Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samanburður á fylgi flokkanna nú og mánuði fyrir kosningarnar 1995 Sjálfstæðisflokkurinn einn nýtur meira fylgis Sjálfstæðisflokkurinn nýtur aðeins meira fylgis í skoðanakönnunum nú heldur en í sambærilegum könnunum mánuði fyrir síðustu aiþingiskosningar. Arna Schram rýnir í skoðanakannanir þar sem einnig kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn nýtur svipaðs fylgis í könnunum nú og fyr- ir fjórum árum en Samfylkingin mælist með minna fylgi miðað við fylgi flokkanna fjögurra sem að henni standa. Úr könnunum Félagsvísindastofnunar Mars 1995 Mars 1999 Sjálfstæðisflokkur Framsóknarfl. Frjálsl. fl. 2,5% W/ 1,0% Aðrirflokkar Alþýðufiokkur Alþýðubandal 3 Samfylking 5,2% Kvennalisti /AO Qo/ .. flH 11,3% Þjoðvaki samtals grænt framboð 6,3% SAMKVÆMT skoðanakönnun Gallups, sem gerð var fyrir Ríkisút- varpið um mánaðamótin mars/aprfl sl., tæpum sex vikum fyrir komandi alþingiskosningar er fylgi Sjálf- stæðisflokksins 45,7%. Rúmum mánuði fyrir alþingiskosningarnar 1995 mældist fylgi Sjálfstæðis- flokksins í skoðanakönnun Gallups hins vegar 41,7%. Fylgi flokksins mælist því fjórum prósentustigum meira, mánuði fyrir kosningar nú, en það gerði mánuði fyrir síðustu alþingiskosningar. Gefur það því vísbendingu um að fylgi Sjálfstæð- isflokksins sé aðeins meira nú en mánuði fyrir kosningamar 1995. Kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins í síð- ustu kosningum var hins vegar 37,1%, nokkuð lægra en skoðana- könnunin gaf til kynna mánuði áð- ur. Samanburður á skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi stjómmálaaflanna, sem gerð var 18.-24. mars sl. og annarri könnun Opnun kosn- ingamiðstöðv- ar á Húsavík SAMFYLKINGIN á Norðurlandi eystra opnar kosningamiðstöð á Húsavík mánudaginn 12. apríl nk. kl. 20 í Snælandi, Árgötu 12 Húsa- vík. Frambjóðendur flytja ávöi-p og kynna metnaðarfull stefnumál Sam- fylkingarinnar. Kostningamiðstöðin er kjörinn vettvangur fyrir félags- hyggjufólk á Húsavík og í Þingeyj- arsýslum til að hittast og ræða mál- in. Frá opnun verður kosningamið- stöðin opin frá kl. 19 virka daga og frá kl. 13 um helgar. sem gerð var mánuði fyrir síðustu alþingiskosningar segir sömu sögu. I könnuninni frá mars sl. mældist fylgi flokksins 41,3% en í byrjun mars 1995 mældist flokkurinn með 38,1% fylgi. Munurinn er i-úmlega þrjú prósentustig. Sé tekið mið af reynslu síðustu kosninga má búast við að flokkurinn hljóti minna fylgi í komandi kosn- ingum en nýjustu skoðanakannanir gefa til kynna en haldi þó sínum hlut og jafnvel vel það miðað við síð- ustu kosningar. Svipað fylgi Fram- sóknarflokksins Samkvæmt fyrrnefndi'i skoðana- könnun Gallups sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið um síðustu mánaða- mót mældist fylgi Framsóknar- flokksins 17,5%. Rúmum mánuði fyrir alþingiskosningarnar 1995 mældist fylgi flokksins svipað eða 18,4%. Hið sama kemur í ljós þegar litið er á skoðanakannanir Félags; vísindastofnunar á sama tíma. I könnun stofnunarinnar, sem gerð var 18.-24. mars sl., naut flokkurinn 16,3% fylgis, en í könnun hennar í byrjun mars 1995, rúmum mánuði fyrir síðustu alþingiskosningar, var flokkurinn með 17,5% fylgi. Munur- inn er lítill en getur gefið til kynna að Framsóknarflokkurinn hafi örlít- ið minna fylgi nú en þá. í síðustu al- þingiskosningum endaði fylgið síð- an í 23,3% og reyndist því fimm til sex prósentustigum hærra en skoð- anakannanir rúmum mánuði fyrir kosningamar gáfu til kynna. Fylgi Framsóknarfiokksins virð- ist vera á uppleið miðað við nýjustu skoðanakannanir Gallups og Fé- lagsvísindastofnunar og gæti því aukist enn frekar sé tekið mið af fyrri reynslu, sem sýnir að flokkur- inn fái oftast betri útkomur í kosn- ingum en kannanir bendi til. Samfylkingin með minna fylgi I skoðanakönnun Gallups um síð- ustu mánaðamót naut Samfylkingin 29% íylgis og Vinstrihreyfingin - Grænt framboð 6,5% fylgis. Saman- lagt fylgi flokkanna fjögurra, Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags, Þjóð- vaka og Samtaka um kvennalista, sem standa að Samfylkingunni var hins vegar 37,9% rúmum mánuði fyrir alþingiskosningarnar 1995, samkvæmt skoðanakönnun Gallups, sem þá var gerð. Sé fylgi Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar frá könnun Gallups um síðustu mánaðamót lagt saman kemur í ljós að saman njóta þessar stjómmálahreyfingar 35,5% fylgis. Þrátt fyrir það ná þær ekki því fylgi sem flokkarnir fjórir höfðu í skoðanakönnun Gallups fyrir kosningarnar 1995. Munar 2,4 pró- sentustigum sem gefur vísbendingu um að samanlagt fylgi Samfylking- arinnar og Vinstrihreyfingarinnar sé örlítið minna nú en fylgi flokk- anna fjögurra í skoðanakönnunum í mars 1995. Flokkarnir fjórir fengu hins vegar samanlagt 37,8% at- kvæða í síðustu alþingiskosningum, eða rúmum tveimur prósentustig- um meira en skoðanakannanir mán- uði fyrir kosningar sýndu. Skoðanakannanir Félagsvísinda- stofnunar frá umræddum tíma segja svipaða sögu. Samanlagt mældist fýlgi flokkanna fjögurra mánuði fyrir síðustu alþingiskosn- ingar hærra heldur en það fylgi sem nú mælist hjá Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni. Þá mældist það 42,9% en nú síðast 39,8%. Hver á fylgi óákveðinna? Þorlákuy Karlsson, rannsóknar- stjóri hjá ÍM Gallup, bendir á að alltaf sé einhver hópur sem segist vera óákveðinn í skoðanakönnun- um, en í könnun Gallups frá sl. mán- aðamótum sögðust 22% vera óá- kveðin eða neituðu að svara. Það er aðeins hæn’a hlutfall og var óákveð- ið eða neitaði að svara í könnun Gallups mánuði fyrir síðustu alþing- iskosningar sem þá var 18%. Að sögn Þorláks gefa rannsóknir til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn eigi fremur lítið fylgi í óákveðna hópn- um. Slíkt hafi komið í Ijós þegar kannanir sýni að fylgi Sjálfstæðis- flokksins minnki um leið og hópur óákveðinna minnki. Nú sé á hinn bóginn of snemmt að segja til um það hver raunin verði að þessu sinni, þ.e. hvort Sjálfstæðisflokkk- urinn eigi eitthvað í óákveðna fylg- inu eða ekki. „Það verður því gaman að fylgjast með skoðanakönnunum á næstu vikum og sjá hvort fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar örlítið um leið og hópm- óákveðinna minnkar. Sé svo er kannski hægt að álykta að íylgi Sjálfstæðisflokksins sé fullhátt í skoðanakönnunum nú miðað við raunveruleikann,“ segir Þorlákur og getur þess að Gallup hyggist rannsaka fylgi óákveðinna sérsteklega fyrir komandi kosning- ar. Óákveðni hópurinn verði þannig spurður eftir kosningar hvað hann hafi kosið og á þann hátt verði reynt að skilgi-eina hópinn betur. Vimulaus æska opnar foreldrahús VÍMULAUS æska og Foreldra- hópurinn opnuðu í gær foreldra- hús í Vonarstræti 4b í Reykjavík. f húsinu er ætlunin að reka margs konar starfsemi. Fjölskylduráð- gjöf verður í umsjón Sigrúnar Hv. Magnúsdóttur með aðstoðar sér- fræðinga og foreldra, sem hafa reynslu af því að eiga börn í neyslu áfengis og annarra vímu- efna. Forvarnaverkefnið „Börn eru líka fólk“ verður rekið í hús- inu og sömuleiðis verður nám- skeiðið Agi og uppeldi haldið þar. Þórdís Sigurðardóttir, Jórunn Magnúsdóttir og Áslaug Þórarins- dóttir voru kampakátar þegar for- eldrahúsið var opnað í gær. Kosningahátíð Samfylkingarinnar Bein út- sending á Netinu SAMFYLKINGIN hefur opn- að heimasíðu og er slóðin www.samfylking.is. A heima- síðunni er m.a. að fmna upp- lýsingar um frambjóðendur Samfylkingarinnar í öllum kjördæmum landsins, upplýs- ingar um kosningaskrifstofur og dagskrá kosningabarátt- unnar. Þá er eru stefnuyfir- lýsing og verkefnaskrá Sam- fylkingarinnar birtar á heima- síðunni ásamt upplýsingum um utankjörstaði heima og í útlöndum. Laugardaginn 10. aprfl kl. 14:00 verður bein útsending á heimasíðunni frá Kosningahá- tíð Samfylkingarinnar í Há- skólabíói. Þar verða frambjóð- endur úr öllum kjördæmum kynntir, fjöldi landsþekktra listamanna kemur fram og Margrét Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, ávarpar gesti. Kynnar á hátíð- inni verða Ragnar Kjartans- son lífskúnstner og Eva Ósk Ólafsdóttir leikkona. Meðal skemmtiatriða verða atriði úr söngleiknum Oliver Twist í flutningi söngvara og leikara úr sýningu Litla leikklúbbsins á ísafirði. Söng- leikurinn er nú sýndur á Isa- firði. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flytur pistil og hljómsveitin Casino flytur nokkur lög með nýjum gestasöngvara. Polkasveitin Hringir og Magga Stína kem- ur fram og tenórsöngvarinn Jón Rúnar Arason flytur nokkur lög. Kosningahátíðin í Háskóla- bíói er opin öllum almenningi og verður sérstök dagskrá fyrir börnin í anddyri bíósins. Össur Skarphéðinsson hyggst þar lesa sögur fyrir börnin. Akureyri Ráðstefna um atvinnu- og umhverf- ismál VIN STRIHRE YFINGIN - grænt framboð heldur ráð- stefnu um atvinnu-, umhverf- is- og byggðamál á veitinga- húsinu Við Pollinn á Akureyri laugardaginn 10. aprfl. Ráð- stefnan hefst klukkan 13 með setningarræðu Valgerðar Jónsdóttur garðyrkjutækni- fræðings sem skipar 4. sætið á U-listanum í Norðurlands- kjördæmi eystra. Framsögumenn verða Stef- án Ólafsson, prófessor, Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnun- ar, Þorsteinn Gunnarsson, há- skólarektor, Berglind Hall- grímsdóttir, forstöðumaður Atvinnumálaskrifstofu Akur- eyrarbæjar, Ái-ni Bragason, foi-stöðumaðm- Náttúruvernd- ar ríkisins og Steingrímur J- Sigfússon alþingismaður. Ráðstefnustjórar verða Þuríð- ur Backman, hjúkrunarfræð- ingur og oddviti U-listans í Austurlandskjördæmi, og Jón Bjarnason, skólastjóri og odd- viti U-listans í Norðurlands- kjördæmi eystra. Allir ei-u velkomnir og að- gangur ókeypis. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.