Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsvarsmenn skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli ánægðir með veturinn Lygilega góður skíðavetur SKÍÐAVETURINN hefur verið með besta móti að sögn forsvars- manna skíðasvæðanna í Skálafelli og Bláfjöllum. „Petta hefur verið lygilega góður vetur, veðrið hefur leikið við okkur og snjór hefur verið jafn og nokkuð öruggt að treysta á hann,“ sagði Haukur Stefánsson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Skálafelli. Að sögn Hauks hefur svæðið verið opið frá því snemma í janúar og frá þeim tíma hefur það verið opið í um 60 daga, en meðaltal síðustu tíu vetra er um 30 dagar á vetri. Arið í fyrra var samt eitt það allra versta enda var þá ekki opið í nema 4 daga allan veturinn, því annaðhvort var snjólaust eða vont veður. Gísli Páll Jónsson, yfirmaður vetrarstarfs í Bláfjöllum, tók undir orð Hauks, og sagði veturinn í heild hafa verið mjög góðan í Bláfjöllum, þrátt fyrir frekar slakan febrúar. Gísli sagði að skíðasvæðið hefði ver- ið opið í um 60 daga á vetrinum, líkt og í Skálafelli, en í fyrra hefði ekki verið opið nema í 30 til 40 daga. Snjóbrettaiðkendur hrein viðbót Haukur sagði að snjóbrettaiðkun væri á mikilli uppleið og væri um hreina aukningu að ræða, því í flest- um tilfellum væru þar á ferð ung- lingar, eða krakkar, sem aldrei hefðu prófað venjuleg skíði. Þá sagði Gísli að einnig væri töluvert um að menn væru á nýrri tegund skíða sem væru breið að framan og aftan og nokkuð styttri en hefðbundin svigskíði. Hann sagði að kosturinn við þessi skíði væri sá að auðveldara væri fyrir fólk að taka beygjur á þeim. Haukur sagði að það sem helst skyggði á þennan skíðavetur væri mikil umræða fjölmiðla um aukna slysatíðni í skíðabrekkunum. Að sögn Gísla á slysaaukningin sér Morgunblaðið/Árni Sæberg HONDA HR-V verður frumsýndur um helgina. Frumkynning á Hondu HR-V HONDA HR-V fjórhjóladrifsbíll- inn verður frumsýndur hjá Honda á Islandi um helgina. Með Honda HR-V kemur á markaðinn nýr flokkur bíla. HR-V er tiltölulega hár en útlitshönnun og breidd gefa honum kraftalegt og sportlegt út- lit. Vélin er 105 hestöfl. Bíllinn fæst bæði beinskiptur og með hinni nýju þreplausu CVT sjálf- skiptingu sem Honda hefur þróað. HR-V er búinn ABS bremsukerfi og tveimur loftpúðum, hita í sæt- um og speglum og kostar hann frá 1.749.000 kr. Einnig verður kynnt ný gerð Honda CR-V, sem kom á markað í júní 1997. Helstu nýjungarnar er að vélaraflið hefur verið aukið úr 128 í 147 hestöfl. Einnig verður kynnt ný útgáfa, CR-V Advance, sem er lúxusútgáfa fyrir fagurkera búinn miklum aukabúnaði. Honda CR-V kostar frá 2.249.000 kr. Sýning Honda verður opin frá 10-17 á morgun og sunnudag. Morgunblaðið/Halldór FORSVARSMENN skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli eru sam- mála um að veturinn liafi verið óvenju góður fyrir skíðaiðkendur. ósköp eðlilegar skýringar því hún helst í hendur við aukna aðsókn á skíðasvæðin. Gísli sagði hins vegar að ákveðin breyting hefði orðið á tegundum slysa, því snjóbrettafólkið hlyti annarskonar meiðsl en hinir, sem væru á hefðbundnum skíðum. Hann sagði að snjóbrettaiðkendur væru meira að stökkva og því væri meira um að þeir meiddu sig á efri hluta líkamans, t.d. væri þónokkuð um að þeir brytu rifbein eða hand- leggi, þeim sem nota venjuleg skíði er hættara við að snúa sig á fæti eða fótbrotna. Rólegt eftir páska Haukur sagði að þrátt fyrir að bú- ið væri að rigna töluvert væru enn allar lyftur opnar í Skálafelli og sagðist hann vonast til að svæðið yrði opið til 30. apríl. Gísli sagði að færið í Bláfjöllum væri dálítið blautt um þessar mundir, en að stefnt væri að því að hafa svæðið opið til 1. maí. Báðir voru þeir sammála um að skíðaaðsókn dvínaði almennt eftir páska. Gísli bætti því við að um næstu helgi væru Andrésar andar leikarnir á Akureyri og þá yrði ef- laust rólegt á skíðasvæðunum ná- lægt höfuðstaðnum. Áfrýjun Stangaveiðifélags Reykjavíkur vísað frá Lagaskilyrði til kæru ekki fyrir hendi ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- isaðila vísaði, samkvæmt úrskurði hinn 30. mars, frá áfrýjun Stanga- veiðifélags Reykjavíkur vegna álits samkeppnisráðs og tilmælum þess til Skattstjórans í Reykjavík frá því í janúar á þessu ári. Ekki var talin lagaforsenda fyrir kærunni þar sem um óbindandi álit var að ræða. Upphaf málsins má rekja til er- indis Lax ehf. frá því 18. maí í fyrra þar sem kvartað er yfir ójafnri samkeppnisstöðu aðila sem taka laxveiðiár á leigu og selji veiðileyfi. Fyrirtækið taldi sig ekki sitja við sama borð og Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem keppti á sama markaði án þess að greiða tekju- og eignarskatt, þrátt fyrir að selja fleiri en félagsmönnum sínum leyfi. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 75/1981 er kveðið á um almennar undan- þágur og sagt að lögaðilar skuli ekki greiða tekju- né eignarskatt ef þeir verja hagnaði sínum einungis til almenningsheilla og hafi það að einasta markmiði sínu. Að áliti samkeppnisráðs stríðir undanþága SVFR frá greiðslu tekju- og eignarskatti gegn mark- miðum samkeppnislaga. Það taldi vafa á að SVFR uppfyllti skilyrði til undanþágu frá lögunum, að hagnaði af stai'fi virtist ekki hafa verið varið til almenningsheilla í raun. I fram- haldi beindi ráðið „tilmælum til Skattstjórans í Reykjavík að hafa hliðsjón af framangreindu áliti í túlkun embættisins“ á ofangreindu undanþáguákvæði. Þetta gerði sam- keppnisráð í samráði við ákvæði 2. mgr. 5. gr. samkeppnislaga. Stangaveiðifélag Reykjavíkur kærði ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist þess að álit ráðsins yrði fellt úr gildi. Að mati áfrýjanda hafði samkeppnisráð farið út fyiir lagaheimildir sínar og inn á svið skattyfirvalda. Ennfremur taldi áfrýjandi að samkeppnisráð hefði gerst sekt um „valdaþurrð og brot á rann- sóknarskyldu" með því að senda álit til Skattstjóra. Um hafi verið að ræða „óeðlilega íhlutun" í störf skattyfirvalda. Að ekki sé til þess ætlast að önnur stjórnvöld en skattstjórar komi að ákvörðun skattskyldu. Áfrýjandi kvað sölu leyfiveiða til utanfélagsmanna undantekningu og að tilgangur SVFR sé fyrst og fremst „að stangaveiði sé unnt að vinna í anda íþrótta og umhverfis- verndar". Úrskurðarorð áfrýjunarnefndar voru þau að vísa málinu frá þar sem „lagaskilyrði brestur til að kæra þetta mál“, eins og segir í niður- stöðu. Álit samkeppnisráðs hafi ekki verið bindandi að lögum og það sé eitt af úrræðum samkeppn- isráðs að „lýsa skoðunum um sam- keppnisatriði". Andlát INGVAR KRISTINN ÞÓRARINSSON INGVAR Kristinn Þórarinsson, bóksali á Húsavík, lést á Húsa- vík miðvikudaginn 7. apríl síðastliðinn. Hann var á 75. aldursári. Ingvar Kristinn Þór- arinsson fæddist á Húsavík 5. maí 1924 og voru foreldrar hans Sigríður Oddný Ingv- arsdóttir, ljósmyndari og húsmóðir, og Þórar- inn Stefánsson, bóksali og hreppstjóri. Ingvar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1945. Hann starfaði við bókaverslun fóður síns á Húsavík, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, frá árinu 1945 og tók síðar við rekstri hennar. Hann var kennari við Gagn- fræðaskóla Húsavíkur árin 1945 til 1966 og stundakennari þar til ársins 1973. Hann dvaldi um tíma í Banda- ríkjunum veturinn 1962 til 1963 til að kynna sér nýjungar í stærðfræði- kennslu sem var sérgrein hans. Ingv- ar hætti störfum við verslun sína fyrir nokkrum árum vegna heilsubrests og dvaldi síðustu misserin á Heilsustofnun Húsa- víkur. Af félagsstörfum Ingvars má nefna setu hans í bæjarstjórn fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn árin 1966 til 1970, hann var um árabil formað- ur sóknamefndar og var formaður Sjálf- stæðisfélags Húsavík- ur 1973 til 1979. Þá var Ingvar tónlistarlífi á Húsavík mikil stoð, m.a. með því að gangast fyrir tónleikahaldi innlendra sem erlendra listamanna þar. Ingvar var einn fjór- menninganna í Tónakvartettinum og lék eiginkona hans, Björg Friðriks- dóttir, undir með kvartettinum. Böm þeirra em tvö, Stefán Öm, verslunarmaður, búsettur í Noregi, og Sigríður, sjúkraliði, búsett í Reykjavík. Snjóflóðarannsóknir með ratsjám ÞEKKT er að nota ratsjár við mælingar og athuganir á siyó- flóðum en varðskipsmenn námu snjóflóðatungurnar þrjár efst á ratsjánni sem féllu ofan við byggðina á Flateyri 21. febníar síðastliðinn. Magnús Már Magnússon, snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Islands, segir að með því að nota ratsjá við snjó- flóðarannsóknir megi öðlast, ýmsa þekkingu á hraða og hegðan flóðanna og eðlisfræði þeirra. Hefur Veðurstofan m.a. komið fyrir ratsjá í Siglufírði til snjóflóðarannsókna og Magnús segir hafa koinið til tals að setja slíkan búnað á garðana við Flateyri. Ljós- myndin er tekin af ratsjá skips- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.