Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU
Óvissa um afdrif þúsunda fldttamanna sem voru reknir aftur til Kosovo
g i
Reuters
Kosovo-Albani gengur með börn sín til Svartfjallalands eftir að hafa verið í felum í skógi í Kosovo frá því árásir NATO liófust fyrir hálfum mánuði.
Flóttafólkið flutt að
skotmörkum NATO?
Líklegt er að Slobodan Milosevic, forseti
Júgóslavíu, hyggist nota flóttafólkið, sem
er enn í Kosovo, sem vopn í baráttunni
við NATO um áhrif á almenningsálitið
á Vesturlöndum, að sögn sérfræðinga
í málefnum Balkanskaga. Aðrir óttast að
Serbar ætli að nota flóttafólkið sem
„skildi“ til að verjast árásum NATO og
koma því fyrir nálægt hugsanlegum
skotmörkum bandalagsins.
FOLKSFLOTTINN
HER og lögreglusveitir Slobodans
Milosevic, forseta Júgóslavíu,
hröktu fyrst hundruð þúsunda
Kosovo-Albana frá heimiium sínum
og yfir landmærin til Makedóníu,
Albaníu og Svartfjallalands. Serbar
kúventu síðan skyndilega fyrr í vik-
unni þegar þeir þeir lokuðu landa-
mærunum og skipuðu tugum þús-
unda flóttamanna, sem höfðu beðið
þar eftir því að komast til ná-
grannalandanna, að snúa aftur til
þorpa sinna. En hvers vegna?
„Milosevic áttaði sig á því að
sjónvarpsmyndimar sem sýndu
neyð flóttafólksins frá Kosovo
styrkti NATO í ásetningi sínum,
sem var Milosevic ekki í hag,“ sagði
Baton Haxhiu, ritstjóri dagblaðsins
Koha Dotore sem er gefíð út á al-
bönsku í Kosovo. „Þetta er ástæðan
fyrir því að hann lét reka fólkið frá
landamærunum."
Haxhiu bætti við að þótt Milos-
evic vildi hrekja íbúa Kosovo úr
héraðinu teldi hann hagsmunum
sínum best borgið nú með því að
loka landamærunum um sinn og
freista þess að valda klofningi innan
NATO.
Flóttafólkið notað
sem „skildir"?
Nokkrir embættismenn Samein-
uðu þjóðanna óttast hins vegar að
Milosevic hafi látið reka flóttamenn-
ina frá landamærunum til að her-
sveitir hans geti notað þá sem
„skildi" nú þegar NATO hefur hert
árásir sínar á júgóslavneska iand-
herinn. Þeir óttast að flóttamenn-
irnir verði fluttir að hugsanlegum
skotmörkum NATO, þannig að
serbnesku hersveitirnar geti skýlt
sér á bak við þá.
„Það er alltaf erfítt að átta sig á
hugsunum Slobodans Milosevic en
ég hygg að hægt sé að fullyrða að
hann hafí ekki kippt flóttafólkinu
frá landamærunum vegna þess að
hann hafí áhyggjur af öryggi þess,“
sagði embættismaður Flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna í Ma-
kedóníu. „Ég tel að fólkið kunni að
verða notað sem skildir til að skýla
hersveitunum fyrir loftárásum. Við
höfum fengið trúverðugar upplýs-
ingar frá flóttamönnum um að
serbnesku hersveitirnar hafí þegar
gert þetta.“
Embættismenn NATO hafa við-
urkennt að mjög erfitt yrði að halda
loftárásunum áfram af sama krafti
ef hópum flóttamanna yrði komið
fyrir við hugsanleg skotmörk.
Javier Solana, framkvæmdastjói’i
Atlantshafsbandalagsins, hefur
einnig látið í ljósi áhyggjur af því að
Serbar kunni að nota flóttafólkið til
að verjast árásum NATO.
Ekki er vitað hvar
flóttafólkið er statt
Clare Short, þróunarmálaráð-
herra í bresku stjórninni, sagði í
gær að svo virtist sem Serbar hefðu
smalað saman flóttafólki, sem varð
innlyksa í Kosovo við landamærin
að Makedóníu og Albaníu, og rekið
það aftur inn í héraðið með valdi
eftir að hafa lokað landamærastöðv-
um sínum í fyrradag.
„Við vitum ekki hvort flóttafólkið
hefur verið hrakið til heimabæja
sinna eða annarra staða í Kosovo,“
sagði Short. „Ekki er vitað hvar
flóttafólkið er og hvernig komið er
fyrir því.“
Aðspurð um fjölda flóttamann-
anna kvaðst Short telja að þeir
gætu verið um 25-30.000. Hún bætti
við að aðgerðir Serba væru öldungis
„óviðunandi" og Slobodan Milos-
evic, forseti Júgóslavíu, og skó-
sveinar hans yi’ðu gerðir ábyrgir
fyrir stríðsglæpum ef serbneskar
hersveitir gerðu flóttafólkinu mein.
Ríkissjónvarpið í Serbíu sagði að
Kosovo-Albanarnir hefðu ákveðið
að snúa aftur til héraðsins eftir fund
Milosevic með Ibrahim Rugova,
hófsömum leiðtoga albanska meiri-
hlutans í héraðinu. Margir Kosovo-
Albanar telja að Serbar hafí knúið
hann til viðræðnanna við Milosevic.
Háttsettur bandarískur embætt-
ismaður sagði að Bandai-íkjastjórn
hefði fengið „trúverðugar upplýs-
ingar“ um að Serbar haldi enn
áfram þjóðemishreinsunum sínum
þótt þeir hafi lýst yfir vopnahléi í
átökunum við Frelsisher Kosovo.
Óvissa um flóttafólk úr
landamærabúðunum
Mikil óvissa var enn í gær um af-
drif þúsunda flóttamanna sem her-
og lögreglumenn í Makedóníu íluttu
með valdi úr flóttamannabúðum í
Blace við landamærin að Jú-
góslavíu.
Ekki er vitað með vissu hversu
margir voru í búðunum þar sem
flóttamennirnir höfðu ekki allir ver-
ið skráðir. Ymsar tölur hafa verið
nefndar í þessu sambandi, allt frá
40.000 tfí 60.000.
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna sagði í gær að talið væri
að um 60-70.000 Kosovo-búar hefðu
verið í flóttamannabúðunum og í ná-
grenni þeirra við landamærin. Vitað
væri hvar 50-55.000 þeirra væru nú
en afdrif þúsunda flóttamanna væri
enn óljós.
Sadako Ogata, framkvæmdastjóri
Flóttamannahjálpar SÞ, sagði að
rúmlega 33.000 flóttamenn hefðu
verið fluttar frá Blace með rútum til
móttökustöðva, sem NATO hefur
reist í Makedóníu. Aðrir hefðu verið
fluttir til Albaníu, Tyrklands, Nor-
egs og Þýskalands.
„Við erum að reyna að komast að
því hvað varð um hina og við rann-
sökum til hlítar allar upplýsingar
um fólk sem kann að vera saknað,“
bætti Ogata við.
Yfirvöld í Makedóníu sögðu að
10.000 flóttamenn hefðu verið fluttir
til Albaníu og aðrir væru á leiðinni
til annarra landa í Evrópu. Óstað-
festai- fregnir henndu að um 5.000
flóttamannanna væru í Grikkíandi
og nokkrar rútur væru á leiðinni
með flóttafólk til Búlgaríu.
Stjórn Makedóníu gagnrýnd
Ogata sagði að Flóttamannahjálp
SÞ óttaðist að nokkrir af flótta-
mönnunum, sem biðu eftir því að
komast í búðirnar í Blace, hefðu
verið neyddir til að snúa aftur til
Kosovo. Hún kvaðst hafa mestar
áhyggjur af afdrifum þeirra og
gagnrýndi stjórn Makedóníu fyrir
að loka landamærunum. „Ég veit að
pólitísku vandamálin sem Makedón-
íumenn standa frammi fyrir eru al-
varleg, en það er ekki nógu gott að
halda landamærunum Iokuðum."
Ogata varði viðbrögð stofnunar
sinnar við flóttamannavandanum og
sagði að þessi skyndilegi og mikli
fólksflótti hefði komið nágranna-
ríkjum Sei'bíu og hjálparstofnunum
algjörlega í opna skjöldu.
Makedóníumenn vísa
gagnrýninni á bug
Emma Bonino, sem fer með
mannúðarmál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, hefur einnig
gagmýnt meðferð Makedóníu-
manna á flóttafólkinu frá Kosovo og
sakað þá um að ganga erinda Milos-
evic með því að vísa því úr landi.
Stjórn Makedóníu vísaði þessari
gagnrýni á bug í gær og sakaði Atl-
antshafsbandalagið um að hafa
valdið fólksflóttanum með árásum
sínum á Júgóslavíu. „Við höfum frá
upphafi þurft að taka á þessu
vandamáli sjálfír," sagði Tihomir
Ilievski, háttsettur embættismaður
í utanríkisráðuneyti Makedóníu.
„Alþjóðasamfélagið ber ábyrgð á
því sem var að gerast í Blace.“
Makedónska innanríkisráðuneyt-
ið gaf einnig út yfirlýsingu þar sem
því var neitað að þúsunda flótta-
mannanna úr búðunum í Blace væri
enn saknað.
Óttast ólgu meðal slavneskra
íbúa Makedóníu
Sérfræðingar í stjórnmálum Ma-
kedónlu segja að stjórnin sé stað-
ráðin í að hleypa eins fáum Kosovo-
Albönum inn í landið og mögulegt
er af ótta við að flóttamannastraum-
urinn valdi ólgu meðal slavneska
meirihlutans í landinu. Margir slav-
neskir íbúar Makedóníu styðja
Serba í deilunni um Kosovo.
„Þetta er eðlilegt," sagði Kiro
Glikorov, forseti Makedóníu, í við-
tali við BBC-sjónvai-pið um fólks-
flutningana úr flóttamannabúðun-
um. „Albanía er föðurland þein-a og
alþjóðasamfélagið á að hjálpa
þeim.“
67.000 í flóttamanna-
búðum í Makedómu
Þegar fólksflóttinn frá Kosovo
hófst kvaðst stjórn Makedóníu til-
búinn að taka við 20.000 manns. Um
130.000 Kosovo-búar höfðu flúið til
Makedóníu í fyn-adag en óljóst var í
gær hversu margir þeirra hafa ver-
ið fluttir þaðan til annarra landa. Að
sögn yfirvalda í Makedóníu í gær
eru um 67.410 manns í flóttamanna-
búðum í landinu og um 60.000
dvelja hjá Makedóníumönnum af al-
bönskum ættum eða hafa verið flutt
til annarra landa.
Flóttamannahjálp SÞ segir að
10.000 flóttamenn hafi verið fluttir
með rútum til Albaníu og 5.500 með
flugvélum til Tyrklands. Þá hafa
623 verið fluttir með flugvélum til
Þýskalands, 118 til Noregs og 23 til
Islands.