Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 45 UMR/EÐAN ÞAÐ ER ekki sterk- ur málflutningur Sig- urbjörns Svavarsson- ar útgerðarstjóra Granda og form. Utv.m.félags R.víkur, í grein hans í Morgun- blaðinu þann 6. febrú- ar s.l. Hann svarar mér með útúrsnúning- um, og að ég sé ekki svara verður, slíkur er þinn málflutningur, enda málefnið heldur betur skítlegt, ef ég nota þín orð. Ég óskaði eftir því, Sigurbjöm, í grein minni í Mbl. þann 28. jan. s.l., að þú nefndir þá saklausu. Ég nefndi þá seku sem eru stjórn- völd. Ég skil ekki stjórnvöld sem setja þannig lög og reglur að úti- lokað er að framfylgja, eins og það að brottkast á fiski er bannað, og það er líka bannað að koma með fiskinn að landi ef þú átt ekki kvóta í viðkomandi tegund. Það er útilokað að vita með neinni vissu fyrir, hvaða tegundir af fiski í veið- arfærin koma. Jón Sigurðsson lýs- ir því vel í Mbl. þann 11. febrúar sl. hvernig fór fyrir grásleppukarlin- um þegar netin hans fylltust af þorski. Jón hefur skrifað margar góðar og málefnalegar greinar í Mbl. um fiskveiðistjómunina. Sig- urbjöm nefnir, til samanburðar skrifum Jóns um brottkast á fiski, ísl. skattkei-fið og er það góð sam- líking þar sem bæði kerfin eru handónýt og þjóna þeim einum sem em í aðsöðu til að misnota þau. Ætla ég nú að sýna fram á hvernig kvótakerfið er misnotað fyrir nokki’a útvalda. í Morgun- blaðinu í byi’jun febrúar er sagt frá afla og aflaverð- mæti Baldvins Þor- steinssonar E.A. Ars- aflinn 1998 er sagður 7100 lestii’ og verð- mætið 790 milljónir kr. Ef maður deilir aflanum í afiaverð- mætið kemur út afla- verð sem er kr. 111,27 á hvert kíló, sem aldrei var landað nema að litlum hluta. Meðalverð allra fisk- markaða á landinu 11. febrúar er 103 kr. á kg. af þorski, ýsu, ufsa og karfa. Ef afrakstur- inn af frystitogaranum er ekki meiri en þessar tölur sýna er það besti kosturinn fyrir lands- Fiskveiðar Ég fullyrði, segir Hrólfur S. Gunnars- son, að engum físki var hent af bátaflotan- um meðan veiðar voru frjálsar. byggðina og þar af leiðandi flótt- ann til höfuðborgarinnar að hætt verði að flaka fisk úti á sjó. Það er alltof mikið þjóðhagslegt tap sem í því felst að henda fimm þúsund tonnum af fiski frá einu skipi á árs- grundvelli. Ef nýtingarstuðullinn er að meðaltali 30% hjá þessu skipi, sem ég er viss um að er of hár, kannski nær 20% miðað við óslægðan fisk. Það fara þá 80% í hafið aftur. í þessum tölum er ekki tekið með brottkast á heilum fiski sem ég veit að er umtalsvert. Sé 30% nýtingar reglan notuð, falla til hjá umræddu skipi fimm þúsund tonn af fiski í hafið, aftur á móti ef fiskurinn er unninn í landi er engu hent. Ef allur þessi afli væri seldur á fiskmörkuðum og unninn í landi, 7100 tonn margfold- að með meðalverði fiskmarkað- anna, kemur út talan 731,3 milljón- ir. Þumalputta regla er að til út- flutnings má tvöfalda verð á fiski upp úr sjó. Er því útflutta afla- verðmætið 1,462 milljónir kr. sé fiskurinn unninn í landi. Þjóðhags- legt tap vegna frákasts fisks á frystitogaranum Baldvini Þor- steinssyni árið 1998 nemur því kr. 672 milljónum, og er þá alls ekki allt talið, svo sem vinnsla á fiski með olíu úti á sjó en innlendri orku í landi. Ef brottkast fisks er að meðaltali á hvern frystitogara 4000 tonn og ef frystitogarar eru 40 þá er sá afli sem fer í sjóinn aft- ur 160 þúsund tonn plús það sem hent er af heilum fiski sem aldrei fer á vog. Og er þá ekki langt í töl- una 200 þúsund tonn á ári, sem hent er. Ef notuð er 200 þúsund tonna talan margfölduð með 103 kr. sem er meðalverð á fiski nú í febrúar kemur í ljós að verðmæti brottkasts fisks er 20,6 milljarðar miðað við verðlag á fiski um miðj- an febrúar í ár. Sé það tvöfaldað við útflutning verður upphæðin 41,2 milljarðar og má því ætla að helmingur þessarar upphæðar sé beint tap vegna útgerðar 40 frysti- togara. Og er nú mál að linni. Það verður aldrei sátt um þetta stjórn- kerfi. Endalaus göt til að stoppa í, eins og sést af nýjasta þrýstihópn- um, fjögur til fimm hundruð eig- endur kvótalítilla eða kvótalausra báta heimta nú kvóta. Það yrði mikil sorgarsaga ef kvóti héldi áfram að færast í spillingarkerfi frystitogara. Fiski hefur alla tíð verið hent í einhverjum mæli frá togurum vegna þess að verið var að vinna fisk úti á sjó, svo sem að salta þorsk, og þeir fengu ein- hverjar aðrar fisktegundir en þá sem vinna átti, eða of smáan fisk. Var því þá öllu hent, öðru en þorski. Þeir höfðu þó sumir hverjir mjölvinnslu, en allir lýsisbræðslu um borð, og var lifrin nýtt sem ekki er gert í dag. Það er engin af- sökun fyrir því að henda fiski alla næstu öld, þótt það hafi verið gert seinni hluta þessarar aldar. Ég var við sjóróðra í Grindavík 1955 til 1960, róið var með línu og net. Ég fullyrði, að engum fiski hafi verið hent af bátaflotanum meðan veiðar voru frjálsar. Um leið og ósóminn, sem heitir stjórn- kerfi fiskveiða byrjaði, þá hófst brottkast á fiski. Og því mun ekki linna meðan kerfið er viðvarandi. Þú nefnir í gi-ein þinni,Sigurbjörn, að framferði og afstaða einstak- linga sé gjarnan háð afkomu- möguleikum, og tekur ekki til af- komu þjóðarheildarinnar. Sem sagt, þú segir að tekjur þínar séu bundnar afkomu Granda, og því sé afstaða þín með þeim sem spilling- arinnar njóta með brottkasti á fiski, og er það miður. Ég vona að þú lesii- þessa grein mína betur en þá síðustu. Ég segi það enn og aft- ur, ég hef verið við sjósókn í meira en 50 ár og er öllum tegundum veiða kunnugur. Afkoma mín varðar eingöngu þjóðarhag, og þessvegna er ég að reyna að færa afvegaleidda þjóð á rétta braut. Árið 1960 reyndi frægur útgerðar- maður, Guðmundur Jörundsson, að fá flutt til landsins verksmiðju- skip til að fullvinna fisk útá sjó, því var hafnað. Arið 1970 var aftur sótt um leyfi fyiir fullvinnsluskip á íslandi, nú var það Loftur Júlíus- son, sem um 20 ára skeið hafði verið skipstjóri á enskum verk- smiðjutogara, og enn er neitað. Báðir þessir aðilar ætluðu með sínum skipum að fulMnna aflann úti á sjó og engum afla skyldi hent eins og gert er í dag, en samt fékkst ekki leyfi. Hversvegna? Jú, við búum á eylandi með fiskimið allt í kringum landið og allsstaðar á landinu eru arðbærar verstöðv- ar. En árið 1981 týndist þessi góða hugsjón skynsamra stjórnmála- manna, að banna verksmiðjuskip, þegar sú braut var rudd norður á Skagaströnd í neyð þeirra, með flutningi vinnslu á fiski útá sjó, sem þá varð þar til og nú ríður við einteyming í L.Í.Ú. Höfundur er skipstjóri. Silkibolir, margir litir laugavegi 60, sími 551 2854 Fiski hent Hrólfur S. Gunnarsson AUG LV S 1 N G A Aðalfundur ÝMISLEGT KÓPAVOGSBÆR Vaka til heiðurs Þorsteini Valdimarssyni verður haldin í SALNUM laugardaginn 10. apríl # Ávarp Sigurður Geirdal, bæjarstjóri. # Skólakór Kársness, stj. Þórunn Björnsdóttir. # Kór Menntaskólans í Hamrahlíð, Hamrahlíð- arkórinn, stj. Þorgerður Ingólfsdóttir. # Signý Sæmundsdóttir. * Anna Guðný Guðmundsdóttir. * Lesarar: Guðný Helgadóttir, Gylfi Gröndal og Hjörtur Pálsson. * Kynnir Jónas Ingimundarson. ®Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands verður haldinn mánudaginn 19. apríl 1999 kl. 18.00 í Sjálfboðamiðstöð deildarinnar að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Félagsmenn sýni félagsskírteini við inn- ganginn, (gírósedill 1998). Stjórn Reykjavíkurdeildar RKÍ. Nýrrar Lífssjónar Samtökin Ný Lífssjón heldur aðalfund laugar- daginn 17. apríl 1999 kl. 14.00 í sal SEM-sam- takanna, Sléttuvegi 1—3. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Reikningar samtakanna lagðir fram. Önnur mál. Stjórnin. FÉLAGSSTARF Kópavogsbúar — opið hús Opið hús er á hverjum laugardegi milli kl. 10 og 12 i Hamraborg 1, 3. hæð. Frambjóðendurnir Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir og Arni Ragnar Árnason ásamt bæjarfulltrúanum Höllu Halldórsdóttur verða i opnu húsi laugardaginn 10. apríl. Allir bæjarbúar eru velkomnir. Heitt kaffi á könnunni. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. V Garðbæingar athugið Næsti viðtalstími bæjar- fulltrúa í húsnæði Sjálf- stæðisfélagsins, Garða- torgi 7, er laugardaginn 10. apríl milli kl. 11.00 og 12.00. Á fundinn mæta Ingibjörg Hauksdóttir bæjarfulltrúi og Guðmundur Guð- mundsson varabæjar- fulltrúi. Garðbæingar, notið tækifærið og komið skoðunum ykkar á framfæri. Félagsmenn Eflingar-stéttarfélags Umsóknir um sumarhús Munið að síðasti skiladagur umsókna um sumarhús félagsins er föstudagurinn 9. apríl. Stjórn Eflingar-stéttarfélags. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1 = 179498V2 = Eb. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Huglækningar, sjálfsuppbygg- ing, áruteiknun/2 form. Sími 562 2429. I.O.O.F.12 = 17949814 = 9.0. I.O.O.F.12 = 17941011 = 11.0 Frá Guðspeki- félaginu Ipgólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 í kvöld kl. 21 heldur Stein- grimur Gautur Kristjánsson erindi um ekki neitt í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræð- um, kl. 15.30 í umsjón Ástu Jónsdóttur. Einnig á laugar- dag kl. 14—15.30 er bókasafn félagsins opið til útláns fyrir félaga. Á sunnudag kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbeiningum fyrir almenn- ing. Á fimmtudögum kl. 16.30—18.30 er bókaþjónust- an opin með miklu úrvali and- legra bókmennta. Starfsemi félagsins er öllum opin endurgjaldslaust. FERÐAFÉLAG ^ÍSLANDS WC*W»/ í - SM 5»!25M Sunnudagsferðir 11. apríl Kl. 10.30 Skíðaganga yfir Kjöl. Kl. 13.00 Selvogsgata 2. hluti: Kaldársel — Grindar- skörð. Sjá ferðir á textavarpi bls. 619 og heimasíðu: www.fi.is. Fáið ykkur ennfremur ferðaáætl- un 1999. Minnum á nýtt áhuga- vert fræðslurit FÍ Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir. Verð 800 kr. f. félaga og 1.000 kr. f. aðra. KENNSLA Námskeið í talnaspeki byggist upp á að læra um tölur. Allir stafir hafa sína eigin tölu og hver tala hefur sín eigin orkuein- kenni. Talnaspekin er tilvalin fyr- ir fólk sem vinnur með öðru fólki eða er í leit að svörum um lífið og sjálft sig. Kennari er Her- mundur Rósinkranz, talnaspek- ingur. Timapantanir i s. 586 2329 og GSM 698 2329.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.