli stjómarformannsins. „Sú ákvörðun að greiða arð til hluthafa Lyfjaverslunar með þeim hætti sem hér er lýst, hefur ekki einungis þann tilgang að koma verðmætum, sem skapast hafa vegna rekstrar félagsins, til hlut- hafa, þeim til frjálsrar ráðstöfunar, heldur einnig til að auðvelda Delta að stækka hluthafahóp sinn og upp- fylla þannig skilyrði til ski-áningar á Verðbréfaþing Islands, en það mun styrkja félagið. Síðast en ekki síst munu hluthaf- ar Lyfjaverslunar nú einnig sem hluthafar í Delta geta tekið beinan þátt í starfsemi öílugasta lyfjafram- leiðslufyrirtækis landsins, þar sem gert er ráð fyrir miklum vexti á næstu árum,“ sagði Grímur Sæ- mundsen. Starfsmönnum fækkaði um helming Grímur rakti í ræðu sinni sölu framleiðslu- og þróunareiningarinn- ar, sem að hans sögn bar hæst í starfsemi fyrirtækisins á síðasta ári. Á meðal þess sem kom fram í máli hans var að ein afleiðing af sölu einingarinnar hefði verið sú, að starfsmönnum Lyfjaverslunar Is- lands hefði nú fækkað um helming. Um lyfjaheildsölur, sem eru 6 á landinu í dag, sagði Grímur að þrýstingur um hagræðingu í heild- söludreifingu lyfja færi mjög vax- andi. „Helsta svar við þessum þrýstingi er aukin samkeppnishæfni sem fyrst og fremst verður sótt í stærðarhagkvæmni. Gera má ráð fyrir, að á næstu misserum muni lyfjaheildsölum fækka í tvær og að jafnvægi skapist. Lyfjaverslun Is- lands hefur nú sterka fjárhagslega stöðu og er vel í stakk búin að takast á við þá samkeppni sem framundan er í íslenskri lyfjadreif- ingu og vera í forystu um þá hag- ræðingu sem mun halda áfram í þessum geira.“ Lyfjaverslun íslands hefur tekið þátt í uppbyggingu lyfjaverksmiðju til framleiðslu dreypilyfja í Litháen, Ilsanta UAB, í samvinnu við ís- lenska, sænska og litháíska aðila og á nú tæplega 25% hlut í henni. Verulegt tap varð á rekstri verk- smiðjunnar í fyrra en vöxtur er hinsvegar mikill í umsvifum fyrir- tækisins. Talið er, að mikill vöxtur muni einkenna lyfjamarkaðinn í Eystra- saltslöndunum á næstu árum og sagði Grímur að fyrirtækið hefði ekki gefíð upp von um að Ilsanta gæti orðið verðmæt eign. ,Áhugi fjárfesta er að aukast á þátttöku í lyfjageiranum á þessu svæði en auk vaxtarmöguleika hans er hægt að sækja í austur með lágmörkun áhættu. Lyfjaverslun hefur því síð- ur en svo gefíð upp von um að Ilsanta geti orðið verðmæt eign, sem geti skilað arði eða megi síðar selja með hagnaði.“ Hagnaður af rekstri Lyfjaversl- unar Islands árið 1998 nam rúmum 55 milljónum króna. Er þá búið að taka tillit til niðurfærslu eignar- hlutar félagsins í Ilsanta um 95 milljónir króna, en sú aðerð var ákveðin í kjölfar taps Usanta á síð- asta ári. - l' f w i ! I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.