Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Fyrsta lota árásanna sögð hafa tekist vel WESLEY Clark, yflrherforingi NATO og Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í höfuðstöðvum NATO í Brussel í gær. Reuters Reuters SERBNESKUR slökkviliðsmaður kannar brennandi húsarústir í Pristina, höfuðstað Kosovo-héraðs, eftir að loftárásir höfðu verið gerðar fyrir dögun í gær. Reuters LÆKNIR á sjúkrahúsi í Belgrad hugar að sjúklingi sem serbnesk sjónvarpsstöð sagði í gær að hefði særst í loftárásum Atlantshafs- bandalagsins á skotmörk í Júgóslavíu í fyrrinótt. Reuters I loftvarnarbyrgjum Belgrad-borgar Á MEÐAN á loftárásum NATO stóð í fyrrinótt komu íbúar Belgrad, höfuðborgar Júgóslavíu, sér fyrir í loft- varnarbyrgjum, sem komið hefur verið upp í íbúðarhúsum borgarinnar, og biðu þess að gefið yrði til kynna að hættuá- stand væri yfírstaðið. Litlar skemmdir voru sjáanlegar í Belgrad í gærmorgun, eftir að fyrstu lotu árása NATO lauk, og tók líf borgaranna á sig nokkuð eðlilega mynd þrátt fyrir að loftvarnarflautur færu í gang á nýjan leik um tíma. Júgóslavneskir fjölmiðl- ar sögðu frá því að margir íbúar Belgrad væru nú á far- aldsfæti og hygðust flýja út í sveitir Iandsins þar sem þeir vonuðust til að eiga öruggt skjól. Margir tóku árásunum með ró en aðrir lýstu skelf- ingu sinni yfír því að þurfa nú að þola loftárásir, en þetta er í fyrsta sinn sem íbúar Belgrad þurfa það síðan í seinni heims- styijöld. Hernaðarástandi hef- ur verið lýst yfír og ríkja þar með neyðarlög í reynd í Jú- góslavíu. Skólum hefur verið lokað og þeir sem eiga yfír höfði sér réttarhöld geta feng- ið mál sitt fellt niður skrái þeir sig í herþjónustu. LOFTARASIRNAR Fulltrúar NATO segja fyrstu lotu loftárása á skotmörk í Júgóslavíu hafa skilað tilætluðum árangri en Serbar segja „minniháttar“ skemmdir hafa verið unnar á hernaðar- mannvirkjum. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NAT0), sagði í gær að árásirnar í fyrrinótt á skotmörk í Júgóslavíu hefðu skilað tilætluðum árangri. Eftir að árásum lauk við sólarupprás í gær sendi yf- irstjórn NATÓ U-2-njósnaþotur í flug yfír Júgóslavíu til að hægt væri að leggja mat á árangur loft- árásanna og var einnig stuðst við gervihnattamyndir. Wesley Clark hershöfðingi, yfírmaður herflota NATO, greindi síðan frá því á fréttamannafundi með Solana í höf- uðstöðvum NATO í Brussel um miðjan dag í gær að þrjár júgóslav- neskar MiG-þotur hefðu verið skotnar niður og gerðar hefðu verið árásir á fjörutíu skcitmörk víðs veg- ar um Júgó-slavíu. í gærkvöld sagði Ken Bacon,talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins að í fyrstu hrinu árása hafi 20% skotmarka í Júgóslavíu verið eytt. Skotið hafí verið á herstöðvar júgóslavneska hersins og stöðvar serbnesku ör- yggislögreglunnar. Taldi hann að þetta hlutfall myndi hækka með áframhaldandi loftárásum. Skot- mörk í næstu hrinu yrðu á loftvarn- ar- og samskiptastöðvar. Árásir herja NATO hófust um sjöleytið á miðvikudagskvöld og stóðu alla aðfaranótt fimmtudags, eða nánast samfleytt í um tíu klukkustundir. Árásunum var hætt í >' dögun og eyddu herir NATO siðan drjúgum hluta gærdagsins í að meta árangur árásanna áður en önnur lota j hemaðaraðgerðanna hófst þegar skyggja tók í gær. Solana hafði áður lýst því yfir að áfram yrði haldið uns NATO teldi sig hafa náð markmið- um sínum; sem væru að koma í veg íyrir mannlegan harmleik í Kosovo og tryggja að Serbum yrði ekki leng- ur kleift að beita Kosovo-Albana of- beldi. Serbar héldu því hins vegar , fram í gær að skaði vegna árásanna hefði verið „minniháttar“ ; og greindi Ta/ijug-fréttastofan júgóslavneska frá því að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, hefði ' þakkað flugher sínum og loftvarn- arsveitum frækilega frammistöðu í baráttunni við heri NATO. Engu að gíður var mannfall nokkurt og sagði Goran Matic, upplýsingaráð- hema Júgóslavíu, að meira en tíu óbreyttir borgarar hefðu fallið og sextíu manns særst í árásum NATO. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp hvort eða hversu margir liðsmenn Júgóslavíuhers féllu. Söguleg þátttaka Þjóðveija Árásirnar á miðvikudag hófust með því að skotið var stýriflaugum af fjórum bandarískum herskipum í Adríahafinu, fjölda Tomahawk- stýriflauga var einnig skotið frá tveimur bandarískum og einum breskum kjarnorkukafbátum á sömu slóðum. f kjölfarið hófust árásir úr lofti þegar sex B-52- sprengjuflugvélar og nokkrar F-117 „stealth“-herþotur létu flugskeytum rigna á hemaðarskotmörk. Einnig tóku tvær B-2 „torséðar" sprengju- þotur Bandaríkjahers þátt í árásun- um, en þetta er í fyrsta skipti sem B-2-vélunum er beitt í hemaði. Þær höfðu lagt upp frá bækistöðvum sín- um í Missouri í Bandaríkjunum þrettán klukkustundum áður, enda urðu þær að fljúga alla leið yfir Atl- antshafið til að varpa sextán eins tonns sprengjum til jarðar. Héldu þær að því loknu aftur vestur um haf. Heimildarmaður The New York Times í bandaríska varnarmála- ráðuneytinu greindi frá því að ótil- greindur fjöldi bandarískra sprengjuflugvéla og herþotna hefði tekið þátt í árásunum, en auk þess hefðu sjö önnur NATO-ríki lagt til herflugvélar. Meðal þeirra voru Frakkar, Bretar, Hollendingar og Þjóðverjar. Þeir síðastnefndu lögðu til fjórar herþotur, sem telst nokkuð sögulegt, því þetta er í fyrsta skipti síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem Þjóðveijar taka þátt í slíkum bar- dögum. Sprengjum látið rigna á skotmörk Wesley Clark vildi í gær ekki greina frá hver skotmörk NATO-herjanna hefðu verið en vitni sögðu sprengjur hafa spmngið nærri hinni risastóru Batajnica-herstöð í útjaðri Belgrad, höfuðborgar Júgóslavíu. Vopna- verksmiðja um eitt hundrað kíló- metra frá Belgrad var einnig sögð hafa verið sprengd og flugvélaverk- smiðja í Pancevo, norður af höfuð- borginni, er sögð hafa orðið fyrir verulegum skemmdum vegna stýriflaugaárása. Jafnframt var skotið á herflugvöll nærri Batajn- ica, sem sagður er hýsa nokkrar af átján MiG-29-herþotum Serba, og aðra flugvélaverksmiðju nærri Zar- kovo. Aukinheldur munu árásir hafa verið gerðar á skotmörk í fleiri júgóslavneskum borgum, þeirra á meðal Krusumlija, iðnaðarborginni Novi Sad, Golubovac, Danilovgrad og á flugvöll nærri Podgorica, höf- uðborg Svartfjallalands. Markmiðið með árásum á Svartfjallaland mun hafa verið að eyðileggja ratsjár- stöðvar sem reynst gætu Serbum mikilvægar í undirbúningi loftvarna sinna. I útjaðri Pristina, héraðshöfuð- borgar Kosovo, brunnu miklir eld- ar eftir öflugar sprengingar og mátti sjá fjölda herflugvéla yfir borginni. Allt rafmagn fór af í Pristina stuttu eftir að árásirnar hófust og komst ekki á fyrr en í gærmorgun. Að sögn júgóslav- neskra fjölmiðla reyndu skæruliðar Frelsishers Kosovo (UCK) að nýta sér ástandið og eiga þeir að hafa gert atlögu að hersveitum Serba í bæjunum Podujevo, Mitrovica, Suva Reka, Drenica og Orahovac í Kosovo.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.