Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ
58 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999
* i ■ ....
MINNINGAR
OSKAR
LEVÝ
+ Óskar E. Levý
fæddist á Ósum
á Vatnsnesi 23. febr-
úar 1913. Hann lést í
Sjúkraliúsinu á
Hvammstanga 15.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Vesturhöpshóla-
kirkju 24. mars.
Enn einn af gömlu
samstarfsmönnum
mínum í sýslunefnd
Vestur-Húnavatns-
sýslu, Óskar E. Levý,
Osum, er látinn. Hann
var traustur og góður bóndi og að-
gætinn í fjármálum. Hann var hér-
aðshöfðingi í sinni sveit og vildi veg
og virðingu bænda sem mesta.
Hann var samvinnumaður og taldi
að samstarf bænda gæti stutt þá í
strangri lífsbaráttu, en á jafnréttis-
grundvelli. Það væri vís vegur til
ófarnaðar ef ívilnunum og forrétt-
indum yrði beitt. Þá biði hugsjónin
skipbrot og einnig þeir, sem stuðl-
uðu að slíkum rekstri.
Sem sýslunefndarmaður unnum
við saman að uppbyggingu héraðs-
ins, en sýslunefndin hafði forgöngu
um og ræddi mörg framfaramál,
svo sem heilbrigðismál, mennta-
mál, félagsmál og atvinnumál, að
ógleymdum samgöngumálunum. A
sýslufundum voru
málin rædd og eðlilega
sýndist sitt hverjum.
Við Óskar voru ekki
alltaf sammála, en
góðir kunningjar og
samherjar. Hann
þekkti erfiðleika milli-
stríðsáranna og var
eins og fleiri af þeirri
kynslóð gætinn í fjár-
málum og vildi athuga
málin vel áður en haf-
ist yrði handa. Engu
að síður var hann
framfaramaður. Það
sýndu umsvifin á jörð
hans, sem var ein af fáum ættar-
óðulum á landinu. Hann t.d. reyndi
skógrækt á landi sínu og setti nið-
ur auk birkis barrtré með góðum
árangri. Svona að óreyndu hefðu
ekki margir haft trú á, að grenitré
yxu við innanverðan Húnaflóann
beint á móti norðaustan næðingn-
um. En honum tókst það og fyrir
Óskari var það enn ein sönnunin
fyrir gróðrai-mætti íslenskrar
moldar.
Fyrir landi óðalsjarðar Óskars,
Ósa, er náttúruperlan Hvítserkur.
Nokkru fyrir miðja öldina var farið
að hrynja úr honum, svo hætta var
á að hann brotnaði niður eða ylti
um koll. Þeir feðgar Óskar og faðir
hans, Eggert Levý, beittu sér fyrir
t
Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐLAUGUR TRAUSTASON,
Kópnesbraut 21,
Hólmavík,
andaðist á sjúkrahúsi Hólmavíkur, sunnu-
daginn 4. apríl.
Útförin fer fram í Hólmavíkurkirkju laugardag-
inn 10. apríl kl. 14.00.
Brynja Guðlaugsdóttir, Jón Gísli Jónsson,
Jón T. Guðlaugsson, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir,
Gunnar Guðlaugsson,
Bjarki Guðlaugsson, Anna María Sigtryggsdóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG MARÍA GISLADÓTTIR,
Hátúni 12,
Reykjavík,
er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn
3. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 12. apríl kl. 15.00.
Vilhjálmur Þórðarson, Heiðdís Sigursteinsdóttir,
Smári Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okk-
ur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og út-
för
HARALDAR BJARNASONAR,
Birtingakvísl 22,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir eru færðar systkinum mínum
og vinum okkar fyrir stuðning sem þið veittuð
okkur í veikindum Hadda, hjúkrunarþjónustu Karitasar, læknum og hjúkr-
unarfólki á deild A-7 og A-3 á Borgarspítalanum fyrir nærfærni og góða
aðhlynningu.
Virðing sú, sem minningu hans hefur verið sýnd, er mikils metin.
Auður Sigurðardóttir,
Jóhann Óskar Haraldsson, Anna Guðmundsdóttir,
Þáll Ragnar Haraldsson, Rakel Rán Guðjónsdóttir,
Lilja Hafdís Guðjónsdóttir, Pálmi Hamilton Lord,
Birna Sigurjónsdóttir,
Unnur Sigurjónsdóttir,
Hilmar Sigurjónsson, Guðný Eggertsdóttir,
Bragi Sigurjónsson,
Jónas Bjarnason,
Bjarni Bjarnason, Fríður Pétursdóttir
og barnabörn.
styrkingu klettsins og nutu við það
stuðnings sýslunefndarinnar, en
vegagerðin sá um verkið og bjarg-
aði þar með þessu sérstæða náttúr-
undri.
Óskar setti svip sinn á samtíðina.
Allir sýslubúar þekktu hann. Ef
talað var um Óskar án frekari skil-
greiningar vissu allir eða a.m.k.
þeir sem eldri voru að átt var við
Óskar á Ósum. Eg þakka Óskari
fyrir langt og gott samstarf á liðn-
um árum. Við hjónin sendum konu
hans, niðjum og öðrum aðstand-
endum einlæga samúðarkveðju.
Jón Isberg.
Eg var erlendis þegar mér barst
fréttin af andláti Öskars á Ósum.
Eg spurði um útfór og var sagt að
hún yrði annaðhvort þann sama
dag eða hinn næsta. Mér þótti mið-
ur að geta ekki fylgt honum síðasta
spölinn og ekki heldur sent nokkur
kveðjuorð á útfarardegi, en kaus
að láta það bíða heimkomunnar úr
því sem komið var.
Eg man glöggt þegar ég hitti
Óskar fyrst. Þá kom hann við á
Akri og dvaldi litla stund. Hann
var líklega á fertugsaldri, talaði
hófsamlega, en af honum stafaði
orka sem sannfærði mig um að
hann gæti verið átakamikill, bæði í
orði og verki. Þetta var ekki glap-
sýn, við áttum eftir að kynnast.
Óskar gegndi ýmsum forystu-
störfum í sinni sveit og var þar
raunar ókrýndur foringi um ára-
tugi. Hann hafði afdráttarlausar
skoðanir og vann af festu að fram-
gangi sinna áhugamála. Hann skip-
aði fjórða sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu
við alþingiskosningar 1963, en eftir
fráfall 1. varamanns og þegar ann-
ar af þingmönnum flokksins í kjör-
dæminu sagði af sér þingmennsku
varð hann alþingismaður og gegndi
því starfi árið 1966 og til kosninga
1967. Hann kynnti sig vel á Alþingi
og eignaðist þar góða vini. Mest
allra mat hann þó Bjarna Bene-
diktsson og var ekki einn um það.
Óskar hafði barist fyrir því að
reistur yrði bamaskóli í Þverár-
hreppi og mætti það andstöðu, mest
í öðrum sveitum héraðsins en á
þeim tíma var unnið að uppbygg-
ingu á samskóla fyrir alla sveita-
hreppa sýslunnar. Var unnið í sam-
ræmi við slíka stefnu í fleiri héruð-
um. Ekkert sýnir jafn skýrt það
traust og þann velvilja sem Óskai-
aflaði sér á sínum stutta þingferli og
að honum skyldi takast að tryggja
sigur í þessu baráttumáli sínu. Skól-
inn reis á Þorfinnsstöðum. Seinna
fundu menn að það hentaði ekki
ungum bömum að dvelja í heima-
vist eða vera daglega í bílum lang-
tímum saman á milli heimilis og
skóla. Þess vegna vora stofnsett
svokölluð skólasel í ýmsum sveitum
héraðanna fyrir yngstu bekkina,
sem störfuðu þó í tengslum við
meginskólann. I raun var þetta við-
urkenning á stefnu Óskars á Ósum.
Samt fór það svo að átökin um
skólamálið höfðu afleiðingar. Án
efa urðu þau til þess að ýmsir
flokksmenn Óskars í héraði héldu
honum ekki fast fram í öruggt
þingsæti þegar næst var boðið
fram. Það átti sinn þátt í því að
hann hlaut aðeins fjórða sæti og
nýir menn teknir fram fyrir. Eg
var annar þeirra og fór fljótlega að
hitta Óskar og hans fólk. Þá var
EINAR
EGILSSON
Hann Einar tengda-
faðir minn er látinn
eftir tveggja mánaða
sjúkrahúslegu. Aðalá-
stæðan fyrir því að
hann fór á spítala í
janúar var mjaðma-
grindarbrot og ein-
hvem veginn héldum
við að hann myndi ná
sér eins og svo oft áð-
ur hafði gerst, enda
var lífsvilji hans og
bjartsýni alveg ein-
stök. Það var hans
sterki lífsvilji sem hélt
í okkur öllum voninni
um að hann næði sér aftur en undir
það síðasta var heilsu hans farið að
hraka að ýmsu öðra leyti. Hann
var maður sem kunni ekki að
kvarta og þegar hann var spurður
+ Einar Egilsson
fæddist í Hafn-
arfirði 18. mars
1910. Hann Iést á
Landakotsspítala
28. mars siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Langholts-
kirkju 7. apríl.
Að lokum eftir langan,
þungan dag,
er leið þín öll. Pú sezt á
stein við veginn,
og horfir skyggnum augum
yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr.)
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna fráfalls
SÚSÖNNU FINNBOGADÓTTUR
frá Harðbak.
Jónas Finnbogason, Hólmfríður Friðgeirsdóttir,
Þorbjörg Finnbogadóttir,
systkinabörn og aðrir aðstandendur.
þungt í Óskari sem vonlegt var.
Hann hafði fá orð um en þau vora
skýr og án allra undirmála.
Það leið eigi langur tími, e.t.v.
eitt til tvö ár, þangað til allt í einu
hlýnaði á milli okkar. Þegar ég
kom að Ósum átti ég þar ávallt vin-
um að mæta. Sesselja húsfreyja
reiddi fram veitingar af rausn með-
an við Óskar sátum á tali. Hann
spurði margs og hafði gott auga
fyrir kímilegum hliðum tilverann-
ar, en var þó öðra fremur með hug-
ann við hagsmuni strjálbýlisins,
sveitanna, héraðsins. Síðustu árin
bað hann mig að vinna að því að
komið yrði á fót starfsemi til minn-
ingar um frænda hans og fyrsta
formann Sjálfstæðisflokksins, Jón
Þorláksson frá Vesturhópshólum, í
hans fæðingarsveit. Því miður hef-
ur þetta enn eigi tekist. Að jafnaði
bar hann öll merki yfirvegunar og
rósemi, þótt stöku sinnum glamp-
aði á baráttumanninn, sem ekki
hvikaði þótt veðrið stæði í fangið.
Hann reyndist mér hollráður og
hreinskiptinn drengskapannaður.
A Ósum er víðsýnt og fagurt um
að litast. Jörðin er grasi vafin og
hlunnindi allmikil, einkum miðað
við fyrri tíðar hætti. Byggingar og
ræktun bera vitni um myndarskap
bónda og konu hans. Þar átti Óskar
heimili sitt alla ævi. Hann sagðist
sjálfur vera heimakær og víst er að
þar var gæfa hans mest, bæði í
einkalífi og starfi. Það fer vel á því
að þar skyldi hann lagður til hinstu
hvílu.
Að leiðarlokum flyt ég Óskari
þakkir fyrir vináttu og samskipti
okkar öll og bið honum blessunar í
nýjum heimkynnum. Við Helga
sendum eiginkonu hans, Sesselju,
um hvernig hann hefði það, þá
svaraði hann iðulega og brosti: „Eg
held að ég sé allur að hressast."
Hvað var betra, en þetta hlýja og
fölskvalausa bros og hans hressi
rómur, til að slá á áhyggjur okkar
aðstandenda hans? Bjartsýni átti
hann nóg af; það var einn af hans
stóra kostum, auk hlýju, heiðar-
leika og óbilandi trá á mannlega
gæsku og það veganesti gaf hann
börnum sínum. Einar var einstak-
lega glæsilegur maður og er ég
viss um að þessi lífsafstaða hans
hafi haft áhrif á hversu unglegur
hann var, auk þeirrar ástar, um-
hyggju og vináttu sem hann naut í
hjónabandi sínu. Þrátt fyrir sér-
staklega milda lyndiseinkunn var
Einar alla tíð hörkutól til allrar
vinnu enda þurfti kjark og áræði til
að rífa sig upp úr fátækt æskuár-
anna í Hafnarfirði.
Ekki skorti að hann hefði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum samtíðarinnar og hann
fylgdist vel með fréttum allt fram
til síðasta dags. Hann var viðförall
maður, sem talaði spænsku og
ensku nánast eins og sitt eigið
tungumál. Hann hélt alla tíð sam-
bandi við vini og viðskiptafélaga
víða um heim þótt þrekið væri
vissulega ekki það sama og áður
fyrr.
Síðustu vikurnar vissi Einar að
hverju stefndi, því tíu dögum fyrir
andlát sitt hélt hann upp á 89 ára
afmælið á heimili sínu með fjöl-
skyldunni. Hafði hann þá á orði við
Margréti tengdamóður mína að lík-
lega yrði þetta síðasta afmælis-
veislan hans, sem og raunin varð á.
Minninguna um þennan dag eigum
við núna: Einar í hægindastólnum
sínum í stofunni í Sólheimum og
stofan full af fólki; bömin, makar
þeirra, barnabörnin og barna-
barnabörnin eins og svo oft áður á
heimili þeirra hjóna.
Eg var svo lánsöm að koma inn í
þessa fjölskyldu fyrir 24 áram, og
er þakklát fyrir að hafa kynnst
manni eins og Einar tengdapabbi
minn var. Blessuð sé minning hans.
Elsku Margrét mín, ég veit að
sorg þín og söknuður er mikil við
fráfall ástkærs eiginmanns og vin-
ar. Bið ég góðan Guð að veita þér
og börnum þínum styrk og hugg-
un.
Auður Vilhjálmsdóttir.