Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 55

Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 55 MINNINGAR + Helg-a Regína Eiðsdóttir var fædd að Krókum í Fnjóskadal 15. ágúst 1931. Hún lést á heimili sínu á Dalvík 2. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Eiður Indriðason og Matt- hildur Níelsdóttir. Systkini hennar voru Anton, Elínrós og Anna. Helga giftist fyrst Sveinbergi Hannessyni og áttu þau saman fjögur börn, Hann- es, Sólrúnu, Elínrósu og Svölu. Seinni maður hennar var Matthías Jakobsson. títför Helgu fer fram frá Dal- víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mig langar til að minnast fáein- um orðum fyrrverandi tengdamóð- ur minnar. Mér finnst það vera viss forréttindi að fá að vera samferða Helgu í gegnum hluta af lífinu. Að sjá alltaf björtu hliðai-nar á öllum hlutum er ekki öllum gefið. Helga hafði allt til að bera sem getur prýtt eina manneskju. Hún var skemmtileg, hlý og lítillát kona. Þessir eiginleikar áttu síðar eftir að koma henni vel. Eitt af þvi sem ein- kenndi Helgu var atorkusemi og dugnaður. Hún var afbragðs góð saumakona, hannaði og saumaði svo lista vel. Ófáar voru flíkurnar sem hún rétti að barnabörnum sínum sem hún hafði mikið dálæti á. Sjald- an held ég að henni hafi fallið verk úr hendi meðan heilsa leyfði. Manni fannst hún vera sívinnandi. Þótt leiðir okkar Hannesar skildu var hún mér áfram eins og besta tengdamóðir. í árum talið var kannski töluvert bil á milli okkar en það fann maður aldrei. Hægt var að spjalla um alla hluti við hana. I flestum heimsóknum mínum til þeirra hjóna minnist ég þess að þau væru að sýsla við matargerð. Þar lá mikill áhugi þeirra beggja og voru þau af gamla skólanum á þvi sviði. Á Bárugötunni þar sem þau bjuggu lengst af var oft margt um mann- inn. Barnahópurinn stór sem þau ólu upp af myndarskap og fjöl- skylduböndin sterk. Er börnin hleyptu heimdraganum nutu þau greiðvikni foreldra sinna áfram svo af bar. Einnig sóttu barnabörnin mikið til ömmu og afa og sýndu þeim mikla umhyggju. Þau voru vinamörg og höfðingjar heim að sækja. Á síðustu árum tók að halla und- an fæti hjá Helgu, heilsan fór að bila og þurfti hún ófáar ferðirnar að fara til Reykjavíkur og leggjast inn á spítala. Úndir þeim kringumstæð- um fann maður best hvernig mann- eskju hún hafði að geyma. Hún tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi og dugnaði, sagði stundum að ekki væri þörf að kvarta því hugsað væri svo vel um sig. Gerði hún lítið úr sínum veikindum, kaus heldur spjall á léttari nótum. Gat ég stund- um liðsinnt henni og er þakklát fyrir það. Vil ég þakka Helgu sam- fylgdina og það sem hún var mér og börn- um mínum. Ég votta Matta og börnum þeirra, svo og öðrum aðstandend- um, mínu dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Þín mildhlý minning lifír, svo margt að þakka ber. Þá bjart og blítt var yfir, er brosið kom frá þér. Þú sólargeisla sendir og samúð, vinarþel. Með Mýrri vinar hendi mér hjálpaðir svo vel. Með hjartans þökkum hlýjum nú hrærð við kveðjum þig. Á lífsins leiðum nýjum sért leidd á gæfustig af meistaranum mesta, sem mannkyn leysti hrjáð. Þín brúðargjöfm besta sé blessun Guðs og náð. (Guðríður S. Þóroddsdóttir.) Agga H. Hauksdóttir. Þegar ég ákvað að fara í Stýri- mannaskólann á Dalvík sumarið 1985 talaði afi minn, hann Óli Bjarnason, við Matthías Jakobsson, frænda sinn á Dalvík, og sagði hon- um að ég yrði þar næsta vetur. Matti bauðst til að hýsa strákinn ef hann vildi. Ég lét til leiðast og mætti í Bárugötuna um haustið og þá sá ég Helgu í fyrsta skiptið. En svo skringilega vildi til að ég var bæði skyldur Helgu og Matta og stundum grínaðist Helga með að ég væri vel ættaður. Hún tók svo vel á móti mér að mér fannst ég vera kominn heim. Ég hef aldrei kynnst meiri gestrisni. Helga ræsti mig á morgnana og þá var klárt kaffi og smurt brauð og öll þjónusta var eins og á fínu hóteli. Á daginn sát- um við Helga oft og ræddum málin og hlógum saman þegar ég var að segja henni frá því sem gerðist í skólanum, og fjörinu sem ég lenti í um helgar á Akureyri. Oft kom fyrir að ég lenti í vand- ræðum með að þýða ensku og þá bjargaði Helga því. Einnig vafðist stafsetning á íslensku ekkert fyrir henni þótt hún væri ekki langskóla- gengin. Þennan vetur náði-ég mér í kon- una sem ég er giftur í dag. Helga var svo hrifín af henni að hún sagði oft í gríni við mig: „Vertu góður við hana, því ég held að engin önnur vilji þig.“ Eftir að við eignuðumst strákana okkar hafa þeir alltaf fengið jólapakka frá ömmu og afa á Dalvík. Einnig var yfirleitt pakki til mín sem innihélt þá eitthvert grín. Síðasta haust fór ég með bilaðan bát til Dalvíkur og þá gisti ég hjá Helgu og Matta. Þá var haldin veisla því týndi sonurinn var kom- inn heim. Það eru allar minningar um Helgu eins; hlátur og gleði. Helga var búin að eiga við heilsuleysi að stríða undanfarin ár og þegar ég var að spyrja hana, þá var alltaf það sama; að hún hafi verið slæm um daginn, en nú væri allt að lagast. Elsku Matti, börn ykkar beggja og fjölskyldur. Þið hafið misst mik- ið. Ég votta ykkur innilega samúð. Alfreð Garðarsson, Grímsey. Ég kynntist Helgu fyrir 14 árum en þá fluttist ég til íslands. Helga var ákaflega hlý, glaðlynd og hjálp- söm kona. Þótt við skildum ekki hvor aðra í byrjun tókst okkur þó alltaf með einhverjum ráðum að gera okkur skiljanlegar. Hún var ein þeirra sem hjálpaði mér mikið við að læra íslensku og að vinna þau störf sem hér tíðkuðust við heimilis- hald. Hún kenndi mér að prjóna, baka og útbúa ýmsa íslenska rétti. Einnig sagði hún mér sögur af því hvernig Islendingar lifðu hér í gamla daga og var óþreytandi að kynna mér íslenska menningu. Allt var þetta mér svo framandi og hennar hjálp því ómetanleg. Hjá Helgu voru gömlu íslensku siðirnir í heiðri hafðir, hjá henni sá ég fyrst hvernig á að baka laufa- brauð og flatkökur, húsið hennar ilmaði alltaf af bakstri. Henni féll aldrei verk úr hendi en samt gaf hún sér alltaf tíma til að hjálpa öðr- um og til mín kom hún alltaf fær- andi hendi með eitthvert heimatil- búið góðgæti. Þakklæti er mér efst í huga til Helgu nú þegar ég kveð hana hinstu kveðju, þakklæti til hennar og þeirra hjóna beggja sem komu mér í foreldra stað á Dalvík þar sem hús þeirra var mér og minni fjölskyldu alltaf opið. Ég kveð Helgu með sárum sökn- uði og þakka henni allt það sem hún gerði fyrir mig. Minningin lifir um ástkæra vinkonu. Elsku Matti, börn, barnabörn og aðrir ástvinir, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Ég bið Helgu blessunar Guðs. Þú ljós sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (M. Joch.) Sandra. HELGA REGÍNA EIÐSDÓTTIR IÐUNN GEIRDAL + Iðunn Eyfríður Steinólfs- dóttir Geirdal fæddist í Grímsey 18. desember 1916. Hún lést á Landspítalanum 22. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 30. mars. Þegar ég frétti að Iðunn frænka mín og vinkona værí látin fannst mér erfitt að trúa því. Ég vissi að vísu að hún gekk ekki heil til skógar en hún bar sig alltaf svo vel. Þegar hún var spurð hverníg henni liði, eyddi hún því og talaði um hve allir væru góðir við sig og hvernig hjúkrunarfólkið stjanaði við sig. Hún var alltaf svo hress og kát. Síðast þegar ég heim- sótti hana sagði hún að læknarnir væru að banna sér að fara að dansa en hún sagðist nú ekki hlusta á það, hún færi örugglega í næstu viku. Sú vika kom víst ekki í þessum heimi en ég er viss um að hún dansar hvar sem hún er. Iðunn var fóðursystir min og ég þekkti hana frá bamæsku. Ég man þegar hún og fjölskylda hennar heimsóttu okkur í sveitina eða við systurnar komum með foreldrum okkar í kaupstaðarferð til Reykja- víkur og komum við hjá henni. Ég man hvað hún var alltaf vel klædd og glæsileg kona svo af bar. Eitt sinn spurði ég vinkonu mína hvað hún héldi að þessi kona væri gömul, en þá höfðum við hitt Iðunni í bænum. Hún hélt svona 35 ára en þá var Ið- unn fimmtug. Þá hét ég því að verða eins ungleg og hún á þessum aldri. Seinna hittist þannig á að við Ið- unn bjuggum í sama fjölbýlishúsi um tíma og þá kynntist ég henni mjög vel og urðum við góðar vinkonur þó aldursmunurinn væri nokkur. Ég hafði þá misst báða foreldra mína og fannst gott að hafa Iðunni til að leita til. Hún sagði mér líka ýmsar sögur af fóður mínum og fólkinu þein-a í Grímsey sem ég ekki þekkti vegna þess hve ung ég var þegar hann dó. Við Iðunn áttum margt sameigin- legt og skemmtum okkur oft kon- unglega við ýmislegt sprell. Mér fannst við alltaf jafngamlar þó hún væri meira en 30 árum eldri en ég. Elsku Iðunn mín. Mig langaði bara að senda þér nokkur kveðjuorð þangað sem þú ert núna. Ég mun alltaf muna þig hressa og káta. Innileg samúðarkveðja til afkom- enda og vina. Steinunn Geirdal. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN MAGNÚSSON húsasmíðameistari, Lindargötu 61, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 30. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á FAAS, Félag Aizheimerssjúklinga. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks dagvistunar á Lindargötu, á deild 4-L á Landakots- spítala og 5. hæð á Skjóli. Guð blessi ykkur öll. Steinvör Fjóla Guðlaugsdóttir, Sigríður Svava Kristinsdóttir, Sigfús Þormar, Pálína Kristinsdóttir, Magnea Ingibjörg Kristinsdóttir, Haukur Hauksson, Magnús Kristinsson, Edda Erlendsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Bragi Pálmason, Hafdís Erla Kristinsdóttir, Reynir Elfar Kristinsson, Gunnur Stella Kristleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRGVIN HÓLM, lést laugardaginn 3. apríl. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. apríl kl. 15.00. Guðbjörg Hólm, Ragnar Sigurðsson, Helena Hólm, Stefán Rögnvaldsson, Björgvin Þór Hólm, Isabel Lilja Pétursdóttir, Einar Óðinn Hólm, Linda Dögg Hólm, Bjartmar Sigurðsson og barnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Suðurgötu 23, lést miðvikudaginn 7. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, María Sigurðardóttir, Jón Rósmann Ólafsson. + Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐJÓN ÞÓRARINSSON, Skjóli, Kleppsvegi 64, áður Mávahlíð 31, lést föstudaginn 26. mars. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum veitta samúð. Haukur Guðjónsson, Áslaug Hulda Magnúsdóttir, Sigurjón Guðjónsson, Kristgerður Kristinsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, JÓHANN MATTHÍAS JÓHANNSSON frá Bálkastöðum, verður jarðsunginn frá Meistaðarkirkju laugar- daginn 10. apríl kl. 14.00. Guðrún Magnúsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Hafsteinn Jóhannsson, Bergsveinn Jóhannsson, Hörður Jóhannsson, Erna Jóhannsdóttir, Inga Jóna Snorradóttir, Ragna Ólafsdóttir, Svana Kristinsdóttir, Guðmundur Ringsted, Ragnheiður Jóhannsdóttir, Guðmann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.