Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 28
í
28 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Einari Braga
veitt þýðing-
arverðlaun
EINAR Bragi rithöfundur
hlýtur þýðingarverðlaun árs-
ins 1999 hjá Sænsku aka-
demíunni.
Þau eru
samkvæmt
reglugerð:
„til þess
ætluð að
heiðra
menn sem
leyst hafa
af hendi
EinarBragi aíbragðs
þýðingar á eða úr sænsku“.
Viðurkenningu Akademí-
unnar fylgir verðlaunafé að
upphæð 40 þúsund sænskar
krónur sem Stofnunin Natur
oeh Kultur leggur fram í
þessu skyni og eru verðlaun-
in við hana kennd. Þau eru
veitt árlega einstaklingi sem
Akademían velur óháð þjóð-
emi.
Margar þýðingar að baki
Einar Bragi hefur þýtt úr
sænsku skáldsögur, leikrit
og ljóð eftir mörg skáld.
Meðal þýðinga hans er 21
leikrit eftir August Strind-
berg, skáldsagan Sonur minn
og ég eftir Söru Lidman og
Ijóðasafnið Létta laufblað og
vængur fugls eftir Gunnar
Björling.
Magnús Kjartansson
Morgunblaðið/Golli
MEÐ tímanum eftir Magnús Kjartansson.
Samtíminn líður hratt
FYRIR fimm árum sýndi Magnús
Kjartansson myndlistarmaður flokk
mynda á Norrænu menningarhátíð-
inni á Spáni. Öll verkin eru unnin
með olíu og blandaðri tækni á striga
1994. Hluti þessarar sýningar er nú
í Galleríi Sævars Karls, Banka-
stræti 9.
Myndirnar kallar Magnús Col
Að mati Magnúsar Kjartanssonar líður
samtíminn hratt og það gengur nærri hon-
um. Hann sýnir nú nokkrar myndir í Gall-
eríi Sævars Karls og sagði Jóhanni Hjálm-
arssyni frá því hvernig tíminn birtist okk-
ur aftur og aftur og því hvernig aldurinn
speglast í nýju myndunum.
Aöalfundur Granda hf.
veröur haldinn föstudaginn
9. apríl 1999, kl. 17:00
í matsal fyrirtækisins að
Norðurgarði, Reykjavík.
DAGSKRA
<-
'?mm
íss:
í. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Tillaga um breytingu á samþykktum
félagsins, þar sem félagsstjórn verður
heimilaö aö gefa út hlutabréf meö
rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð í
samræmi viö lög nr. 131/1997, um
rafræna eignaskráningu verðbréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og
ársreikningur félagsins munu liggja frammi
á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis,
viku fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent
á fundarstað.
Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði
tekin til meðferðar á aöalfundinum, þarf
skrifleg beiðni um þaö að hafa borist
félagsstjórn með nægjanlegum fyrirvara,
þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá
fundarins.
Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn,
en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera
það skriflega.
STJÓRN GRANDA ÍIF.
GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVIK
tempo eða Með tímanum. Hann
segir að myndirnar séu tilbrigði
samnefnd við verk eftir Giorgione
(d. 1510). Hann hreifst mjög af
verkinu þegar hann sá það fyrst í
Feneyjum fyrir mörgum árum.
„Þetta er renesansmynd, mjög
norræn, verkið er jarðbundið og
raunsætt,“ segir Magnús, „getgátur
eru um að Diirer hafi verið á ferð í
Feneyjum og séð það. Giorgione
lést fyrir aldur fram, um þrítugt, og
skildi eftir sig mörg verk. Lista-
stefna var kennd við hann. Verk
hans eru kveikjan að þessu.“
Þessar myndir voru þó ekki það
sem boðaði breytingu hjá þér?
„Nei, ég var með stóra sýningu
1994 þar sem ýmis áhugaefni komu
fram.
Eg var í skóla hjá Richard Mor-
tensen á Akademíunni í Kaup-
mannahöfn. Hann tók þessu vel.
Okkur lenti fyrst saman og rifumst
heiftarlega, en hann hringdi í mig
og reyndist mér hinn besti. Menn
héldu að ég yrði rekinn. Hann kann-
aðist aftur á móti við svipað úr eigin
fari. Ég var hjá honum í 3 ár. Þegar
ég kom heim sýndi ég klippimyndir,
snifsi úr veruleikanum. Þær hefðu
alveg getað komið inn í „áttunda
áratuginn", sýninguna í Listasafn-
inu nú. Ég hef þó alltaf verið með
symbólík, tákn. Plastískur áhugi
víkur ekki. Meðan eitthvað heitir
myndlist skiptir máli hvemig það er
gert.
Ég hef viljað losna við að sýna en
get það ekki. Sýni þó ekkert hér
heima fyrr en nú. Fimm ára gamlar
myndir hljóta að duga. Sýningin á
Spáni var stærri og í tímaröð. Ég
hef sýnt í Svíþjóð og það gengur vel
að sýna Svfum þótt ekki sé mikið
upp úr því að hafa. Ég sendi mynd-
irnar.
Ég mála á Laugarnestanga,
fæddist rétt hjá, í Kleppsholtinu,
heima.
Það er erfitt að vera nútímamað-
ur, vildi ekki sjá allt það sem aðrir
eru að gera. Reyni þó að fylgjast
með, kaupi eitt þýskt tímarit í því
skyni.“
Tíminn bii'tist í okkur og birtir
okkur óendanleikann eins og Sig-
urður Pálsson skáld skrifar í sýn-
ingarskrá?
„Tilfinning gagnvart myndum og
texta. Ég er sammála því.
Það er stutt síðan við íslendingar
fórum að velta fyrir okkur myndlist.
Afi minn, Guðbrandur Jónsson, sá
mann mála í fjörunni á Seyðisfirði
og ávarpaði hann á dönsku.“
Þú fórst gamla námsleið, til Dan-
merkur.
„Ég hef alltaf viljað fara eitthvað
annað. Þar var ekkert að gerast.
Opnar mál-
verkasýningu
hjá Bílum & list
SARA Vilbergsdóttir opnar
málverkasýningu í sýningar-
salnum Bflar & Iist, Vega-
mótastíg 4, Reykjavík, laugar-
daginn 10. aprfl, þar sem hún
sýnir akrýlmálverk unnin á
þessu ári og hinu síðasta.
Sara stundaði nám í Mynd-
listar- og handíðaskóla íslands
á ánmum 1981-85 og fram-
haldsnám í Statens Kunstaka-
demi, Ósló, árin 1985-87.
Hún hefur haldið nokkrar
einkasýningar og tekið þátt í
fjölmörgum samsýningum
EITT verka Söru
Vilbergsdóttur.
hérlendis sem erlendis.
Sýningin verður opin virka
daga kl. 10-18, laugardaga kl.
10-16 og sunnudaga kl. 13-16.
Hún stendur til 29. aprfl.
Hér voru áhrif frá Súmurum og
tengsl við Hollendinga.
Dieter Roth var guðfaðir ís-
lenskrar nútímalistar. Ég bíð eftir
að sjá stóra sýningu með verkum
Dieters Roths hér.“
Hér var sterk afstraktlist þegar
Dieter kom hingað?
„Hann gerir ýmsar tilraunh- og
hefur úrslitaáhrif á Súm.
Það eru sterkar höfuðlínur í
gangi nú. Kári Stefánsson valdi
myndir eftir mig til sýningar. Hann
lét svo ummælt að tegundum fækk-
aði í myndlist eins og annars staðar.
Línur myndlistarinnar eru harðar
eins og í tískuheiminum.“
Veðrun fólksins
Hvað viltu segja frekar um
myndimar Með tímanum. Það er
aldurí þeim?
„Þetta er veðrun fólksins. Maður
sér tilveruna ganga aftur. Hvernig
lífið er margslungið. Tíminn kemur
aftur og aftur. Hann gengur í
hring, kemur aftur á sömu slóðum,
ekki sama mynd heldur glíma við
sama drauginn. Þegar ég er að
mála er eins og margar persónur
séu að ræða saman. Ég hef eina
mælistiku, þegar mér finnst ég
vera næmari.
Ég er að borga reikninga núna og
vinn mikið með Kolbrúnu Björgólfs-
dóttur, konu minni. Vinn annars lít-
ið. En ég ætla að sækja í mig veðrið,
annars er maður sleginn út. Hrað-
inn er mikill í öllu. Gengur nærri
mér. Ég á reyndar heilu tímabilin
ósýnd. Samtíminn líður andskoti
hratt og ekki nógu miklu komið í
verk.
Maður hefur þó alltaf bækurnar
að halla sér að. Ég hef verið að lesa
ævisögu Bergmans. Kundera talar
um frægðina fyrir og eftir ljós-
myndavélina í Með hægð. Frægðin
var áður sögusögn. Allir vissu nafn-
ið en ljósmyndavélin dreifði mynd-
um.“
Magnús segir að best sé að kom-
ast í gegnum viðtal án þess að minn-
ast á myndlist! Nú langar hann til
að halda sögusýningu sem nái yfir
tímabilið 1925-2000. „Sýningin á að
vera um lykilverk og lykilmenn. Við
höfum átt einn meistara, Svavar
Guðnason. Hann stendur sterkur.
Við hin erum bara bergmál. En það
er ljótt að segja þetta! Einn stór-
merkur myndlistarmaður og einn
ritsnillingur, Halldór Laxness. Það
er afbragðs árangur. Ég hef frekar
spurt hvert sé eðli íslenskrar mynd-
listar en ekki hver hún sé. Við erum
próvins og það er engin skömm að
því. Einangruð lengst úti í Ballar-
hafi.“
Magnús Kjartansson verður
fimmtugur á þessu ári og kveikja
verkanna á sýningu hans er 500 ára.
Ekki fer illa á því.