Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX FJÖLMIÐLAMENN fylgdust með hverri hreyfingu hringanórans þeg- ar honum var sleppt í sjóinn við Gunnunes í gær. EKKI liðu nema nokkur augnablik frá því hringanóranum var sleppt þar til hann var kominn í sjóinn. Hér staldrar hann við örskotsstund í flæðarmálinu. Hringanórinn frelsinu feginn HRINGANÓRANUM, sem dvalist hefur sér til heilsubótar í Húsdýragarðinum undanfarn- ar vikur, var sleppt í sjóinn við Gunnunes í gær. Margrét Dögg Halldórsdóttir, rekstrar- stjóri Húsdýragarðsins, segir að selurinn hafi synt hið snarasta í burtu, enda hafi hann verið orðinn leiður á vist- inni í landi. Hann var þó vel haldinn, hafði þyngst úr ellefu kflóum í 25 meðan hann bjó í Húsdýragarðinum. Að sögn Margrétar var þyngd hans þó eðlileg miðað við aldur þegar hann náðist. Það var í janúar sl. sem hringanórinn var dreginn upp úr Reykjavíkurhöfn. Hann hafði þá stórt kýli á bakinu sem hann hefur sennilega fengið eftir að hafa verið bitinn. Gerð var að- gerð á selnum og kýlið fjarlægt, „Sárið var ekki alveg orðið lokað, enda virðast sár á selum gróa mjög hægt,“ segir Mar- grét. „Það var samt kominn tími til að sleppa honum og sár- ið grær ekkert verr í sjónum heldur en hjá okkur.“ Hringanórinn var borinn nið- ur í fjöru í litlu fiskikari sem síðan var velt. Viðstaddir voru kafarar sem ætluðu sér að ná myndum af selnum þegar hann færi í sjóinn, en að sögn Mar- grétar flýtti hann sér svo í sjó- inn að lítið varð úr þeirri fyrir- ætlan. Tveir slösuð- ust í vinnu- slysum TVÖ vinnuslys urðu í Kópavogi í gær. Stálbiti féll á fót manns og ann- ar lenti undir lyftara og voru báðir fluttir á slysadeild, en lögreglan taldi að meiðsl þein-a hefðu ekki verið al- varleg. í vélsmiðju í bænum var verið að brenna í sundur stálbita og þegar hann fór í sundur féll hann á fót manns sem vann við verkið. I hinu slysinu var verið að færa tii lyftara innandyra og fór hanri á hlið- ina. Maður lenti undir honum en meiðsl hans urðu minni en búast hefði mátt við, enda tók borð mesta höggið er lyftarinn lagðist á hliðina. -------------------- Afhenti trún- aðarbréf KORNELÍUS Sigmundsson, sendi- herra Islands í Finnlandi, afhenti í gær Martti Ahtisaari, forseta Finn- lands, trúnaðarbréf sitt. Komelíus er fyrsti sendiherra Is- lands í Finnlandi sem fast aðsetur hefur þar í landi. Til þessa hefur Finnland fallið undir sendiherra Is- lands í Svíþjóð. Morgunblaðið/Ómar Glerskáli með turni HUGMYND að glerskála í Hljóm- skálagai-ði sem lögð hefur verið fram í skipulags- og umferðarnefnd gerir ráð fyrir um 20-25 metra löngum skála á vestanverðum Tjarnarbakkanum neðan við Bjark- argötu. Gert er ráð fyrir út- sýnisturni þar sem sjást muni yfir Hljómskálagarðinn og Tjarnar- svæðið. Lagt er til að yfir inngangi verði glerþak en þegar inn er komið skiptist skálinn í tvennt með stærri sal fyrir 150 til 200 manns á aðra hönd en minni sal á hina. Hugmynd- in er að skálinn verði að mestu úr gleri með opnanlegum hurðum sem bjóða upp á þann möguleika að færa borð og sæti út á stétt við skálann. Ætlunin er að skálinn verði rekinn allt árið og mögulegt verði að leigja hann út fyrir móttökur og brúð- kaup. Gengið verður inn frá göngu- stígnum sem liggur með Tjörninni og er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að aka að skálanum. Steyptur kjallari verður undir skálanum fyrir eldhús, salerni, aðstöðu starfs- manna og geymslurými. Kirkju- garður Háskól Tjarnar- garður Tjörnin Hljómskála- yn:— garður Hljomskahnn Leikur í Laugardalnum HLÝIR loftstraumar hafa leikið um landið að undanförnu. Ung- viðið hefur notað góða veðrið til ieiks. Ljósmyndari rakst á þessa drengi í Laugardalnum þar sem þeir Iéku sér glaðir í sinni. Vélsleðamenn einir síns liðs á hálendi fslands Engar reglur en ekki til eftirbreytni ÞÓR Kjartansson, framkvæmda- stjóri Langjökuls ehf. og formaður Suðurlandsdeildar Landssambands vélsleðamanna, segir aðspurður vegna frétta af vélsleðamanni sem fannst einn síns liðs á biluðum vélsleða við Laugarfell á leið inn að Kárahnúkum í fyrradag, að engar reglur séu til sem banni mönnum að fara einum á vélsleða inn á hálend- ið. „Hins vegar má almennt segja, án þess að ég felli nokkurn dóm um þetta ákveðna tilvik, að vélsleðaferð- ir þar sem ökumenn aka einir síns liðs langt inn á hálendi íslands án staðsetningar- og fjarskiptabúnaðar séu ekki til eftirbreytni vegna þess að vélsleðinn hefur mikla yfirferð og á skömmum tíma er hægt að aka honum það langt að illmögulegt get- ur orðið að ganga eftir hjálp ef sleð- inn bilar og ennþá alvarlegra getur málið orðið ef slys á sér stað,“ segir Þór. Vélsleði mannsins hafði bilað við Laugarfell um 80 km suðvestan við Egilsstaði og fannst maðurinn heill á húfi eftir u.þ.b. tveggja klukku- stunda leit alls sex manna úr Hjálp- arsveit skáta á Héraði og Björgun- arsveitarinnar Gróar á Egilsstöðum. Maðurinn var kunnugur á þessum slóðum og hafði verið í samfloti við mann á jeppa sem var á leið inn í Eyjabakka. Vélsleðamaðurinn hafði talstöð meðferðis, sem hann notaði og varð honum til happs, að sögn Guðmundar Steingrímssonar, for- manns svæðisstjórnar björgunar- samtakanna á svæði 13. Ákveðin áhætta í að ferðast einn „Almennt má segja að menn taki ákveðna áhættu ef þeir fara einir inn á hálendið og ef þeir skilja ekki eftir nægilega skýra leiðarlýsingu og hafa ekki meðferðis staðsetningar- og fjarskiptabúnað, þá eru þeir að bjóða hættunni heim ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Þór Kjartans- son. „Við höfum reynt að ýta undir það að óreyndari vélsleðamenn komi með okkur reyndari mönnum í ferð- ir inn á hálendið og við höfum þegar farið eina slíka ferð þar sem menn geta fengið tilsögn hjá reyndari mönnum. 1 framhaldinu bjóðum við vélsleðamönnum í helgarferð þar sem farið verður langt inn á hálend- ið. Þannig reynum við að uppfræða vélsleðamenn sem hafa áhuga á því að fara inn á hálendið um hvernig þeir þurfi að bera sig að. Regla númer eitt er að fara ekki einn, því ef sleðinn bilar og ökumaður er fjar- skiptalaus á hann mjög erfitt með að láta vita af sér eða koma sér til byggða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.