Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Mánaðarskýrsla Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Vaxtalækkun spdð á langtímamarkaði FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins telur að vextir ríkis- tryggðra skuldabréfa og annarra traustra skuldara muni halda áfi'arn að lækka á næstu mánuðum. Ástæð- una má rekja til takmarkaðs fram- boðs þessara skuldabréfa ásamt vaxandi eftirspurnar vegna aukins sparnaðar í þjóðfélaginu, að því er fram kemur í mánaðarskýi-slu FBA fyrir apríl. Þar kemur fram að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hafi farið vaxandi að undanfömu og verði aukinnar verðbólgu vart á næstu mánuðum, eins og líkur séu á, megi búast við að það skili sér einnig í meiri eftirspurn eftir verðtryggðum skuldabréfum. Nokkur atriði gætu þó tímabundið staðið í vegi fyrir frekari vaxtalækkunum s.s. óvissa með skipan og stefnu nýrrar ríkis- stjórnar að afloknum alþingiskosn- ingum í maí. Jafnframt ef seinni hluti uppkaupa ríkissjóðs á spari- skírteinum og i-íkisbréfum tefðust fram á síðasta ársfjórðung þessa árs. Leitað eftir Iangtíma- fjármagni erlendis „Þrátt fyrir breytingar á lausa- fjárreglunum er lausafjárhlutfallið að loknum aðlögunartíma óbreytt, 1,5%. Til að ná þessu hlutfalli þurfa lánastofnanir að útvega sér lang- tímafjármagn á næstu mánuðum á erlendum mörkuðum fyrir 350 m,- 500 m. dollara. Ef þetta reynist erfitt þurfa lánastofnanir að fara aðra leið til að laga hlutföll sín sem fælust í fjármögnun á innlendu hlið- inni. Þetta gæti skapað tímabundið framboð af bankabréfum og -víxlum og þannig haft neikvæð áhrif á vaxtaþróunina. Nýjar lausafjárregl- ur gætu þó breytt stöðunni eitthvað en það er þó Ijóst að þær munu eftir sem áður taka á mikilli skammtíma- lántöku bankanna á erlendum lána- mörkuðum með einhverjum hætti. Á næstu vikum og mánuðum koma til gjalddaga vaxtaskipta- samningar þar sem fjármálafýrir- tæki hafa lánað viðskiptavinum er- lendar myntir til að kaupa verð- tryggð innlend skuldabréf. Verð- lagning þessara samninga hækkaði töluvert vegna lausafjárreglnanna og hefur það haldið aftur af spá- kaupmönnum við að fara inn í nýja samninga á síðustu vikum. Með þessu hefur myndast ójafnvægi sem gæti orðið sýnilegt þegar eldri samningar koma á gjalddaga og nokkrir milljarðar af innlendum skuldabréfum koma á markaðinn,“ að því er fram kemur í mánaðar- skýrslu FBA. Vöruskipti áfram óhagstæð HALLI á vöruskiptum við útlönd nam 3,4 milljörðum króna fyrstu tvo mánuði ársins, samanborið við 7,2 milljarða halla á sama tíma í fyrra. Á tímabilinu voru fiuttar út vörur fyrir 19 milljarða króna en inn fyrir 22,4 milljarða, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Is- lands. í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir rúma 10,7 milljarða og inn fyrir tæpa 11,6 milljarða króna. Vöruskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 0,8 milljarða en í febrúar 1998 voru þau óhagstæð um 1,5 milljarða á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu tvo mánuði ársins var 1% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áð- ur. Samdráttur var í útflutningi á iðnaðarvörum um nærri 16%. Á móti kemur að skip var selt úr landi á tímabilinu en ekki í fyrra. Verðmæti innflutnings var 15% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. I fyrra var flutt inn flug- vél á tímabilinu en ekki í ár sem skýrir samdrátt í innflutningi á flutningatækjum. Innflutningur á eldsneyti og smurolíum var 56% minni miðað við sama tímabil í fyrra. Einnig var minni innflutning- ur á hrá- og rekstrarvörum en á móti kemur aukinn innflutningur á fjárfestingar- og neysluvörum, að því er segir í fréttinni. VORUSKIPT VIÐ ÚTLÖND Verðmæti innflutnings og útfluti jan.-feb. 1998 og 1999 (fob virði í milljónum króna) 1998 jan.-feb. 1999 jan.-feb. Breyting á föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 19.195,0 18.996,9 -0,9% Sjávarafurðir 13.412,6 13.267,1 -1,0% Landbúnaðarvörur 254,5 385,8 +51,8% Iðnaðarvörur 5.363,4 4.503,2 -15,9% Ál 3.372,1 3.073,1 -8,8% Kísiljárn 573,0 200,3 -65,0% Aðrar vörur 164,5 840,7 -13,2% Skip og flugvélar - 656,9 - Innflutningur alls (fob) 26.362,0 22.375,3 -15,0% Matvörur og drykkjarvörur 1.939,9 1.861,2 -4,0% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 6.468,9 5.696,8 -11,8% Óunnar 292,2 198,3 -32,0% Unnar 6.176,7 5.498,5 -10,9% Eldsneyti og smurolíur 1.800,9 783,3 -56,5% Óunnið eldsneyti 90,0 1,7 -98,1% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 403,0 141,7 -64,8% Annað unnið eldsn. og smurolíur 1.307,8 639,9 -51,0% Fjárfestingarvörur 5.673,2 6.262,7 +10,5% Flutningatæki 6.545,1 3.566,7 -45,4% Fólksbílar 1.375,3 1.968,9 +43,3% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 411,2 374,1 -8,9% Skip 816,2 680,9 -16,5% Flugvélar 3.492,2 3,9 -99,9% Neysluvörur ót.a. 3.893,8 4.179,2 +7,4% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 40,3 25,2 -37,4% Vöruskiptajöfnuður -7.167,1 -3.378,5 * Míðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaideyris í janúar-febrúar 1999 0,1% lægra en árið áður. Heimild: HAGSTOFAISLANDS KYNNTU Þ É R GAGNAGRUNNSMÁLIÐ Verndaðu barnið þitt! Ekki verður aftur Háskólabíó, laugardag kl. 14 snúið úr gagnagrunni! Allir velkomnir! MANNVERND www.mannvernd.is Samtök um persónuvemd og rannsóknafrelsi ÍK ÁRNES HF. Úr reikningum ársins 1998 Rekstrarreikningur Miiijómr Mna 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur 1.210,2 1.306,0 -7,3% Rekstrargjöld 1.118,8 1.258,4 -11,1% Hagnaður fyrir afskr. og fjármagnsliði 91,3 47,8 +91,0% Afskriftir (119,3) (119,4) -0,1% Fjármagnskostnaður nettó (101,5) (72,0) +41,0% Aðrar tekjur og (gjöld) 49,0 (6,4) Tap ársins (80,4) (150,0) -46,4% Efnahagsreikningur 3i.desember 1998 1997 Breyting | E/gnlr: | Milljónir króna Fastafjármunir 894 909 -1,7% Veltufjármunir 362 373 -2,9% Eignir samtals 1.256 1.282 -2,1% | Skuldir og eigid fé: \ Eigiðfé (38) 42 Langtímaskuldir 651 571 +14,0% Skammtímaskuldir 643 669 -3,9% Skuldir og eigið fé samtals 1.256 1.282 -2.1% Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Eiginfjárhlutfall -0,03 0,03 Veltufjárhlutfail 0,56 0,56 0 Veltufé (til) frá rekstri Milljónir króna (12,6) (39,7) -68,3% Arnes tapaði 80 milljónum SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Árnes hf. í Þorlákshöfn tapaði 80 milljónum króna á síðasta ári sam- anborið við 150 milljóna króna tap árið 1997. Rekstrartekjur drógust saman um 7,3%, úr 1.306 milljónum árið 1997 í 1.210 milljónir í fyrra. Rekstrargjöld drógust saman um 11,1% og námu 1.119 m.kr. í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði var 91 milljón í fyrra og hækkaði um 42 milljónir á milli ára. Að sögn Lúðvíks Barkar Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Árness, gerðu rekstraráætlanir félagsins ráð fyrir 23 m.kr. tapi á síðasta ári en ekki 80 eins og ársreikningurinn sýnir. Hann segir ástæðuna fyrir mismuninum fyrst og fremst mega rekja til 37% aflasamdráttar í kvótabundnum flatfisktegundum á síðasta ári sem skapaði mikið rekstrartap bæði í útgerð og vinnslu, sérstaklega á haustmánuð- um. I áætlunum hafði verið gert ráð fyrir óbreyttri veiði frá árinu á undan. Lúðvík Börkur vildi lítið tjá sig um horfurnar á þessu ári en sagði að gripið hafi verið til ýmissa að- gerða í ljósi minnkandi veiði. FTogWSJí samstarf í Rússlandi Moskvu. Reuters. VIÐSKIPTABLÖÐIN The Fin- ancial Times og The Wall Street Journal og hollenzka útgáfufyrir- tækið Independent Media hefja í sameiningu útgáfu á viðskiptablaði á rússnesku í ágúst. Þetta er fyrsta samstarf Financi- a1 Times, sem er í eigu brezka fyr- irtækisins Pearson Plc, og Dow Jo- nes blaðsins Wall Street Journal, sem heyja með sér harða sam- keppni í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu. „Samvinna við Independent Media og Dow Jones er árangurs- rík og tiltölulega hættulítil aðferð til að gefa út bezta viðskiptablaðið sem Rússar geta átt völ á,“ sagði stjórnarformaður FT Group, David Bell. Pearson, Dow Jones og Independent Media munu eiga þriðjung í blaðinu hver og verður því fyrst dreift í Moskvu og Sankti Pétursborg. Hluthafarnir munu leggja allt að 10 milijónum dollara í blaðið fyrstu þrjú árin, en síðan á útgáfan að bera sig. Gefur út Moscow Times Independent Media gefur út Moscow Times, sem kemur út á ensku, og rússneskar útgáfur tíma- rita eins og Cosmopolitan og Play- boy. Stofnendurnir eiga ráðandi hlut í fyrirtækinu, hollenzki útgef- andinn VNU á 35% og rússneska fyrirtækið Menatep 10%. Derk Sauer, forstjóri Independent Media, sagði að út- gáfa blaðsins væri traustsyfirlýs- ing við rússneska fjölmiðlamarkað- inn, sem varð hart úti í fjár- málakreppunni í fyrra. Útgáfu við- skiptablaðsins Russky Telegraf var hætt og það var sameinað Izvestia. Önnur blöð fækkuðu starfsmönn- um og lækkuðu laun. Helzti keppinauturinn verður Kommersant, almennt talið bezta rússneska viðskiptablaðið. Sauer segir þó að nýja blaðið, sem hefur ekki fengið nafn, verði það eina sem fjalli eingöngu um viðskipti, því Kommersant sé að breytast í almennt dagblað. Ritstjóri verður Leoníd Bershid- sky, 27 ára gamall viðskiptarit- stjóri Moscow Times, og blaðstjórn verður skipuð sex fulltrúum eig- enda. Blaðið verður 12 síður og starfsmenn 20. Um 30% efnisins verða úr FT og Wall Street Jo- urnal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.