Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 13 FRÉTTIR Þorvaldur Ingvarsson segir erfðir geta skýrt misjafnt algengi slitgigtar að vissu marki Morgunblaðið/Sverrir FJÖLMARGIR læknar sóttu þing skurðlækna og svæfingalækna sem stendur í gær og í dag. Hér ræða málin (frá vinstri) þeir Brynjólfur Mogensen á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Guðjón Guðmundsson á Akranesi og Páll Gislason, fyrrverandi yfirlæknir. AUK fyrirlestra eru kynnt lyf og tæki á þinginu. Hér eru skurðlækn- arnir Jónas Magnússon (lengst til hægri) og Bjarni Torfason (í miðið) við tæki sem þegar er komið í notkun á Landspítalanum og hjá þeim er Róbert Tómasson frá A. Karlssyni hf. Algengið fimmfalt meira á Islandi en Svíþjóð Æðaaðgerðir, gerviliðaaðgerðir, bris- kirtilsbólga, botnlanginn, krabbamein, mat á verkjastillingu eru meðal fjöl- breyttra umræðuefna á þingi skurðlækna og svæfíngalækna sem nú stendur yfír. Jóhannes Tómasson forvitnaðist í gær um nokkur umræðuefnin en þarna eru einnig sýnd ýmis tæki og lyf. „ALGENGI slitgigtar á íslandi virðist vera allt að fimmfalt meira en til dæmis í Svíþjóð og þó að skýringamar á þessu séu ekki aug- ljósar er kenning mín sú að erfðir geti verið ein þeirra," segir Þor- valdur Ingvarsson, sérfræðingur í gigtarsjúkdómum, en hann flutti þrjú erindi um slitgigt og gerviliða- aðgerðir á ársþingi Skurðlæknafé- lags Islands í gær. Arsþing Svæfmga; og gjör- gæslulæknafélags Islands er einnig haldið og standa bæði þingin í dag en í gær hélt Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagið námskeið í útlimadeyfingum. Fluttir era fjöl- margir fyrirlestrar báða dagana og meðal umfjöllunarefna í dag eru krabbamein í blöðrahálskirtli, áhrif meðgöngu á lifur kvenna sem áður hafa greinst með brjóstakrabba- mein, könnun á tíðni fylgikvilla við svæfingar og deyfingar og bráða- köll á Landspítala á síðasta ári en þá er ákveðið teymi ræst á tiltek- inn vettvang með sérstöku kalli. Algengi slitgigtar 8% hérlendis en 1,2% í Svíþjóð Þorvaldur Ingvarsson hefur ásamt sænskum samstarfslæknum metið algengi frumslitgigtar í mjöðmum Islendinga og borið sam- an við algengi í Svíþjóð. Skoðaðar vora ristilmyndir 1.530 íslendinga 35 ára og eldri sem teknar vora ár- in 1990 til 1996. Metnar vora 1.517 myndir eftir að áunnin slitgigt hafði verið útilokuð. Meðalaldur sjúklinga við myndatöku var 68 ár og var algengi slitgigtar meðal ís- lendinga 10,8%, lægst meðal 35 til 39 ára eða 2% en hæst hjá 85 ára og eldri eða 35,4%. Sé tekið tillit til aldurs og kyns og niðurstöðurnar notaðar til að reikna út aldursStaðlað algengi slitgigtar á Islandi og í Suður-Sví- þjóð þá er algengi slits í mjöðmum Islendinga eldri en 35 ára 8% en 1,2% í Suður-Svíþjóð. Þoi'valdur segir að þrátt fyrir að samanburð- ur sé erfiður milli landa vegna mis- munandi mats- og mælingarað- ferða sé ljóst að algengið hérlendis sé mun hærra en á öðram Norður- löndum, Englandi og Bandaríkjun- um. Hann bendir á í tengslum við erfðir að ákveðin störf erfist, t.d. sé algengast að bændasynir taki við búum af feðrum sínum, og því sé ekki undarlegt að slitgigt liggi í ákveðnum ættum. Það stafi að ein- hverju leyti af erfiðisvinnunni sem slíkri en líka sé erfðaþátturinn ráð- andi því ekki hafi fundist augljósar skýringar á áhrifum frá umhverf- inu. Þorvaldur segir áfram unnið að leit að skýringum á þessari háu tíðni slitgigtar hérlendis. I öðra erindi sínu á skurðlækna- þinginu ræddi Þorvaldur um fjölda gerviliðaaðgerða í mjöðm vegna framslitgigtar á íslandi árin 1982 til 1996. A því tímabili vora gerðar 3.403 aðgerðir af þessum toga hér- lendis og var meðalaldur sjúklinga 69 ár. Fjöldi aðgerða jókst úr 94 árið 1982 í 221 1996. Hann bendir á að sé teldð tillit til aldurssam- setningar Islendinga og Svía þá séu gerðar mun fleiri gerviliðaað- gerðir hérlendis en þar eða 319 á hverja 100 þúsund íbúa 49 ára og eldri á íslandi en 209 í Svíþjóð. Hann segir þessar niðurstöður knýja á um nauðsyn þess að setja fram aldursstaðlaðar tölur þegar sjúkdómatíðni sé borin saman milli landa. Mikil aukning á gerviliðaaðgerðum Þá kynnti Þorvaldur spá um fjölda gerviliðaaðgerða næstu 30 árin og telur hann ljóst að þeim muni fjölga um 2% á ári næstu 30 árin eða úr 221 árið 1996 í 368 árið 2030. Segist hann í þessum tölum ekki hafa tekið tillit til fjölda end- urtekinna aðgerða sem jafnan séu nokkrar á ári og trúlega muni þeim einnig fjölga. Segir hann því nauð- synlegt að stjórnvöld geri ráð fyrir auknum fjárveitingum til gervilið- aðgerða í mjöðm næstu þrjá ára- tugina. í umfjöllun um lófakreppu kom fram að gigtareinkenni virðist fátíð hjá íslenskum körlum með lófa- kreppu og lýst var nýjum leiðum í meðhöndlun lófakreppu. Kiistján G. Guðmundsson, læknir á heilsu- gæslustöðinni á Blönduósi, hefur unnið að þessum rannsóknum ásamt Nikulási Sigfússyni, Reyni Arngrímssyni og Þorbirni Jóns- syni. Meðferð lófakreppu hefur verið talin verkefni skurðlækna en Kristján segir nýjar aðferðir hafa verið að koma fram síðustu árin, t.d. að bera sterakrem á lófa, að spýta inn steram eða interferon- gömmum í bandvefshnúta, geislun og fleira. Segir hann margar þess- ara aðferða gagnast, þær geti dregið úr verkjum og seinkað framgangi sjúkdómsins. Lýst var hvernig 40 ára karl- maður með sterka ættarsögu um lófakreppu hefur borið sterakrem á bandvefsstreng í lófa sem farinn var að valda ki-eppu á fingri og hvernig hann réttist við með krem- inu. Sjúklingurinn hefur notað kremið í ár og geri hann það ekki í nokkrar vikur fer fingurinn að kreppast á ný. Bent var á að þörf væri á frekari samanburðarrann- sóknum til að meta árangur af nýj- um meðferðarúrræðum. Stýra tækinu með röddinni Auk fyrirlestra kynna lyfjainn- flytjendur og framleiðendur vöra sína og ýmis tæki era einnig sýnd. Meðal þeiiTa má nefna eins konar vélmenni eða tölvustýrt tæki sem nemur mannsrödd og er notað til að halda og stýra speglunartæki sem notað er við skurðlækningar. Eitt slíkt tæki, AESOP 3000 frá bandarískum framleiðanda, var tekið í notkun á Landspítalanum fyrir tæpum tveimur mánuðum. Bjarni Torfason yfirlæknh' segir það nýtast við brjósthols- og kvið- arholsaðgerðir og fyrirhugað er einnig að nota það við ákveðnar gerðir hjartaaðgerða. Læknar geta talað við tækið, sagt því að fara upp, niður, til hægri eða vinstri en gegnum tækið er mynd varpað á skjá. Við skurð- aðgerðir með slíkri speglunartækni era aðeins gerð lítil göt í stað stórra skurða. Læknirinn sem stýrir aðgerðinni hefur þurft að gefa aðstoðarmanni sínum fyrir- mæli um hverja hreyfingu tækisins en nú getur hann talað beint við tækið sjálft og segja læknamir það spara nokkurn tíma í slíkum að- gerðum auk þess sem myndin verði stöðugri og skýrari en sú sem verð- ur þegar mannshöndin stýrir tæk- inu. Tæki sem þetta kostar kring- um fjórar milljónir króna og segir Róbert Tómasson, fulltrái A. Karlssonar, að gera megi ráð fyrir að þörf gæti verið hérlendis fyrir fimm til sjö tæki. MENN hafa aðeins verið að renna á Volasvæðinu fyrir austan Selfoss síðustu daga og fengið góða veiði. Nóg virðist vera af sjóbirtingi og veiðst hafa allt að 5 punda fiskar. Þá lauk hollveiðum í Geirlandsá á hádegi miðvikudagsins og komu alls 27 birtingar á land. Áin er þó enn erfið til veiða vegna graggs og vatnavaxta. Magnús Brynjólfsson leigutaki Volasvæðisins sagði í samtali við Morgunblaðið að aðeins væri veitt á efsta svæðinu í apríl, veiði væri einskorðuð við fiugu og óskað væri eftir því að menn slepptu fiski. Maður sem skrapp til reynslu á skírdag fékk strax veiði, stærst 5 punda fisk. Síðar hafa menn verið að líta á svæðið eftir því sem skil- yrði hafa leyft, en á stundum er vatn skolað vegna aðrennslis frá Hvítá. Veiði hefur verið góð. Tveir menn sem vora nýverið fengu tvo 3 punda, misstu fleiri og sáu mikið af fiski að sögn Magnúsar. Hann sagði einnig að um þessar mundir Mikíð líf í Volanum væri leysing og skolað vatn og svæðið því erfitt. „Eg hef svona sett menn í stellingar að þarna fari að veiðast vel þegar nær dregur miðjum mánuðinum eða svo,“ bætti Magnús við. Mok í Geirlandsá Hópurinn sem lauk veiðum í Geirlandsá á hádegi miðvikudags endaði með 27 birtinga á þurra. Mest vora það 4-6 punda fiskar, en sá stærsti var 9 pund og er það stærsti birtingurinn sem frést hef- VEIÐIMAÐUR glímir við sjóbirting í ármótum Eldvatns og Hverfisfljóts. ur af það sem af er vori. Þetta var sami hópur og fékk 12 fiska á einu kvöldi og greint var frá í þessum þætti í fimmtudagsblaðinu. Síðasti morgunninn var þá eftir og fengust þá 15 fiskai- til viðbótar. Þeir sem tóku við sáu ána vaxa gríðarlega og dökkna enn meir alla fyrstu vakt- ina. I gærmorgun var þó eitthvað hægt að reyna á ný og fengust þá strax fjórir fiskar. Hér og þar Við höfum heyrt að eitthvað hafi aflast í Skaftá fyrir landi Nýjabæj- ar og var það fyrstu daga mánaðar- ins. Síðan hlýnaði og bætti í úr- komu hefur Skaftáin dalað. Veiði í henni byggist á köldu veðri, þá er sólbráð lítil og jökulmóðan sæmi- lega tær. Þá hefur það heyrst að fyrstu sjóbirtingarnir séu komnir á land úr Hörgsá neðan brúar, en þai- var óveiðandi fyrstu dagana vegna ísalaga. Reiknað er með því að reynt verði í Vatnamótunum í fyrsta sinn á þessu vori um helg- ina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.