Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 RÉYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Tekið á móti 21 albönskum flóttamanni frá Kosovo á Reykjavíkurflugvelli Erfitt að yfir- gefa heima- land sitt FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálfníu í gærkvöldi með 21 flóttamann frá héraðinu Kosovo. A móti fólkinu tóku meðal annarra Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra og fulltrúar Rauða krossins, íK, ^jiuk þess sem tugir Kosovo-Albana *liúsettii' hér á landi fógnuðu löndum sínum mjög og veifuðu albönskum fánum. Halldór bauð fólkið velkomið til Islands í örstuttu ávarpi í flugskýli Landhelgisgæslunnar og sagði að það gæti verið hér á landi eins lengi og það vildi. Fólkið var greinilega örþreytt eft- ir langt ferðalag frá flóttamannabúð- um í Makedóníu og þar á undan hrakninga frá Pristina, héraðshöfuð- borg Kosovo, en þar og í nágrenninu Ú W/ar fólkið búsett áður en það var u'ekið á brott af serbneskum lög- reglumönnum. Nazni Beciri, fjög- uira barna faðir úr hópnum, sagði þó að erfitt væri að yfirgefa heimaland sitt við þessar aðstæður, sérstaklega vegna þess að verið væri að fremja þar grimmdarverk. Tveir úr hópnum urðu eftir í borginni Kerkýru á Korfú, þar sem flugvél Landhelgisgæslunnar milli- lenti. Rúmlega fímmtug kona fékk snert af hjartaáfalli í fyrrinótt og var flutt á sjúkrahús í borginni. Dóttir hennar, sem er á þrítugsaldri, og Albert Ugeson túlkur, urðu eftir hjá henni en ráðgert er að þau haldi til Islands jafnskjótt og konan hefur jafnað sig. Flestir flóttamannanna fóru beint upp í rútu eftir að flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli, en tveir karl- menn úr hópnum fóru inn í flugskýli Landhelgisgæslunnar og svöruðu þar spurningum fjölmiðlamanna. Að því loknu var allm- hópurinn fluttur á gistiheimili Guðmundar Jónassonar við Borgartún, þar sem fólkið mun dvelja um hríð, þar til fundið hefur verið annað húsnæði. Hegðun stjórnvalda utan mannlegs skilnings „Astandið í Kosovo er utan mann- iegra marka og það er utan mann- legs skilnings að fá botn í það sem þessi barbarísku stjórnvöld eru að , Morgunblaðið/Porkell TIU börn, hið yngsta þeirra tveggja mánaða, eru í hópi flóttamannanna sem komu til Reykjavíkur í gær. Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra bauð hópimi velkominn og bað guð að vernda þá sem eftir eru í Kosovo. gera,“ sagði Nazni Beciri í samtali við Morgunblaðið í gær. Kona hans, Ganimete, sem er 36 ára, segist óttast um föður sinn og bróður, sem urðu eftir í Kosovo. Serbneskir lögreglumenn eyðilögðu, að sögn þeÚTa, öll hús- gögn og innréttingar í húsi þeirra, brenndu og sprengdu sum húsin í götunni og þau höfðu heyrt af fólki sem hafði verið myrt. Rafíðnaðarsamband Islands hefur boðist til þess að taka að sér Beciri- fjölskylduna, en fjölskyldufaðirinn, Nazni, er rafvirki. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafíðnaðar- sambandsins, segir að til greina komi að útvega þeim húsnæði og at- vinnu og aðstoða þau á annan hátt. Samkvasmt upplýsingum frá Rauða krossi íslands hafa margar góðar gjafír borist flóttamönnunum, meðal annai-s kassi af lopapeysum frá Thorvaldsensfélaginu. ■ Flóttafólkið/6 ■ LögregIan/38/39 • fyrir bíó í Laugardal Á FUNDI borgarráðs nk. þriðjudag verður lögð fram umsókn Bíós hf. um lóð í Laugardal fyrir kvikmynda- hús og skylda starfsemi á hluta lóðar við Suðurlandsbraut sem ætluð var undir tónlistarhús. Að sögn Þorvalds S. Þorvaldsson- ar skipulagsstjóra er um að ræða fjölskylduhús með kvikmyndasölum, veitingaaðstöðu, leiktækjasal og jjjafnvel keilusal. Sagði hann að ef til úthlutunar kæmi yi'ði unnið nýtt deiliskipulag að byggingarreitnum, þar sem lóðin yrði afmörkuð. I erindi Bíós hf. til borgarráðs er vísað til þess að frá janúar 1995 hafi verið óskað eftir viðræðum við borg- aryfirvöld um lóð fyrir kvikmyndahús í Reykjavík og að í janúar 1997 hafí ■up'ið lögð fram umsókn um lóð fyrir ^^Kvikmyndahús og skylda starfsemi. Hillary Clinton kynnir víkingasýningu Smithsonian-safnsins Islendingasögurnar merkileg heimild um stöðu kvenna Reuters HILLARY Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna og Björn Bjarnason menntamálaráðherra töluðu bæði við kynningu á víkingasýningunni sem verður í Bandarikjunum og Kanada. SÝNINGIN Víkingai- - saga Norður-Atlantshafs, sem verður opnuð í Smith- sonian-safninu í Washington í Bandaríkjunum eftir ár, var kynnt með athöfn í safn- inu í gær og var Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, í forsæti og flutti ræðu þar sem hún minnti á stöðu kvenna hjá víkingum. Björn Bjarnason mennta- málaráðheiTa flutti einnig ávarp við það tækifæri fyrir hönd Islands og Norrænu ráðherranefndarinnar. Smithsonian-safnið skipuleggur sýninguna í samvinnu við nefnd Hvíta hússins um árþúsundahá- tíðahöldin en Norræna ráð- herranefndin styrkii- sýn- ingarhaldið um eina milljón dollara og Volvo-fyrirtækið um sömu upphæð. ,Áhersla sýningarinnar verður á vík- ingana og siglingar þeirra yfir Norður-Atlantshafið og fund Ameríku og hér er greinilega mikill áhugi á þessu efni,“ sagði Björn Bjarnason í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Hann sagði forsetafrúna greinilega hafa mikinn áhuga bæði á sýning- unni sem slíkri og öllu sem varðai1 víkingana. „Hún hefur kynnt sér sögu þeirra vel því það kom fram bæði í ræðu hennar og samtali eftir athöfnina," sagði ráðherrann. „Hún vitnaði í Islendingasögurn- ar, gat sérstaklega um hlut kvenna og stöðu einstaklingsins í þjóðfélag- inu og sagði Islendingasögurnar merkilega heimild um stöðu kvenna í þjóðfélaginu og það ætti eftir að skipta máli við mat á fortíðinni sem við yrðum að læra af til framtíðar- innar. Hún benti einnig á að þetta væri í fyrsta sinn sem menn úr annarri heimsálfu hittu frumbyggja Norður-Ameríku, ræddi tengsl þeirra og hvað sprettur upp úr þeim.“ Björn sagði forsetafrúna einnig hafa lagt áherslu á að menn ættu að skoða hvers vegna byggð norrænna manna í Grænlandi hafí liðið undir lok, það kynni að hafa verið vegna umhverfisins, vegna náttúruspjalla eða náttúruhamfara og þetta ætti að minna menn á að umgangast náttúruna af varúð. Björn Bjarnason sagði að sýningin yrði höfuðverkefni Smithsonian- safnsins á næsta ári og mik- ilvægur þáttur í árþúsunda- dagskrá Hvíta hússins. Hann sagði 300 til 400 manns hafa verið við at- höfnina, sendiherra Norð- urlandanna, fulltrúa nor- rænna félaga og vísinda- og rannsóknastofnana og frá Volvo sem væri aðalstyrkt- araðili sýningarinnar, svo og fjölmiðla. „Hér verður vakin mjög mikil athygli á víkingunum á næsta ári og sérstaklega siglingum þeirra og síðan hafa bæði Hvíta húsið og forsetafrúin sjálf sérstakt aðdráttarafl í þessu máli. Sýningin á líka eftir að vekja athygli á menningar- aifl okkar,“ sagði Bjöm Bjarnason. Víkingasýmngin verður opnuð 29. apríl 2000 og verður sett upp í sex borg- um til ársins 2002. Auk þess að vera í Washington fram á haustið 2000 verður hún í New York, Ottawa í Kanada, Los Angeles, Houston og Chicago. Kostnaður er kringum þrjár milljónir dollara, rúmlega 210 milljónir íslenskra króna, en auk upplýsinga um ferðir víkinganna og landafundi verða sýndir um 200 mun- ir, skartgripir, tréskurður og annað sem er frá árunum 800 til um 1050. Verður þessum munum safnað frá öllum Norðurlöndunum, Kanada og Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.