Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Kristinn
FJALAR Hauksson, Inga Þóra Ingvarsdóttir og Jón Arni Helgason úr MH blaða í skrudd-
um fyrir keppnina.
HJALTI Snær Erlingsson,
Morgunblaðið/Ásdís
Sverrir Guðmundsson og Arnar Þór Stefánsson keppa í kvöld
fyrir MR.
Urslit spurningakeppninnar Gettu beturílkvöld
ÚRSLITAKVÖLD spurningakeppni fram-
haldsskólanna Gettu betur er í kvöld. Lið
Menntaskólans við Hamrahlíð og Mennta-
skólans í Reykjavík há einvígi kl. 21.30 í Sjón- ''
varpinu, og eru það sömu tveir skólar og
kepptu til úrslita um farandverðlaunagripinn
^HIjóðnemann í fyrra og árið þar áður.
Sjónvarpað verður beint frá keppninni og
þar sem alltaf hefur verið yfírfullt á úrslita-
kvöldinu seinustu ár fer hún fram í Valsheim-
ilinu og ættu allir að geta fengið sæti.
Bæði liðin
sigurviss
Eru bjartsýn og afslöppuð
Undirbúningur stóð sem hæst hjá keppn-
isliðunum í gær. Fyrir hönd MH er Inga Þóra
Ingvarsdóttir að keppa í fjórða sinn, Fjalar
Hauksson í annað sinn og Jón Arni Helgason
er nýliðinn í hópnum.
Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur aldrei
hreppt bikarinn og sagði Fjalar að nú væri
kominn tími til, enda hefðu þau unnið vel til
þess og væru komin í úrslit í þriðja sinn. „Það
er erfítt að segja til hvemig fer, en við erum
ákveðin í því að vinna,“ sagði Fjalar í samtali
við Morgunblaðið. „Við tökum þessu samt
mátulega alvarlega, lokum bókunum kvöldið
áður, sofum vel og tökum það rólega keppnis-
daginn með þvi að fá okkur eitthvað gott að
borða.“
Fjalar segir kepphistímabilið hafa verið
mjög skemmtilegt og fróðlegt. „Við höfum
lesið á hverjum degi fyrir keppnina og ýtt
skólalærdómnum alveg til hliðar.“
Liðsmenn sögðust vera að semja hernaðar-
áætlun íyrir úrslitak\'öldið, „en hún er ekki
gefín upp frekar en í öðrum orrustum," sagði
Fjalar að lokum og sagði liðsmenn bjartsýna
um sigur yfír MR-ingum.
Sigurgangan er okkar!
Lið Menntaskólans í Reykjavík er að verja
bikarinn sjötta árið í röð. Sverri Guðmunds-
syni, Hjalta Snæ Ægissyni og Arnari Þór
Stefánssyni líst ljómandi vel á að keppa þriðja
árið í röð við MH. „Við munum fara með sigur
af hólmi. Ég hef trú á því að við séum með
betra lið; við höfum reynsluna og sigurgangan
er okkar!“ sagði Sverrir í samtali við Morgun-
blaðið.
„Við höfum allir mjög mikla reynslu sem
skiptir miklu máli. Hjalti Snær keppir í fyrsta
sinn, Arnar Þór í annað og ég í þriðja, en áður
höfum við allir verið liðsstjórar sem kemst
næst því að vera í liðinu. Liðsstjórarnir í ár
eru Svanur Pétm-sson og Sverrir Teitsson og
þeir munu að öllum líkindum vera í keppn-
isliðinu næsta ár ásamt Hjalta Snæ, þar sem
við Arnar Þór erum að útskrifast í vor.“
Sverrir segir það alltaf spennandi að vera í
beinni útsendingu. „Það er ekki endilega erf-
iðara, en hátíðlegm og menn passa sig
kannski betur."
- Finnið þið fyrir þiýstingi í skólanum á að
þið verðið að vinna?
„Við fmnum fyrst og fremst fyrir stuðningi,
en auðvitað vill fólk sjá Hljóðnemann aftur í
MR.“
- Hvernig myndi þér líða ef þið mynduð
tapa í kvöld?
„Það yrði frekar slæmt að stöðva sigur-
gönguna, en það er margt verra sem getur
komið fyrir mann en að tapa í Gettu betur.“
- En þið mynduð ekki fara út að skemmta
ykkureftirá?
„Jú, það verður svallveisla hjá okkur alveg
sama hver úrslitin verða.“
9{cttur^aíinn
Smiðjuvegi 14, ‘Kópavojji, sími 587 6080
í kvöld og laugardags-
kvöld leikur hinn frábæri
Hilmar
Sverrisson
ásamt
Önnu Vilhjálms
Opió frá kl. 22—3
Borðapantanir í simum 557 9717 og 587 6080
Næturgalinn þar sem stuóió er
og alltaf lifandi tónlist
Vs ..............~.... ..................... JJ
Riehard Gere
ferðast vegna
trúar sinnar
LEIKARINN Richard Gere er án
efa einn þekktasti búddisti í
heimi. A dögunum var hann á al-
þjóðlegri ráðstefnu í Nýju Delhí
og átti góða stund með Ganden
Tri Rinpoche, yfirmanni Gelug-
skólans, er aðhyllist búddisma
sem upprunninn er í Tíbet. Leik-
arinn er hollur fylgismaður trú-
arleiðtogans Dalai Lama og hef-
ur margsinnis farið til Indlands
vegna trúar sinnar.
00
StefánJökulsson
á léltu nólimum
Radisson SAS
SagaHotel
Reykjavík
Klæðnaður
í inn-
kaupaferð
kaupin
►í HEIMI fegurðar og
tísku er enginn vettvangur
þess eðlis að slaka megi á
kröfum um gott útlit og
huggulegan fatnað. Á ineð
fylgjandi mynd sést ein
prúðbúin dama sýna fram
á það með því að ýta á
undan sér fullri inn-
kaupakörfu á tískusýn-
ingu sem haldin var í
París á dögunuin.
Það er franski hönn-
uðurinn Ines de la
Fressange sem
hannaði klæðn-
aðinn.
Hinn frábaeri dúett Blátt áfram leikur og heldur uppi fjörinu bæði
föstudags- og laugardagskvöld.
Tilvalinn staður fyrir uppákomur af öllu tagi.
„Happy-hour" milli kl. 11 og 12 á föstudags- og laugardagskvöldum.
íþróttaviðburðir í beinni útsendingu á breiðtjaldi.