Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Passíusálmalest- ur og orgelleikur kl. 12.15. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11- 13. Létt hreyfíng og slökun. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.10. Eftir stundina er súpa og brauð. Passíusálmalestur og bænastund k. 18. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Sjálfshjálparhópur um sorg kl. 20. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Jakka- peysu- úrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Kl. 20 sýning á leikritinu Hlið himins, logar vítis. Húsið opnað kl. 19. Að- gangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sjöunda dags aðventistar á ís- landi: A laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Frode Jakobsen. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Söfnuður- inn fer í heimsókn til Selfoss. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- rannsókn kl. 10. Útvarpsguðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Umsjón: Börnin í kirkjunni. Ljóðasafn Einars Benendiktssonar Mál og mynd Bræðraborgarstíg 9 • 101 Reykjavik • Glæsileg fjögurra binda útgáfa í skinnbandi • Tilvalin fermingargjöf • Tilvalin tækifærisgjöf • Aðeins kr. 12.900 Panta má bókina í síma 552 8866. Aðeins 100 sett óseld. Bókinni verður ekki dreift í bókaverslanir. •> UT ANKJ ÖRST AÐ ASKRIFSTOF A SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735,515 1736 Bréfasfmi: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: utankjorstada@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá Sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, 3. hæð, virka daga kl. 9.30 - 15.30. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Iðnbúð 4 - Garðabæ brúnir m/haldi höfum á lager Nr.1 175 x 90 x 270mm Nr.2 220 x100 x 300 mm Nr.3 260 x150 x 350 mm Nr.4 290 x150 x 430 mm Nr.5 356 x168 x 441 mm SAGA HEILDVERSLUN Simi 565 8330 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags „Hlánar“ í veðurfregnum ÞAÐ gladdi mín gömlu eyru að heyra í veður- fregnum að það ætti að hlána. Ekki bara vegna þess að þá mundi hlýna og blota heldur að heyra þetta orð notað. Ég hélt satt að segja að þetta væri eitt af „dánu“ orðunum þeirra sem semja veður- fregnir. Þeir sem fylgjast með veðrinu í útvarpi og sjónvarpi vita að það er hætt að hvessa og lygna á Islandi, það bætir í vind eða dregur úr vindi. Það er af og frá að það stytti upp, nei - það dregur úr úr- komu. Að maður ekki nefni að það fari að súlda, rigna eða snjóa eins og í gamla daga, nú bætir í úrkomu. Ætli það muni nokkuð hlýna eða kólna framar? Mun ekki bara draga úr eða auka í hita? Engu að síður, kærar þakkir fyrir hlákuna. Sveitakona. Listaverkafalsarar HINN 11. mars var viðtal við málverkafalsara í sjón- varpinu, í þættinum „Kol- krabbanum". Þáttastjórn- andi ræddi þar við mann sem er listaverkafalsari og kom hann fram nafnlaust og sást ekki andlitið á hon- um. I Ijós kom að hann hafði stundað listaverka- fölsun í þrjú ár, var í sam- bandi við gallerí hér í bæn- um, en ekki sagt hvaða gallerí. I þættinum voru sýnd sýnishorn af myndum sem hann hafði falsað, fannst mér persónulega þetta ekki góðar falsanir. Ég er hissa á því að fólk skuli láta blekkjast af slæmu handverki, t.d. Kjarvalsverkum o.fl. verk- um. I þættinum var hann spurður að því hvort hann væri ekki afbrotamaður en hann virtist Uta á þetta sem eins konar aukavinnu, þetta væri ekkert mál. En maðurinn er auðvitað af- brotamaður og gengur laus, búinn að stunda þessa iðju í þrjú ár og hafa fé af fólki og hálfeyðileggja listaverkamarkaðinn. Fyr- ir fólk sem er að fjárfesta í verkum eftir gömlu meist- arana er allt hálfónýtt eftir að þessi mál komu upp. Þessi maður er greinilega einn af þeim stóru í þess- um bransa. Finnst mér að þeir sem tóku við hann þetta viðtal ættu að segja til hans. Þeir skulda þjóðinni það að segja til hans og láta lög- regluna vita hver hann er því það er refsivert athæfi að hylma yfir með afbrota- mönnum. Sigurður Eyþórsson, listmálari Tapað/fundið Gyllt úr týndist við Faxafen GYLLT Raymond-Weil úr týndist sl. fimmtudag fyr- ir utan Barnaríki við Faxafen. Skilvís finnandi hafi samband í síma 564 1398. Eyrnalokkur týndist AÐFARANÓTT sunnu- dagsins 21. apríl týndist eyrnalokkur neðarlega á Laugaveginum. Lokkuiinn er gylltur hringur með fjólubláum steinum. Finn- andi vinsamlega hafi sam- band í síma 552 0202. Dýrahald STÓR grár páfagaukur með topp á gulu höfði fannst í Hlyngerði í Reykjavík sl. miðvikudag. Upplýsingar hjá Fríðu í síma 698 1049. Óska eftir kettlingi ÓSKA eftir kettlingi, hvít- um, svörtum og gulbrún- um. Upplýsingar hjá Sveinveigu Guðmunds- dóttur í síma 555 2447 og vs. 565 3000. SKAK llmxjón Margeir Pétnrxson m I * áW 4 i §p i Á i i W, á u A & A B H s s HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í þýsku fyrstu deildar keppninni um síðustu mánaðamót. Peter Pichler (2.395), Passau, hafði hvítt og átti leik gegn Christian Maier (2.345), Freiburg-Záhringen. 26. Rxf7!! - Kxf7 27. Hxe6 - Kxe6 28. Hel+ - Kf7 29. Dxc4+ - Kf8 30. Df4+ - Kg8 31. He7 - Dd5 32. Dh6 - Ddl+ 33. Kg2 - Dd5+ 34. f3 og svartur gafst upp. Yíkverji skrifar... INFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands hefur staðið í stórræðum að undanfórnu. Fyrst færði hljómsveitin upp hina nafnkunnu óperu Puccinis Turandot í Laugardalshöll og um helgina mun hljómsveitin efna til „tónleikasýningar" á einni vinsæl- ustu rokkóperu ailra tíma, Jesus Christ Superstar eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice, í sömu höll. Hvort tveggja eru þetta metnaðarfull verkefni og ekki á hverjum degi sem tónelskum íslendingum gefst tæki- færi að sjá svo veglegar uppfærslur á þessum þrekvirkjum. Víkverji ber lof á þetta framtak Sinfóníuhljómsveit- arinnar, þessa máttarstólpa í ís- lensku menningarlífi, og vonar að henni verði gert kleift að glíma við fleiri slík verkefni á komandi árum. Tvær sýningar verða á Superstar og skilst Víkverja að mikil eftirspurn hafi verið eftir miðum - þeir runnið út eins og heitar lummur. Fyrir vikið mun handagangur hafa verið í öskj- unni á skrifstofu Sinfóníunnar vestur í Háskólabíói síðustu dagana eftir að út spurðist að lausum sætum færi fækkandi. Þannig heyrði Víkverji að konu einni hefði legið svo mikið á að hún hrasaði og rak höfuðið í hurð skrifstofunnar. Hlaust áverki af og dreif að fólk til að huga að konunni. Hafði einhver á orði að vænlegast væri að koma henni undir læknis- hendur. Það vildi hún ekki hafa, ekki strax að minnsta kosti. „Fyrst verð ég að sækja miðann minn!“ XXX ÍKVERJI fylgdist með úrslita- leik Tottenham Hotspur og Leicester City í ensku deiidabikar- keppninni síðastliðinn sunnudag. Seint verður sá leikur skráður í sögu- bækur fyrir knattlist, hvorugt lið náði sér á strik, þótt sigur Totten- ham væri verðskuldaður. Á hinn bóg- inn verður leikurinn lengi í minnum hafður vegna framgöngu eins leik- manna Leicester, Robbies Savage, sem virtist eitthvað illa stemmdur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Langt er síðan Víkverji hefur séð annað eins á knattspyrnuvelli, mann- greyið stakk jafn mikið í stúf þama á vellinum og nafni hans í Fögru ver- öld Huxleys gerir í því ágæta samfé- lagi sem þar er lýst. Hann flengdist um flötina, eins og stjórnlaus sláttu- vél, klippti niður mann og annan, eins og sagt er, og skammaði þá svo eins og hunda á eftir, þar sem þeir lágu vamarlausir í sverðinum. Svo var komið í síðari hálfleik að Savage hafði fengið þorra áhorfenda og allt Tottenham-liðið upp á móti sér. Kom þá nokkrum sinnum til handaiögmála og var einum leik- manni Tottenham, Justin Edinburgh, vikið af velli fyrir að heilsa Savage að sið sjómanna eftir að sá síðamefndi hafði brotið gróflega á honum. Ekk- ert við því að segja en hvers vegna Savage hékk inná, uns Martin O’Neill, knattspymustjóri Leicester ákvað að lina þjáningar hans og kippa honum af velli í biálokin, fær Víkverji ekki skilið. Svo margar, svo ljótar vom tæklingamar. Stuðningsmenn Leicester reyndu, eins og vera ber, að hughreysta sinn mann í öllu mótlætinu og sungu há- stöfum þegar leið á leikinn: „Það er aðeins einn Robbie Savage!“ Víkverji tekur hins vegar undir orð skeleggs sparkrýnis þar ytra sem sagði í um- sögn sinni um leikinn: „Guði sé lof!“ Annar ólátabelgur í ensku knatt- spyrnunni, Dennis Wise fyrirliði Chelsea, kom mönnum einnig í opna skjöldu síðastliðna helgi. Ekki vegna þess að hann fengi áminningu, það era ekki tíðindi þegar Wise á í hlut, heldur fyrir hvað hann var áminntm- af dómaranum í leik gegn Aston Villa - að brúka munn við sjúkraþjálfara Villa. Sá hafði lagt leið sína inn á völl- inn til að hlúa að leikmanni sem lá í valnum og lenti einhverra hluta vegna í orðaskaki við Wise, með fyrr- greindum afleiðingum. Er það mál manna að þarna hafi Wise numið nýj- ar lendur. Þess má geta að hann fær leikbann fyrir vikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.