Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 ð#-' systur minni og fjölskyldu hennar betur en ella í stuttum fríum þeirra á Islandi og dáist ævinlega að því hvað þau voru samstiga Ólöf og Agnar í öllum sínum gjörðum og umburðarlyndi og þolinmæði gagn- vart okkur krökkunum var einstakt. Þau lögðu það á sig að horfa á frum- samin leikrit okkar eða dansatriði á hverju einasta kvöldi og klöppuðu fyiir þessum „listrænu afrekum“ okkar bæði tvö. Ólöf var, eins og pabbi sagði alltaf, afburðagreind og dúxaði á stúdentsprófí. Hún vann á röntgen- deild Landspítalans að námi loknu og sýndi þar þau tilþrif að vonast var eftir því að hún héldi áfram námi og störfum á þeim vettvangi. Svo varð þó ekki og gekk hún að eiga Agnar Klemens Jónsson, sendi- heiTa og ráðuneytisstjóra. Agnar er látinn fyi-ir hálfum öðrum áratug en þrjú barna þeirra lifa þau: Anna, As- laug og Bjarni Agnar. Öll eru þau gift og eiga átta mannvænleg börn sem öll voru afar nákomin ömmu sinni í Tjarnargötu 22. Ólöf föðursystir mín var ekki hversdagsleg kona; það sópaði hvar- vetna að henni, hún var glæsileg hnarreist og eldklár. Hlátunnild var hún oft og átti stundum erfítt með að hemja hláturinn þegar mikið lá við. Hún átti einhverja fallegustu rithönd sem ég hef séð; þar birtist sterkur, ákveðinn og þroskaður per- sónuleiki hennar. ^ Heimskonan Ólöf Bjarnadóttir hefur nú háð sitt lokastríð. Það var erfítt stríð. Ólöf varð fyrir heilsu- farsáfalli fyrir nokki’um árum og gat ekki tjáð sig. Það var ei’fitt fyrir hana, sem var snjöll að koma orði fyrir sig meðan hún gat það. Og það var líka erfitt fyrir aðstandendur hennar að fylgjast með stríði henn- ar. Það er gott að þessu stríði er lok- ið; það var svo sársaukafullt. Nú eru þau tvö fallin, pabbi og Ólöf, af þremur börnum þeirra afa og ömmu séra Bjarna Jónssonar og Aslaugar Agústsdóttur. Eftir lifa börnin og fjölskyldur þeirra sem hafa staðið vel saman í að hjúkra og hlúa að Ólöfu með ótrúlegri umhyggjusemi í önnum dagsins. Eg sakna Ólafar föðursystui- minnar og það er gott að hugsa til hennar. Hún var alin upp á miklu menningarheimili, gat sungið og leikið á hljóðfæri, þótt hún flíkaði því ekki. Hún var snjöll í tungumál- um og var ásamt manni sínum glæsilegur fulltrúi Islands á erlend- um vettvangi áratugum saman. Og minning hennar lifír með okkur öll- um sem þekktum hana og þótti vænt um hana. Guðrún Agústsdóttir. Elskuleg frænka okkar, Ólöf Bjarnadóttir, er látin. Hún hafði bú- ið við erfið veikindi um hríð og and- lát hennar því ekki óvænt. Eigi að síður kalla áhrifin fram sterkar til- finningar og minningar. Ólöf var dóttir séra Bjarna Jóns- sonar, vígslubiskups, og konu hans Aslaugar Ágústsdóttur, en hún var móðursystir okkar. Sem börn og unglingar áttum við því margar ógleymanlegar stundir á heimili Ölafar í Lækjargötu, en þar bjó hún hjá /oreldrum sínum ásamt systkinum, Ágústi og Önnu. Ólöf var glöð og glæsileg stúlka, gi’eind, skyldurækin og ábyrg og var árangur hennar samkvæmt því. Hún var afar hlý og hjálpleg við okkur yngi-i börnin. Það var í raun hinn eft- irsóknaiverði stórfjölskyldubragur með þessum tveim fjölskyldum. I janúar 1944 giftist Ólöf Agnari Klemens Jónssyni ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu og síðar sendi- herra. Þannig var starfsvettvangur Ólafar árum saman erlendis. Þrátt fyrir það rofnaði aldrei hið trausta og einlæga samband en styrktist við sérhvern endurfund. Við fráfall Ólafar er okkur systk- inum þakklæti efst í huga. Við þökk- um einlæga vináttu, trúnað og vel- vilja. Ekki síst þökkum við einstak- an hlýhug hennar og velvild í garð foreldra okkar. Við flytjum börnum, tengda- börnum og barnabörnum Ólafar og Agnars einlægar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar á ókomnum árum. Anna, Ásgeir og Kristinn. Þá eik í stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá, en þá fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má, en angan horfrn innir fyrst urtabyggðin hvers hefir misst. Þessi eftirmæli Bjarna Thoraren- sens eftir Guðrúnu Stephensen, d. 1832, hafa mér einatt þótt ein þau fegurstu, sem ort hafa verið eftir ís- lenska konu. þegar ég nú kveð vin- konu mína, Ólöfu Bjarnadóttur, hef- ur þetta ljóð leitað mjög á huga minn, ásamt öllum þeim stundum sem við áttum saman, bæði í gleði og sorg. Ólöf var glæsileg kona, bæði að innra og ytra atgervi. Hún var skarpgreind og ævinlega dúx bekkj- arins í skóla. Að loknu stúdentsprófi var hún eitt ár í læknadeild Háskóla íslands og lauk þar prófi í efnafræði og forspjallsvísindum með hæstu einkunn. Hún var mjög skemmtileg og gædd ríkri kímnigáfu. Bros hennar og hlátur gleymist engum sem þekktu hana. Heimili foreldra hennar að Lækj- argötu 12 B var þekkt fyrir gestrisni og hlýtt viðmót. Áhrífin þaðan fylgdu Ólöfu alla tíð. Áslaug móðir hennar lék afburða vel á píanó eins og dæturnar báðar. Guðrún systir Áslaugar var landsþekkt söngkona og ekki gleymist falleg söngrödd Ágústar Bjarnasonar. Anna var litla systirin og var mjög kært með þeim systrum. Á heimilinu bjó einnig Anna Benediktsson, amma Ólafar, síðustu æviárin. Á kvöldin var alltaf drukkið kvöldkaffi á heimilinu eins og siður var á fyrri tímum. Oft bar þá að góða gesti . Sr. Friðrik Frið- riksson kom þar oft úr K.F.U.M. enda stutt að fara. Man ég kvöld eitt við kaffiborðið, þar sem margt var spjallað og þeir vinirnir sr. Friðrik og sr. Bjarni léku á als oddi og skemmtu sér við að spyrja unga fólkið úr mannkynssögunni og reyndu jafnvel kunnáttu okkar í lat- ínu. Síðar fór Ólöf að starfa á Hag- stofu íslands og Röntgendeild Landspítalans, uns hún árið 1944 giftist Agnari Kl. Jónssyni og hófst þá nýr kafli í lífi hennar. Ungu hjón- in stofnuðu heimili að Tjarnargötu 22, en það hús reisti Klemens Jóns- son, faðir Agnars. Þar hafði Agnar búið með móður sinni, eftir að þau fluttu heim frá Ameríku, þar sem hann starfaði í utanríkisþjónustunni. Frú Anna átti alltaf sitt heimili með þeim og sagði Ólöf mér að hún hefði lært margt af henni. Frumburð sinn, Bjarna, misstu þau er hann var á fyrsta ári. Þá var mikil sorg í ranni. Brátt kom að því að Agnar færi til starfa erlendis og var þá skipaður sendiherra í London. Ég átti því láni að fagna að dvelja þar hjá þeim í sumarleyfí og eru nú minningar frá þeim tíma fógur perla á festi minn- inganna. Þaðan fluttu þau til París- ar, síðan heim og svo til Óslóar, þar fékk dóttir mín Ólöf að vera hjá þeim sumarið 1974 og er sú dvöl henni ógleymanleg. Þá lá leið þein-a til Kaupmannahafnar og þar lauk Agnar starfsferli sínum. Þau fluttu þá aftur heim í Tjarnargötuna og bjuggu þar síðan. Eftir andlát Agn- ars bjó Ólöf þar áfram. þau ferðuð- ust víða og kynntust mörgu fólki, bæði íslensku og erlendu, enda ávallt mjög gestrisin og góð heim að sækja. Ólöfu fórust öll verk vel úr hendi og að því er virtist fyrirhafnarlaust. Hvort sem um var að ræða heimilis- hald eða aðstoð við Agnar, er hann sinnti ritstörfum sínum. Síðustu þrjú árin mátti Ólöf stríða við óblíð örlög, en hún hélt reisn sinni og brosti gegnum tárin. Börnin og tengdabörnin sýndu henni mikinn kærleika og sinntu henni fádæma vel. Þökk sé þeim. Að leiðarlokum sendi ég og fjöl- skylda mín börnum, tengdabörnum, barnabörnum, Önnu systur hennar og öllum aðstandendum hlýjar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Ólafar Bjarnadóttur. Sigfríður Nieljohníusdóttir. ÓLIKRISTJÁN JÓHANNSSON + Óli Kristján Jó- hannsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 6. inars 1926. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 28. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jóhann Pétur Pálmason, f. 4. mars 1895 í Stíg- húsi, Vestmanna- eyjum, d. 7. jan. 1988, og Ólafía Ingibjörg Óladóttir, f. 17. nóv. 1897 á Melum í Mjóafirði í S.-Múl., d. 22. mars 1965. Systk- ini Óla eru Pálmi, f. 18.1. 1925, d. 5.2. 1990, Rögnvaldur, f. 27.12. 1927, d. 15.6. 1974, Guð- björg, f. 27.10. 1930, og Ingi R. f. 5.12. 1936. Hinn 25. desember 1954 kvæntist Óli Gunnvöru Emu Sigurðardóttur (Stellu), f. 31. júlí 1930. Foreldrar hennar vom Sigurður Einarsson, f. 6. júní 1903 í Reykjavík, d. 23. janúar 1971, og Guðrún Markúsdóttir, f. 22. júlí 1895 á Kirkjulækjar- koti í Fljótshlíð, d. 23. júlí 1971. Böm Óla og Stellu era: 1) Gunn- ar Rúnar, f. 7. aprfl 1954, bygg- ingmeistari í Garðabæ. Kona hans er Kristín J. Sigurðardóttir hjúkranarfræðingur, böra þeirra Sigurbjörg Stella, f. 29. jan. 1978, Anna Steinunn, f. 22. sept. 1983, og Díana Hrund, f. 5. okt. 1989. 2) Randver Einar, f. 21. maí 1955. 3) Páll Eggert, f. 20. sept. 1956, vélstjóri í Reykja- vík. Kona hans er Hólmfríður Bjarkadóttir sjúkraliði, börn þeirra eru: Erla Björk, f. 26. apr. 1979, Kristjana Erna,f. 25. apr. 1985, og Helena Rún, f. 24. ágúst 1986. 4) Sigurður Óli, f. 17. febrúar 1961, stýi’imaður í Garðabæ. Kona hans er Sigrún Linda Loftsdóttir, börn þeirra era Da- víð Þór Ágústsson,f. 27. jan. 1980, Gunn- ar Örn, f. 12. júlí 1983 og Eva Rós, f. 11. sept. 1989. 5) Jó- hann Ólafur, f. 18. mars 1964, verslun- arstjóri í Reykjavík, kona (skilin) Berglind Hall- grímsdóttir, börn þeirra era Hallgrímur, f. 20. okt. 1990, og Telma Ósk, f. 28. okt. 1993. 6) Lóa Björg, f. 28. sept. 1966, verslunarstjórí í Kópavogi, barn hennar Sylvía Rut Vilhjálms- dóttir, f. 21. sept. 1991. Óli ólst upp í Vestmannaeyj- um og stundaði sjómennsku þaðan. Hann tók minna mótor- vélstjórapróf 1945 í Vestmanna- eyjum, var á togurum í Hafnar- firði og Reykjavík til 1952, eftir það fór hann í farmennsku og lauk námi við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík 1956, sigldi á skipum Jökla hf. sem stýrimað- ur til 1965 og var verkstjóri hjá byggingaverktaka í Reykjavík. OIi fór aftur í siglingar og var hjá Jöklum hf. frá 1970 til 1981, var verkstjóri hjá Hafskip um tíma og starfaði eftir það sem lestunarmaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna þar til hann hætt.i störfum. Útför Óla fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. lengi um það hversu skynsöm ég hefði verið að kaupa mér nýjan bíl. Þetta samtal okkai- var mjög ánægjulegt og ég kvaddi með bros á vör. Við leiðarlok þökkum við Óla afa fyrir allt sem hann var okkur. Ég bið góðan guð að styrkja þig og varðveita, elsku amma, í söknuðin- um. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Stella Gunnarsdóttir. Elsku afi, við söknum þín svo mikið. En það er okkur huggun að vita að nú líður þér vel. Nú ert þú hjá Guði og öllum englunum. Við þökkum allar samverustundirnar með þér. Guð blessi þig. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Eva Rós, Gunnar Örn og Davíð Þór. í dag verður Óli afi minn jarðað- ur. Það er ski’ítið að hafa þig ekki lengur á meðal okkar. Ég veit að þú fylgist með okkur og þá sérsak- lega ömmu Stellu. Afi, þú munt áfram eiga stóran stað í hjörtum okkar allra því við eigum öll minn- ingarnar sem styðja okkur í sorg- inni. Með þessum fáu orðum kveð ég þig í hinsta sinn. y- Erla Björk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til gi'afar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Farvel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Kæri tengdafaðir, takk fyrir allt og Guð blessi minningu þína. Hólmfríður. Hann er farinn. Hann tengdapabbi er dáinn. Að segja börnunum mínum að afi þeirra sé dáinn er eitt það erfið- asta sem ég hef gert um ævina. Að horfa á þau brotna niður við þessa sorglegu frétt, faðma þau og hugga og reyna að vera sterk sjálf. Þetta gerðist svo snöggt að þetta var eins og högg, bylmingshögg. Við voram þarna öll að halda upp á afmælið hans Jóa. Allir vora glaðir og kátir, ekki síst Óli, hann var alltaf glaður og kátur. Ég man aldrei eftir að hafa séð hann niðurdreginn eða reiðan þessi 20 ár sem ég þekkti hann. Hann var alltaf svo hlýr og yndislegur. Allt í einu lá hann þarna meðvitundarlaus, sjúkrabíll- inn kom og þeir fóru með hann. Ég stóð þarna frosin og skalf eins og lítið strá í vindi. Þetta var besta hugsanlega leiðin fyrir hann að fara. En mikið ofboðslega er hún 61410 fyrir okkur hin. Sveiflan milli gleði og sorgar var eins og stór hol- skefla og manni fannst maður vera að drakkna. Elsku Óli, mér þykir ofboðslega vænt um þig. Þú lifir alltaf innra með okkur. Og í hjarta okkar vit- um við að nú ert þú á miklu betri stað þar sem engin vanlíðan eða sorg er, heldur gleði og góð heilsa. Síðasta minningin um þig glaðan í afmæli er eins og allar hinar, þú varst alltaf glaður og jákvæður. Líka þegar þú fékkst fyrra heila- blóðfallið á páskunum fyrir tíu ár- um. Þegar við heimsóttum þig á spítalann varstu svo hress þó að þú værir veikur. Þú reifst þig líka upp úr því og komst á fætur aftur. Þinn tími var ekki kominn þá og við fengum að hafa þig í tíu ár í viðbót. Og þú náðir þér vel, varst duglegur að hreyfa þig og fara í göngutúra. En nú allt í einu eins og hendi væri veifað ert þú farinn frá okkur fyrir fullt og allt. Þú ert farinn í þína síð- ustu sjóferð og ferðinni en heitið að hinni fögi’u strönd himnaríkis. Þar ætlár þú að bíða efth- henni Stellu þinni og okkur hinum. Drottinn blessi minningu þína alla tíð. Og styrki okkur öll í sorginni. Ég þakka fyrir allt. Þín tengdadóttir Sigrún Linda Loftsdóttir. Ég mun alltaf minnast afa. í æsku voram við systurnar ávallt velkomnar í Kjalarlandið þar sem vel var tekið á móti okkur og alltaf eitthvað gott til að borða. Aldrei sá ég afa reiðan eða niðurdreginn, hann var alltaf glaður, tilbúinn í að spjalla. Ef við hefðum fengið að ráða hefðu árin okkar saman í Lautasmáranum orðið mun fleiri en reyndin varð. Afi sýndi alltaf áhuga á því sem við vorum að gera og spurði okkur ævinlega um það sem var að ger- ast í lífi okkar. Er mér þá minnis- stæðast okkar síðasta samtal sem við áttum í vikunni sem hann lést. Afi var búinn að verða sér úti um nokkra bílabæklinga, alltaf tilbú- inn að skoða nýja bíla. Hann var að skoða bílinn minn og talaði Margar góðar minningar á ég um hann pabba minn. Ávallt var góð- mennskan og hlýjan í fyrirrúmi hjá honum. Minnist ég þess oft þegar hann tók mig með sér í siglingar á sumrin á Hofsjökli þar sem hann var yfirmaður. Var hann vinsæll og mikill leiðtogi meðal samstarfs- manna sinna. Sigldum við til fjölda landa. Þetta vora nú heimaslóðir hans á þessum tíma og vissi hann allt um allt á þessum stöðum og var þetta mikil og góð lífsreynsla fyrir mig. W En mikið var gott að leggjast við hliðina á þessum trausta og hlýja líkama á kvöldin í þessum ferðum sem ég fór nokkrum sinnum með honum. Oft kemur þetta upp í hug- ann þegar ég og sonur minn, Hall- grímur, og dóttir mín, Telma Ósk, leggjum okkur saman eftir góðan dag heima hjá mér. Ekki átti ég, né nokkur annar, von á því þegar hann kom heim til mín í afmælisveislu sem ég hélt 27. mars, að þar væru hans síðustu spor og stundir. Blessuð sé minning hans. Elsku mamma, þú varst stoð og stytta hans pabba. Lífið heldur áfram og við stöndum saman. Jóhann Ólafur Ólason. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.