Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU
Fyrsta lota
árásanna
sögð hafa
tekist vel
WESLEY Clark, yflrherforingi NATO og Javier Solana, framkvæmdastjóri
NATO á blaðamannafundi í höfuðstöðvum NATO í Brussel í gær.
Reuters
Reuters
SERBNESKUR slökkviliðsmaður kannar brennandi húsarústir í
Pristina, höfuðstað Kosovo-héraðs, eftir að loftárásir höfðu verið
gerðar fyrir dögun í gær.
Reuters
LÆKNIR á sjúkrahúsi í Belgrad hugar að sjúklingi sem serbnesk
sjónvarpsstöð sagði í gær að hefði særst í loftárásum Atlantshafs-
bandalagsins á skotmörk í Júgóslavíu í fyrrinótt.
Reuters
I loftvarnarbyrgjum Belgrad-borgar
Á MEÐAN á loftárásum
NATO stóð í fyrrinótt komu
íbúar Belgrad, höfuðborgar
Júgóslavíu, sér fyrir í loft-
varnarbyrgjum, sem komið
hefur verið upp í íbúðarhúsum
borgarinnar, og biðu þess að
gefið yrði til kynna að hættuá-
stand væri yfírstaðið. Litlar
skemmdir voru sjáanlegar í
Belgrad í gærmorgun, eftir að
fyrstu lotu árása NATO lauk,
og tók líf borgaranna á sig
nokkuð eðlilega mynd þrátt
fyrir að loftvarnarflautur
færu í gang á nýjan leik um
tíma. Júgóslavneskir fjölmiðl-
ar sögðu frá því að margir
íbúar Belgrad væru nú á far-
aldsfæti og hygðust flýja út í
sveitir Iandsins þar sem þeir
vonuðust til að eiga öruggt
skjól. Margir tóku árásunum
með ró en aðrir lýstu skelf-
ingu sinni yfír því að þurfa nú
að þola loftárásir, en þetta er í
fyrsta sinn sem íbúar Belgrad
þurfa það síðan í seinni heims-
styijöld. Hernaðarástandi hef-
ur verið lýst yfír og ríkja þar
með neyðarlög í reynd í Jú-
góslavíu. Skólum hefur verið
lokað og þeir sem eiga yfír
höfði sér réttarhöld geta feng-
ið mál sitt fellt niður skrái
þeir sig í herþjónustu.
LOFTARASIRNAR
Fulltrúar NATO segja
fyrstu lotu loftárása á
skotmörk í Júgóslavíu
hafa skilað tilætluðum
árangri en Serbar
segja „minniháttar“
skemmdir hafa
verið unnar á hernaðar-
mannvirkjum.
JAVIER Solana, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins (NAT0),
sagði í gær að árásirnar í fyrrinótt á
skotmörk í Júgóslavíu hefðu skilað
tilætluðum árangri. Eftir að árásum
lauk við sólarupprás í gær sendi yf-
irstjórn NATÓ U-2-njósnaþotur í
flug yfír Júgóslavíu til að hægt væri
að leggja mat á árangur loft-
árásanna og var einnig stuðst við
gervihnattamyndir. Wesley Clark
hershöfðingi, yfírmaður herflota
NATO, greindi síðan frá því á
fréttamannafundi með Solana í höf-
uðstöðvum NATO í Brussel um
miðjan dag í gær að þrjár júgóslav-
neskar MiG-þotur hefðu verið
skotnar niður og gerðar hefðu verið
árásir á fjörutíu skcitmörk víðs veg-
ar um Júgó-slavíu. í gærkvöld sagði
Ken Bacon,talsmaður bandaríska
varnarmálaráðuneytisins að í fyrstu
hrinu árása hafi 20% skotmarka í
Júgóslavíu verið eytt. Skotið hafí
verið á herstöðvar júgóslavneska
hersins og stöðvar serbnesku ör-
yggislögreglunnar. Taldi hann að
þetta hlutfall myndi hækka með
áframhaldandi loftárásum. Skot-
mörk í næstu hrinu yrðu á loftvarn-
ar- og samskiptastöðvar.
Árásir herja NATO hófust um
sjöleytið á miðvikudagskvöld og
stóðu alla aðfaranótt fimmtudags,
eða nánast samfleytt í um tíu
klukkustundir. Árásunum var hætt í
>' dögun og eyddu herir NATO siðan
drjúgum hluta gærdagsins í að meta
árangur árásanna áður en önnur lota
j hemaðaraðgerðanna hófst þegar
skyggja tók í gær. Solana hafði áður
lýst því yfir að áfram yrði haldið uns
NATO teldi sig hafa náð markmið-
um sínum; sem væru að koma í veg
íyrir mannlegan harmleik í Kosovo
og tryggja að Serbum yrði ekki leng-
ur kleift að beita Kosovo-Albana of-
beldi.
Serbar héldu því hins vegar
, fram í gær að skaði vegna
árásanna hefði verið „minniháttar“
; og greindi Ta/ijug-fréttastofan
júgóslavneska frá því að Slobodan
Milosevic, forseti Júgóslavíu, hefði
' þakkað flugher sínum og loftvarn-
arsveitum frækilega frammistöðu í
baráttunni við heri NATO. Engu
að gíður var mannfall nokkurt og
sagði Goran Matic, upplýsingaráð-
hema Júgóslavíu, að meira en tíu
óbreyttir borgarar hefðu fallið og
sextíu manns særst í árásum
NATO. Hann vildi hins vegar ekki
gefa upp hvort eða hversu margir
liðsmenn Júgóslavíuhers féllu.
Söguleg þátttaka Þjóðveija
Árásirnar á miðvikudag hófust
með því að skotið var stýriflaugum
af fjórum bandarískum herskipum í
Adríahafinu, fjölda Tomahawk-
stýriflauga var einnig skotið frá
tveimur bandarískum og einum
breskum kjarnorkukafbátum á
sömu slóðum. f kjölfarið hófust
árásir úr lofti þegar sex B-52-
sprengjuflugvélar og nokkrar F-117
„stealth“-herþotur létu flugskeytum
rigna á hemaðarskotmörk. Einnig
tóku tvær B-2 „torséðar" sprengju-
þotur Bandaríkjahers þátt í árásun-
um, en þetta er í fyrsta skipti sem
B-2-vélunum er beitt í hemaði. Þær
höfðu lagt upp frá bækistöðvum sín-
um í Missouri í Bandaríkjunum
þrettán klukkustundum áður, enda
urðu þær að fljúga alla leið yfir Atl-
antshafið til að varpa sextán eins
tonns sprengjum til jarðar. Héldu
þær að því loknu aftur vestur um
haf.
Heimildarmaður The New York
Times í bandaríska varnarmála-
ráðuneytinu greindi frá því að ótil-
greindur fjöldi bandarískra
sprengjuflugvéla og herþotna hefði
tekið þátt í árásunum, en auk þess
hefðu sjö önnur NATO-ríki lagt til
herflugvélar. Meðal þeirra voru
Frakkar, Bretar, Hollendingar og
Þjóðverjar. Þeir síðastnefndu lögðu
til fjórar herþotur, sem telst nokkuð
sögulegt, því þetta er í fyrsta skipti
síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem
Þjóðveijar taka þátt í slíkum bar-
dögum.
Sprengjum látið
rigna á skotmörk
Wesley Clark vildi í gær ekki greina
frá hver skotmörk NATO-herjanna
hefðu verið en vitni sögðu sprengjur
hafa spmngið nærri hinni risastóru
Batajnica-herstöð í útjaðri Belgrad,
höfuðborgar Júgóslavíu. Vopna-
verksmiðja um eitt hundrað kíló-
metra frá Belgrad var einnig sögð
hafa verið sprengd og flugvélaverk-
smiðja í Pancevo, norður af höfuð-
borginni, er sögð hafa orðið fyrir
verulegum skemmdum vegna
stýriflaugaárása. Jafnframt var
skotið á herflugvöll nærri Batajn-
ica, sem sagður er hýsa nokkrar af
átján MiG-29-herþotum Serba, og
aðra flugvélaverksmiðju nærri Zar-
kovo.
Aukinheldur munu árásir hafa
verið gerðar á skotmörk í fleiri
júgóslavneskum borgum, þeirra á
meðal Krusumlija, iðnaðarborginni
Novi Sad, Golubovac, Danilovgrad
og á flugvöll nærri Podgorica, höf-
uðborg Svartfjallalands. Markmiðið
með árásum á Svartfjallaland mun
hafa verið að eyðileggja ratsjár-
stöðvar sem reynst gætu Serbum
mikilvægar í undirbúningi loftvarna
sinna.
I útjaðri Pristina, héraðshöfuð-
borgar Kosovo, brunnu miklir eld-
ar eftir öflugar sprengingar og
mátti sjá fjölda herflugvéla yfir
borginni. Allt rafmagn fór af í
Pristina stuttu eftir að árásirnar
hófust og komst ekki á fyrr en í
gærmorgun. Að sögn júgóslav-
neskra fjölmiðla reyndu skæruliðar
Frelsishers Kosovo (UCK) að nýta
sér ástandið og eiga þeir að hafa
gert atlögu að hersveitum Serba í
bæjunum Podujevo, Mitrovica,
Suva Reka, Drenica og Orahovac í
Kosovo.