Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 ...... MINNINGAR JÓHANNES ÓLAFUR HELGASON + Jóhannes Ólafur Helgason fædd- ist í Huppahlíð í Miðfirði 30. maí 1909. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson, bóndi í Hnausakoti, og Ólöf Jónsdóttir, frá Hömrum í Þverár- hlíð. Ólafur var elst- ur átta systkina. Hin eru: Jón, f. 11.9. 1910, Guðrún, f. -x 27.10. 1911, Marinó, f. 4.6. 1913, d. 29.3. 1991, Jóhann, f. 14.9. 1914, Ólöf, f. 30.1. 1918, Björn, f. 4.7. 1921, og Aðal- steinn, f. 15.10.1925. Hinn 15.8. 1937 kvæntist Ólaf- ur eftirlifandi eiginkonu sinni Jónu Sveinbjarnardóttur frá Bjargarstöðum í Miðfirði og hófu þau búskap sinn á Bjargar- stöðum. Árin 1942-1944 bjuggu þau á Akureyri en fluttust þá í Mosfellssveit og stofnuðu ásamt fleirum nýbýlið Hamrafell. Á hvíta- sunnu árið 1992 fluttust þau á Dval- arheimili aldraðra á Hlaðhömrum í Mos- fellsbæ. Dætur þeirra eru: 1) Sig- ríður Birna, f. 2.5. 1941, hjúkrunar- fræðingur, maki: Ingimar S. Hjálm- arsson, læknir á Húsavík, synir þeirra eru: Finnur, maki Kolbrún Guð- jónsdóttir. Börn þeirra: Sigmar Jósep og Katrín Rós. Ólafur, maki: María Páls- dóttir, og Hjálmar, maki: Ehsa Höm Ásgeirsdóttir. 2) Guðný Margrét, f. 24.9.1953, lyljafræð- ingur, maki: Elías Ingvarsson verkstjóri. Dætur þeirra eru: Ólöf Jóna og Sigríður Birna. Útför Ólafs fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi. Alltaf var það spenn- andi að komast í sveitina á vorin til ýkkar ömmu að Hamrafelli, einkum þegar fréttir fóru að berast af sauð- burðinum. Við fengum því oftast að fara í kaupamennskuna áður en skólinn var búinn og þegar suður kom var fljótlega farið út í mjólkur- hús og athugað upp í hvaða krana við næðum og þannig var vöxtur vetrarins tekinn út. Þó var samt einnig erfitt að horfa á eftir mömmu og pabba norður aftur og stundum þurfti að setja traktorinn í gang og „glanna fyrir hom“. Alltaf hafðir þú tíma til að sinna okkur og taka okkur með í allt er gera þurfti, kenna okkur öll sveita- verkin og umgengni við skepnumar sem og lestur og skrift: „Eigum við ekki að lesa svolítið núna?“ Trúin var líka mikilvæg og margar kvöld- stundir þuldum við fyrir þig bæn- imar okkar. Ferðir niður á Melinn til að líta eftir kindunum eða æðar- fuglinum verða ávallt minnisstæðar, hvemig kindurnar, með Finns Botnu í broddi fylkingar, tóku á rás á móti gamla Nallanum eða græna Austin Gypsíinum er við birtumst Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. ~ Flytja hinn látna af dánarstaö í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað lístafólk. ; - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á II sálmum. - Líkbrennsluheimild. i - Duftker ef likbrennsla á sér stað. j| - Sal fyrir erfldrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutnlng á kistu út á land eða utan af landl. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa fslands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík. Sfmi 581 3300 - allan sólarhringinn. efst á Melnum og eftir komu Óla Gul og Hjálmars Grána ásamt öllum hinum og virtust þær glaðar yfir þessari heimsókn. Kannski að brauðið sem meðferðis var hafi haft eitthvað að segja líka. Ógleymanlegt var að fá að stýra traktornum í fyrsta skipti. Þú stóðst aftan á og sagðir til. Þegar komið var að brekkunni upp að bænum kallaðir þú: „Meira bensín, meira bensín," og traktorinn kjagaði upp brekkuna. Mikla virðingu bárum við fyrir þér. Ef við vorum eitthvað að óþekktast þá þurfti amma ekki að segja nema einu sinni: „Hvað held- urðu að hann afi ykkar segði ef hann sæi til ykkar núna?“ og þá datt allt í dúnalogn. Margar sögur og atvik renna um hugann svo langt mál væri ef drepa ætti á þau öll. Já, að hafa notið þeirrar gæfu að vera kaupamenn á Hamrafelli er okkur ómetanlegt og sú reynsla mun fylgja okkur alla ævi og verður ekki fullþökkuð. En sumrin liðu og allt í einu var komið haust og skólinn framundan. Alltaf var kveðjustundin erfið er við fórum úr sveitinni og norður og tárin læddust niður kinnarnar er rennt var úr hlaði. En nú er komið að hinstu kveðjunni og ekki er hún léttari en hinar fyrri. Elsku afi, megi góður guð taka á móti þér við ljóssins dyr og leiða þig til þíns eilífa sætis. Elsku amma, til þín viljum við líka senda okkar heitustu óskir um blessun þér til handa. Við skynjuð- um það svo oft hve náin þið afi vor- uð og efumst ekki um að komandi. tímar verða þér þungbærir, ekki síður þegar svo margir kunningjar hafa kvatt af Hlaðhömrum á svo skömmum tíma. Megi góður guð styrkja þig. Innilegar kveðjur fær- um við ykkur frá Kolbrúnu, Maríu og Elísu og síðast en ekki síst frá bamabarnabömunum, þeim Sig- mari Jósepi og Katrínu Rós. Finnur, Ólafur og Hjálmar. Elsku afi. Nú kveðjum við þig eft- ir 16 ára ánægjulega samfylgd. Þú hefur alltaf verið okkur svo góður, og alltaf þótti okkur jafn gaman að koma að Hamrafelli þegar við vor- um yngri. Þar dvöldumst við hjá ykkur ömmu mestan hluta fyrstu áranna og það hafa fáir haft eins góð áhrif á okkur og þú með þínu rólega hlýlega yfirbragði. Það var 'KScewMaiijwSiuik öarðshom v/ FossvogskiVkjwgarð Sími: 554 0500 ekki margt sem þú kipptir þér upp við. Þú kenndir okkur að spila og oft sátum við og spiluðum eða spjöiluð- um, þótt þú færir nú oft ótroðnar slóðir við að vinna spilin. Þú kunnir mikið af vísum og kvæðum sem þú kenndir okkur og við sungum oft mikið okkur öllum til skemmtunar. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Guð geymi þig. Vertu hjá mér, halla tekur degi, Herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi, þegar enga hjálp er hér að fá, hjálparlausra liknin vertu þá. (Stef.Thor.) Sigríður Birna og Ólöf Jóna. Að hryggjast og gleðjast er lífsins saga. Þau orð sameinast í huga mín- um þegar við kveðjum háaldraðan mann. Eg set hér á blað fáein minn- ingarorð um Ólaf bróður minn sem tengjast uppvaxtarárum okkar og þeim árum sem við unnum saman sem ungir menn í Húnaþingi. Snemma komu í ljós hæfileikar hans til allra verka, sem sást á því að honum var falið að sjá um og hafa verkstjórn með ýmsum verk- efnum svo sem uppsetningu á girð- ingum, vegagerð og byggingum af mörgu tagi. Við mörg þessara starfa unnum við saman um árabil eða þar til hann fluttist burt með sinni elskulegu konu, Jónu Svein- bjamardóttur, og dóttur þeirra Sig- ríði Birnu. Þessara ára er mér ákaflega ljúft að minnast. Það var ekki aðeins að hann væri afkastamaður við verk heldur var hann afburða verklag- inn. Það var snilldar frágangur á öllum hans verkum. Mér er það sér- staklega minnisstætt að þegar hann ásamt samstarfsmönnum sínum kom á vinnustað lét hann strax ganga að verkinu af fullum krafti. Þetta bendir til þess að Ólafur hafi verið fyrirhyggjumaður. Hann var búinn að sjá fyrir sér hvemig verkið átti að h'ta út og því var ekkert hik sem tafði að byrjað væri. Ólafi bróður var margt gott gefið. Hann var glöggur á sauðfé og eymamörk. Hann var einn af fáum sem útnefndur var til að standa við dilkdyr Borgfirðinga í Miðfjarðar- rétt. Sér til ánægju átti hann kindur lengst af sínum búskap. Fyrir utan bústörfin hafði Ólafur yndi af að syngja í kórum sem hann gerði um langt árabil. Hann hafði mikla og fallega rödd og gat bæði sungið tenór og bassa. Það rifjast upp nú mér til ánægju að fyrir 65 ámm kenndi hann mér bassa í fal- legu sálmalagi sem ég hef oft raulað mér til ánægju. Hafi hann þökk fyr- ir þetta og allt annað á okkar löngu samleið. Komið er að kveðjustund. Við Jó- hanna og fjölskylda okkar kveðjum þig, bróðir og vinur, hinstu kveðju og þökkum af alhug allar samveru- stundir á langri leið. Innilega samúð vottum við fjölskyldu þinni og biðj- um þess að friður og farsæld megi fylgja henni um ókomna tíð. Jóhann Helgason frá Hnausakoti. Ólafur foðurbróðir hefur kvatt þennan heim á nítugasta aldursári. Sá sem hefur lokið löngu og giftu- drjúgu dagsverki vérðskuldar hvfld- ina og víst er um það að nafni minn hhfði sér hvergi við að rækta sinn garð fjölskyldu og samferðamönn- um til heilla. Ólafur var bóndasonur og bóndi sjálfur sem næst alla sína starfsævi, fyrst á Bjargarstöðum í Austurár- dal en lengst af á Hamrafelli í Mos- fellssveit. Hann var kenndur við bæinn og svo hjónin, Jóna og Ólaf- ur, hvort við annað, órofa eining í rösk 60 ár. Eg kynntist ekki frænda mínum að neinu marki fyrr en við hjónin fluttum í Mosfellssveitina, en þar bjuggum við í fjögur ár. Þessi ár urðum við heimagangar á Hamra- felli með synina tvo, og lengst af síðan. Jóna er náfrænka Margrétar konu minnar svo við nutum í raun umhyggju sem börn þeirra værum. Ég átti stundum kost á að ganga að verkum með frænda mínum og þá skröfuðum við saman, með hlé- um þó, því okkur lét líka báðum vel að þegja. Nafni minn var orðvar og vandur að virðingu sinni. En það var stutt í hnyttin tilsvör og þá færðist kímið bros yfir andlitið, sem Ólöf, föðuramma mín, kallaði Helgavatnsglottið. Þetta er raunar ekki glott heldur miklu fremur góð- viljað bros sem særir engan, en hitt- ir þó naglann á höfuðið. Hjónin á Hamrafelli voru miklir höfðingjar heim að sækja, enda var þar löngum gestkvæmt, því frænd- garður í báðar ættir er stór. Rausn þeirra var við brugðið og oft renndu gamlir sveitungar úr Miðfirðinum í hlað til að rifja upp og treysta göm- ul kynni og segja tíðindi að norðan sem þegin voru með þökkum. Ég veit að nafna er lítil þægð í því að kostir hans séu útlagðir á prenti. Því það sem af ýmsum er talið til eðliskosta góðra manna veit ég að hann leit á sem sjálfsagðan hlut. Hann álasaði aldrei neinum manni svo ég heyrði en ég veit að hann fann til vorkunnar með þeim sem burðast með mikið af þessa heims hégóma í farteskinu. Ölafur var traustur og heill. Um hann gildir það sem haft var eftir Guðrúnu vinnukonu í Innansveitar- kroniku sveitunga hans. „Því sem manni er trúað fyrir er manni trúað fyrir.“ Tímans tönn máir að lokum út öll vegsummerki mannanna, en sé horft úr Tungusporðinum upp með Austuránni sést enn móta fyrir þráðbeinum hlöðnum vegkanti, yfir 60 ára gömlum, og í túninu heima í Hnausakoti stendur steypt hlaða frá svipuðum tíma. I báðum þessum mannvirkjum geymast lítil minn- ingabrot um veröld sem var og um haga hönd Ólafs Helgasonar. Að leiðarlokum færum við hjónin og börn okkar nafna mínum alúðar- þakkir fyrir samfylgdina og biðjum Guð að blessa Jónu, dætrunum og fjölskyldum þeirra minninguna um sannan og góðan dreng. Ólafur H. Jóhannsson. Minningabrotin eru mörg sem fljúga gegnum hugann þegar rifjuð eru upp kynni af Ölafi á Hamrafelli föðurbróður okkar. Öll eru þau á vissan hátt einsleit, það var skap- gerð Ólafs sem bar alltaf hæst. Þessi hægi og ljúfí maður með þessa ríku kímni sem hélst skörp og var vel notuð alla tíð. Ólafur hafði yndi af söng og lestri góðra bóka. Hann var fæddur árið 1909 á tíma fátæktar á Islandi, elstur af stórum hópi systkina, og til að létta undir með foreldrum sínum varð hann snemma að fara að vinna. Kona Ólafs var Jóna Sveinbjam- ardóttir og stóð hún með honum sem stytta í gegnum lífið í rúm sex- tíu ár. Það er okkur hinum yngri til eftirbreytni hið góða hjónaband þeirra. Þar ríkti gagnkvæm virðing og væntumþykja. Jóna mín, Bibba, Guðný og fjöl- skyldur ykkar, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð blessa ykkur. Með þökk fyrir allt. Ásta Björg og Haukur. Nú hefur Ólafur frændi minn á Hamrafelli kvatt vort jarðneska líf. Þegar ég minnist hans er hann sem bjargið. Hann brást aldrei hvað sem á dundi, orð skyldu standa. Allt á sínum stað, virðing fyrir mönnum og málleysingjum, lágum sem há- um. Engan vissi ég nákvæmari með hirðingu á skepnum. Hænurnar fengu sína gjöf alltaf á sama tíma, fáir áttu fallegri kindur en hann og kýrnar gljáðu. Hann átti líka góða konu sem hann bar virðingu fyrir og elsku til. Enda man ég vart eftir úr safni minninga en þau væru nefnd samtímis Jóna og Óli. Það má með sanni segja að Hamrafellsheimilið hafi verið mitt annað heimili allt frá bernsku og fram á fullorðinsár. Þar var ætíð athvarf. Eins minnist ég kærleika systkinanna, en þau voru systkini, Óli, bróðir mömmu, og Jóna, systir pabba. Þær voru margar ferðirnar sem famar voru að Hamrafelli. Ófáar voru ferðimar er Óli náði í okkur að Bjargarstöðum á Willisnum gamla. Alltaf virtist hann hafa tíma til alls, allt var bjargfast og traust. Aldrei man ég eftir öðm en gagnkvæmu systra- og bróðurþeli. Afltaf fannst mér Ólafur og Jóna sem mínir aðrir foreldrar. Ég man eftir uppáhalds- ljóði hans sem hann söng svo oft undir stýri: Ef ég raætti yrkja, yrkjavildiégjörð sveit er sáðmanns kirkja og sáning bænagjörð. Elsku Jóna, Bibba, Guðný og fjöl- skylda. Guð blessi minningu Ólafs Helgasonar. Minning hans lifir. Sveinbjörn og Þórveig, Krossi. Minningarnar hlaðast upp, nú síðustu dægrin. Sex ára var ég þeg- ar ég sá Óla, eins og ég kallaði hann alltaf, fyrst. Þá fluttu móðir mín og fósturfaðir suður yfir heiðar, eins og sagt var þá. Þegar að Hamrafelli var komið gekk Óli úr rúmi fyrir systur sína og mig og var það svo það sumar. Strax það sumar mynduðust sér- stök tengsl á milli okkar sem aldrei rofnuðu. Nokkmm ámm seinna þegar móðir mín og fósturfaðir fóm að búa á Bjargarstöðum þá kom hjálpsemi Óla vel í ljós. Ófáar ferðir kom hann á traktornum til að hjálpa til við vorverkin. Þegar ég varð eldri lánaði hann okkur vélarnar þegar þurfa þótti. ðli og Jóna voru höfðingjar heim að sækja. Mikill samgangur var á milli heimilanna og aldrei liðu jól eða páskar að ekki væri farið að Hamrafelli, fyrir utan aðra tilefnis- mikla daga eða litla daga sem vom ófáir. Þegar ég hafði stofnað heimili og kom að Hamrafelli var Óli fljótur að koma að bílnum og ræða við litla frændur sem í honum voru. Allt þetta og margt fleira vil ég þakka þér nú að leiðarlokum, en þó sér- staklega fyrir það að þú varst einn af þeim örfáu sem tóku mér eins og ég var og lést mig aldrei gjalda ætt- ernis. Guð styrki Jónu og dætur ykkar og fjölskyldur þeirra. Við, ég og fjölskylda mín, kveðjum þig með virðingu og þökk. Grétar. Ólafur Helgason á Hamrafelli í Mosfellssveit er látinn nærri nfl-æð- ur að aldri. Ólafur bóndi átti sitt ævistarf á Hamrafelli í 50 ár. Bú- stofn hans var kýr og alifuglar og búnaðist þeim hjónum Ólafi og Jónu vel, enda samhent og sáu vel fyrir þörfum búfjárins. Forsaga býlisins á Hamrafelli var sú að Mosfellshreppur eignaðist tvær jarðir, þ.e. Varmá og Lágafell, þegar Thor Jensen seldi eignir sín- ar í sveitinni 1943. Á sama tíma var lögsagnarumdæmi Reykjavíkur flutt að Blikastöðum. Þá stóð þannig á að rúmlega 200 ha ræktun- arland var á lausu vestan eða neðan Vesturlandsvegar. Samkvæmt land- búnaðarstefnu eftirstríðsáranna skyldi nú stofna smábýli á 25-30 ha spildum. Með stuðningi Búnaðar- samtakanna í landinu var ráðist í þetta og urðu býlin átta að tölu í Mosfellssveit. Þessi nýbýli urðu eft- irsótt og valið var úr hópi umsækj- enda. Ólafur og Jóna fengu ábúð á Hamrafelli, en Benedikt bróðir Jónu og Ólöf kona hans fengu jarð- næði á Bjargarstöðum. Þau komu hingað norðan úr Miðfirði. Nánar tiltekið voru þau Ólafur og Ólöf systkin og Jóna og Benedikt einnig, Sveinbjarnarbörn frá Bjargarstöð- um í Miðfirði. Benedikt nefndi bæ- inn sinn í Mosfellssveit eftir ættar- óðalinu heima. Ur Miðfirðinum flutti þetta fólk með sér nýja menn- ingarstrauma í Mosfellssveitina og lagði drjúgan skerf til þeirra mála, ekki síst í kórsöng. Ólafur söng um langt árabil í karlakómum Stefni og einnig í Kirkjukór Lágafellssóknar. Við Ólafur urðum fljótt góðir kunningjar, enda báðir í þessum kórum á sama tíma. Þá áttum við ekki síður nokkra samleið í fugla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.