Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 56
J>6 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MINNINGAR MOKGUNBLAÐIÐ HARALDUR BJARNASON + Haraldur Bjarnason fæddist í Hafnar- firði 27. maí 1949. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 9. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 18. mars. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. .,> Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. og hetja við hlið Auðar konu sinnar og það var aðdáunarvert að sjá samstöðu þeirra og elju fram til síðasta dags. Við þökkum Hadda samfylgdina síðastliðin tíu ár og biðjum Guð að blessa góðan dreng. Minning- in um Hadda lifir áfram í hjörtum okkar. Systur okkar og fjöl- skyldu sendum við samúðarkveðjur og biðjum um styrk þeim til handa á erfiðum stundum. Blessuð sé minning Haraldar Bjarnasonar. Steinunn og Arni. Kristín og Jón. Pá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss, að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá miki rukkari, réttir oss reikninginn yfir það sem var skrifað hjá oss. Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst, í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. (Tómas Guðm.) Hinn níunda mars fékk Haddi mágur okkar og svili hvíld eftir harða baráttu í marga mánuði við illvígan sjúkdóm. Hann barðist eins Við kveðjum góðan félaga sem Haraldur Bjarnason var. Það var á haustdögum ‘94 að stofnuð var veiðihundadeild innan Hundarækt- arfélags Islands. I þeim félagsskap kynntumst við hjónin Hadda og Auði konu hans, og tókst með okkur góður vinskap- ur. Sameiginlegur áhugi okkar á veiðihundum, ræktun og þjálfun þeirra var mikill, en þrátt fyrir það var hægt að rökræða ólík sjónar- mið án þess að hætta góðum vin- skap og var það einn af betri kost- um Hadda, sem við náðum að kynnast. Hann var ávallt afar + Þökkum innilega samúðarkveðjur og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÚLÍÖNU S. EINARSDÓTTUR, Fremri-Langey. Svafa Kjartansdóttir, Selma Kjartansdóttir, Baldur Gestsson, Ólöf Ágústsdóttir, Unnur Kjartansdóttir, Eggert Th. Kjartansson, Hólmfríður Gísladóttir, Kópur Z. Kjartansson, Alda Þórarinsdóttir, Elsa Kjartansdóttir, barnabörn og fjölskyldur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útförástkærs sambýlismanns míns, sonar, föður, fósturföður og afa, HALLDÓRS AXELS HALLDÓRSSONAR verslunarstjóra, Þórshöfn. Sigríður Árnadóttir, Halldór Þorsteinsson, Sigrún Maria Halldórsdóttir, Anna María Gísladóttir, Öiver Arnarson, Ragnhildur Gísladóttir, Aníta Ósk Axelsdóttir, Anton Freyr Axelsson. Bestu þakkir fyrir samúð og vinarhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SALÓMONSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir fyrir einstaka umönnun. Gústav Óskarsson, Elsa Haraldsdóttir, Sigrún Þóra Óskarsdóttir, Rut Hallgrímsdóttir, Emil Ágústsson, Anna Hallgrímsdóttir, Arngrímur Hermannsson, fna Salóme Hallgrímsdóttir, Gunnar Borgarsson, barnabörn og barnabarnabörn. kurteis og boðinn og búinn að veita hjálp, jafnvel í veikindum sínum. Pau hjónin var ávallt gott heim að sækja og vel tekið á móti manni hvernig svo sem stóð á. Hetjuskap Hadda í veikindastríði sínu verður vart með orðum lýst og má kannski segja að áhugi hans á veiðihundum sínum hafi borið hann lengra en margt annað í hans baráttu. Hann tók þátt í vel flestum þeim veiðihundaprófum sem haldin voru á þessum tíma og kom þar vel í ljós að Haddi bar gott skynbragð á eðli og þjálfun veiðihunda sinna sem sannaðist á þeim góðu einkunna- gjöfum sem hundar hans fengu á veiðiprófum hvort sem var hjá inn- lendum eða erlendum dómurum. Við vottum Auði og fjölskyldu dýpstu samúð okkar. Við kveðjum þig, Haddi, og þökk- um þér góð kynni þó stutt hafi ver- ið. Margrét og Sigurður. Fallinn er góður félagi fyrir hendi krabbameins eins og svo margir aðrir. Ég kynntist Haraldi Bjarnasyni fyrir um það bil tíu ár- um er hann kom með hund á veiði- hundanámskeið sem ég hélt, en Haraldur var mikill áhugamaður um veiðar bæði á stöng og með byssu. Veiðihundar voru honum sérlega hugleiknir og eignaðist Haraldur fyrirtaks hunda og þjálf- aði þá svo vel að þeir unnu til margra verðlauna í þeim efnum. Ég leit oft inn hjá Haraldi og Auði meðan þau ráku söluturn á Skúlagötunni og seinna til þeirra heima í Birtingakvíslina. Umræðu- efnið var ætíð það sama, hundar og veiði. Við Haraldur gerðum okkui- ferð til Bretlands til að kaupa veiði- hund sem hann ætlaði til ræktunar. Ég gleymi ekki hversu augun hans ljómuðu í þeirri ferð af áhuga á öllu því sem bar fyrir augu, enda létum við það eftir okkur að ferðast um landið og elta uppi allt sem okkur fannst markvert, svo sem veiðar með fálkum og hundum, veiði- hundakeppni og margt fleira í þeim dúr. Haraldur lenti síðan í slysi og var rétt að ná sér af því þegar ill- kynja sjúkdómur heltók hann. Það er á svona stundum sem maður á erfitt með að skilja tilgang lífsins. Það var þungbært að horfa upp á svo góðan dreng þjakaðan af sjúkdómi sínum. Auður kona hans stóð við hliðina á honum eins og klettur og á mikið hrós skilið fyrir alúð sína. Ég vil bara þakka góð kynni og senda samúðarkveðjur til fjöl- skyldu Haraldar. Ásgeir Heiðar. Fyrstu kynni mín af Haraldi Bjarnasyni, eða Halla eins og ég kallaði hann, voru þegar ég var ungur drengur og kom í verslun- ina Sportval á Laugavegi. Þegar í stað tók hann á móti mér sem jafningja í veiðimennsku þó svo að maður vissi varla hvað sneri fram eða aftur á veiðistöng. Þetta var alveg ný reynsla fyrir mig. Maður hafði það á tilfinningunni að vera fyrir í þessum verslunum. Þessar móttökur urðu til þess að maður fór bara til Halla. Hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla og gefa góð ráð. Nokkrum árum síðar fór ég að vinna í veiðibúð og þá var það Halli sem kom til mín. Þá var aðalumræðuefnið labradorhundar og þjálfun þeirra. Eins og allir vita, sem þekktu Halla, hafði hann gífurlegan áhuga á öllu sem við- kom labradorhundum, hvort sem var að fara að þjálfa þá eða bara viðra. Þegar maður sest til þess að skrifa niður nokkur kveðjuorð um Halla og rifjar upp þær stundir sem hefðu mátt vera miklu fleiri, þá er svo margt sem hægt er að rifja upp og skrifa niður. Ég vona að þessi fátæklegu orð mín verði að- standendum nokkur huggun, og ég bið að Guð taki vel á móti svo góð- um dreng. Einar Páll Garðarsson. ELSA HÖJGAARD + Járnbrá Elsa Nikkolína Höjgaard fæddist á Kambi í Vopnafirði 17. nóvember 1919. Hún lést á heimili sínu 11. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Vopnafjarðarkirkju 20. mars. Nú er horfin af sjónarsviðinu kona sem hafði mikil áhiif á mig og mínar skoðan- ir. Hún Elsa Höjgaard var í mínum huga „mamma fyrir austan“ eftir að foreldrar mínir féllu frá, en Elsa og móðir mín, Nanna Höjgaard, voru systur. Ég kýnntist gestrisni Elsu þegar ég fór að fara með for- eldrum mínu að Dalhúsum austur á Bakkafjörð. Það var alltaf fyrsta stopp fyrir austan hjá Elsu og fengið kaffi og með því, nú eða kvöldmatur eftir því á hvaða tíma við vorum. Yfirleitt kom Elsa með okkur í Dalhús og nutum við sam- vista hennar þar í paradís eins og við kölluðum oft þennan stað. Eftir að foreldrar mínir féllu frá héldum við bræðurnir áfram að fara austur og var Elsa þá oft með okkur á Dalhúsum. Elsa var sérstaklega í uppáhaldi hjá mér vegna þess hve beinskeytt hún var og hversu óhrædd hún var að nota þau orð sem hún notaði svo oft. Við Elsa áttum það til að sitja saman í eld- húsinu á Dalhúsum og sagði hún mér þá sögur af sjálfri sér og for- eldrum mínum, með miklum tilþrif- um eins og henni var einni lagið. Elsu er sárt saknað og það verð- ur skrýtið að koma í Dalhús án þess að hafa hana með. En minn- ingamar um Elsu munu hlýja okk- ur um hjartarætur um ókomna framtíð. Páli og Einari, börnum Elsu og þeirra fjölskyldum, systkinum og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykk- ur og varðveita. JökuII Höjgaard Sigurjónsson. Að morgni fimmtu- dagsins 11. mars feng- um við þá sorgarfrétt að amma okkar á Vopnafirði væri dáin. Margar ljúfar minn- ingar komu upp í hugann. Þegar við hugsum til ömmu dettur okkur fyrst í hug Vopnafjörður og Dalhús í Bakkafirði. Þangað komum við ætíð þegar til ömmu og Palla skyldi halda. Það var mikið til- hlökkunarefni að heimsækja ömmu, enda voru móttökurnar alltaf jafn góðar. Gestrisni þeirra ömmu og Palla var einstök. Ferð- imar austur voru margar og ein- stakt að dvelja þar eystra. Þá gat verið glatt á hjalla þegar margir úr ættinni vora þar samankomnir. Þá var amma í essinu sínu. Amma var sérlega yndisleg kona og fylgdist vel með baraabömum sínum, sem henni þótti afar vænt um. Amma kenndi okkur margt um lífið og tilveruna. Þar á meðal t.d. að borða feitt kjöt. Það hefur skilað sér vel, ásamt mörgu, mörgu fleiru. Við dvöldumst oft hjá ömmu um lengri eða skemmri tíma og kynnt- umst mörgum á þessum austur- ferðum okkar. Þessi yndislegu ár, sem við bræður áttum með ömmu og PaUa, þökkum við heilshugar fyrir. Allt sem amma gaf okkur er gott veganesti til framtíðar. Elsku amma. Við munum aldrei gleyma þessum dásamlega tíma með þér. - Elsku Palli og Einar. Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk. Siguijón, Ágúst og Stígur. SIGURÐUR RUNAR BERGDAL INGVARSSON + Sigurður Rúnar Bergdal Ingv- arsson fæddist 6. apríl 1972. Hann varð bráðkvaddur 25. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá safn- aðarheimilinu í Sandgerði 6. mars. Það verður jafnan hlutskipti þeiira, sem Guð gefur marga líf- dagana, að verða að sjá á bak mörgum kærum vinum. Og hvort sem vinurinn er ungur eða aldraður, ná- kominn eða vandalaus, snertir hver skilnaðarstund ætíð viðkvæman streng hlýjustu tilfinninga okkar. Að sjá á bak hverjum þeim sem á ein- hvern og það jafnvel Iítinn hátt hefur með lífi sínu og framkomu lagt gott fram úr góðum sjóði hjarta síns kall- ar ætíð fram hjá okkur söknuð og eftirsjá. Flestum okkar eru mörg dulin drög torráðin og við verðum hljóð og fáum á engan hátt skilið þegar ungur maður, fullur lífsgleði með ótal áhugamál, vinamargur og vinsæll með starfsorku sem manni finnst að eigi að vera mikil skuli á snöggu augabragði vera í burtu tek- inn. Sumra hlutskipti verður þó alltaf, þó erfitt sé að sætta sig við það, að ganga geði kvíð- lausu örstutt æviskeið. Kynni okkar Sigurð- ar Rúnars voru hvorki löng né náin og eins og jafnan þegar viðskiln- aður verður finnst manni eins og samveru- stundirnar hefðu átt að vera fleiri. Nafn hans var þægilegt í vitund og munni eins og nafn föð- ur okkar er jafnan. Mér verður hugsað til ferm- ingardagsins hans og það virðist svo undra- stutt síðan og þeirra tímamóta í hans lífi er gott að minn- ast. Ekki leyndi sér þær samveru- stundir er við áttum að frá honum geislaði mikilli mannlegri hlýju og lífskrafti og návist við hann var ein- staklega þægileg. Hann hlaut gleði og ljúflyndi æskunnar í ríkum mæli og ég hygg að hann hafi notið lífsins - en aðeins skamman ævitíma. Og lengi mun hans lifa rödd hrein og djörf. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, (V. Briem.) Með þeim orðum kveð ég ungan frænda minn. Guð blessi minningu hans, ástvini _og alla er hans sakna. Ásgeir Ó. Sigurðsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.