Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Markaðsvæðing heilbrigðisþj ónustu NYJAR fjármögnunarleiðir og markaðsvæðing heilbrigðisþjón- ustunnar er mikið í umræðunni hér á landi og greinir menn á um hversu langt eigi að ganga í þeim efnum. Fróðlegt er því að líta til reynslu Svía og Breta sem hvað mesta reynslu hafa af markaðsvæðingu þess- arar þjónustu. Verður hér í fyrri hluta gerð gi’ein fyrir reynslu Svía en í síðari hluta fyrir reynslu Breta. Svíþjóð í Svíþjóð líkt og hér á landi er heilbrigðis- þjónustan rekin að mestu (90%) fyrir fjár- muni sem innheimtir eru í formi skatta og aðgengi að þjónust- unni byggir á jafnræði og réttlæti. Á tímabilinu 1960-1980 var nær öll heilbrigðisþjónusta flutt frá ríki til 26 léna (stjórn- sýslustig milli ríkis og sveitafé- laga) og var hún fjármögnuð með sérstökum lénsskatti. Innan léna var allt skipulag á hendi pólitískt skipaðra nefnda sem voru bæði ábyrgar fyrir að áætla þarfir fólks- ins og hvernig þjónustan var rek- in. Vegna vaxandi kostnaðar af heilbrigðisþjónustu (4,7% af vergri landsframleiðslu (VLF) árið 1970 og 9,4% árið 1980) leituðust lénin á níunda áratugnum við að stýra kostnaðinum með föstum fjárveit- ingum sem m.a. tóku mið af ald- ursdreifingu, sjúkdómstíðni og fé- lagslegum þáttum innan hvers léns. Komið var á áætlanastjómun innan heilsugæslu og sjúkrahúsa auk kaup- og sölukerfis milli deilda einstakra sjúkrahúsa til að auka kostnaðar- meðvitund lækna og annars starfsfólks. Með þessu tókst að stöðva áður stigvax- andi kostnaðaraukn- ingu (8,8% af VLF ár- ið 1990) en kerfið var samt álitið staðnað. Kom það aðallega fram í vaxandi biðlist- um sem álitið var að væru afleiðing þess að allan hvata vantaði hjá starfsfólki sjúkrahúsa til að auka framleiðsl- una. Sambandsþing léna greip þá til eftir- farandi markaðsað- gerða með það að markmiði að auka afköst og gæði þjónustunnar. Aðskilnaður Á árinu 1990 ákváðu nokkur lén að leggja niður gömlu pólitísku nefndirnar og skipa nýjar heil- brigðisnefndir sem væru eingöngu ábyrgar fyrir kaupum á heilbrigð- isþjónustu en kæmu hvergi nærri þjónustunni sjálfri. Sjúkrahúsin áttu að verða sjálfstætt starfandi stofnanir sem fengju fjármagn sitt með sölu á þjónustu til nýju heil- brigðisnefndanna. Fyrirkomulag samninga gat verið heildarsamn- ingur fyrir veitta þjónustu eða Rekstur Skynsamlegast er, segir Kristján Sigurðs- son, að hafa hér einn sterkan kaupanda þjónustu frá dreifðum seljendum. samningur er byggði á greiðslu fyrir einstök unnin verk sem aftur byggði á svonefndu DRG eða svip- uðu kerfi. Um 40% allra léna tóku upp þetta nýja fyrirkomulag og var fjöldi kaupenda breytilegur í einstökum lénum og starfsaðferðir þeirra mismunandi. I vissum lén- um notuðu nefndirnar heilsu- gæslulækna sem dyraverði (gatekeepers) og létu þá semja við sjúkrahúsin um alla þjónustu en í öðrum lénum störfuðu heilsu- gæslulæknarnir sem venjulegir launþegar án slíkra skuldbindinga. Á seinni hluta tíunda áratugsins var jafnframt gi-ipið til sameining- ar sjúkrahúsa og léna aðallega í Vestur- og Suður-Svíþjóð (Morg- unblaðið 8. 11. 1998: Forgangsröð- un og hagræðing í heilbrigðisþjón- ustu). Valfrelsi Um 1990 ákvað Sambandsþing léna að allir einstaklingar ættu rétt á að velja sjálfir til hvaða læknis eða sjúkrahúss þeir leituðu Kristján Sigurðsson og það jafnvel þó sjúkrahúsið væri utan þeirra eigin léns. Sambandið ákvað jafnframt að sjúklingar ættu rétt á að fá framkvæmdar ákveðnar aðgerðir innan þriggja mánaða. Umönnun aldraðra Á árinu 1992 ákvað Sambands- þing léna að flytja ábyrgð á um- önnun aldraðra til sveitarfélag- anna og um leið var ákveðið að sveitarfélögin skyldu gi’eiða fjár- sektir ef þau tækju ekki við öldruðum þegar sjúki-ahúsin teldu að viðkomandi þyrftu ekki á frek- ari meðferð að halda. Árangursmat Heildarkostnaður, verðlagning, einkavæðing og meiriháttar fjár- festingar voru áfram undir eftir- liti stjórnvalda og engar reglur voru til um hvort heilbrigðis- stofnanir gætu orðið gjaldþrota. Par sem breytingar innleiddar eftir 1990 voru af ýmsum toga er erfitt að greina hvað af neðkn- sögðu má rekja til einstakra breytinga. • Heildarútgjöld heilbrigðismála lækkuðu óvemlega eftir 1990 eða úr 8,8% í 8,6% af VLF árið 1997. • Aðskilnaði kaupenda og selj- enda var tekið jákvætt af stjórn- málamönnum sem nú einbeita sér að því að ákveða hvaða þjónustu fólkið þarf á að halda. • Aðgengi að sjúkrahúsum og af- köst þeirra hafa aukist og það jafnframt í lénum sem enn hafa ekki tekið upp markaðsvæðingu. Kostnaðarmeðvitund starfsfólks jókst, biðlistar minnkuðu og skrif- stofukostnaður jókst óverulega. • Aðgangi að sjúkrahúsþjónustu var jafnt dreift á alla aldursflokka þannig að jafnræði með tilliti til aldurs raskaðist ekki. Áhrif á gæði þjónustunnar eru ólós. • Kostnaðarstjómun var talin erf- iðari ef samningar byggðu ein- göngu á gi-eiðslum fyrir einstök Enn kemur upphefðin í neytendamálum að utan ÍSLENSKIR stjórn- málamenn hafa lengi verið ósparir á yfirlýs- ingar í útlöndum um stefnu islenskra stjórnvalda í neyt- endamálum. Oftar en ekki telja kollegar þeirra utan lands að hér sé rekin framsæk- in stefna í neytenda- málum og að íslensk stjórnvöld liggi ekki á liði sínu þegar kemur að því að móta sameig- inlega stefnu í neyt- endamálum, enda hljóti neytendamál að hvíla á traustum grunni hér miðað við yfirlýsingar stjórnmálamanna okkar. Islenskir neytendur sem fylgjast með þess- um málum bæði hér og í nágranna- löndum okkar vita þó miklu betur og kíma þegar slíkar uppákomur koma. Yfirlýsingin í Brussel Sighvatur Björgvinsson þáver- MARIA LOVISA FATAHÖNNUN ■SKÓIAVÖRDUSTÍG 3A • S SS2 6999 ■ andi viðskiptaráðherra sagði á þingi Neytenda- samtakanna 1996 að upphefð okkar kæmi að utan og átti þar ekki síst við um þróunina í neytendamálum. Og það verður að viður- kennast að mikið til í þessu, enda hefur heísti ávinningur á neytenda- sviðinu komið með þátt- töku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu, en ekki vegna fi-umkvæðis og áhuga íslenskra stjórnmálamanna. Reyndar eru forráða- menn neytenda hér á landi ánægðir með upphefð íslenskra neytenda, þó svo að þeir hefðu kannski frekar viljað að hún hefði komið til vegna þess að hlutverk stjómmálamanna er að vinna fyrir heildarhagsmuni, í þessu tilviki fyrir neytendur, en ekki fyrir þrönga hagsmuni sérhagsmunahópa. Það er þó kannski einmitt kostur að íslensk- ir stjómmálamenn láti upphefð neyt- Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Neytendamál En það er allavega ljóst að ef íslensk stjórnvöld ætla að taka virkan þátt í evrópsku neyt- endasamstarfi á öllum sviðum, segir Jóhannes Gunnarsson, mun það þýða sóknarfæri fyrir íslenska neytendur. enda fremur koma að utan, enda búa nági’annar okkar við miklu betri að- stæður á þessu sviði en íslenskir neytendur, jafnvel þó _ farið sé alla leið til Suður-Evrópu. Áhugaleysi ís- lenskra stjómmálamanna á málefn- um neytenda getur því verið kostur þrátt fyiir allt. En það er ljóst að upphefðin mun áfram koma að utan. Þannig var Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra nýverið á fundi í Brussel. Þetta væm ekki nein sérstök tíð- indi nema vegna þess að utanríkis- ráðherra sagði við innlenda fjöl- miðla að nú væri ísland orðið aðili að sameiginlegri stefnu Evrópu- sambandsins í neytendamálum. Það var því eðlilegt að við sem sinn- um neytendamálum frá degi til dags sperrtum eyru. Var hér um að ræða hefðbunda yfirlýsingu ís- lensks stjórnmálamanns og sem litla þýðingu hefur fyrir íslenska neytendur, eða var hér um að ræða tímamótaviðburð með blóm í haga fyrir íslenska neytendur, eða kannski eitthvað þar á milli. Því miður hefur Neytendasamtökunum ekki enn tekist þegar þetta er skrif- að að fá upplýsingar hjá utanríkis- ráðherra um hvað yfirlýsing hans þýðir í raun. Aðgerðaráætlun Evrópu- sambandsins 1999-2001 Neytendasamtökin hafa því í samvinnu við neytendasamtök í Evrópu komist að því hvaða þýð- ingu þessi yfirlýsing hefur fyrir ís- lenska neytendur. Sú stefna sem Evrópusambandið byggir nú á í neytendamálum grundvallast á samþykkt Evrópuþingsins um að setja almennan ramma um aðgerðir Evrópusambandsins til bóta fyrir neytendur. Þessi samþykkt þótti mjög almennt orðuð og var gagn- rýnd þess vegna. Til að fylgja eftir þessari sam- þykkt ákvað Evrópusambandið sér- staka aðgerðaráætlun í neytenda- málum fyrir árin 1999-2001 (Action Plan). Það er ljóst að með yfirlýs- ingu utanríkisráðheira er Island orðið þátttaki í þessari aðgerðará- ætlun. Þess má geta hér að Norð- menn eru ekki aðilar að þessu, enda vildu þeir ekki gi-eiða þá upphæð sem þátttakan kostar EFTÁ-lönd- in. En hefur þessi þátttaka ein- hverja kosti fyrir íslenska neytend- ur? Miðað við stöðu neytendamála hér á landi er ljóst að svo getur orð- ið, en það er þó mikið komið undir íslenskum stjórnvöldum og hvort hugur fylgir nú loks máli. Aðgerðaráætlunin byggir á Am- sterdam-samningnum, en þar er Jóhannes Gunnarsson verk og talið að þeir geti leitt til of- notkunar á þjónustu. •Heildarsamningar voru taldir gefa meiri möguleika á að sam- þætta mismunandi hluta heil- brigðisþjónustunnar (sjúkrahús, heisugæslu, félagslega þjónustu o.fl.). Niðurstaða Heilbrigðismarkaður er enginn venjulegur markaður þar sem leik- reglum frjáls markaðar eru tak- mörk sett með reglugerðum frá hendi hins opinbera. Hér skapast því aldrei annað en gervimarkaður nema aðilar verði ásáttir um að taka upp hreina markaðshyggju með einstaklingsbundnum ti-ygg- ingum líkt og í Bandaríkjunum. Slíkt getur þó leitt til röskunar á hag hinna verr settu í þjóðfélag- inu. Stjórnun sem byggir á vel- grundaðri áætlanagerð og kaup- og sölukerfí milli deilda sjúkra- húsa leiðir til árangurs í kostnað- arstjórnun. Til að auka afköst sjúkrahúsa þarf þó jafnframt að koma til greiðsla fyrir einstök unn- in verk sem getur nýst sjúkrahús- unum að hluta til eigin nota. Aðskilnaður kaupenda og selj- enda virðist af hinu góða og þurfa kaupendur að hafa góða þekkingu á heilbrigðismálum og góðan að- gang að tölvuvæddum upplýsing- um um einstaka þætti framleiðsl- unnar, gæði hennar og verðlagn- ingu. Hér á landi er vafalaust skyn- samlegast að hafa einn sterkan kaupanda sem kaupir þjónustu af dreifðum seljendum. Til að tryggja að tekið sé tillit til ólíkra þátta þjónustunnar þurfa samningar að byggja á blönduðu kerfi heildar- samninga og samninga fyrir ein- stök verk. Höfundur er yfírlæknir. viðurkennd í fyrsta sinn nauðsyn öflugrar neytendaverndar og lögð er mikil áhersla á að neytendasam- tökum sé gert mögulegt að gæta hagsmuna neytenda á öllum svið- um, hvort sem það er á innlendum, evrópskum eða alþjóðlegum vett- vangi og að þetta verði aðeins gert með fjárhagslegum stuðningi. Með aukinni alþjóðavæðingu er þetta enn mikilvægara en ella. í aðgerð- aráætluninni segh’ að það verði gert með fjármunum frá Brussel. Það er ljóst að gera þarf mikla bragarbót ef Neytendasamtökun- um á að vera mögulegt að sinna þessu og því hljótum við að spyrja um efndir. Ætla íslensk stjórnvöld að borga eða á að senda reikning- inn til Brussel? I aðgerðaráætluninni er einnig gert ráð fyi’ir að í öllum aðildarlönd- unum verði að minnsta kosti ein ráðgjafarstofa fyrir neytendur og á því ein slík væntanlega að rísa hér. Við spyijum um efndir og hvernig standa á að slíkri ráðgjafai’stofu. Einnig má nefna að gert er ráð fyrir sérstökum stuðningi við neytenda- samtök í aðildarlöndunum, sérstak- lega til þeirra sem nú búa við tak- markaðar tekjur. Tekjur Neytenda- samtakanna eru með þeim hætti í dag, að sennilega hafa fá neytenda- samtök í Evrópu meiri þörf fyrir slíkan stuðning. En nóg um það. Hér hafa aðeins verið nefnd örfá atriði úr aðgerðaráætluninni. En það er allavega ljóst að ef íslensk stjórnvöld ætla að taka virkan þátt í evrópsku neytendasamtarfi á öll- um sviðum, mun það þýða sóknar- færi fyrir íslenska neytendur. Upp- hefðin mun því áfram koma að ut- an, en það þarf þó ekki alltaf að vera alslæmt, allavega hefur reynslan sýnt sig að vera góð. Við bíðum því spennt, eru þetta marklausar yfirlýsingar í útlöndum eða geta íslenskir neytendur notið góðs af? Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.