Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 54

Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 54
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristinn Magn- ússon fæddist í Smjördölum í Flóa í Sandvíkurhreppi hinn 3. mars 1924. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Slyóli hinn 30. mars síðastliðinn. For- eidrar hans voru Magnús Þorkelsson, húsasmiður og gidl- smiður, f. 29. maí 1890, d. 25. febrúar 1956, og Ingibjörg Árnadóttir, húsfrú, f. 27. apríl 1889, d. 3. ágúst 1978. Kristinn var næstelstur sjö systkina. Þau eru Hrefna, Þorkell, Guðrún Fann- ey, Skúli og Rafn. Ein systir þeirra, Sigríður Svava, lést úr berklum árið 1941, aðeins 15 ára gömui. Hinn 25. október 1947 kvænt- ist Kristinn Steinvöru Fjólu Guðlaugsdóttur, f. 11. ágúst 1928 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Svava, f. 31.3. 1948, gift Sigfúsi Þormar, þau ' j eiga þrjú börn. 2) Pálína, f. 10.7. 1949. Hún á tvö börn. 3) Magnea Ingibjörg, f. 3.2. 1951, gift Hauki Haukssyni. Þau eiga þijú börn. 4) Magnús Kristins- Þegar sest er niður á páskadegi til að skrifa minningarorð um föður okkar, Kristin Magnússon, sem lést eftir aðeins fímm daga veru á Skjóli, koma margar minningar fram í hug- ann. Mjög ungur að árum eða um ferm- '-'jingu fór faðir okkar að starfa hjá Mólkubúi Flóamanna og lærði hann þar til mjólkurfræðings og ætlaði síðar í framhaldsnám til Danmerkur, en af því gat ekki orðið, þar sem stríðið var skollið á og söðlaði hann því um og gerði samning við föður sinn um að læra húsasmíði og lauk því námi með sveinsprófi hinn 1. maí 1946 og meistaraprófi árið 1949. Ekki voru launin há á þessum tíma, aðeins kr. 50.00 á mánuði fyrsta námsárið og síðasta árið hækkaði það í kr. 100.00. Foreldrar okkar eignuðust fyrsta barnið 31. mars 1948. Börnin urðu alls sjö, 20 barnabörn og eitt langa- fabarn. Faðir okkar var alveg ein- ir,»itaklega duglegur maður og ósér- hlífinn og voru þau búin að kaupa sér sína fyrstu íbúð áður en þau giftu sig, tveggja herbergja íbúð á Miklu- braut 70. Árið 1958 var flutt í Goð- heimana, sem pabbi hafði byggt ásamt vini sínum og var það fjögurra hæða hús og áttu þau kjallarann og fyrstu hæðina, en kjallarinn var seld- ur síðar. Hann var með þeim fyrstu sem byggði í Heimunum og voru þar bara nokkrir sveitabæir og þótti mörgum hann hálfskrýtinn að byggja svona langt í burtu frá bæn- um, en pabbi var mjög framsýnn maður og sagði að innan nokkurra ára yrði þetta nálægt miðbænum, sem var mikið rétt. Ekki var til bíll á _heimilinu og fór hann hjólandi til vinnu og síðan í bygginguna á kvöld- in og um helgar. Áldrei sáust þreytu- merki á honum, þó að hann ynni myrkranna á milli og ávallt var hann boðinn og búinn til að hjálpa öðrum og leituðu margir til hans og ekki síst við bömin hans þegar við vorum að byggja okkar hús, enda var pabbi einstaklega vandvirkur maður. Pabbi var trúaður maður, þó að hann flíkaði því ekki og oft á páska- dagsmorgun vakti hann okkur krakkana þegar sólin kom upp, til að leyfa okkur að sjá sólina dansa af ^g^leði yfir upprisu Krists og aldrei var farið að sofa öðruvísi en farið væri með „Faðir vorið“. Pabbi var alveg sérlega barngóður og lék sér mikið við barnabömin og oft mátti varla á milli sjá hver væri elstur í hópnum. Oft talaði pabbi um sveitina sína fyrir austan fjall og sá hann hana ávallt í mikilli birtu. Það vom ^QÚfáar ferðimar sem famar vom í i^augardalinn og pabbi hefði viljað son, f. 15.9. 1953, kvæntur Eddu Er- lendsdóttur. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabam. 5) Guðrún, f. 2.9. 1955, gift Braga Pálma- syni. Þau eiga þrjú börn. 6) Hafdís Erla, f. 3.6. 1958. Hún á þrjá drengi. 7) Reynir Elfar, f. 28.10. 1960, kvænt- ur Gunni Stellu Kristleifsdóttur. Þau eiga eina dótt- ur, en fyrir á Reyn- ir tvo drengi. Kristinn lauk prófi úr Ingi- marsskólanum og útskrifaðist sem húsasmiður 1. maí 1946 frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann starfaði við húsasmíðar allan sinn starfsferil og síðustu árin hjá Flugmálastjórn. Snemma árs 1998 lagðist hann á sjúkra- deild Landakotsspítala og dvaldi þar þar til fjórum dögum áður en hann Iést, en þá var hann fluttur á hjúkrunarheimil- ið Skjól. Utför Kristins fór fram í kyrrþey í Langholtskirkju hinn 8. aprfi að ósk hins látna. Jarð- sett var í Gufuneskirkjugarði. að þær hefðu orðið miklu fleiri. Hann hafði mikið gaman af ferðalög- um og vom þau mamma búin að ferðast víða, sérstaklega fannst hon- um gaman að koma til Kanada og Asíu, en hann átti kost á því þegar hann vann fyrir Cargolux í Lúxem- borg. Nú er faðir okkar farinn í langt ferðalag og laus úr viðjum erfiðs heilsuleysis. Við viljum þakka elsku- legum föður okkar fyrir alla hlýju, hvatningu, styrk, traust og vináttu sem hann gaf okkur og biðjum al- góðan Guð að styrkja móður okkar í sorg hennar, en hún var ávallt sem klettur við hlið hans. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er nótt. Pig umveQi blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikindum viðjum, Þín veröld er björt á ný. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Hvíl þú í friði, elsku pabbi. Þínar dætur og synir. Nýverið kvaddi þennan heim ást- kær tengdafaðir okkar og vinur Kristinn Magnússon, húsasmíða- meistari, sem lengst af bjó í Goð- heimum 4 í Reykjavík. Kristinn var eitt mesta ljúfmenni, sem við höfum kynnst, og viljum við gjaman fá að minnast þessa trausta vinar okkar með nokkrum kveðjuorðum að skiln- aði. Kristinn Magnússon var ættaður frá Smjördölum á Suðurlandi og átti uppeldisár á Selfossi hjá foreldrum sínum Magnúsi Þorkelssyni húsa- smíðameistara og Ingibjörgu Árna- dóttur. Þar stundaði hann mjólkur- fræðinám hjá Mjólkurbúi Flóa- manna en fluttist síðan með foreldr- um sínum til Reykjavíkur, þar sem hann lauk námi sem húsasmíða- meistari eftir sveinsnám hjá föður sínum. Kristinn var eftirsóttur til verka og starfaði lengst af sem húsasmíðameistari á eigin vegum og liggja eftir hann mörg hús og önnur mannvirki, sem hann tók þátt í að byggja, og má þar nefna Hótel Loft- leiðir, viðhaldsstöð Cargolux í Lúx- emborg og fleiri byggingar fyrir einkaaðilja og fyrirtæki. Síðustu ár starfsævi sinnar vann hann á tré- smíðaverkstæði flugmálastjórnar við ýmis byggingarverkefni við flug- velli, en hann hafði ætíð áhuga á flugmálum eftir æskuár sín í ná- grenni Reykjavíkurfiugvallar. Með ósérhlífni og yfirlætisleysi gekk Kristinn til allra verka. Hann var hraustmenni að burðum og hafði verið keppnismaður í fimleikum á yngri árum, sem hann bjó að í erfiðu starfi sínu. Það hjálpaði honum mik- ið í gegnum lífið og sérstaklega veik- indin síðustu árin hversu bjartsýnn og léttur Kristinn var í lund að eðlis- fari. Hann var skemmtilegur í sam- starfi, en gerði sömu kröfur til sín og samstarfsmanna sinna um að verkin skyldu ganga vel og snurðu- laust fyrir sig og gat verið ákveðinn og fastur fyrir, ef menn fylgdu ekki nægjanlega vel eftir. Lítið var Kristinn gefinn fyrir deilur og hnútukast, en oft voru gamanyrði látin fjúka um menn og málefni. Stjói-nmálaskoðanir hans voru bjargföst trú á að frelsi ein- staklingsins til athafna væri þjóðinni farsælast. Við vitum, Kristinn minn, að samstarfsmenn þínir á lífsleiðinni minnast þín með hlýhug og söknuði. Kristinn bjó lengst af með sína stóru fjölskyldu, eiginkonu og sjö böm, í Goðheimunum, í húsi er hann byggði með öðrum verkum. Lífs- hamingja Kristins var fólgin í tryggu og farsælu hjónabandi hans og hinnar indælu tengdamóður okk- ar, Fjólu Guðlaugsdóttur, sem bjó manni sínum fallegt og friðsælt heimili. Þau voru alla tíð einstaklega samrýnd og fjölskyldan var Kristni ætíð efst í huga, fyrst börnin sjö og síðan barnabörnin tuttugu, sem sum hafa einnig stofnað fjölskyldur. Það var alltaf gaman að fara í heimsókn til afa með sitt létta grín og glens. Háhestur var vinsæll en handrólan hjá afa var í uppáhaldi. Aldrei gleymdist neinn í þessum stóra hópi í veglegum gjöfum á afmælis- og há- tíðisdögum og ekkert stóðst ömmu- súpuna í matarboðunum hjá afa og ömmu. Þau hjónin höfðu yndi af ferðalög- um og ber myndasafn þeirra vott um margar ánægjulegar ferðir inn- anlands og erlendis. Söknuður fjöl- skyldunnar er sár, en minningin um kærleika Kristins er gefandi vega- nesti fyrir afkomendurna á lífsleið- inni. Kristinn Magnússon var höfðingi í lund. Hann var fyrstur að koma, þegar okkur tengdabörnin vantaði aðstoð við smíðar og húsbyggingar. Margt listilegt handverkið er eftir hann í húsum okkar og það var ógleymanlegur skóli og reynsla að verða vitni að vinnu Kristins við handverkið. Aldrei mátti minnast á greiðslu en við fundum vel hug og von hans um að gjafavinna sín myndi verða til góðs fyrir fjöl- skylduböndin. Með söknuð í hjarta kveðjum við ástkæran tengdaföður okkar, Krist- in Magnússon, sem nú hefur fengið frið eftir löng og erfið veikindi. Við biðjum Guð að blessa hann og styðja Fjólu tengdamóður okkar og aðra aðstandendur í sorg sinni. Tengdabörn: Bragi, Edda, Gunnur Stella, Haukur og Sigfús. Hann Kristinn frændi minn er lát- inn. Skarð hefur verið höggvið í sterkan systkinahóp, það fyrsta síð- an systir þeirra, hún Sigríður Svava, lést fyrir tæpum sextíu árum. Kristinn er mér afar ofarlega í huga þegar ég hugsa um frændfólk mitt. Minnisstæður af mannamótum sakir hæglætis og hógværðar. Þegar hann blandaði sér í umræðurnar var það með mikilli hægð. Oftast sat hann með svolítið bros um varirnar og glettnislegan glampa í augum. Kristinn var elstur systkina sinna, fæddur í Smjördölum í Sandvíkur- hreppi og fluttist ungur að Ásheim- um á Selfossi, en þar byggði afi minn lítið hús við aðalgötuna í vax- andi sveitarfélagi. Selfoss var þeim systkinum alltaf ofarlega í huga og margar sögurnar urðu til út frá fjör- miklum leik þeirra á bökkum Ölfu- sár. Sögurnar af brellunum og vísu- brotin eftir afa krydduðu æskuár mín og enn er það svo að þegar ég renni yfir Ölfusárbrú þá er þess minnst þegar afi greip pabba rétt áður en Ölfusáin hreif hann með sér eða þeir bræður voru í einhverjum hrekkjunum. Einhvern veginn fannst mér alltaf eins og faðir minn hefði átt frumkvæðið að slíku, enda skemmtilega stríðinn, en Kristinn hafði gaman af að rifja upp sögurnar og hlusta á þau hin. Hann átti án efa sinn hlut. Þau sæmdarhjónin Kristinn og Fjóla byrjuðu búskap töluvert á undan foreldrum mínum. Þess vegna voru börnin þeirra flest eldri en ég. Því horfði maður upp til þeirra meðan maður var minni og elstu krakkarnir voru miklir töffar- ar innan um okkur smáfólkið. Þá var fjölskyldan kannski nánari böndum bundin um ömmu mína Ingibjörgu. Kristinn var smiður og mjög lag- hentur. Eg ímyndaði mér oft, þegar ég horfði á hann vinna, að hann nálg- aðist hlutina eins og smiðurinn afi minn, sem ég kynntist aldrei nema af orðspori. Oft fylgdist maður með þeim bræðrum, t.d. þegar verið var að byggja á Fálkagötu 14, eða þegar verið var að laga glugga og annað heima. Samstaðan milli þeirra systk- inanna var mikil. Ef einhver var að útrétta þá voru hin komin að mála, smíða eða annað sem þurfti. Nokkrum sinnum kom ég á verk- stæði þar sem Kristinn var og ör- sjaldan var hann í vinnu við lagfær- ingar í Menntaskólanum við Sund þar sem ég hef verið við störf um all- langa hríð. Mér fannst afar spenn- andi að horfa á þennan laghenta, hógværa frænda minn vinna við timbrið. Það er söknuður að honum frænda mínum enda þótt veikindi hans hafi verið búin að lama hann þannig að sjálfsagt varð hann hvíld- inni feginn. Það er erfitt að hugsa sér það að hann verði ekki með um næstu jól. Guð geymi Kristin Magnússon. Magnús Þorkelsson. Það var þriðjudaginn 30. mars að mér barst sú fregn, að Kristinn Magnússon, fyrrverandi tengdafaðir minn, væri látinn. Það sló mig mjög mikið, því ekki hefði ég átt von á því, að það væri í hinsta sinn sem ég sæi hann þegar ég heimsótti hann á 75 ára afmælisdegi hans núna í mars. Því vil ég fá að minnast þessa sómamanns með nokkrum þakkar- orðum. Það var árið 1979 að ég kynntist Kristni Magnússyni og hans fjöl- skyldu. Þar sem leiðir okkar Reynis Kristinssonar lágu saman í ein þrett- án ár, varð ég þeirrar gæfu njótandi að eiga samleið með ykkur þann tíma. Þar sem ég bjó nú hjá ykkur í Goðheimunum um tíma, vil ég þakka þér, Kristinn minn, fyrir allar bfl- ferðirnar sem þú keyrðir mig upp í Versló og ég tala nú ekki um sunnu- dagsmatinn sem ég fékk hjá ykkur hjónum. Árið 1988 eignuðumst við Reynir drenginn Teit Pál sem var mikill afastrákur. Þar sem Kristinn afi var í miklu uppáhaldi hjá barna- börnunum, held ég að fáir hefðu nennt að leika eins mikið við yngstu krakkana eins og hann gerði. Afi Kristinn var gamall fimleikameistari og gerði í því að láta krakkana gera alls kyns kúnstir. Það er kannski þess vegna sem Teiti Páli hefur gengið svona vel í fimleikunum. Hann hefur kannski erft þetta frá afa sínum. Kristinn minn, það var heiður að fá að kynnast þér. Þú varst ekki bara mikiil maður, heldur varstu líka mik- il manneskja. Þökk fyrir allt og allt. Elsku Fjóla mín, Reynir og fjöl- skyldur. Við Teitur Páll sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning um góðan eiginmann, föður, tengdaföður, afa og langafa styrkja ykkur á þessum tíma. Blessuð sé minning hans. Vér reynum harm að hylja og hjarta djúpstæð tár, en það er þungt að skilja að þú sért orðinn nár. Þú gekkst frá okkur glaður með góðleiks bros um kinn, og hugur bar þig hraður þú hraustur æskumaður, en þá í síðasta sinn. KRISTINN MAGNÚSSON En lokað er ei leiðum, það ljómar bak við ský, á morgunhimni heiðum rís heilög sól á ný. Þær innstu vonir ölum að eftir hinsta blund vér duft úr jarðar dölum i drottins himnasölum þá eigum endurfúnd. Jóna Lárusdóttir. Það var mér mikið áfall að frétta af andláti þínu, elsku afi, og leita ég nú huggunar í minningunum. Elsku afi minn, hversu sárt ég sakna þín. Afi minn geislaði af góðvild. Eg man sérstaklega eftir því þegar afi kenndi mér að leggja saman á stofu- gólfinu í Goðheimunum. Það er ein af fyrstu minningum um okkar sam- verustundir. Afi hafði alltaf nægan tíma fyrir bamabörnin sín. Við köll- uðum hann kitlu-afa og biðum full eftirvæntingar eftir að hann birtist í gættinni og hljóp á eftir okkur til að kitla okkur. Hann hossaði okkur á hné sér og kitlaði okkur með því að þykjast spila á okkur eins og harm- onikur. Allir vildu sinn tíma með afa. Við bókstaflega héngum utan á hon- um þrjú, fjögur í einu. Ég man eftir því með hve miklu stolti ég sagði vinkonum mínum hvað ég ætti yndislegan afa. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar kitlu-afi kom í heimsókn. Ég hafði meira að segja gefið vinkonu minni hlut í hon- um því að henni þótti hann svo skemmtilegur, sá besti. Ef einhver gaf sér tíma fyrir bamabörnin og naut þess að leika við þau, þá var það afi Kristinn. Afi var sannarlega til fyrirmyndar í mínum uppvexti. Hversu stolt ég borðaði skyr til að vera eins þú, afi. Og hversu hugfangin ég hörfði á þig þegar þú hnyklaðir augabrúnirnar svo um munaði. Önnur skaust upp en hin niður. Hvemig var þetta hægt? Ég var komin með verk í andlitið af því að reyna að leika kúnstir þínar eftir sjö ára gömul en náði því þó að hluta til um síðir. Elsku afi minn, hvað ég sakna þín. Ég geri mér nú betur grein fyrir því hversu langt er síðan þú fórst í raun frá okkur og það hefði verið eigin- girni að krefjast þess að þér yrði haldið hér lengur. Ég hefði samt vilj- að hafa þig hjá mér að eilífu. Það er synd hve fljótt afi veiktist því hann var listamaður í höndunum og eftir að hann hætti að vinna hefði hann eflaust bætt fleirum tréút- skurðarverkum í safnið. Verk hans bera vott um mikla natni og virðingu fyrir efniviðnum sem hann hafði svo mikla stjórn á. Hann gerði mjög fal- lega muni. Það er svo sárt að missa þig frá okkur, elsku afi. Mér þykir svo óend- anlega vænt um þig, elsku afi minn. Megi guð geyma þig og varðveita um ókomna tíð. Elsku amma mín, Guð gefí þér styrk til að takast á við missinn. Hver sá sem fær notið þeirrar ástar í hjónabandi eins og þið báruð hvort til annars hefur notið blessunar. Samstaða ykkar og ást hvort á öðru eru okkur ungu og óreyndu innblást- ur fyrir framtíðina. Fjóla Björk. Það er erfitt að tjá þá sorg sem býr í hjarta okkar yfir að þurfa að kveðja þig, elsku afi. Við munum minnast þín með sárum söknuði, vit- andi að við erum öll ríkari fyrir að hafa haft þig í lífi okkar. Okkur lang- ar til að þakka þér fyrir allt sem þú kenndir, gafst og varst okkur og kveðja þig með þessu ljóði: Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristinn Steinar, Ingibjörg, Kristinn Ingi og Garðar Ingvar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.