Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJtSMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Stjórnarflokkarnir halda meirihluta sínum samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Sjálfstæðisflokkur 41,3%
en Samfylkingin 33,5%
SAMKVÆMT þjóðmálakönnun, sem Félagsvís-
indastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morg-
unblaðið, myndu 41,3%, úr hópi þeirra sem af-
stöðu taka, kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 33,5%
Samfylkinguna, 16,3% Framsóknarflokkinn,
6,3% Vinstrihreyfinguna - grænt framboð og
2,5% Frjálslynda flokkinn. Könnunin fór fram
dagana 18. til 24. mars og var úrtakið 1.500
manns 18 ára og eldri um land allt.
I úrtaki Félagsvísindastofnunar voru 1.500
! j^^ianns en 1.024 svöruðu og er svarhlutfallið tæp
b9%. Hringt var í 18 ára og eldri kjósendur um
allt land.
í síðustu könnun Félagsvísindastofnunar,
sem gerð var í nóvember sl., fékk Framsóknar-
flokkurinn 19,7%, Sjálfstæðisflokkurinn 44,8%,
Samfylkingin 16%, Frjálslyndi flokkurinn 3,7%
og Vinstrihreyfingin 2,8%. Frá síðustu könnun
hafa Samfylkingin og Vinstrihreyfingin styrkt
stöðu sína á kostnað stjórnarflokkanna.
Samfylkingin sterk
meðal kvenna
Samkvæmt könnuninni á Sjálfstæðisflokkur-
inn meira fylgi meðal karla en kvenna. 46%
karla ætla að kjósa flokkinn, en 36,4% kvenna.
39,5% kvenna ætla að kjósa Samfylkinguna, en
28,1% karla. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 26,6%
fylgis meðal kjósenda eldri en 60 ára, en yfir
40% stuðnings í öðrum aldurshópum. Samfylk-
ingin nýtur hins vegar 39,4% stuðnings meðal
elstu kjósendanna, en 29,2% meðal yngsta ald-
urshópsins.
Fylgi flokkanna er misjafnt eftir búsetu
manna og þannig er fylgi Framsóknarflokks
26,7% á landsbyggðinni en 9,6% í Reykjavík
sem er litlu meira en fylgi Vinstrihreyfingarinn-
ar - græns framboðs sem hefur þar 8,3% fylgi.
Frjálslyndi flokkurinn hefur 3,9% fylgi á lands-
byggðinni en 0,4% í Reykjavík, fylgi Samfylk-
ingarinnar er tiltölulega svipað í Reykjavík og
Reykjanesi þar sem það er 38% og 35% og
28,2% á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur mest fylgi í Reykjanesi, 47,1%, 42,8% í
Reykjavík og 35,3% á landsbyggðinni.
Bláfjöll
Slasaðist á
dekkja-
slöngu
UNGLINGSPILTUR var flutt-
ur á slysadeild með sjúkrabif-
reið eftir slys í Bláfjöllum um
klukkan 14 í gær. Hann meidd-
ist á höfði og hrygg, en meiðslin
gáfu ekki tilefni til innlagnar á
sjúkrahús.
Pilturinn var að renna sér á
stórri dekkjaslöngu utan hefð-
bundinna skíðaleiða ásamt
fjórum öðrum krökkum þegar
slangan rann upp á malarveg
og sprakk á grjóti með fyrr-
greindum afleiðingum.
Starfsmenn Bláfjalla höfðu
vísað krökkunum frá sjálfu
skíðasvæðinu er þeir birtust
með dekkjaslönguna, enda eru
þær bannaðar á skíðasvæðum.
Burðarás kaupir 11% 1IJA
Kaupverðið
um 650 millj-
ónir króna
BURÐARÁS hf. hefur keypt 11%
hlut í Útgerðarfélagi Akureyringa
og er eignarhlutur hans nú um 31%
en fyrir átti Burðarás um 20%.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var kaupverðið um 650
Vopnað rán
framið í
söluturni
VOPNAÐ rán var framið í sölutum-
inum Bláhorninu á Smiðjuvegi á
tólfta tímanum í gærkvöld. Barst
lögreglunni í Kópavogi tilkynning
um ránið klukkan 23.25 og var hafin
leit að ræningjanum. Tvær stúlkur
voru við afgreiðslu í sölutuminum og
ógnaði ræninginn þeim með hnífi og
hafði á brott með sér peninga, en
ekki var ljóst hversu mikla. Stúlk-
úrnar gátu lýst ræningjanum, sem
er rúmlega tvítugur að aldri og um
168 cm á hæð. Var hann með græna
húfu og klút fyrir andliti og bar sól-
gleraugu. Hann var klæddur í dökka
peysu og gallabuxur.
Lögreglan hóf leit strax, en hafði
ekki náð honum um miðnættið í gær-
kvöld.
-----♦♦♦------
Enn ósamið
í Moskvu
'SAMNINGAR hafa enn ekki tekist
um veiðar íslendinga í Barentshafi,
en viðræður um þær standa nú yfir í
Moskvu milli íslands, Noregs og
Rússlands. Vonir stóðu til þess að
samningar yrðu undirritaðir í gær,
en að sögn Halldórs Ásgrímssonar
utanríkisráðherra hefur ekki tekist
fcð leysa öll ágreiningsmál.
Morgunblaðið/Kristinn
Skólablað Fjölbrauta-
skóla Vesturlands
Tony Blair
sendi bréf
BRÉF frá Tony Blair, forsætisráð-
herra Breta, verður meðal efnis í
næsta tölublaði Ennismána, skóla-
blaðs nemendafélags Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi, sem
kemur út 21. aprfl nk. Ritstjórnin
skrifaði bréf með nokkrum vel völd-
um spumingum til Blair, Wflliams
Bretaprins, Clinton Bandaríkjafor-
seta, Viktoríu Svíaprinsessu, Rowan
Atkinsons leikara og Jean Paul
Gaultier tískuhönnuðar. Blair var sá
eini sem svaraði í eigin persónu en
að auki fékk ritstjórn Ennismána
kæra kveðju frá William Bretaprins í
gegnum ritara hans.
Blair svaraði fjórum spurningum
sem fyrir hann voru lagðar af rit-
stjórn Ennismána: Hvernig er að
vera einn af valdamestu mönnum
heims? Hvenær fékkst þú áhuga á
pólitík? Hvernig hefur ferillinn þró-
ast? Hver eru framtíðaráform þín?
Ritstjórarnir neituðu að upplýsa
Morgunblaðið um svörun.
■ Bréf/2B
ISAL með 2,1 milljarð í
hagnað eftir síðasta ár
HAGNAÐUR ÍSAL nam 2.146
milljónum króna á síðasta ári,
fyrsta rekstrarárið eftir fulla
stækkun álversins, sem er 11%
aukning frá árinu 1997 er hagnað-
ur fyiirtækisins nam 1.940 milljón-
um króna eftir skatta. Að _ sögn
Rannveigar Rist, forstjóra ISAL,
er þetta besta afkoma ÍSAL frá
upphafi.
Rannveig segist vera mjög
ánægð með afkomu ÍSAL á síðasta
ári, þá sér í lagi með tilliti til þess að
heimsmarkaðsverð á áli hafi lækkað
um 15% á árinu auk þess sem verk-
smiðjan lenti í orkuskerðingu á síð-
asta ársfjórðungi og slökkva þurfti
á um 50 kerjum af 480.
Á síðasta ári lækkaði meðalverð
á áli úr 1.700 dollurum á tonnið í
1.450 doliara á tonnið. I ár er spáð
enn frekari verðlækkunum á áli og
að sögn Rannveigar er því spáð að
meðalverðið verði um 1.200 dollar-
ar á tonnið.
Alls voru framleidd 162.360 tonn
af áli hjá ISAL á síðasta ári saman-
borið við 123.562 tonn árið 1997.
Seld voru 159.534 tonn en árið 1997
voru seld 123.356 tonn af áli frá
ÍSAL.
■ Besta/18
milljónir króna. Með kaupunum er
Burðarás langstærsti hluthafinn í
ÚA.
Að sögn Friðriks Jóhannssonar,
framkvæmdastjóra Burðaráss,
keypti félagið bréfin meðal annars
af Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins auk fleiri aðila. Aðspurður segir
Friðrik að Burðarás muni eiga
bréfin áfram þar sem félagið telji
ÚA áhugaverðan fjárfestingarkost.
„Okkur finnst áhugavert til fram-
tíðar að eiga stærri hlut í félaginu
og taka þátt í þeirri uppbyggingu
sem átt hefur sér stað hjá UA og
hefur gengið vel.“
Fyrr í þessum mánuði keypti
FBA ríflega 6% hlut í ÚA af Bún-
aðarbanka Islands. Hluturinn var í
eigu Búnaðarbankans, viðskipta-
vina bankans og sjóða í vörslu
hans. Kaupverðið var 357,5 milljón-
ir. Eftir sölu FBA til Burðaráss er
hlutur FBA í ÚA kominn niður fyr-
ir þau 5% mörk sem tilkynna ber
til Verðbréfaþings Islands.
Alþingi frestað fram
yfir kosningar
ALÞINGI Islendinga var
frestað í gær fram yfir alþingis-
kosningar 8. maí nk. Síðasta
verk þingsins var að samþykkja
frumvarp til stjórnskipunarlaga
um breytingu á kjördæmaskip-
an. Níu þingmenn munu nú láta
af þingmennsku og meðal
þeirra sem kvöddu samstarfs-
menn sína voru þeir Ragnar
Arnalds, sem lætur af þing-
mennsku eftir 32 ár, og Ólafur
G. Einarsson, forseti Alþingis,
sem setið hefur á Alþingi frá
árinu 1971.