Morgunblaðið - 09.04.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 09.04.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 25 ÁRÁS NATÓ Á JÚGÓSLAVÍU Haxhiu ekki látinn eins og talið var Frétti um eigin „dauðdaga“ i sj ónvarpsfréttum Lundúnum. Reuters. BATON Haxhiu, ritstjóra dag- blaðsins Koha Ditore, bárust fregnir í sjónvarpi um eigin dauðdaga í lok marsmánaðar þar sem hann fór huldu höfðu í rakri kjallaraíbúð í Pristina, höfuðstað Kosovo. I samtali við frétta- stofu Reuters í Lundúnum sagði hann frá reynslu sinni, flóttanum frá Kosovo og vonum sínum um að íbúar Kosovo fái von bráðar að snúa til sínsheima. „Eg trúði ekki eigin eyrum. Eg stökk á fætur og fór að ganga um gólf og velti því fyrir mér hvað væri til ráða. Ég hafði áhyggjur af því hvernig eiginkona mín og foreldrar myndu bregðast við fréttunum um andlát mitt.“ „En eftir því sem atburðirnir urðu skýrari í huga mér, varð mér ljóst að mér væri ef til vill betur borgið ef allir héldu að ég væri dáinn. Það varð því ofan á að ég sagði ekkert og hélt áfram að vera í felum.“ Meðal Kosovo-Albana nýtur hinn 32 ára gamli Haxhiu virð- ingar og er vel þekktur fyrir hispurslausa umfjöllun sina um átökin í Kosovo. Einmitt vegna þessa hefur Haxhiu þurft að þola stöðugar árásir af hálfu serbneskra yfir- valda, ekki síst eftir að Atlants- hafsbandalagið (NATO) hóf loftárásir sínar. Talsmenn NATO, Alþjóðlega fréttastofnunin í Vín (IPI) ofl. skýrðu frá því ekki alls fyrir löngu að Haxhiu, ásamt fjórum öðrum albönskum mennta- mönnum, hefði verið numinn á brott og tekinn af lífí, eftir að hafa verið viðstaddur útför lög- fræðingsins Bajram Kelmendi og tveggja sona hans, 28. mars síðastliðinn. Haxhiu sagðist ekki skilja hvers vegna menn hefðu talið hann af, en e.t.v hefði það ýtt undir sögusagnirnar að hann hafði sést í fylgd Kelmendis sama dag og hann var myrtur. Frá þessu augnabliki erum við hjón Haxhiu faldi sig í kjallaran- um svo dögum skipti á meðan Pristina var lögð í rúst. Ser- bneskar hersveitir brenndu á kerfísbundinn hátt verslanir, veitingahús og skrifstofur sem voru í eigu Kosovo-Albana og létu greipar sópa um heimili þeirra og fyrirtæki. Á sama tima sprengdi NATO hernaðarskotmörk í borginni og í nágrenni hennar, símasam- bandslaust var að mestu auk þess sem rafmagn og matur var af skornum skammti. Haxhiu sagðist hafa fylgst með því er fólk var ýmist nauð- ugt hrakið úr borginni eða flúði hana vegna ótta við serbneskar hersveitir og sprengingar NATO. „Einn morguninn er ég leit út um litla gluggann á kjallaraí- búðinni sá ég hvar hermenn gengu um svæðið og sögðu fólki að hypja sig. Mér varð litið á konu með lítið barn í fanginu sem gekk hjá. Ég ákvað þá og þegar að ég yrði að yfírgefa Pristina, hljóp út og sagði við konuna: „Frá þessu augnabliki erum við hjón.“ Svo tók ég barnið í fangið og við fónim úr borginni sam- an.“ Spennuþrunginn flótti Haxhiu sagði ferðina yfír til landamæra Ma- kedóníu hafa verið spennuþrungna og að hún hafi gengið lúshægt fyrir sig þar sem þau þurftu að aka framhjá fjöl- mörgum lögreglu- og hermönnum sem stoppuðu flóttamennina á leið þeirra út úr Kosovo. Haxhiu hafði rakað skegg sitt og bar derhúfu í von um að serbneskir hermenn myndu ekki bera kennsl á hann. Honum var skipað að keyra fjallveg þar sem fjölmargir héldu einnig leið sína gangandi, akandi á dráttarvélum, rútum eða öðrum farartækjum. „Það tók nokkra daga að ferðast yfir landamærin. Ég bjó við stöðugan ótta um að her- mennirnir bæru kennsl á mig og reyndi því að deila bíl með öðrum og svaf á næturna í fjöll- unum,“ sagði Haxhiu. „Serbnesk lögregla og vopn- aðar sveitir keyrðu meðfram langri röð flóttamanna á nótt- unni og rændu fólk og tóku mest aðlaðandi stúlkurnar og konurnar með sér. Það var hræðilegt að horfa upp á þetta.“ Allt getur gerst Eftir að hafa komist óhultur yfír landamærin til Makedómu hélt Haxhiu áleiðist til Lundúna þar sem hann, ásamt nokkrum Kosovo-Albönum hittu Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, að máli. Haxhiu er sannfærður um að útlegð Kosovo-Albana sé ein- ungis timabundinn og að ekki líði á löngu þar til þeir komist aftur heim til Kosovo. I gær hélt hann aftur til Ma- kedóníu til að hefja á ný útgáfu Koha Ditore en að sögn Haxhiu mun blaðið verða gefið þar tímabundið út. „Ég er á lífi svo að allt getur gerst. Von bráðar munu allir Kosovo-Albanar fara aftur heim. NATO mun fyrir víst takast ætlunarverk sitt,“ sagði Haxhiu uin leið og hann strauk skegg sitt sem nú er farið að vaxa á ný. Fréttir á Netinu vfj) mbl.is -/KLL.TAf= GITTH\SAT} NÝTT Reuters Baton Haxhiu Háþrýstidælur: 140 til 400 bör. Dæmi: 140 bör, sólarhringsleiga verð: 3.852, GRONNViOAIfiVORM ®™nnWðaríöm: 5 Itr >r0 aðw: 2.332,. Sandvik bog verð áður: Áltrappa Verð áður Virkir dagar Laugard. Sunnud. Virkir dagar- Laugard. Breiddin-Verslun 8-18 Sfmi: 515 4001 Breiddin-Timbursala 8-18 Sími: 515 4030 (Lokað 12-13) Breiddin-Hólf & Gólf 8-18 Sími: 515 4030 Hringbraut 8-18 Sfmi: 562 9400 10-16 10-14 10-16 10-16 jf Hafnarfjörður 8-18 Sími: 555 4411 Rw B&g Suðurnes 8-18 ■■■ ■ ■ Sími: 421 7000 JrM Akureyri 8-18 J&/ Sími: 4612780 11-15 æ 9-13 9-13 10-14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.