Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason FIMM íslensk skip hafa að undanförnu verið á kolmunnaveiðum vestan við írsku lögsögrina. Þar á meðal er Hákon ÞH sem hefur iandað um 1.600 tonnum. Kolmunnaveiði gengur vel vestan við Irland MIKIÐ hefur verið að gera í kolmunnanum hjá Tanga á Vopna- fírði undanfarna fjóra sólarhringa en síðan á mánudag hafa þrjú erlend skip, tvö skosk og eitt færeyskt, landað samtals um 3.600 tonnum hjá fyrirtækinu. Um páskana lönduðu tvö færeysk skip samtals um 2.800 tonnum hjá Loðnuvinnslunni á Fá- skrúðsfirði en fimm íslensk skip hafa verið á kolmunnaveiðum fyrir vestan írsku lögsöguna og hafa landað sam- tals um 6.000 tonnum, þar af tæplega sjötta hluta i Færeyjum, síðan í lok mars. „Við höfum átt mikil samskipti við Færeyinga sem meðal annars hafa leitt til þess að skoskt skip landaði tæplega 850 tonnum í vikubyrjun og annað skoskt skip kom á þriðjudag með 850 tonn en færeyska skipið Kristján í Grjótinu kom í gær með um 1.900 tonn,“ sagði Friðrik M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tanga. Tangi hefur fest kaup á norsku skipi og fær það afhent í lok mánaðarins en skipstjóri og vélstjóri á vegum fyrirtækisins eru um borð í skipinu til að kynna sér veiðar og meðferð kolmunna. Það er á veiðum á sömu slóðum og íslenku skipin en hefur landað í Noregi. Færeysku skipin Kristján í Grjót- inu og Jón Sigurðsson lönduðu tæp- lega 2.800 tonnum hjá Loðnuvinnsl- unni á Fáskrúðsfirði um páskana, Kristján tæplega 1.900 tonnum og Jón um 870 tonnum. Þorsteinn EA er í þriðja túrnum en hann hefur landað samtals um 2.000 tonnum í Grindavík. Sighvatur Bjarnason VE var með 100 tonn í fyrsta túr en 365 tonn í vikunni og landaði í bæði skiptin í Vestmanna- eyjum. Hákon ÞH er kominn með liðlega 1.600 tonn, Bjami Ólafsson AK, sem landaði 300 tonnum á Akra- nesi í vikunni eftir að hafa farið til Færeyja eftir fyrsta túr, er kominn með 1.260 tonn og Jón Kjartansson SU 2.000 tonn. Hann landaði 700 tonnum í Færeyjum eftir fyrsta túr og svo 1.300 tonnum á Eskifirði í vik- unni. „Menn eru bjartsýnir og þetta lofar góðu því mikið er af kolmunna á svæðinu,“ sagði Emil Thorarensen, útgerðarstjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, en fyrirtækið tók á móti 32.000 tonnum af kolmunna frá apríl til nóvember í fyrra. Nýtt skip til SH SR-mjöl hefur keypt norskan bát sem var smíðaður 1990 og er 1.200 brúttótonn. Skipaklettur á Reyðar- firði gerir bátinn út en gert er ráð fyrir að hann verði afhentur í Eger- sund í Noregi í dag og fer hann beint á kolmunnaveiðar. Að sögn Harðar Þórhallssonar, fram- kvæmdastjóra Skipakletts, verður áhöfnin að hluta til norsk til að byrja með en Norðmönnunum er ætlað að vera Islendingunum til leiðsagnar. Islenskir fiskmarkaðir vel samkeppnisfærir í ÚTTEKT sem Samtök uppboðs- markaða á íslandi hafa látið gera á gjaldskrám fiskmarkaða í Evrópu kemur fram að þjónustugjöld ís- lenskra fiskmarkaða eru með þvi lægsta sem þekkist í Evrópu, auk þess sem þjónustustig þeirra er einnig með því besta sem gerist. Úttektin er unnin af Ragnari Erni Egilssyni, markaðsfræðingi og gerði hann verðathugun í þeim löndum sem helst eru í samkeppni við ís- Ienska markaði. í niðurstöðum út- tektarinnar segir að þó svo að út- flutningur á fersku hráefni til mark- aða í Evrópu hafi minnkað beri að líta svo á að íslenskir markaðir séu í samkeppni við hina erlendu kollega sína. Þetta eigi bæði við um það verð sem mögulegt er að fá fyrir afla hér- lendis á móti verði erlendis og einnig þau þjónustugjöld sem markaðirnir taka. Mismunur markaðsverðs á fiski hafi löngum verið þekktur, jafnt hér á landi og á hinum evrópsku mörkuðum. Spumingin um það hvort þjónustugjöld íslenskra mark- aða standist samkeppni hafi hins vegar að mestu verið óljós hingað til. I úttektinni eru leiddar líkur að því að ódýrasti fiskmarkaðurinn í Evrópu sé í Hirtshals í Danmörku. Hann sker sig reyndar nokkuð úr öðrum mörkuðum með aðeins rétt rúm 2% í söluþóknun. Þar á eftir kemur einn spánskur markaður en þá hinar tvær íslenksku mark- aðskeðjur, Reiknistofa fiskmarkað- anna og Islandsmarkaður, með þóknun frá 4,59% og 4,83%. Það er því fullyrt að íslenskir markaðir komi mjög vel út miðað við aðra markaði í Evrópu. Tryggvi Leifur Ottarsson, formað- ur Samtaka uppboðsmarkaða, segir niðurstöðu úttektarinnar mjög já- kvæða fyrir íslenska fiskmarkaði. Þeir hafi lág gjöld miðað við aðra, auk þess að vera með hátt þjónustu- stig. Ennfremur komi fram í úttekt- inni að ef kostnaður vegna umbúða SJÓLI HF landaði um 100 tonnum af blálöngu í Hafnarfirði eftir veiðar í hálfan mánuð á Hatton-banka. Þetta var fjórði túr skipsins á svæðið síðan um miðjan febrúar en framundan eru úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Að sögn Magnúsar Guðmund- ssonar skipstjóra var hann á svipuðum slóðum og áður, sunnan til á Hatton-bankanum. „Þetta var frekar rólegt og lítið að hafa. Fyrst fengum við 10 til 12 tonn á sólarhring en svo sex til sjö tonn. Blálangan dreifir úr sér þegar hún er búin að hrygna og því er ekki hægt að veiða hana nema í um 40 daga, sama hvar það er. Veiðarnar ráðast af tíðarfari og öðru en ég held að besti tíminn sé frá um 20. febrúar er ekki talinn með hjá þeim mörkuð- um sem svöruðu verður munurinn enn meiri. „Þetta er því ákveðin við- urkenning. Um leið staðfestir úttekt- in það sem við höfum lengi haldið fram að við erum vel samkeppnis- færir við fiskmarkaði í Evrópu. And- stæðingar fiskmarkaða hafa lengi haldið því fram til að geta stjórnað verðmyndun á fiski sjálfir," segir Tryggvi. til 10. apríl.“ Magnús sagðist ekki hafa reynt við aðrar tegundir á svæðinu eins og t.d. Frakkar og Spánverjar, sem væru þarna í lengri tíma á árinu. Þeir hefðu verið að veiða langhala, háfa og fleira á mun meira dýpi, um 700 fóðmum, en blálangan væri á 400 til 500 faðma dýpi. „Þetta er búið í bili en var tilraunarinnar virði. Við erum reynslunni ríkari og vitum betur hvar við eigum að leita að ári, verði farið þá, en fyrst eyddum við mörgum dögum í að leita á vonlausum stöðum. Mér finnst vitleysa hjá okkur að hafa ekki tekið þátt í þessum veiðum fyrr því styst er til Islands af þessari veiðislóð þótt allir hafi sinnt þessu nema við þar til nú.“ Sjóli fékk um 100 tonn af blálöngu Reuters Zhu Rongji í Washington ZHU Rongji, forsætisráðherra Kína, ávarpar fréttamenn á flötinni fyrir framan Hvíta húið í Washington í gær, á meðan Bill Clinton Bandaríkjaforseti fylgist kíminn með. Efst á dagskrá viðræðna leið- toganna er beiðni Kínveija um að fá aðild að Heimsviðskipta- stofnuninni, WTO. Talsménn Bandaríkjastjórnar sögðu í gær ólíklegt að samkomulag tækist um málið í heimsókn Zhus, sem er sú fyrsta sem forsætisráð- herra Kína fer í til Bandaríkj- anna frá því árið 1986. Upplýsingar um kjarnorkuvopna- njósnir Kínverja í Bandaríkjunum Stálu gögnum um nifteinda- sprengju 1995 SNEMMA árs 1996 fékk banda- ríska leyniþjónustan þær upplýs- ingar frá einum njósnara sinna í Kína, að kínverskir leyniþjónustu- menn hefðu hreykt sér af því að hafa stolið bandarískum kjarn- orkuleyndarmálum. Hefðu þau síð- an verið notuð til að fullkomna smíði kínverskrar nifteinda- sprengju. Var skýrt frá þessu í bandaríska dagblaðinu The New York Times í gær. Kínverjar smíðuðu og prófuðu fyrst nifteindasprengju á síðasta áratug og í Bandaríkjunum er full- yrt, að þá hafi þeir stuðst við upp- lýsingar, sem stolið var í Lawrence Livermore-rannsóknastöðinni i Kalifomíu, einni helstu kjarnorku- vopnarannsóknastöð í Bandaríkj- unum. Sprengjuna, sem drepur fólk með mikilli geislun en veldur engu tjóni á mannvirkjum, reyndu Kínverjar 1988 en tilraunin þótti ekki takast sem skyldi. Að sögn njósnarans í Kína var það mál leyst með því að stela enn meiri upplýs- ingum 1995 og hann lýsti því meira að segja hvemig þeim var komið frá Bandaríkjunum til Kína. Hafin var rannsókn á þessu máli en bandarískir embættismenn segj- ast ekki hafa fundið neinar vísbend- ingar um, að Kínverjar hafi fram- leitt fullkomna nifteindasprengju. Kom þetta mál upp á sama tíma og verið var að rannsaka hugsanlegan stuld Kínverja á upplýsingum um fullkomnasta kjarnaodd Banda- ríkjamanna, W-88. Vandræðalegt mál fyrir Clinton Síðara njósnamálið er mikilvægt af ýmsum ástæðum. Til þessa hef- ur ríkisstjórn Bills Clintons forseta lýst fyrra málinu sem gömlum fréttum frá síðasta áratug er repúblikanar voru við stjómvölinn. Hins vegar bendi ekkert til, að Kínverjar hafi stundað kjarn- orkunjósnir í Bandaríkjunum í tíð núverandi stjórnar, sem hafi auk þess gripið til ýmissa varúðamáð- stafana með forsetatilskipun í febr- úar á síðasta ári. Nú horfa málin hins vegar öðru vísi við. Haft er eftir bandarískum emb- ættismönnum, að Sandy Berger, öryggisráðgjafa Clintons, hafi ver- ið skýrt frá þessum málum öllum í apríl 1996 en Hvíta húsið segir, að hann hafi ekki sagt Clinton frá því eða aðhafst nokkuð lyrr en í júlí 1997 er hann fékk nánari upplýs- ingar um kjarnorkunjósnir lán- verja. I skýrslu þingnefndar, sem falið var að kanna þessi mál, er nákvæm lýsing á njósnum Kínverja, jafnt í valdatíð repúblikana sem demó- krata, en ríkisstjómin hefur enn ekki samþykkt þá kröfu þingsins, að skýrslan verði birt opinberlega. Berger andmælt Berger hefur látið hafa eftir sér í sjónvarpsviðtali, að á fundinum í apríl 1996 hafi upplýsingar um njósnir Kínverja verið mjög ófull- komnar og auk þess hafi þá enginn einn maður verið grunaður um samstarf við þá. Aðrir embættis- menn segja, að þessu hafi verið þveröfugt farið. Upplýsingarnar hafi verið mjög nákvæmar og einn ákveðinn maður nefndur sem lík- legur njósnari. Þá hefði það, sem kom fram um nifteindasprengjuna, átt að nægja til að ríkisstjórnin rumskaði. Bandaríska orkumálaráðuneytið lauk við rannsókn á þessum málum í júlí 1996 og hafði þá komist að ýmsu athyglisverðu. Talið var lík- legt, að sá, sem njósnað hefði fyrir Kínverja, væri Wen Ho Lee, tölvu- fræðingur í Los Alamos, og hefði hann stolið upplýsingum jafnt um W-88 og nifteindasprengjuna. Lee var rekinn úr starfi í síðasta mán- uði en hefur ekki verið ákærður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.